blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 22
Lítil jólasaga Jólin í hænsnahúsinu Dagurinn styttist óðum og þeir sem eiga dýr sem ekki eru inni á heimilinu geta sjaldnar notið útivistar með þeim í skammdeginu en þegar bjart er og hlýtt. Á síðustu árum hefur það orðið al- gengara að fólk eigi 2-3 hænur sem búa í kofa úti í garði, flestar þeirra fara út í gerðið sitt á daginn þegar vel viðrar, en oft eru þær mikið inni á veturna. Landnámshænur eru félagslyndar verur og vilja gjarnan láta sinna sér. Hér er lítil aðventusaga úr hænsnakofanum... Grámann, Lappa, Rjúpa, Toppa og Steina eiga heima í litlum kofa sem stendur skammt frá húsinu. Þær eru ánægðar með kofann sinn en þeim finnst alltaf best að vera úti þegar það er hægt. Jólin eru að nálgast og frá því í haust hefur alltaf verið kveikt ljós hjá þeim fram til klukkan níu á kvöldin en þá fara allar heiðvirðar hænur upp á prikið sitt til að sofa. Morgun- skíman kemur seint þessa dagana og Grámann getur ekki fengið það af sér að byrja að gala fyrr en undir klukkan tíu á morgnana. Er það ekki einmitt þannig sem lífið á að vera í skammdeginu? Jólahreingerning Það er farið að birta af degi og þau bíða eftir því að komast út. Hvað skyldi nú vera í matinn í dag? Inni í hænsnakofanum er alltaf nóg af vatni og fóðurkorni en það er morgunmaturinn úti í gerðinu eða á túninu sem litla hænsnafjölskyldan bíður spennt eftir. Þar er boðið upp á afgang af hafragraut, hrisgrjónum, grænmeti og brauði og þegar ekki er mikið af afgöngum er oft gefið bygg eða eitthvert annað korn. Grámann hoppar niður af prik- inu sínu og hleypur kátur út um lúguna um leið og hún er opnuð og vinkonur hans á eftir honum. Það er stigur ••••• • ••• • •••• • •••• ** Safnkort Punktaðu það hjá þér! sæmilega bjart í dag og snjóhulan er svo þunn að þau láta sig hafa það að fara út úr gerðinu til að geta hlaupið um túnið og leitað að fræjum og ein- staka grænu strái sem befur ekki áttað sig á því að það er vetur. En Grámann fer ekki langt. Konan í stóra húsinu er komin og búin að opna allar gættir á hænsna- kofanum upp á gátt. Þ.essu vilja þau ekki missa af, - það á að fara að gera eitthvað óvenjulegt! Toppa hleypur hraðast og bremsar með fjaðrafoki við dyrnar um leið og óhreint sag kemur fljúgandi fyrir hornið og í hjólbörurnar sem standa á pallinum. Það er verið að þrífa rétt eina ferðina. Þau gægjast öll inn og Rjúpa, sem er huguðust af þeim, flögrar upp á prikið til að sjá betur. Þetta er engin venjuleg hreingern- ing, allir veggir eru skúraðir, nýtt plast sett á gólfið og ofan á það ilm- andi hey og sag svo hænsnakofinn ilmar eins og sögunarverksmiðja í Finnlandi. Nú er gaman, hænsnafjölskyldan er öll komin inn á gólfið til að róta svolítið í heyinu og nú stendur aldursforsetinn og heiðurshænan Rjúpa og skáskýtur augunum á kon- una sem er að setja nýtt sag í varp- kassann. Þau langar ekkert út, það er svo gaman þegar eitt- hvað er að gerast í kofanum þeirra en konan blakar við þeim og rekur þau út í góða veðrið. „Svona út með ykkur! Dagurinn endist ekki svo lengi að það verður að nýta hann í blíð- unni,“ segir hún um leið og hún inn í kofann og lokar á eftir sér. Grámann nennir ekki að hanga yfir þessu lengur, það er greinilegt að búið er að loka hann og hans fjölskyldu úti úr kofanum svo hann hleypur sperrtur út á túnið, þykist róta svolítið í grassverðinum og gaggar á stelpurnar. Það er vand- ræðalaust að hafa ofan af fyrir sér í þessari blíðu og dagurinn líður við að tína upp hrísgrjónin og brauð- molana frá kvöldmatnum og plokka fræin sem enn sitja á stráunum. Skreyttur kofi Skuggarnir lengjast og þau vita að það þarf að fara inn meðan enn er ratbjart. Hænum er ekki vel við myrkur og Grámann og stelpurnar passa sig á því að vera komin inn í gerðið áður en sólin skríður yfir hæðina. Það er alltaf tilhlökkunar- efni að koma inn í kofann þegar ný- búið er að hreinsa hann svona vel. En hvað er nú þetta? Hér er öðru- vísi umhorfs en venjulega. Það er ekki aðeins búið að þvo ljósið og fægja hurðarhúnana heldur er búið að skreyta kofann. Þau standa í dyragættinni og virða fyrir sér breytingarnar. Niður úr loftinu hangir borði með glans- andi rauðri kúlu sem er alveg í réttri hæð til að gogga í hana og láta hana hreyfast. A prikunum hanga tveir borðar sem búið er að þræða stóra eplabáta á og margir aðrir með grófum netpokum, fullum af popp- korni. Á gólfinu standa tvær hálfar vatnsmelónur eins og púnsskálar, fullar af eftirlætisdrykknum þeirra. Það er veisla í hænsnahúsinu og Grámann og hænurnar gæða sér á sælgætinu. Hvað skyldi hafa hlaupið í kon- una núna, hugsa þau sjálfsagt. Hún er vön að gefa þeim svona góðgæti úr lófanum í stað þess að skilja það eftir inni i kofanum. En þau vita ekki að konan er upptekin inni í húsi, hún er að sjóða hangikjötið fyrir jólin. Gallerí Fold • RauSarárstíg og Kringlunni Jólasýning í Galleríi Fold Vaxtalaus lán til listaverkakaupa Hi M ...................... 5680400 ^ J ^ " RauSarárstíg 14, sími 5510400 • www.myndlist.is Verk eftir fjölmarga listamenn gallerísins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.