blaðið - 13.12.2006, Side 28

blaðið - 13.12.2006, Side 28
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 # • • * •• . • • * " ' • • • • • v • • • • • •• • % • • • .• • •• • • • •' blaöiö / Glerárkirkju stenduryfir sýning á gömlum og nýjum jólakortum Jólakort frá Djákninn og kortin Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju, hefur frætt skóla- hópa og aöra um jólakortin i sem eru til sýnis í Glerárkirkju. ýmsum tímum Nýjar vörur frá Weber ■TAitiiA#»i wm /llllllUVII Jám og gler ehf - skútuvogur 1H Barkarvogsm. - WWW.weber.is GARÐHEIMAR KERTASTJAKÁR Itölsk gœðavam. Mikið úrvali nfíft anoftioa ttítÍtílt KLAPPARSTÍG 40, SÍMI 552 7977 Um þessar mundir stendur yfir sýning á gömlum og nýjum jóla- kortum í Glerárkirkju á Akureyri. Um 1500 kort eru á sýningunni og eru þau flest fengin að láni frá konum í kvenfélaginu Baldursbrá og einkaaðilum. Pétur Björgvin Þor- steinsson, djákni við Glerárkirkju, segir að mikið af kortunum sé í möppum og því geti fólk gefið sér góðan tíma til að skoða þau. „Það er einmitt það sem við viljum hvetja fólk til í jólaösinni að taka sér stundum góðan tíma í eitthvað og setjast niður og slappa af og þá er þetta alveg tilvalið. Það var til dæmis kona hér um daginn sem var fimm tíma að blaða 1 gegnum jólakortin og skrifaði niður sniðuga texta sem hún sá og skemmti sér afskaplega vel og talaði um það að þetta hefði nú aldeilis komið henni í jólagírinn,“ segir Pétur. Elsta kortið frá upp- hafi síðustu aldar Boðið er upp á fræðsludagskrá í tengslum við sýninguna fyrir skólahópa og aðra sem áhuga hafa. „Við segjum meðal annars frá elsta jólakortinu frá 1843 og rekjum að- eins söguna á bak við það hvernig kaupsýslumaður í Englandi fékk þá hugmynd í kollinn til að redda jólapóstinum það árið að fá vin sinn til að búa til jólakort. Segjum svo frá því að frá 1870 er farið að selja innflutt þýsk kort í Danmörku og svona berst siðurinn smátt og smátt áfram,“ segir Pétur. Elsta kortið á sýningunni er talið vera frá árinu 1901 og er mjög einfalt, engin mynd er á því en jólakveðja prentuð með svörtum texta. Islensk kort gerast ekki eldri en á Þjóðminjasafni er að finna er- lend kort sem borist hafa hingað til lands, það elsta frá árinu 1891. í upp- hafi voru kort sem send voru sem jólakort ekki endilega jólaleg, þó tilefnið væri jólin. Bangsi á fylliríi Pétur segir að einnig sé gaman að rýna í myndefni kortanna í gegnum tíðina. „Fyrsta jólakortið frá 1843 er til dæmis af fólki í partíi og i sjálfu sér ekkert jólalegt við það. Á einu kortinu er jafnvel bangsi á fylliríi með jólabjór. Það eru alls konar Shirley Temple Myndefni jólakortanna tengist ekki alltaf jólunum með beinum hætti eins og sjá má á þessu korti. Jólakort frá stríðsár- unum Erfitt varað fá pappír á stríðsárunum og þvíeru kort frá þeim tíma oft einföld að gerð. myndefni sem ganga þvert á það sem við í kirkjunni segjum, til dæmis um að áfengi og jól fari ekki saman,“ segir Pétur. A einu kortinu er letrað Seasons Greet- ings og segir Pétur að það sé enn svolítið framandi fyrir fólkhér á landi að senda kort með kærleikskveðju á þessum árstíma án þess að minnast á jólin þar sem viðtak- andinn sé ekki kristinnar trúar. „Þetta tíðkast í meira mæli erlendis og víða búið að vera í þó nokkur ár. Ég var einmitt að spjalla við gyðinga sem búa hér á Akureyri og þeim fannst skrýtið að þeir höfðu hvergi fundið í bókabúð enn þá kort með íslenskum texta þar sem hægt væri að senda ein- hverjar árstíðarkveðjur," segir hann. Fábreytt kort á stríðstímum Upp úr 1920 var mikið blómaskeið í íslenskri kortagerð sem stóð fram að heimsstyrjöldinni síðari en þá varð úrvalið afskaplega fábreytilegt. „Krökkunum finnst það mjög skrýtið að fyrir sum jól, til dæmis á stríðsárunum, hafi ekki alltaf verið auðvelt fyrir fólk að kaupa pappír, hvað þá að kaupa einhver flott jóla- kort. Jólakortin frá stríðsárunum voru mjög einföld og hafa þess vegna heldur ekki varðveist vegna þess að þau þóttu ekk- ert merkileg. Ég heyrði sögu af manni sem klippti til dæmis út úr gömlum dagblöðum myndir til að reyna að skreyta jólakortin sín eitthvað,“ segir Pétur og bætir við að þau kort sem tengist veru hersetuliðsins á Islandi finnist söfnurum aftur á móti mjög spennandi. 1 gegnum tíðina hafa ýmis konar góðgerða- samtök oft selt jólakort í fjáröflunarskyni en að sögn Péturs er orðið erfiðara að selja slík kort en áður. „Verð á jólakortum hefur lækkað og svo er orðið svo algengt að fólk föndri kortin sin og býr jafnvel til hreinustu listaverk. Við erum með eitt kort sem vinir okkar sendu okkur en þeir hafa það prinsipp að kaupa ekki pappír i jóla- kort. Þeim finnst það ekki samrým- ast jólakveðjunni að framleiða eitt- hvað sem er á móti boðskap jólanna um að ganga vel um sköpunina. Þess vegna endurvinna þau pappír úr dag- blöðum til þess að búa til jólakortin sín. Það er náttúrlega allt öðruvísi að fá svoleiðis kort sent þegar þú veist hvað fólk er búið að leggja mikla vinnu í kortið," segir Pétur. Sýningin stendur til 8. janúar og er opin alla virka daga klukkan 11 til 16 og í tengslum við athafnir í kirkjunni. Kíktu á www.ljos Gerum kort með þínum myndum, eða kort sem þú hannar frá grunni. Verð frá kr. 99, fyrir mynd, kort og umslag. Hægt að panta á netinu og sækja eða fá sent heim en þá bætist póstkostnaður við. FUJSFILIVI Skipholti 31, sími 568-0450 Ijosmyndavorur.is tisEYrtÍ mrnmm,

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.