blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 blaöið Þjóðminjasafnið í ekta íslenskum 'jólasveinafötum „Að undan- f ö r n u hafa starfs- Í mennirnir í Þjóðminja- safni tslands verið önnum kafnir við að undirbúa komu jólasveinafjölskyld- unnar en hún heimsækir alltaf safnið um þetta leyti,“ segir Rúna K. Tetz- schner, kynningarstjóri Þjóðminjasafnsins. Stekkjastaur var fyrstur jólasveinanna, nú sem fyrr, og kom í safnið á þriðjudags- morgun. Síðan koma þeir af fjöllum hver af öðrum, sveinarnir, og allir líta þeir við í Þjóðminjasafn- inu stundvíslega klukkan n á hverjum einasta morgni fram að jólum. Rúna segir að safnið verði meira að segja opið sér- staklega á aðfangadag milli n og 12 til að taka á móti Kertasníki sem kemur síðastur. Um að gera sé að líta þá inn og fagna honum vel! Bæði börn og fullorðnir vita að íslensku jólasvein- arnir eru hrekkjóttir pörupiltar sem eiga dálítið erfitt með að átta sig í tæknivæddri nútímaveröld en i Þjóð- minjasafninu kunna þeir vel við sig því að þar er svo mikið af þjóðlegu dóti sem þeir kunna vel að meta. Fastagestir í 18 ár Þjóðminjasafnið bauð „alvöru" ís- lensku jólasveinunum fyrst i heim- sókn fyrir 18 árum og þeir eru þar fastagestir í desember ár hvert. Og eitt er víst, þeir koma alltaf í safnið á réttum tíma. Mörgum þótti jólasvein- arnir tötralega til fara sérstaklega ef þeir voru bornir saman við rauð- klædda „gervijólasveininn" sem upp- runninn mun vera í Bandaríkjunum. Þjóðminjasafnið íslenska fékk því hönnuði og handverksfólk til að gera ný föt handa sveinunum svo þeir gætu litið sómasamlega út þegar þeir heim- sæktu safnið. I framhaldi af þvi fengu bæði þeir og foreldrar þeirra, Grýla og Leppalúði, nýjan alklæðnað úr vað- máli, gærum, flóka og íslenskri ull. Jólasveinarnir koma því í Þjóðminja- safnið vel klæddir í íslenskum fötum yst sem innst. Á Torginu í safninu er hægt að fræðast um jólasveinana. Þar hefur verið komið fyrir heilu jóla- húsi og alls konar hlutum tengdum jólasveinunum, m.a. er þar að finna askinn hans Askasleikis, skyrið sem Skyrgámur er svo sólginn í, hrossa- bjúga sem Bjúgnakrækir myndi vilja krækja í og margt fleira. Þarna geta gestir, stórir og smáir, áttað sig vel á því hvað hin skrýtnu þjóðlegu jóla- sveinanöfn þýða. Biðraðir eftir Nintendo Wii HLYJAR JOI AO.JAF1R BELLORA SINCE 1 883 MILANO DÚNSÆNGUR OG KODDAR í MIKLU ÚRVALI FYRSTA FLOKKS GÆÐl OG FRÁBÆR VERÐ Laugavegi 87 • símar 551 8740 & 511 2004 Ný Nitendo-tölva er komin á markaðinn og um allan heim bíða menn í röðum eftir að geta keypt hana. Þannig var það í Japan þegar hún kom á markað nú 2. desember og sömuleiðis í Bretlandi sex dögum síðar. I Bandaríkjunum hafa þegar selst 600 þúsund Nitendo Wii, en svo nefnist þessi nýja leikjatölva sem komin er hér á markað hjá Bræðrunum Ormsson. Nintendo-merkið þekkja allir en tímamót voru mörkuð árið 1985 þegar hin byltingarkennda NES tölva, sem nú þykir býsna fornfá- leg, kom á markað. Nintendo Wii markar nýtt upphaf Nintendo-merk- isins og fyrir alla leikjaunnendur. Tölvan sjálf er með blárri ljósrönd, mjög hljóðlát, ekki stærri en þrír DVD-hlustarar. Hún erhelmingi öfl- ugri en síðasta Nintendo-tölvan og með frábæra þrívíddargrafík. Það sem gerir vélina svo einstaka er „Wiimote“-fjarstýringin með hreyfiskynjaranum sem nemur ná- kvæmlega hverja hreyfingu. Ekki þarf lengur að sitja kyrr og hreyfa bara þumlana heldur er einfaldlega hægt að standa upp úr sófanaum og leika leikinn. Allir þessir kostir væru til lítils ef ekki væri nóg til af leikjum. Leikja- framleiðendur tóku Wii fagnandi og fréttir hafa borist af nýjum leikjum sem koma á markað um leið og tölvan. Wii getur þó spilað eldri GameCube-leiki og í byrjun næsta árs verður hægt að sækja „gömlu góðu“ Nintendo-leikina á Netið því að tölvan er með þráðlausu netkorti. Tengja má tölvuna beint við Netið og þar með verður m.a. hægt að fá vafra fyrir vélina. Nýju Nitendo Wii fylgir leikurinn Wii Sports sem er í raun nokkrir íþróttaleikir sem eiga það sameigin- legt að nýta hina skemmtilegu fjar- stýringu til fullnustu. Möguleikarnir eru nánast endalausir og vélin er að auki á frábæru verði og það mun lægra verði en aðrar nýjar leikjatölvur. I Nitendo-pakkanum er vél, Wii-fjar- stýring, Nunchuck-stýripinni, sjón- varpssnúra, straumbreytir, sæti fyrir vélina og eitt eintak af Wii Sports-leiknum. Til að sjá meira um vélina getið þið skoðað vefinn http://www.wii. is eða hreinlega kíkt í verslanir Ormsson, Síðumúla 9, Smáralind og á Akureyri og fengið að prófa sjálf!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.