blaðið

Ulloq

blaðið - 13.12.2006, Qupperneq 16

blaðið - 13.12.2006, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 blaðið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Á bókin þín ekki heima á metsölulistum? „Jú, auðvitað á hún þar heima. Það er alveg stórkostlegt að mér skuli hafa tekist að gera svona langa bók um svona lítinn flokk." Kristján Hreinsson, skáld Kristján kom út i gróða eftir forval Vinstri grænna á dögunum þar sem hann seldi mikið af bók sinni Aldrei kaus ég Framsókn i aðdraganda forvalsins. Bókin er 53 blaðsíður. HEYRST HEFUR... Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur i gær og af því tilefni fór fram athöfn á Hótel Borg. Þar var margt um manninn og mikið stuð. Máni Svavarsson hlaut viðurkenningu af því tilefni að lag hans Bing Bang (Time to Dance) er komið í íjórða sæti breska smáskífulist- ans, en ekkert íslenskt lag hefur náð svo hátt áður. Lagið er eins og glöggir lesendur vita titillagið úr Latabæjarundrinu hans Magnúsar Scheving. Það er til marks um þær miklu vinsældir sem þátturinn á að fagna þessa dagana að yfir 100.000 eintök af skífunni seldust á fimm dögum í Bretlandi. Máni á ekki langt að sækja hæfileika á tónlistarsvið- inu en hann er eins og margir vita sonur Ellýjar Vilhjálms- dóttur og Svavars Gests. Linda segir að hreyfingin sé hluti af hennar Iffsstíl „Það er gott að gefa sér tíma um jólin og hugsa vel um sjálfan sig." BlaWFrikki Hreyfing í jólagjöf Breski blaðamaðurinn James Masterton fjallar um inn- komu Latabæjar á breska listann. Hann segir hana eðlilega þar 1 sem um vinsælt • sjónvarpsefni er að ræða og mörg J dæmi séu fyrir því að titillög barnaefnis nái inn á listann. Blaðamanninum fínnst fyndið að Lazytown eigi rætur sínar að rekja til Islands, af öllum stöðum. Hann stað- festir heimsfrægð bæjarbúanna og segir frá því hvernig hin trúðs- lega Stephanie, Sportacus, Rob- bie Rotten og brúðuvinir þeirra séu á skömmum tíma orðin að alþjóðlegu fyrirbæri. Masterton fer kannski ekki beint fögrum orðum um bæinn lata þar sem hann segir á einum stað að lagið sé hluti af „rífðu þig upp og farðu að hreyfa þig“-brellunni sem þættirnir snúist um. Lagið sé spilað í hverjum þætti undir boðskapnum og því sé ekki að undra að lagið sé vinsælt. Linda Hilmarsdóttir er fram- kvæmdastjóri heilsuræktarinnar Hress í Hafnarfirði. Hún segir að eftir fyrstu vikuna í desember sé alltaf aðeins rólegra í stöðinni en sem betur fer séu það alltaf fleiri og fleiri sem haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyrir jólaannir. „Fólk er farið að líta á hreyfinguna sem hluta af lífsstíl þess og hún er orðin partur af lífinu. Áður var það þannig að lík- amsræktarstöðvarnar voru næstum tómar vikurnar fyrir jól en nú skipu- leggur fólk lífið í kringum hreyfing- una og hreyfingin gefur líka orku til að gera allt sem gera þarf fyrir jólin,“ segir Linda. Hún lítur sjálf á hreyfingu sem hluta af sínum lífs- stíl og kennir fjóra tíma í viku og hleypur 5-10 km í hverri viku. „Mér finnst hreyfingin alveg nauðsynleg og ekki síst nauðsynleg andlega þar sem hún losar um streitu og stress.“ Hafa hreyfinguna með um jólin Linda sem er komin í mikið jóla- skap segir að fólk ætti alls ekki að gleyma sjálfu sér á jólunum og það sé um að gera að hafa hreyfinguna með í jólahaldinu. „Það ættu allir að njóta þess að fara í jólaboð og hafa það huggulegt um jólin en það er líka gott að gefa sér tíma til að hugsa um sjálfan sig. Það er gott að fara í ræktina eða í sund eða út að labba, þá bragðast jólamaturinn líka miklu betur og hægt að njóta hans með góðri samvisku. Það er æðislegt að setja sér það markmið á þessum frídögum að gera eitthvað fyrir heilsuna sem efíir andann í leiðinni.” Allt er gott í hófi 1 janúar er yfirleitt mikið að gera á líkamsræktarstöðinni og Linda segir að hún hlakki alltaf til þess tíma. „Á nýju ári fögnum við líka 20 ára afmæli stöðvarinnar og ætlum að byrja með nýja og spennandi hluti, sem er skemmtilegt." Linda bætir því við að það sé óþarfi að bíða fram í janúar með það að byrja í líkamsrækt. „Það getur verið gott fyrir fólk sem er að byrja að hreyfa sig að koma á líkamsræktarstöðv- arnar í desember þar sem þá er að- eins minna að gera og rólegra og því gefst starfsfólkinu tækifæri til að veita meiri þjónustu og aðstoð fyrir þá sem hana þurfa.” Hreyfing hefur alltaf verið hluti af lífi Lindu en hún æfði klassískan ballet og djassballet frá unga aldri og hún byrjaði að vinna á líkams- ræktarstöðinni fyrir 20 árum. „Hreyfingin og hollt mataræði skiptir miklu máli í mínu lífi en ég leyfi mér nú allt þegar kemur að jólunum en hef það alltaf á bak við eyrað að allt er gott í hófi. Mér finnst hefðirnar skipta máli þegar kemur að jólunum og það eru alltaf nokkrir hlutir sem ég geri fyrir hver jól eins og að skreyta piparkökuhús, búa til sörur með mömmu minni og systur og bjóða vinum og fjölskyldu í matarboð,“ segir Linda að lokum. eftir Jim Unger Ég hef ekki sagt neinum frá því að ég var í raun að miða á krókódíl. A förnum vegi Hvað viltu fá í jólagjöf? Jóhann Halidórsson, atvinnurekandi Þetta er nú ekki létt. Góður vél- sleði væri helvíti góð gjöf. Sigurður Viðar Ottesen, starfsmaður Neyðarlínunnar Ég vil fá boxpúða til að geta haldið mér í góðri æfingu. Alma ívarsdóttir, nemi Flotta tösku, flotta skó eða flott föt. Bryndís Hreinsdóttir, nemi Stóran fatboy-grjónapung. Ágúst Már Viggósson, nemi Bara nýtt snjóbretti eða flottan bíl eða eitthvað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.