blaðið - 13.12.2006, Page 64

blaðið - 13.12.2006, Page 64
64 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 blaöiö 'ottir@bladid.net tu McManaman til Kína Fyrrum enskí landsliðsmaöurinn Steve McManaman er á leiðinni til knatt- spyrnufélagsins Hong Kong Rangers samkvæmt kínverskum fjömiðlum i gær. McManaman er 34 ára gamall og talið var að hann hefði lagt skóna á hilluna í fyrrasumar. Hann hefur starfað sem iþróttafréttamaður í Asíu siöan fyrr á þessu ári fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina ESPN. oncyim ^ lex Fergu- son, stjóri -Manc- hester United, segist þurfa að venjast því að stjórna liðinu sem hlutlausir styðja í einvígi United og Chelsea um Englandsmeistaratitilinn. Ferguson segir andúð í garð þeirra bláu fara vaxandi vegna peningastefnu félagsins og óaðlaðandi varnarleikaðferðar. „Hlutlausir vilja að við vinnum. Það mun taka mig langan tíma að venjast því en ég geri mitt besta,“ sagði Ferguson. F< ! Iorráða- menn Black- burn eru tilbúnir j , að selja varnarfyrir- liðann Lucas Neill til Liverpool í janúar samkvæmt breska dagblaðinu Daily Mirror. Blaðið segir aðdáendur félagsins hafa snúist gegn Neill eftir að hann fór fram á sölu frá félaginu. Alan Pardew, sem rekinn var sem knattspyrnu- stjóri West Ham í fyrradag, fær andvirði rúmra 130 milljóna króna í bætur frá félaginu vegna uppsagnarinnar. Íens Lehmann, markvörður Arsenal, segist alls ekkert hafa á móti Didier Drogba, mherja Chelsea, þrátt fyrir óvinsamleg viðskipti þeirra í viðureign liðanna um síðustu helgi sem báðir hlutu áminn- ingu fyrir. Hann segist hins vegar hafa horn í síðu samherja hans, Frank Lampard. „Mér er vel við Drogba, við útkljáðum málin og tókumst í hendur. Lampard er aftur á móti sérfæð- ingur í að móðga fólk mjög illa, ólíkt Drogba sem er mjög við- kunnanlegur," sagði Lehmann. Knattspyrnustjórastaða West Ham á lausu: Curbishley vill stjóra- stöðu West Ham ■ Yfirvegaður, jafnvel einum of ■ Líklega búið að ganga frá ráðningu Alan Pardew, nú fyrrverandi knattspyrnustjóri West Ham Un- ited, státar af þriðju skemmstu knattspyrnustjórnartíð í 105 ára sögu West Ham United sem atvinnu- mannafélags. Aðeins átta menn hafa gegnt stöðu knattspyrnustjóra West Ham frá upphafi. Fimm af þessum átta hafa skipt með sér síðustu sautján árunum við stjórnvölinn sem gefur hverjum og einum aðeins rúm þrjú ár í starfi. Alan Curbishley, fyrrum knatt- spyrnustjóri Charlton, er talinn líklegasti eftirmaður Pardews sam- kvæmt breskum fjölmiðlum og veð- bönkum. Curbishley hefur sjálfur lýst yfir áhuga sínum á starfinu, en hann hóf feril sinn sem leikmaður hjá West Ham þar sem hann lék frá 1975 til 1979 og var orðaður við stjóra- stöðuna hjá félaginu árið 2001. Guðni Bergsson, knattspyrnu- rýnir og fyrrverandi leikmaður Bolton og Tottenham, þekkir til Cur- bishley og segir hann að mörgu leyti góðan kost fyrir West Ham. Guðni og Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA og fyrrverandi knattspyrnustjóri Stoke og Barnsley, fóru yfir stöðu mála hjá Eggerti Magnússyni og félögum á Upton Park með Blaðinu í gær. Líklega búið að ráða „Þetta er lítill heimur og ekki óal- gengt að menn hringist á og hleri um stöðu mála hjá leikmönnum og framkvæmdastjórum. Það kæmi mér alls ekki á óvart þótt þegar væri búið að ganga frá málunum," segir Guðni Bergsson, spurður um hvort líklegt mætti telja að Eggert Magn- ússon, stjórnarformaður West Ham, hefði þegar gengið frá samkomu- lagi við Alan Curbishley um knatt- spyrnustjórn félagsins. „Annars held ég að Alan Curbis- West Ham-þrenningin Pardew, Tevez og Mascher- ano Ætli Tevez og Mascherano verði næstir til að víkja í tiltekt Eggerts Magnússonar, stjórnar- formanns West Ham? hley væri mjög góður kostur fyrir West Ham. Hann var farsæll í starfi hjá Charlton, starfaði þar í fimm- tán ár og kom þeim í efstu deild og keppni um Evrópusæti. Hann býr jafnframt yfir stóískri ró og yfirvegun sem ekki margir knatt- spyrnustjórar hafa,“ segir Guðni en bætir við að þessi yfirvegun sem yfirleitt sé kostur geti snúist upp í galla þegar liðið þarf á hvatningu að halda og bendir á að Charlton hafi oftar en ekki byrjað leiktíðirnar í úrvalsdeild af miklum krafti undir stjórn Curbishley og verið í efri hluta deildarinnar fram að vori. Þá hafi tekið að halla undan fæti og vissa ákveðni skort til að klára tíma- bil á fullum hraða. Þjást af „töffaraheilkenni" Varðandi gengi West Ham Un- ited eru Guðni og Guðjón sammála um að viljaleysi og skortur á sjálfs- trausti hafi einkennt lið West Ham að undanförnu. Þeir segja algengt að fyrsta tímabil knattspyrnufé- lags í efstu deild gangi framar vonum, en svo detti botninn úr á öðru tímabili. „Þetta er þekkt heilkenni sem kallað er töffarasyndrome og alls ekki óalgengt,“ segir Guðjón. „West Ham var í baráttu um Evr- ópusæti og lék til úrslita um bikar- inn fyrsta árið í úrvalsdeildinni, öllum að óvörum. Fyrir tímabilið styrkja þeir leikmannahópinn og blása til sóknar, en allt kemur fyrir ekki og niðurstaðan um miðjan desember er sautjánda sæti og fall blasir við.“ A tvinnua uglýsingar Auglýsingasiminn er 510 3735 Helgarvinna Starfsfólk óskast í helgarvinnu á líflegan og skem- mtilegann vinnustað. Komið Lækjargötu Rvk. Upplýsingar á staðnum og í síma 8641593. Ella. Kornið er 25 ára gamalt fyrirtæki sem býður uppá trausta og góða vinnustaði þar sem ánægja starfs- fólks er höfð að leiðarljósi. Frábær vinnustaður Óskar eftir starfsfólki á öllum aldri. Vinnutími 11 -19. Upplýsingar í síma 8641585 Dagbjartur Kornið er 25 ára gamalt fyrirtæki sem býður uppá trausta og góða vinnustaði þar sem ánægja starfs- fólks er höfð að leiðarljósi. MEIRAPRÓFSBÍLSTJÓRAR ÓSKAST Viltu koma í skemmtilega og lifandi vinnu hjá stærsta bílaflutningafyrir- tæki landsins? Okkur vantar menn núna! Hafðu samband við Bjarna í síma: 567-6700 Vaka EHF Eldshöfða 6 s: 567-6700 VAKA S: 567 6700

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.