blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 blaöiA blaðið Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúar: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttirog JanusSigurjónsson íslenska tónlist, takk fyrir Dagur íslenskrar tónlistar var endurvakinn í gær. Það er ánægjulegt að taka þennan dag upp aftur, sérstaklega ef það gæti orðið til þess að gera íslenskunni hærra undir höfði. fslenskar hljómsveitir bera útlend nöfn og ansi mörg íslensk lög sem gefin eru út um þessar mundir eru með enskum textum. Oft og tíðum gerir eldra fólk sér ekki grein fyrir að lög sem flutt eru í útvarpi séu íslensk og flutt af íslendingum. Flytjendur tónlistarinnar, hinir ungu f slendingar, líta á ísland sem of lítinn markað og stefna á heims- yfirráð, enda hefur mörgum gengið vel utanlands á undanförnum árum. Þessi umræða um íslenskuna er heldur ekki ný af nálinni. Hún dúkkar upp með reglulegu millibili án þess að nokkuð breytist. En þegar íslenskir tónlistarmenn hvetja til þess að hafa dag íslenskar tónlistar er ekki úr vegi að minna á að íslensk lög með íslenskum textum lifa lengur meðal þjóðar- innar heldur en þau sem eru með enskum textum. Vonandi að tónlistar- menn framtíðarinnar tapi sér ekki í útlendum tungumálum því margir íslenskir textar eru snilldarvel gerðir. Það hefur allmargt ánægjulegt verið að vinnast á sviði tónlistarinnar sem óhætt er að rifja upp á hátíðar- og tylli- dögum. Loksins, loksins fengu tónlistarmenn lækkaðan virðisaukaskatt á hljómplötum úr 24,5% í 7% frá 1. mars nk. en það hefur verið baráttumál þeirra til margra ára og mun koma neytendum til góða. Umræðan um lækkun virðisaukaskatts á hljómdiskum var fyrirferðarmikil árið 1991 og munaði þá ekki miklu að Alþingi samþykkti þá breytingu en hún fór þó ekki í gegn á þeim tíma. Ástæðan var sú að þingmaður Alþýðuflokksins spurði hvort ekki ætti þá líka að lækka virðisaukaskatt af björgunarbún- aði sjómanna. Tónlistarmenn hafa því lengi barist fyrir þessari lækkun sem nú hefur náð fram að ganga. Það eru þó önnur og stærri vandamál sem þessi listgrein stendur frammi fyrir. Stuldur laga i gegnum Netið hefur stóraukist og er ekki séð fyrir endann á því vandamáli. Sem betur fer gerast góðir hlutir eins og stofnun Útflutningsskrifstofu íslenskrar tón- listar en í því verkefni sameinuðust þrjú ráðuneyti og Landsbanki íslands um fjárframlög upp á 17,5 milljónir á ári í þrjú ár. Þetta verkefni mun stór- bæta kynningu á íslenskri tónlist á erlendum vettvangi. Síðan er auðvitað vert að minnast nýjustu frétta af heimsyfirráðum íslensks tónlistarmanns en það er Máni Svavarsson, sonur Ellýjar Vilhjálms og Svavars Gests, sem hefur skotist upp í fjórða sæti breska vinsældarlistans en það er auðvitað Latabæ að þakka sem er að gera góða hluti með eftirminnilegum hætti. Það er ekki enn komin dagsetning á dag íslenskrar tónlistar en vel væri hægt að setja hann á dagatalið á afmælisdegi okkar skærustu stjörnu, Bjarkar Guðmundsdóttur, en það er 21. nóvember. Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 5103700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaösins KKRCHER 99,99% hreinlæti Fjögra þrepa hreinsun á lofti Engir ryksugupokar SKEIFAN 3E-F • SlMI 581-2333 • FAX 568-0215 ■ WWW.RAFVER.IS Hepa 12 loftsía Vatni með óhreinindum hellt úr fötunni Fjórföld síun á lofti skilar því tandurhreinu út í andrúmsloftiö lilGí J«Ní, ÍG Sí&pi Fr flr> 5í,LA§Vr'KM(MtJ VÆ.TJ.Í "Tí L. Fátækt, kjör aldraðra og alþingismanna Frá því hefur verið skýrt að kjör aldraðra hafi í raun rýnað frá árinu 1988. Á sama tíma hafa kjör flestra annarra landsmanna batnað veru- lega. Þó liggur fyrir að raunveruleg fátækt er of mikil. Það er skrýtið hvað það gengur illa að búa til raun- verulegt velferðarþjóðfélag á ís- landi. Velferðarþjóðfelag fyrir alla. Allir stjórnmálaflokkar hafa á stefnuskrá sinni að vinna að bættum hag þeirra sem lökust hafa kjörin og minnst fyrir sig að leggja. Það er þjóðarsátt um að hér sé virkt velferðarkerfi. Á sumum sviðum er svonefnd velferð þó komin út í slíkar öfgar að manni dettur einna helst í hug að meint velferðar- vinna sé aðallega hönnuð fyrir þá sem starfa við hana vegna þess að þörfin er ekki fyrir hendi heldur til- búin. Á sama tíma vantar á að þjóð- félagið sinni þeim sem mest þurfa á samfélagslegri aðstoð að halda. Af hverju eiga margir aldraðir ekki peninga fyrir mat út mánuðinn. Af hverju búa margir aldraðir við kjör þar sem mannleg reisn er frá þeim tekin. Sú kynslóð sem hefur tileinkað sér öðrum íslendingum fremur sparsemi, nýtni og nægju- semi. Umræðan og útreikningar stjórnvalda eru komin á flækjustig i stað þess að greitt sé úr vandanum. Er það ásættanlegt í þjóðfélagi sem kallar sig velferðarþjóðfélag? Ég lít á það sem frumskyldu hvers siðaðs velferðarþjóðfélags að sjá til þess að enginn borgari líði skort. Vissulega þarf að einbeita sér að því að hjálpa fólki til sjálfs- hjálpar. En þeir sem eiga við var- anlega fötlun að stríða og/eða geta ekki aflað sér tekna verða að eiga þess kost að lifa með reisn og þurfa ekki að hafa endalausar áhyggjur af frumþörfum sínum. Eitt af því sem verður að gæta að í velferðar- þjóðfélagi er að fólk festist ekki í fátæktargildrum og þar getur skatt- kerfið gegnt mikilvægu hlutverki. Ég hef lengi haldið því fram að það Jón Magnússon brýnasta í skattamálum okkar sé að hækka skattleysismörkin veru- lega. Með því að hækka skattleys- ismörkin er komið til móts við þá tekjulægstu í þjóðfélaginu. Það þjónar bæði hagsmunum ungs fólks sem er að koma sér fyrir í þjóðfélaginu og eldri borgurum til að takmarkaðar tekjur þeirra séu ekki frá þeim teknar. Skattastefna ríkisstjórnarinnar hefur miðast við að hanna skattkerfi fyrir stórfyrir- tæki og þá sem eiga mestar eignir og hefur stuðlað að vaxandi ójöfn- uði í þjóðfélaginu eins og Stefán Ólafsson prófessor hefur sýnt skil- merkilega fram á. Það er mikilvægt að stuðla að raunverulegri velferð og að ráða- menn okkar séu ekki í dúkkulísu- leikjum, forsetinn eða sendifulltrú- arnir 96, vítt og breitt um veröldina. Stjórnmálamennirnir hafa tryggt sér áhyggjulaust ævikvöld og búið til sérreglur fyrir sig. Fyrst þeir leyfa sér að gera það fyrir sjálfa sig þá er það hneyksli að þeir geri ekki það sama fyrir alla landsmenn. Slíkt er ekki bara reginhneyksli heldur spilling. Það er spilling þegar alþingis- menn skammta sér betri eftirlaun og lífeyri en þeir gera öðrum kleift að fá. Það er raunar algjört siðleysi að þeir skuli búa aðra og betri vel- ferðarumgjörð um sjálfa sig en venjulegt fólk í landinu. Þeir al- þingismenn sem tóku þátt í því að skammta sjálfum sér sérkjör hafa svikið þá meginhugsjón jafnaðar og bræðralags sem þjóðarsátt ætti að vera um í þjóðfélaginu. Þaðverðuraðvera almenntörygg- isnet í þjóðfélaginu um velferð allra borgara þannig að okkar minnstu bræður líði ekki skort. Sumir kalla það sósíalisma en það hefur ekk- ert með sósíalisma að gera. Það er mannkærleikur í samræmi við þá kristilegu lífsskoðun sem þjóð- félagið byggir á. í því felast þau siðalögmál og viðmiðanir sem gert hafa Vesturlönd að forustulöndum mannréttinda og manngildis í ver- öldinni. Slík siðræn forusta er nú á undanhaldi hér á landi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður Klippt & skorið Sagt var frá því í Morgunblaðinu í gær að ánægja íslensku viðskiptavina bank- anna minnkaði þriðja árið í röð. fslensku bankarnir vermdu efsta sætið yfir vinsælustu banka Norðurlanda og Eystrarsaltsríka en hafa hrapað í næst neðasta sæti, aðeins Norðmenn neðar. Bankarnir hafa reynt sitt til að bæta ímynd sína og ásjónu, farið í herferðir. Auglýsa sig jafnvel með ánægðustu viðskiptavinina. Má vænta að Sparisjóðirnir þurfi að breyta auglýs- ingarherferð sinni nú þegar SPRON er allra vin- sælastur (slenskra banka? Aðrir hafa skipt um nafn, sleppt takinu af íslandi og heita Glitnir. KB banki státar þó af því að vera með síst ánægðu viðskiptavinina. Er þá nokkuð annað í stöðunni hjá þeim nema að skipta um nafn? Steingrímur Sævarr bloggar enn vilt sem fyrr. Hann segir frá því að samn- ingar um orkusölu til álvers Alcan í Straumsvík, vegna hugsanlegrar stækkunar ál- versins seinna sé á lokastigi.,,1 maí sl. skrifuðu fulltrúar Alcan og Orkuveitu Reykjavíkur undir samning um sölu á orku vegna hugsanlegrar stækkunar og var fyrirtækinu þá tryggð 200 megavött af raforku sem er 40% af orkuþörf- inni. Verðmæti þess samnings er um 60 millj- arðar króna en samkvæmt honum fær Alcan orku til afhendingar um mitt ár 2010 frá jarð- varmavirkjunum á Hellisheiði. Síðan þá hefur verði unnið að því að tryggja þau 60% sem eftir eru af orku," útskýrir Steingrimur. „Sið- asti reglulegi stjórnarfundur Landsvirkjunar á þessu ári verður á föstudag og er reiknað með að málið verði borið þar upp. Þar með hefur Alcan tryggt sér alla þá orku sem þörf er á vegna hugsanlegrarstækkunar." # Aferð klippara til Berlínar á dögunum var hann svo lánsamur að heimsækja sendiráð (slendinga í borginni. Á ferð um sendiráðið var sagt frá því að ekki skorti á ör- yggisvarnir í húsinu, allt rammlæst. Þannig hafi það ekki verið í íslenska sendiráðinu i Peking og sendiráðsmenn oft átt í stappi við að losna undan ágengi fólks frá Norður-Kóreu, sem vildu sækja um hæli á (slandi. Þegar Blaðið leitaði stað- festingar á því í Peking könnuðust starfsmenn sendiráðsins ekki við vandann. Hafa kannski fengið betri læsingar? gag@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.