Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 1
12 Fóðrum kýr til afurða 22 Sameinaðir loðdýra- bændur 6. tölublað 2007 Þriðjudagur 27. mars Blað nr. 257 Upplag 16.300 8 Skálastíllinn síðari í fjós- byggingum Þeir tóku snjónun fagnandi þessir byggingarmeistarar framtíðarinnar sem ljósmyndari Bændablaðsins gekk fram á á Hvanneyri á dögunum. Nú gafst þeim færi á að þjálfa hæfni sína í tiltæku byggingarefni. Ljósm. ÁÞ Eins og flestum ætti að vera kunn- ugt er misjafnt hvernig virðisauka- skattslækkun á matvæli þann 1. mars hefur skilað sér til neytenda. Flestallar matvöruverslanir hafa staðið sig vel en þónokkuð vantar enn upp á að veitingahús og mötu- neyti lækki verð hjá sér. Bænda- blaðið ræddi við sérfræðinga hjá Neytendastofu, ASÍ og Neytenda- samtökunum um stöðu mála. Taka eitt skref í einu „Við höfum fylgst með veitingahús- um og mötuneytum en eftir 1. mars hafa okkur borist vel á 400 ábend- ingar um veitingahús og mötuneyti sem ekki hafa lækkað verð,“ sagði Anna Birna Halldórsdóttir, sviðs- stjóri Neytendastofu. „Við höfum sent þessum aðilum bréf þar sem við óskum eftir þeirra hlið á málinu og þessa dagana erum við að fá inn svör. Fyrirtæki hafa ýmsar skýring- ar, sumir hafa lækkað og aðrir ætla sér ekki að lækka. Þessi gífurlegi fjöldi ábendinga kom okkur á óvart en að sama skapi er mjög ánægjulegt að neytendur fylgist vel með. Það eru mikil von- brigði að virðisaukalækkunin sé ekki að skila sér með fullum hætti hjá veitingahúsum og mötuneytum en vonandi reyna flestir að bæta ráð sitt,“ sagði Anna Birna. Reynir á úthald neytenda „Við erum að vinna úr okkar gögn- um en það besta sem við getum not- að eru þær tölur sem komið hafa frá Hagstofunni,“ sagði Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ. „Við fylgj- umst með matvöruverslunum um allt land og skoðum hvernig ein- staka matvörukeðjur eru að standa sig. Lækkunin virðist skila sér ágæt- lega út í matvörubúðir en við erum óánægð með hvernig þetta gekk hjá veitingahúsunum. Við fáum mjög mikið af sím- tölum og heyrum frekar í þessum sem eru óánægðir og höfum fengið margar ábendingar um veitingastað- ina. Fólk er vel vakandi og einnig fjölmiðlar. Nú þarf að halda því áfram til að hækkanir dynji ekki yfir þegar sviðsljósið fer annað. Þannig að það reynir á úthald hjá neytendum og öðrum sem eru að fylgjast með,“ sagði Henný. Forkastanleg vinnubrögð „Lækkun virðisaukaskatts 1. mars gekk í öllum meginatriðum vel, það komu upp vandamál og hnökr- ar fyrstu dagana sem var lagað en það veldur manni mjög miklum vonbrigðum hvernig veitingahús og mötuneyti bregðast í þessu máli. Ég held í þá von að sú umræða sem hefur orðið um veitingahús og mötu- neyti verði til þess að menn sjái að sér,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Samtök ferðaþjónustunnar hafa kvartað yfir háu matvælaverði og að ferðafólk hafi hætt við að koma hing- að útaf háu matvælaverði. Þá stingur það mann að aðilar innan samtak- anna sem hafa verið að kvarta yfir að ríkið eigi að lækka sína skattlagn- ingu skuli ætla að stinga þessu í eig- in vasa. Tilgangurinn var að lækka matvælaverð en ekki að láta veitinga- húsin setja gróðann í eigin vasa. Það eru í raun forkastanleg vinnubrögð að þetta gangi ekki í gegn á þessum stöðum. Sá fjöldi kvartana sem hafa kom- ið vegna veitingahúsa og mötuneyta sýnir að óánægja meðal neytenda er gríðarleg. Í sumum bréfum sem við höfum fengið segist fólk vera hætt að versla við ákveðna staði. Ég vona að þeir sem ekki lækka finni fyrir því og að neytendur forðist viðkomandi staði. Það er greinilegt að það hefur orðið mikil vakning meðal neytenda, það hefur skipt verulega miklu máli hversu vel vak- andi neytendur hafa verið og að fá upplýsingar frá þeim. Í framhaldi af athugasemdum frá neytendum hafa verð verið leiðrétt. Ég hvet neytend- ur til að halda vöku sinni áfram því við ætlum að fylgjast með áfram,“ sagði Jóhannes. ehg Virðisaukaskattslækkun á matvælum 1. mars: Enn vantar upp á að lækkanir skili sér Landbúnaðarráðuneytið hefur hafnað öllum umsóknum um tilboð í tollkvóta vegna innflutn- ings á kjöti og kjötvörum þar sem umsóknir voru um meira magn en í boði var og þar sem margir bjóðendur buðu hærra verð sem myndi leiða til þess að innflutningur innan tollkvóta yrði í mörgum tilfellum dýrari en innflutningur utan kvóta. Hefur ráðuneytið ákveðið að hafna öllum tilboðum í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðar- vörum úr vöruliðum 0202, 0203, 0207 og x0210 sem auglýstir voru til úthlutunar þann 6. mars síðast- liðinn en tollkvótarnir verða aug- lýstir til úthlutunar aftur á næstu dögum. ehg WBS kaupir eMax ehf. Nýlega var gengið frá kaupum WBS (Wireless Broadband Syst- ems) á eMax ehf. WBS (Wireless Broadband Systems) setti upp síðastliðið haust, fyrst allra fyr- irtækja hérlendis, mjög öflugt WiMAX-kerfi sem er þráðlaust háhraðabreiðbandsnet fyrir öll sumarhúsahverfin í Grímsnesi og Grafningnum. Kerfið gefur möguleika á fjölþáttaþjónustu svo sem internet, síma, vídeo og sjónvarp og verður viðbótar- möguleikunum bætt inn í kerfið á næstu mánuðum. Nú þegar eru fjölmörg sumar- húsahverfi í Grímsnesi og Grafn- ingnum sem gefur möguleika á fjölþáttaþjónustu og margir sumar- bústaðaeigendur eru í þjónustu hjá WBS, þar með talið í Grímsnesi, Grafningi og á Þingvöllum. WBS hefur í kjölfarið hafið markvissa uppbyggingu á þráðlausum teng- ingum með sambærilegum mögu- leikum bæði á Suðurlandi sem og annars staðar á landinu. Með kaupum WBS á eMax ehf. opnast möguleikar á að bjóða viðskiptavin- um eMax ehf. upp á aukna og betri þjónustu í nánustu framtíð. Sjá fleiri fréttir um fjarskiptamál á bls. 14-15. Landbúnaðarráðuneytið hafnar tilboðum í toll- kvóta vegna innflutnings á kjöti og kjötvörum Minkinn burt! Um einum milljarði króna hefur verið varið til að eyða mink úr íslenskri náttúru í gegnum árin. Minkar voru fluttir til landsins í kringum árið 1930 og var svo komið á sjötta áratugnum að þeir voru nánast orðnir plága í náttúrunni. Nú hefur verið blásið til sókn- ar á hendur þessu aðskotadýri og nýlega hófst veiðiátak á tveimur svæðum á landinu, Eyjafirði og Snæfellsnesi. Það mun standa yfir um tveggja ára skeið, til ársins 2009 en áætlaður kostnaður við átakið er um 160 milljónir króna. Tilgangur þessa átaks er m.a. að afla ýmissa upplýsinga um minka- stofninn á veiðisvæðunum og nýta niðurstöður til að áætla kostnað og skipuleggja aðgerðir við hugsan- lega útrýmingu minks á landsvísu síðar. – Sjá nánar á bls. 20.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.