Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200730 Síðast þegar ég skrifaði í Bænda- blaðið fjallaði ég um þær breyt- ingar sem orðið hafa á markaði fjármagns. Þá einblíndi ég á átak viðskiptabankanna sem fóru hratt yfir og veittu langtímalán þar sem allt var sett í einn til tvo potta í 25 til 40 ára. Nú vil ég fara aðeins yfir kosti og galla á mismunandi tímalengd skammtímafjármögnunar. Senni- lega er eitt öfgakenndasta dæmið í þessu tilfelli samanburður á samn- ingi til eins árs þar sem annar samn- ingurinn er 100% í jeni en hinn í óverðtryggðum íslenskum krónum og forsendur hafðar stöðugar á samningstíma. Þá er verið að tala um vaxtamun upp á u.þ.b. 15% jeninu í hag. En þetta er einföldun á hlutunum þar sem við vitum að inn í svona útreikning bætist gegn- isáhætta. Gengisáhættan ein og sér gæti skilað jenasamingi með verri niðurstöðu á svo stuttum samningi. Til þess að reyna að skýra mál mitt aðeins betur ætla ég að taka dæmi um hefðbundna fjármögn- un á 5 milljón króna dráttarvél þar sem innborgun er 1 milljón. Á móti tek ég hefðbundið verðfall véla og tækja þ.e. 20% fyrsta árið, 15% næstu tvö ár og síðan 10% fyrir hvert ár eftir það. Þetta á við í flestum tilfellum, þó ekki öllum en ég notast við það til viðmiðunar. Í mínu starfi fæ ég oft spurningar um lengd samningstíma og oftar en ekki eru bændur að taka samninga í 60 til 84 mánuði, sem þó fer svo- lítið eftir tækinu sem verið er að kaupa. Sumir vilja taka samninga til lengri tíma, en við hjá Lýsingu teljum það ekki ráðlegt vegna verð- falls, notagildis og arðsemiskröfu til tækisins. Ráðgjafar ná yfirleitt að sannfæra viðskiptavini um að vera með samninga til 84 mánaða eða skemmri tíma og ætla ég að fara yfir það hvers vegna.Dæmin sem ég ætla að miða við eru á samn- ingi til 5 ára annars vegar og 10 ára hins vegar. Ef samningur er til of langs tíma, t.d. til 10 ára, þá mun sú staða koma upp að ef selja á tæki á öðru til fimmta ári samnings þá þarf að borga með því þó að greitt sé vel inná í upphafi eins og sést í töflu 2. Þar sést að á þriggja ára tímabili er staðan neikvæð. Aðaláhrifaþátt- urinn þarna er tímalengd samnings- ins, þ.e. því lengri sem samningur- inn er þeim mun meiri eru líkurnar á að innborgun étist upp á fyrstu árum samnings. Í þessum dæmum er staða tekin m.v. óbreytta stöðu allan samnings- tímann, þ.e. hvorki er reiknað með verðbólgu né gengisbreytingum. Ef ég sýni hvernig þessi þróun var á síðustu 60 mánuðum á samningi sem hófst í byrjun árs 2002 og lauk í lok árs 2006 þá lítur dæmið svona út: Í töflu 3 er verðbólguþátturinn kominn inn í dæmið auk gengis- sveiflna. Minnsti munur milli verðs og eftirstöðva fer úr kr. 650.000 þegar samningur er kominn af stað í kr. 585.000 í verðtryggðu en úr kr. 690.000 í kr. 430.000 í mynt- körfunni. Þarna sést að þrátt fyrir að heildarniðurstaða samningsins komi betur út ef myntkarfan er val- in, þ.e. u.þ.b. kr. 355.000 ódýrari, þá hefur gengissveiflan þau áhrif að á tímabili er verra að fara út úr samningi. Val á myntum er áhættu- þáttur sem erfitt er að spá fyrir um og ráðgjafar þekkja mjög vel og taka tillit til. Hvað varðar tíma- lengdina á samningum, þá er ekk- ert vafaatriði þar á ferð, þeim mun lengri sem samningur er, því lélegri er arðsemin af fjárfestingunni. Varðandi verðfall véla og tækja er líklegra að það aukist í framtíðinni þar sem horft er enn meira til Evr- ópu í þeim efnum. Ef svo fer þá verður enn meiri ástæða til að taka samninga til styttri tíma. Bændur geta haft samband við ráðgjafa Lýsingar í síma 540-1500 þar sem þeir fá góða þjónustu og ráðgjöf varðandi hlutfall, lánstíma, samningstegundir og val gjald- miðla þegar kaupa á tæki. Einnig geta bændur kíkt í heimsókn alla virka daga, heitt kaffi er á könn- unni og Bændablaðið til lestrar í afgreiðslu. Opnunartími skrifstofu er frá kl. 8.00 til 16.00. Við bend- um á vefsíðu Lýsingar www.lysing. is þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar um okkar þjónustu. Kaup á dráttarvél – fjármögnun í 5 eða 10 ár? Verðfall vs. eftirstöðvar Tafla 1: Lánstími 60 mánuðir. Verð vélar kr. 5.000.000,- Innborgun 20% (1 000 000,-) og lánakjör m.v. almenn kjör Lýsingar. Lýs1 samanstendur af 40% EUR, 25% USD, 20% JPY og 15% CHF. Tafla 2: Lánstími 120 mánuðir. Verð vélar kr. 5.000.000,- Innborgun 20% (1 000 000,-) og lánakjör m.v. almenn kjör Lýsingar. Lýs1 samanstendur af 40% EUR, 25% USD, 20% JPY og 15% CHF. Tafla 3: Þessi tafla er byggð á rauntölum og sést vel á henni hvernig áhrif gengisbreytinga koma inn í ferilinn. Niðurstaðan er að fyrir þessar kr. 4.000.000,- greiddi leigutaki kr. 5 172 883,- ef hann valdi íslenska krónu en kr. 4 817 573,- ef hann valdi Lýs1 körfuna. Lýs1 samanstendur af 40% EUR, 25% USD, 20% JPY og 15% CHF. Ráðgjafar Lýsing- ar mæla ekki með fjármögnun þar sem tæki stendur ekki undir eftirstöðvum á samningstíma. Með lengri lánstíma eykst kostnaður og dregur þar með úr arðsemi fjárfestingarinnar. Eyjólfur V. Gunnarsson ráðgjafi á fyrirtækjasviði Lýsingar Eyjolfur@lysing.is Fjármál Eins og greinin hér að ofan ber með sér keppast fjármálastofn- anir við að kynna bændum möguleika á lánamarkaði, jafnt innlendum sem erlendum. Blaða- maður Bændablaðsins sat fyrir nokkru fund á Hvanneyri þar sem Kaupþing (jú, bankinn heitir það áreiðanlega núna) bauð upp á fróðleik og umræður um erlend- ar lántökur bænda, eða öllu held- ur lántökur í erlendri mynt, því vitaskuld hafa íslensku bankarnir milligöngu um útvegun lánanna í langflestum tilvikum. Fundurinn var um margt fróðleg- ur og umræður líflegar, greinilegt að bændur og búalið veltir því fyr- ir sér hvernig best er að fjármagna þær fjárfestingar sem þeir telja nauðsynlegar í rekstrinum. Þarna fluttu erindi Þórhallur Ásbjörnsson úr greiningardeild bankans og Helgi Bragason lánastjóri á viðskipta- bankasviði og fjallaði sá fyrrnefndi einkum um gengisáhættu sem fylgir erlendum lánum en sá síðarnefndi um þróun vaxta á erlendum og innlendum lánum. Það eru einmitt þessir tveir þættir sem menn verða að hafa í huga þegar þeir leggja mat á hvort réttara sé að taka erlent eða innlent lán. Margir sveifluvaldar Helgi Bergsson sagði að staða bændahefði gerbreyst eftir að Lána- sjóður landbúnaðarins var seldur Landsbankanum. Nú eru bændur eins og hverjir aðrir viðskiptavinir bankanna sem leggja mat á rekstr- arafkomu búanna og lána bændum í samræmi við hana. Hann viður- kenndi að í fyrstu hefðu bankarnir ekki kunnað á þessa atvinnugrein en smám saman hefði safnast upp þekking og nú vissu bankarnir að hverju þyrfti að hyggja þegar þeir leggja mat á rekstrarstöðu og greiðslugetu bænda. Þótt grunntónninn í máli þeirra Helga og Þórhalls væri sá að eins og staðan er í augnablikinu ættu bændur að hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka erlent lán þá sögðu þeir einnig að erfitt væri að svara því af eða á hvor kosturinn væri betri. Málið væri langt frá því að vera einfalt og að mörgu að hyggja. Báðar leiðirnar hafa í för með sér hættu á sveiflum en þó virð- ast erlendu lánin vera áhættusam- ari hvað það varðar. Þau sveiflast fyrst og fremst með gengisþró- uninni, ef krónan styrkist verður greiðslubyrðin léttbærari en ef hún veikist og verðgildi myntanna sem erlendu lánin eru í eykst hækkar ekki aðeins höfuðstóllinn heldur afborganirnar sömuleiðis í réttu hlutfalli við gengissveifluna. Með öðrum orðum: Ef gengi krónunnar lækkar um 20% hækka afborganir lánsins um 20%. Þetta er ólíkt inn- lendu lánunum því þau eru oftast þannig að afborgunum og vöxtum er dreift jafnt á lánstímann. Þessi gengisáhætta hefur það í för með sér að bændur verða að reikna með því að hafa borð fyr- ir báru. Það þýðir ekki að miða greiðslugetuna við afborganir lána eins og þær eru í upphafi lánstím- ans heldur verður að gera ráð fyr- ir því að þær geti hækkað töluvert um lengri eða skemmri tíma. Lægri vextir, en … Það sem gerir erlend lán hins vegar aðlaðandi er að þau bera oftast nær lægri vexti en þau íslensku. Þar er þó ekki á vísan að róa því vextirn- ir eru breytilegir og geta því tekið breytingum á lánstímanum. Á und- anförnum þremur til fimm árum hafa vextir í flestum helstu við- skiptalöndum okkar hækkað veru- lega. Það eykur enn á sveiflurnar. Samt eru erlendu vextirnir talsvert undir þeim íslensku og í dæmi sem þeir tóku af 10 milljóna króna láni til 30 ára með 5% grunnvöxtum þýddi verðtryggingin að íslenska lánið ber 7,75% raunvexti en það erlenda 5,2%. Jafnvel þótt gengi íslensku krónunnar falli varanlega um 20% samsvara raunvextirnir á erlenda láninu ekki nema 7,3%. Það skiptir því verulegu máli hver gengisvísitalan er þegar lánið er tekið. Hún er um þessar mundir í kringum 120 en þeir Kaupþings- menn töldu ekki ráðlegt að taka erlent lán fyrr en hún færi í 130. Krónan er því heldur sterkari en viðunandi þykir. Erfitt getur hins vegar reynst að spá í gengisþróunina. Helgi benti á að þar væru margir óvissuþættir. Einn þeirra væri atkvæðagreiðslan í Hafnarfirði um stækkun álvers- ins í Straumsvík. Verði stækkunin samþykkt má búast við auknu inn- streymi erlends fjármagns inn í landið og það styrkir krónuna. Annað sem hefur áhrif er vaxta- stefna Seðlabankans því hún á stóran þátt í að viðhalda þeim mikla vaxtamun sem nú ríkir milli íslenskra og erlendra lána. Þessi vaxtamunur hefur laðað að erlent fjármagn í stórum stíl því á undan- förnum árum hafa útlendir fjárfest- ar keypt skuldabréf í íslenskum krónum fyrir 350 milljarða króna. Í haust gjaldfalla skuldabréf að verðmæti 250 milljarðar og hafi vaxtamunurinn minnkað þegar þar að kemur er hætt við að fjárfestarn- ir flytji peningana sína eitthvað annað. Þá gæti reynst erfitt fyrir krónuna að verjast falli. Það þarf því að taka margt með í reikninginn þegar farið er í bank- ann að semja um ný lán. –ÞH Að hrökkva eða stökkva Hvenær er ráðlegt að taka erlent lán?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.