Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200712 – segja Laufey Bjarna- dóttir og Þröstur Aðal- bjarnarson á Stakk- hamri á Snæfellsnesi sem hafa aukið nyt kúnna um fjórðung á þremur árum Á nýafstöðnu Búnaðarþingi voru Landbúnaðarverðlaunin afhent bændum á fjórum býlum hér og þar um landið. Þessi bændur þykja skara fram úr á sínu sviði og hafa náð meiri árangri en gengur og gerist. Meðal þeirra sem hlutu verðlaunin voru ungt par á Stakkhamri á Snæfellsnesi, Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson, en þau hafa á skömmum tíma náð athyglisverð- um árangri í uppbyggingu kúa- bús og aukningu á nyt mjólkur- kúa. Bændablaðið heimsótti þau á dögunum í þeim tilgangi að fá sval- að þeirri forvitni hvað liggur að baki þeim árangri að auka meðalnyt kúnna á þremur árum um tæplega fjórðung, eða úr 6.371 lítra í 7.896 lítra á hverja kú að meðaltali á ári. Á sama tíma hafa þau staðið í tölu- verðum framkvæmdum, auk þess sem kúafjöldinn hefur tvöfaldast. Þegar blaðamaður heimsótti Stakkhamar í hríðarhraglanda fyrir skemmstu leyndi sér ekki að fram- kvæmdagleði ábúenda hefur langt í frá fengið fulla útrás. Fólkið var í morgunkaffi og við borðið sátu, auk heimafólks og þýskrar vinnu- konu, tveir iðnaðarmenn sem voru eitthvað að sýsla við rafmagn og tölvumál í fjósinu. Meðan á heim- sókninni stóð bættist við maður frá DeLaval og fjórða iðnaðarmann- inum mætti ég þegar ég ók niður heimreiðina. Mjaltabásar sveigjanlegri Eftir kaffið var farið með blaða- manninn í fjós til að sýna honum umsvifin. Þar voru 32 mjólkandi kýr ásamt nokkrum sem eru í geld- stöðu, að ógleymdum stálpuðum kvígum. Kálfarnir og yngri kvíg- urnar eru hafðar í fjárhúsum sem hafa misst sitt fyrra hlutverk. Í júlí í fyrra réðust þau í að stækka fjós- ið. Það hafði verið byggt um 1960 fyrir 22 kýr. Þegar framkvæmdum lýkur verður hægt að hafa þar 50- 55 mjólkandi kýr í lausagöngu, auk þess sem allir kálfar og kvígur verða þar líka. Búið er að setja mjaltabás í fjós- ið þar sem hægt er að mjólka tíu kýr í einu. Fyrstu mjaltir fóru þar fram þremur dögum fyrir síðustu jól og að sögn þeirra Laufeyjar og Þrastar hefur gengið ágætlega að venja kýrnar við nýja fyrirkomulag- ið. Fóðrunin fer að mestu fram með hefðbundnum hætti, gróffóðrið er gefið í höndum en búið er að koma upp kjarnfóðurbás. Ætlunin er að koma upp sjálfvirku fóðurkerfi eins og víða tíðkast þar sem tölvustýrður vagn nær sér sjálfur í fóður, blandar því og gefur. Eins og áður segir er fram- kvæmdum fjarri því að vera lokið svo það er kannski of snemmt að leggja mat á reynsluna af breyting- unum. En hvað olli því að þau Lauf- ey og Þröstur völdu mjaltabás en ekki mjaltaþjón – róbót? Svarið við því er að mjaltaþjónn er enn sem komið er of dýr miðað við mjaltabás, auk þess sem það er auðveldara að stækka búið jafnt og þétt. Mjaltaþjónar hafa marga kosti og eiga eftir að þróast mikið, segja þau, en þeir eru enn sem komið er miðaðir við ákveðna hjarðstærð, 60-70 kýr. Ef bændur vilja stækka við sig á hagkvæman hátt þarf það að gerast í einu stóru stökki. Mjalta- básar veita meiri sveigjanleika að þessu leyti. Svo væri það líka ótví- ræður kostur að eiga ekki á hættu hvenær sem er að fá upphringingu eða sms-skilaboð frá mjaltaþjónin- um. Þægilegri vinna Þau eru þegar farin að finna fyrir afleiðingum breytinganna og þá aðallega til hins betra. Hvað þau sjálf snertir er þægilegra að vinna í mjaltabás þar sem hægt er að stjórna vinnuhæðinni, þau þurfa ekki lengur að bogra. Fyrir kýrnar er láglínu kerfi betra en hefðbundið rörmjaltakerfi, það þarf minna sog til að ná mjólkinni úr kúnum. Það á að fara betur með júgrin og stuðl- ar að auknu júgurheilbrigði. Þau sjá fram á að tíminn sem fer í mjaltir muni ekki lengjast hlutfallslega þótt kúnum fjölgi. Það stafar af því að nú fer hlutfallslega langur tími í þrif og hann lengist ekkert þótt fleiri kýr séu mjólkaðar. Þau sjá líka fram á að sjálfvirk fóðrun dragi töluvert úr líkamlegu vinnu- álagi og hafa það eftir bændum sem hafa endurnýjað fjós sín með nýrri tækni að helsti vinnusparnaðurinn sé í fóðruninni. Sú breyting hefur einnig orðið á högum kúnna að þær hafa verið leystar af básum sínum. Að vísu er enn ríkjandi dálítið bráðabirgða- ástand því þetta frelsi nær einung- is til mjólkandi gripa, hinir verða enn um sinn að dúsa bundnar á sín- um bás. En röðin kemur að þeim fyrr en varir, vonandi ekki síðar en næsta haust. Ekki vilja þau full- yrða mikið um hver áhrifin af lausa- göngunni eru á heilsu- og lundarfar kúnna, það hefði þurft að kanna með vísindalegum hætti fyrir og eft- ir breytingu. Þó er talið að kúnum líði betur lausum Meðal þeirra breytinga sem gerð- ar verða á fjósinu á Stakkhamri er sjálfvirkt loftræstikerfi sem miðar störf sín við veðurstöð sem verið er að koma upp. Og þótt fjósið eigi að rýma 50-55 gripi eftir stækkun er það enginn endapunktur því ann- ar gaflinn á húsinu er léttur veggur sem auðvelt er að opna í því skyni að stækka húsið. Hlunnindin í Löngufjörum Eftir heimsóknina í fjósið er sest inn og spjallað um búskapinn á Stakkhamri. Þá upplýsir Laufey að hún sé þriðji ættliður sem býr á bænum. „Afi og amma fluttu hingað 1943. Þá var öðruvísi um að litast hér, þetta hús var tæplega fullbyggt og þar sem nú er þvottahús og úti- fatainngangur var þá fjós. Hér var blandaður búskapur, sitt lítið af hverju, talsvert af kindum og kýr til heimilisnota. Auk þess voru nýtt talsverð hlunnindi, svo sem reki, auk þess sem bænum tilheyrir tæp- lega 10% eign í Straumfjarðará. Þegar mamma og pabbi hófu sinn búskap um 1960 voru selveiðar stundaðar hér en því var hætt þegar skinnamarkaðurinn hrundi 1977. Framan af var sauðfjárbúskap- ur undirstaða búsins en það hefur smám saman breyst. Sauðféð gaf ekki nógu mikið af sér svo því var fækkað jafnt og þétt og kúnum fjölgað. Nú hefur einungis verið sauðfé til heimilisnota um alllangt skeið, eitthvað um 15 kindur. Elsta fjósið byggt í tíð ömmu og afa og pabbi byggði fjós fyrir 22 kýr um 1960 sem nú er verið að stækka,“ segir Laufey. Á Stakkhamri eru ágætis land- kostir. „Túnin eru framræstar mýrar með sínum kostum og göllum og ekki mikið um þurrlend tún. Til úti- vistar er hér paradís fyrir hestamenn þar sem eru Löngufjörurnar, enda mikil umferð um þær á sumrin. Þar er maður alltaf að fara nýjar slóð- ir því það eru engin för. Við erum með 30 hesta og temjum allt sem kemst á legg, langflest hér heima. Pabbi sér um hestana enda á hann þá flesta. Það hafa verið þrjár fyrstu verðlauna hryssur í folaldseignum. Við seljum einn og einn hest en höf- um ekki miklar tekjur af hestunum þótt eitthvað komi upp í kostnað.“ Þingeyingur hjá „vondu fólki“ Þau Laufey og Þröstur kynntust á Hvanneyri en þaðan eru þau bæði búfræðikandídatar. Hann er frá Lundi í Öxarfirði, foreldrar hans Aðalbjörn Gunnlaugsson, lengst af kennari við Lundarskóla í Öxarfirði og Erla Óskarsdóttir matráðskona við Lundarskóla héldu lengi vel sauðfé á Skinnastað. Hann segist kunna vel við sig á Snæfellsnesinu þótt ekkert standist samjöfnuð við Öxarfjörðinn. Þau tóku við búinu af foreldrum Laufeyjar, Bjarna Alexanderssyni og Ástu Bjarnadóttur, árið 2003. Síðan hafa orðið mikil umskipti í rekstrinum eins og áður var nefnt. En hvernig skýra þau þann mikla árangur sem þau hafa náð? „Þegar við tókum við búinu voru hér fáar kýr en þær bjuggu yfir mik- illi afurðagetu. Við keyptum mik- inn kvóta en höfum takmarkaða möguleika á að kaupa gripi. Snæ- fellsnesið er hreint svæði og kúabú orðin fá. Við ákváðum því að fóðra gripina grimmt í þeirri von að þeir framleiddu mjólk og það gekk eft- ir. Við höfum aukið bústofninn um helming en þrefaldað framleiðsl- una. Á sama tíma höfum við verið að stækka bústofninn, sett hverja einustu kvígu á og jafnvel galla- gripi sem maður vildi gjarnan sort- era frá. Á síðasta ári voru töluverð júgurbólguvandræði en jafnframt stóðum við í framkvæmdum sem hljóta að hafa haft áhrif á kýrnar. Samt náðum við þessum árangri.“ Fóðrunin er lykilatriði Og hver er svo galdurinn? „Þetta er nú enginn galdur, grunnurinn er góðir gripir og fóðrun þeirra, það er lykilatriði. Við höf- um gert fóðuráætlanir fyrir hvern einasta grip sem miða að því að fá kúna til að mjólka eins og hún get- ur. Samkvæmt leiðbeiningum um fóðrun er kúnum ætlað að taka af Við fóðrum kýrnar til afurða Efst: Laufey og Þröstur í fjósinu. Þar fyrir neðan standa þau í mjaltabásn- um. Á litlu myndinni til vinstri reyna þau að útskýra ættfræðina í fjósinu fyrir blaðamanni og til hægri afgreiðir ein kýrin sig sjálf á kjarnfóðri.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.