Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 20074 Nú hafa litið dagsins ljós íslensk- ir sauða- og geitabrieostar sem eru kærkomin nýjung á osta- markaðnum hérlendis. Ostarnir eru til sölu í Fjarðarkaupum, Melabúðinni, verslunum Nóa- túns og verslunum Osta- og Smjörsölunnar. Að sögn starfs- manns í Melabúðinni hefur ost- urinn fengið góðar viðtökur og sest vel. Framleiðslan á þessum ostum er afrakstur samstarfsverkefnis Bún- aðarsamtaka Vesturlands, Búnað- arsambands Eyjafjarðar, Mjólkur- samlagsins í Búðardal, Landbún- aðarháskóla Íslands og Matís sem staðið hefur síðan 2004. Nokkrir sauðfjárbændur og einn geita- bóndi hafa tekið þátt í verkefninu og hefur mjólkurmagnið verið að aukast ár frá ári. Árið 2004 söfn- uðust rúmir 100 lítrar af sauða- mjólk og 75 lítrar af geitamjólk en árið 2006 söfnuðust 1127 lítrar af sauðamjólk og 1530 lítrar af geita- mjólk. Bændur hafa verið að ná sífellt betri árangri í mjöltum og árið 2006 náði einn sauðfjárbóndi að mjólka 879 lítra sem er meiri- hlutinn af þeirri mjólk sem fram- leidd var árið 2006. Önnur efnasamsetning en í kúamjólk Í ár verða framleiddir hreinir sauðaostar, blandaðir sauðaostar og hreinir geitaostar. Sauða- og geitamjólk er afurð sem hefur allt aðra efnasamsetningu en kúa- mjólk og er því í sumum tilfellum hentugri fyrir neytendur. Því getur þessi nýjung á markaði opnað nýja möguleika fyrir þá neytendur sem ekki þola afurðir úr kúamjólk. Víða í Evrópu eru sauðaostar í ríkum mæli framleiddir sem gæða framleiðsluvara. Þeir hafa verið framleiddir í nær öllum löndum Evrópu og fer framleiðslan vax- andi. Sauðamjaltir eru hins vegar einungis aukabúgrein hér á landi enda um að ræða allt aðra nýtingu á íslensku sauðkindinni en við eig- um að venjast. Þessi aukabúgrein hefur ýmsa möguleika í för með sér og hefur það sýnt sig að það er vel mögulegt að nýta íslensku sauðkindina til mjólkurframleiðslu hluta úr ári og hafa þeir bændur sem framleitt hafa mjólk á undan- förnum árum haft nokkrar auka- tekjur af mjólkurframleiðslunni. Íslenski geitastofninn sérstakur Íslenska landnámsgeitin hefur mikla sérstöðu á heimsvísu, enda hefur stofninn verið einangrað- ur síðan á landnámsöld. Íslenski geitastofninn stendur ótrúlega sterkur þrátt fyrir þær miklu þreng- ingar sem hann hefur mátt þola í gegnum tíðina. Geitabúskapur hér á landi er ekki útbreiddur en árið 2006 var heildarfjöldi geita skráð- ur 440 gripir, enda er geitabúskap- ur í mörgum tilfellum einungis áhugamál. Jóhanna Þorvaldsdótt- ir á Háafelli í Hvítársíðu er með stærsta geitabú á landinu en hún á tæplega ¼ af íslenska geitastofn- inum. Hún hefur mjólkað geiturn- ar sínar í nokkur ár og hefur sent stærstan hluta af mjólkinni í osta- framleiðslu í Búðardal. Með því að nýta geitamjólkina í ostagerð er farið að nýta þennan stofn, sem er einstakur á heimsvísu, á markviss- an hátt en það er mjög mikilvægt til að tryggja viðhald stofnsins. Það er því óhætt að segja að framleiðslan á íslenskum sauða- og geitaosti sé á margan hátt einstök þar sem framleidd er óhefðbundin gæðavara þar sem bændur skapa sér aukin tækifæri í búrekstri og neytendur fá að njóta afrakstursins með því að eiga kost á að kaupa íslenska gæða sauða- og geitaosta. Íslenskir sauða- og geita- brieostar komnir á markað Þann 26. mars verður haldin þriggja daga ráðstefna á Ísa- firði um málefni innflytjenda og byggðaþróun þar sem margir áhugaverðir fyrirlesarar koma fram og velta upp ýmsum hliðum á þessu málefni. Hafa innflytjendur eitthvað fram að færa til samfélagsins eða eiga þeir að samlagast þjóðfélag- inu? Á sama tíma og landsbyggðin glímir við fólksfækkun hafa inn- flytjendur flust á landsbyggðina og að einhverju leyti stemmt stigu við þessari þróun. En hver eru áhrifin? Eru innflytjendur hvalreki eða ógn fyrir samfélög á landsbyggðinni? Breski sendiherrann, Alp Mehmet, og sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, ætla að hafa skoðun á þessu. Farandverkafólk í Bretlandi og Noregi Meðal fyrirlesara er Philomena de Lima sem mun greina frá stöðu farandverkafólks í dreifbýli á Bret- landi. David Bruce mun kynna verk- efni í Kanada þar sem markvisst var unnið að því að laða innflytj- endur til þeirra sveitarfélaga þar sem fólksfækkun var mikil. Norska fræðikonan Marit Anne Aure segir frá rannsókn sinni á aðstæðum far- andverkafólks í Norður-Noregi, á bakgrunni þess og stöðu, af hverju einstaklingur gerist farandverka- maður og hvaða áhrif það hefur á líf hans. Nátengdur umfjöllunarefni Marit Anne Aure er fyrirlestur Unnar Dísar Skaptadóttur og Önnu Wojtynsku sem fjallar um innflytj- endur á Vestfjörðum, „Vestfirðir, heimili eða verbúð?“ Þær spyrja hvernig reynslan við að flytja til nýs staðar hefur áhrif á sjálfsmynd einstaklings og hvaða hópi hann til- heyrir. Magnús Stefánsson, félagsmála- ráðherra, mun setja Íbúaþing sem verður haldið í tengslum við ráð- stefnuna þar sem tekið verður á stjórnmálaumræðunni. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Fjölmenningarseturs og Háskóla- seturs Vestfjarða. Ráðstefnan hlaut styrk frá Evrópusambandinu í tengslum við vitundarvakningu í samfélögum. Hægt er að skrá sig á ráðstefn- una og senda tilkynningu á netfang- ið radstefna@fjolmenningarsetur. is Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands flytur erindi á vegum félagsins Matur-saga-menning að Granda- garði 8 í dag, þriðjudaginn 27. mars kl. 20. Þjóðlegt og alþjóðlegt í íslenskri manneldissögu, er heitið á erindi Guðmundar, en samkoman er öll- um opin. Íslendingar hafa ávallt verið miklir matvælaframleiðendur og voru lengstum sjálfum sér nóg- ir um mat. Á 19. öld varð róttæk breyting á mataræði Íslendinga þeg- ar innnflutningur á matvöru jókst stórum og erlendra áhrifa fór að gæta meira en áður. Síðan þá hafa erlend áhrif gengið í bylgjum, á tímabilinu 1930-1960 voru t.d. sett- ar miklar skorður við innflutningi á mat en eftir það hefur frjálsræðið aukist og mataræði Íslendinga fyrir vikið orðið alþjóðlegra. Í erindinu fjallar Guðmundur um þátt erlendr- ar fæðu í mataræði Íslendinga fram um 1970, allt frá kaffi, sykri og rúg- brauði til ávaxta og tertubotna. Dagana 30.-31. mars verður haldið þverfaglegt málþing um íslenska torfbæinn að Löngumýri í Skagafirði. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt málþing er haldið þar sem hin sérstæða menningararf- leið verður rædd út frá ýmsum sjónarhornum. Að námskeiðinu standa Byggða- safn Skagfirðinga, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum, Íslenski bær- inn – Hannes Lárusson og Reykja- víkurAkademían. „Við erum að fara af stað í vor með námskeið í gömlu handverki og meðal annars í torfhleðslu á vegum Fornverkaskólans sem er samstarfsverkefni um handverks- kennslu tengt byggingararfi Íslend- inga. Byggðasafn Skagfirðinga, Háskólinn á Hólum og Fjölbrauta- skóli Norðurlands vestra á Sauðár- króki standa að baki því. Bakhjarlar okkar til faglegrar ráðgjafar og eft- irlits eru minjavörður Norðurlands vestra fyrir Fornleifavernd ríkisins, Þjóðminjasafnið og Húsafriðunar- nefnd. Það má segja að ásetningur okkar um torfhleðslunámskeið hafi meðal annars ýtt undir að málþing- ið væri staðsett í Skagafirði,“ segir Sigríður Sigurðardóttir hjá Byggða- safni Skagfirðinga. Hleðsluaðferðir, útlit og fagur- fræði Forsögu málþingsins má einnig rekja austur í Árnessýslu þar sem Hannes Lárusson myndlistarmaður rekur fyrirtæki sem heitir Íslenski bærinn. „Fyrir honum liggur, eins og okkur, að vekja athygli á íslenska torfbænum og stílbrigðum hans. Við ákváðum að slá okkur saman og setja upp tveggja daga spjall um þennan arf sem við eigum og mun fjara út ef, eða kannski, þegar við kunnum ekki lengur handbrögð og verklag torfhleðslunnar,“ útskýrir Sigríður en á málþinginu mun með- al annars verða fjallað um sérkenni íslenskra torfbæja, hleðsluaðferðir, útlit, fagurfræði og byggingarsögu- legt samhengi. „Við höfum fengið með okkur fjölda sérfræðinga og áhugafólks sem kemur víða að. Hver og einn verður með spennandi innlegg þann- ig að þetta verður mjög fróðlegt, enda horft á íslenska torfbæinn frá mörgum sjónarhornum.“ ehg Þjóðlegt og alþjóðlegt í íslenskri matargerð Ráðstefna um málefni inn- flytjenda og byggðaþróun Málþing um íslenska torfbæinn: Arfur sem fjarar brátt út „Það er bæði með stolti og mikilli ánægju sem ég fyrir hönd íbúa Dalvíkurbyggðar staðfesti sam- komulag um byggingu menning- arhúss í Dalvíkurbyggð; menn- ingarhúss sem sparisjóðurinn ætlar að gefa fólkinu hér í byggð- arlaginu,” sagði Svanfríður Jón- asdóttir bæjarstjóri í Dalvíkur- byggð þegar undirritaður var samkomulag um menningarhús- ið á aðalfundi Sparisjóðs Svarf- dæla nýverið. Hún sagði ekki annað hægt en fyllast stolti yfir því að búa í sveit- arfélagi þar sem slík lánastofnun starfar, „lánastofnunin sem setur samfélagsskyldur fyrirtækja í alger- lega nýtt samhengi í íslensku samfé- lagi. Það finnum við öll vel þegar við heyrum hvernig fólkið og fjöl- miðlarnir í landinu fjalla um þenna gerning,” sagði Svanfríður. „Og ánægju vegna þess að ég er hand- viss um að menningarhúsið okkar á eftir að verða rammi um svo fína starfsemi og svo gott mannlíf. Það er frábært að hlúð skuli að þeirri starfsemi sem við köllum menn- ingu og stundum verður hornreka. Við lifum nefnilega ekki af brauði einu saman, nei við viljum líka næra andann með bókum, tónlist, myndlist og ýmsu fleiru sem hreyf- ir við okkur sem manneskjum.“ Þá nefndi bæjarstjóri að í menn- ingarhúsinu gæfist tækifæri til að hittast, setjast niður með kaffibolla, ræða málin, njóta útsýnis eða líta í tímarit á bókasafninu. „Miðbærinn verður til og íbúarn- ir munu njóta.“ MÞÞ Miðbærinn verður til Grunnteikning af menningarhúsinu sem á að rísa á Dalvík. Fjölnotasalur til vinstri og kaffistofa til hægri á fyrstu hæð.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.