Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200723 Hjarðarholti, 371 Búðardal, símar 860 0249 - 860 0246 Styrkir til bættrar einangrunar – tilraunaverkefni 2007 Orkusetur mun á árinu 2007 verja hluta þeirra fjármuna sem veitt verður til orkusparandi verkefna til styrkveitinga til húseigenda sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess. Tilraunaverkefninu er ætlað: • Að ná fram og efla áhuga húseigenda á verkefnum af þessu tagi • Að safna upplýsingum um árangur verkefnanna og miðla þeim • Að stuðla að umræðu um orkusparnað með þessum hætti • Að afla reynslu vegna fyrirhugaðra frekari styrkveitinga Auglýst er eftir umsóknum um styrki til: • Endurglerjunar húsnæðis – skipta í betur einangrandi gler • Einangrunar húsnæðis að utan og/eða klæðningar • Annarra verkefna í sama tilgangi Um styrk getur sótt hver sá eigandi húsnæðis sem fær húshitunarkostnað sinn niðurgreiddan úr ríkissjóði. Við mat á umsóknum verður horft til orkunotkunar húsnæðis. Forgang hafa verkefni til endurbóta þar sem orkunotkun hefur reynst verulega mikil í samanburði við viðmiðunargildi fyrir sambærilegt húsnæði. Upphæð styrks til einstakra verkefna getur numið allt að kr. 500.000 en þó aldrei hærri upphæð en 50% af raunkostnaði verkefnis. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Orkuseturs www.orkusetur.is og heimasíðu Orkustofnunar, www.os.is. Nánari upplýsingar fást í síma 569 6085. Einnig er hægt að hafa samband við Orkusetur á netfanginu sif@os.is Umsóknarfrestur er til 25. apríl 2007 heimsmarkaði. Við erum þó í sum- um tilfellum að keppa við fram- leiðslu sem er ríkisstyrkt í sínu heimalandi, á einhvern hátt og slíkt getur náttúrulega ekki gengið til lengdar.“ Skinnaverð í heiminum hefur ver- ið á uppleið að undanförnu – er ekki bjart framundan að ykkar mati? „Afkoman hefur auðvitað verið mjög góð síðustu misseri. Hún kem- ur hins vegar alltaf til með að sveifl- ast eitthvað. Í slíku umhverfi þarf maður bara að vera góður í sínu fagi, helst bestur. Þá er manni alltaf borgið. Við íslenskir loðdýrabænd- ur erum svo lánsamir að hafa verið í mikilli framför síðustu ár. Auð- vitað þurfum við að halda áfram á þeirri braut en á meðan svo er þá er framtíðin björt.“ Þó áhugi ykkar fyrir starfinu sé mikill, hlýtur fleira að hafa ofan af fyrir athafnasömu fólki eins og ykkur? Bjarni og Veronika: „Ja, áhuga- mál! við erun nú svo heppin að vera að fást við aðaláhugamálin frá degi til dags þ.e.a.s. búskapur, dýr, gróður og náttúra. Við meira að segja teljum það forréttindi að vera í starfi sem gefur lífsfyllingu, vegna þess að það eru engan veginn allir sem eru svo heppnir. Marga langar t.d. í búskap en treysta sér ekki til að byrja og lenda svo í „einhverju“ öðru starfi sem var kannski ekki óskastarfið. Áhugi minn (Bjarni) kviknaði á loðdýraræktinni á sín- um tíma vegna þess að erfitt var að hefja hefðbundinn búskap. Það var mín leið inn í búskap vegna þess að hægt er að byrja smátt í henni og byggja sig hægt og rólega upp. En þetta var nú útúrdúr frá áhugamál- unum. Þó að starfið sé áhugavert og gefi lífsfyllingu þá er öllum nauðsynlegt að kúpla sig frá dag- legu viðfangsefni af og til. Við ferð- umst svolítið bæði innanlands og utan. Veronika hefur áhuga á mynd- list og Bjarni hefur verið virkur í leiklist, í seinni tíð hjá Leikfélagi Selfoss.“ Stefán og Katrín: „Við erum bæði tónlistarmenntuð og störfuð- um við tónlistarkennslu og söng á árum áður. Að sjálfsögðu höfum við áhuga á því sem fyrr en tíminn er allt of lítill til að geta sinnt því að nokkru ráði. Búskapnum fylgir líka ákveðið félagsstarf svo sem í loðdýraræktarfélögunum. Faglegt starf hefur verið veigamikill þáttur í loðdýraræktinni undanfarin ár og það hefur skilað sér. Fyrir utan það hvað það er skemmtilegt.“ EÞ Katrín raðar skinnum inn á lagerinn. Styrkveitingar á vegum erfðanefndar landbúnaðarins Meginhlutverk erfðanefndar landbúnaðarins er að vinna að varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. Í því skyni hefur nefndin ákveðið að verja fjármunum í að styrkja einstök afmörkuð verkefni sem falla að þessu hlutverki. Lögð er áhersla á að styrkja verkefni á eftirfarandi sviðum: • rannsóknir er lúta að varðveislu og viðhaldi á erfðaauðlindum í landbúnaði. • lokaverkefni til prófs á háskólastigi er tengjast varðveislu og/eða nýtingu á erfðaauðlindum í landbúnaði. • aðgerðir sem stuðla að sjálfbærri varðveislu og/eða nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. • kynning og fræðsla fyrir almenning um erfðaauðlindir í landbúnaði og gildi þeirra. Um styrki þessa geta sótt bæði einstaklingar eða félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu innlendra erfðaauðlinda í íslenskum landbúnaði. Að jafnaði verða veittir styrkir á bilinu kr. 200-700 þús. Umsóknum skal skilað til formanns erfðanefndar, Áslaugar Helgadóttur Landbúnaðarháskóla Íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavík (aslaug@lbhi.is) fyrir 30. apríl n.k.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.