Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200718 Rebekka Sigurðardóttir frá Akur- eyri býr ásamt fjölskyldu sinni á bænum Blikalóni í Manitoba í Kanada. Hún flutti búferlum fyrir áratug, hætti í þægilegu skrifstofu- starfi norðan heiða og tók til við búskap á ókunnum slóðum, víðs fjarri heimahögunum. Hún var á ferðinni á heimaslóðum á dög- unum, lagði upp í langt ferðalag til að líta á dótturdóttur sína og nöfnu sem fæddist í byrjun febrú- ar á Akureyri. Bændablaðið hitti hana að máli í Hleiðargarði, fram- arlega í Eyjafirði, þar sem systir hennar, Helga Björg, býr ásamt Þór manni sínum og börnum og reka þau þar myndarlegt kúabú. Rebekka kynntist manni sínum, Alan Johnson, á Akureyri veturinn 1996-’97, en hann var þann tíma ráð- inn þjálfari Skautafélags Akureyrar. Félagið hampaði þá um vorið sjötta Íslandsmeistaratitli sínum í röð. Þeg- ar búið var að fagna þeim áfanga fór Allan að búa sig til brottfarar og Rebekka sló til og hélt ásamt fjórum börnum sínum, þá á aldrinum sjö til þrettán ára, með honum utan. Börnin eru Eiríkur, nú 23 ára, Jódís, 21 árs, Hákon, 19 ára, og Bergur, 17 ára. Þau eru Eiríksbörn. Strákarnir búa allir í Manitoba-fylki en Jódís flutt- ist heim til Íslands í lok liðins árs. Eftir komuna til Kanada hafa þau Rebekka og Allan eignast tvö börn, Skúla sem verður 10 ára á árinu og Sonju 8 ára. Fyrst í stað bjó fjölskyldan ásamt foreldrum Alans í námunda við smá- bæinn Baldur en vorið 1999 festu þau kaup á jörð mun norðar í fylk- inu, í um tveggja stunda akstursfjar- lægð frá Winnipeg. Þar hafa þau síð- an verið að byggja upp og á liðnum misserum hefur fjölskyldan keypt tvær aðliggjandi jarðir. Samtals nær landið yfir um 2400 ha en stór hluti þess er nýttur sem hagi fyrir skepn- urnar. „Við kunnum ágætlega við okk- ur þarna,“ segir Rebekka, en Blika- lónsnafnið á bænum sóttu þau Alan í samnefndan bæ föðurfólks hans á Melrakkasléttu. Faðir Alans er Skúli Jónsson, nú Johnson, en hans fólk bjó á Sléttu um aldamótin nítján hundruð. „Afi og amma Alans töl- uðu íslensku og það var ævinlega töluð íslenska á heimili þeirra í Manitoba. Ég veit þó að Skúli talaði ekki íslensku nema fram að sex ára aldri því það vill oft verða þannig að börnin týna niður málinu ef því er ekki viðhaldið eftir að þau koma í skóla. Og sú varð raunin með Skúla, tengdaföður minn,“ segir Rebekka. 460 nautgripir í hjörðinni Hjónin á Blikalóni búa með 460 naut- gripi af tegundinni Red Angus og nú stendur burður sem hæst. „Þetta er tveggja mánaða törn hjá okkur og heilmikið að gera á meðan á þessu stendur,“ segir Rebekka, en gripirnir ganga allir úti og mikið frost hefur verið í Manitoba að undanförnu, allt upp í 30 gráður. Þegar burður hefst er útbúin aðstaða fyrir gripina innan dyra þannig að þeir geti komið sér í dálítið skjól og þá helst til að verjast vindi. „Stundum er frostið svo mikið að við setjum sérútbúnar húfur á nýfædda kálfana, eyrun eiga það hreinlega til að detta af þeim í vetr- arhörkunum,“ segir Rebekka en það er líka til í dæminu að hún fari með þá sem kaldastir eru inn á bað- herbergi í húsinu. „Þeir eru stundum svo illa frosnir að eitthvað verður að gera, við reynum auðvitað allt til að halda í þeim lífinu.“ Áður fyrr stóð burðurinn yfirleitt yfir á tímabilinu janúar til febrúar, en hann hefur verið færður til, m.a vegna veðurs, því það dregur smám saman úr frostinu eftir því sem líður á vorið og fleiri kálfar eiga sér þá lífsvon. „En á móti kemur að þegar dregur úr frostinu fer að myndast drulla og svað þar sem hjarðirnar ganga og við þurfum sífellt að færa þær til á milli haga sem er geysileg vinna. Líkurnar á að kálfarnir veik- ist aukast líka ef ekki er passað upp á að þeir gangi á sæmilega þurrum jarðvegi,“ segir Rebekka. Heyskapur langt fram í september Að loknum burði þarf að fara að huga að heyskap en hann hefst alla jafna í júní og stendur fram í sept- ember, enda ekkert smáflæmi sem þau Blikalónhjón þurfa að heyja ofan í skepnur sínar. „Ætli þetta séu ekki allt í allt svona 3800 rúllur. Þar af eru um 1200 rúllur af ræktuðu landi en bróðurparturinn er úthey. Það tekur býsna langan tíma að ná þessu öllu, við byrjum yfirleitt um miðjan júní eða upp úr því – það fer eftir grassprettu og veðri. Sumarið í fyrra var einstaklega gott og ég man að síðasti bagginn var bundinn 31. ágúst, en oftar en ekki erum við að eitthvað fram í september og stund- um allt til loka þess mánaðar. Við gátum haldið okkur vel að verki, því það rigndi svo til ekki neitt í fyrra- sumar,“ segir Rebekka. Þau hafa ráðið til sín tvo vinnumenn að sum- arlagi, á meðan heyskapur stendur yfir, því þau tvö, hún og Allan, ná engan veginn að slá öll þau tún sem þau hafa yfir að ráða. Verðið í sögulegu lágmarki Næsta vinnutörn í búskapnum hefst svo í október en þá hefjast uppboð á nautgripum. „Undanfarin ár hefur verðið ver- ið eins lélegt og hægt er að hugsa sér, það er í sögulegu lágmarki,“ segir Rebekka, en fyrir fjórum árum greindist kúariða í Kanada og í kjöl- farið lokuðust markaðir í Bandaríkj- unum. Þeir hafa nú verið opnaðir að nýju en verðið er ekki til að hrópa húrra fyrir. „Fyrir fimm árum feng- um við 900 kanadadollara fyrir hvern kálf en í fyrrahaust fóru þeir á um 500 dollara, 25-30 þúsund krónur. Þetta er heilmikil lækkun og erfitt að mæta henni, nema þá bara með því að fjölga stöðugt í bústofn- inum. Það höfum við verið að gera á umliðnum árum, m.a. með því að kaupa af nágrönnum okkar sem voru að bregða búi; keyptum jarðir, bústofn og mannvirki en það er vit- anlega líka mjög dýrt,“ segir Reb- ekka en vonast til að bjartari tímar renni upp í búskap þar vestra. „Við búumst raunar ekki við að fari að birta til fyrr en í kringum árið 2010, þetta gengur víst oft í tíu ára bylgj- um, skiptast á skin og skúrir í þessu eins og öðru. Þegar við bjuggum við Baldur stunduðum við einnig kornrækt en þetta tvennt vegur hvort annað upp. Þegar verð er lágt á nautgripum er kornið yfirleitt selt góðu verði og öfugt. Nú er gott verð á korni en því miður höfum við ekki aðstöðu þar sem við búum núna til að stunda kornrækt, landið býður ekki upp á slíka ræktun,“ segir Rebekka. Bíltúrar á rigningardögum Þó svo að ekki viðri sérlega vel til nautgriparæktar í Manitoba um þessar mundir er engan bilbug á þeim Blikalónshjónum að finna. „Ég kann vel við mig í sveitinni og hef alltaf haft gaman af því þegar nóg er að gera. Þó svo að vinnu- dagurinn sé oftast mjög langur og í mörg horn að líta, líkar mér þetta mun betur en að stunda almenna vinnu frá 9-5. Það á bara ekki við mig,“ segir Rebekka. Hún bætir við að vissulega sé lítið um sumarfrí og þess háttar. Það er nú yfirleitt þann- ig að við reynum að fara í einhverja smábíltúra á rigningardögum, þeg- ar ekki er hægt að vera við hey- skap, hversu spennandi sem það nú hljómar!“ Texti og mynd: MÞÞ Hefur stundað kúabúskap í Kanada í áratug Með 460 nautgripi og keyptu ný- verið tvær nágrannajarðir Rebekka (th.) ásamt systur sinni Helgu Björg í fjósinu í Hleiðargerði í Eyjafirði. Ágætu kúabændur Fóðurblandan hefur sett á markað tvær nýjar kjarnfóðurblöndur, DK-16 og DK-20. Þessar blöndur innhalda annars vegar 16% og hins vegar 20% prótein en eru án fiskimjöls og bjóðast því á mun lægra verði en sambærilegar fóðurblöndur. Til að fyrirbyggja allan misskilning telur Fóðurblandan ástæðu til að minna bændur á tvær lykilstærðir í próteinfóðrun kúa, AAT og PBV. AAT þarf að vera á bilinu 90 til 95g á hvert kiló af þurrefni í fóðri mjólkurkúa. Heyin hér á Íslandi mælast yfirleitt á bilinu 75 til 85g og þess vegna þarf kjarnfóðrið oftast að vera með AAT á bilinu 115 til 130g fyrir hvert kíló af þurrefni. Hérlendis þarf PBV að vera á bilinu 0 til 40g á hvert kíló af þurrefni — því nær núllinu, því betra. Heyin okkar mælast yfirleitt um 50 eða þar yfir og þess vegna þarf kjarnfóðrið að vera með PBV gildi undir núllinu, -5 til -30. Hefðbundin K-16 kjarnfóðurblanda frá Fóðurblöndunni hefur gildin 130 fyrir AAT og -20 fyrir PBV. Hún passar því afar vel með meðalheyjum. Nýju blöndurnar munu því að ýmsu leyti þykja framandi. DK–16 hefur AAT gildið 116g fyrir hvert kíló af þurrefni og 3 fyrir PBV. DK–20 hefur AAT gildið125 g fyrir hvert kíló af þurrefni og 36 fyrir PBV. Við mælum ekki með DK-20 nema fyrir bændur sem gefa mjög mikið bygg eða hafa völ á heyjum með mjög lágt PBV gildi. Um leið þarf þó að huga vel að því að AAT gildi verði ekki of lágt. DK-16 hentar einkum þar sem heyin mælast með hátt AAT gildi og lágt PBV gildi. Þannig hey eru að vísu ekki mjög algeng hérlendis en sjálfsagt er að skoða hvert tilfelli fyrir sig. Fóðurblandan hefur jafnan lagt kapp á að hafa gott úrval af kjarnfóðri á samkeppnishæfu verði. Nýju fóðurblöndurnar eru dæmi um það. Hins vegar vörum við bændur við því að skipta snögglega um blöndur ef munur í efnainnihaldi er mikill. Við hvetjum þá eindregið til þess að leita ráðgjafar hjá okkur og tryggja þannig að fóðrið sem þeir nota uppfylli kröfur þeirra — og hæfi aðstæðum. Með kveðju ráðgjafar Fóðurblöndunnar Nánari upplýsingar á www.fodur. is eða hjá sölumönnum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.