Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200720 Ráðist verður í sérstakt veiði- átaksverkefni á tveimur svæðum á landinu með það að markmiði að freista þess að ráða niðurlög- um minks, en átakið er á vegum Umhverfisráðuneytisins og stend- ur yfir í tvö ár, frá 2007 til 2009. Á vegum þess starfar sérstök nefnd sem hefur umsjón með veiðiátakinu. Gerður hefur verið samningur við Umhverfisstofnun um framkvæmd veiðiátaksins og hefur Arnór Þ. Sigfússon fugla- fræðingur verið ráðinn verkefnis- stjóri. Svæðin sem um ræðir eru Snæfellsnes, alls um 1300 km2 svæði og Eyjafjörður en þar er svæði um 3900 km2. Ingimar Sigurðsson skrifstofu- stjóri í Umhverfisráðuneytinu seg- ir að forsagan sé sú að fyrir fáum árum, árið 2004 hafi verið lagðar fram tillögur um hvernig taka ætti á málum varðandi mink og útbreiðslu hans í íslenskri náttúru. Í framhald- inu hefði verið ákveðið að taka fyr- ir valin svæði, þ.e. Snæfellsnes og Eyjafjörð, einbeita sér að þeim um ákveðin tíma og meta niðurstöður. „Við ákváðum að fara þessa leið, taka fyrir þessi svæði og bíða átekta með framkvæmd tillagnanna þar til við sjáum hver árangurinn verður af þessu sérstaka veiðiátaksverk- efni,” segir Ingimar. Hann segir að heildarkostnaður við verkefnið nemi um 160 milljón- um króna, gert sé ráð fyrir 135 millj- ónum króna á fjárlögum þessa árs, þá komi endurgreiðsla frá sveitarfé- lögum, mótframlag frá Umhverfis- stofnun og eins hefur verið biðlað til sveitarfélaga, Bændasamtakanna og veiðifélaga um að mæta þeim kostnaði sem á vantar. Jákvæð svör hafa borist frá samtökunum og veiðifélögum og þá hafa tvö sveitar- félög í Eyjafirði, Hörgárbyggð og Eyjafjarðarsveit ákveðið að verja fé til átaksins og Akureyrarbær mun greiða laun meindýraeyðis á svæð- inu. Kanna möguleika áður en farið verður í landsátak „Ætlunin með þessu átaki er að kanna möguleika á útrýmingu minks á þessum svæðum með það í huga að ráðast í landsátak í fram- haldinu gefi niðurstaðan tilefni til þess,” segir Ingimar, en átakið hófst nú nýlega og eru rannsóknir á vegum Náttúrfræðistofu Vestur- lands í Stykkishólmi þegar hafnar, en markmið þeirra er að afla upp- lýsinga um árangur veiðiátaksins á Snæfellsnesi á þessu ári. Þannig segir Ingimar þess verði vænst að haldgóðar upplýsingar fáist um nátt- úruleg vanhöld minka að vetrarlagi og ýmsa aðra þætti s.s. hvort veiði- átak hafi áhrif á líkamsástand, frjó- semi og aldursdreifingu stofnsins á svæðunum svo eitthvað sé nefnt. „Við munum svo nýta niður- stöður rannsóknanna til að áætla kostnað og skipuleggja aðgerðir við hugsanlega útrýmingu minks á landsvísu,” segir Ingimar. Arnór verkefnisstjóri átaksins segir að ráðnir verði veiðimenn að átakinu, þegar hafi verið rætt við lykilveiðimenn á hvoru svæði um sig og fá þeir greitt fyrir störf sín samkvæmt samningi en geta ráðið með sér fleiri til aðstoðar eftir þörfum. Hann segir ástæðu til að vekja athygli á því að aðeins ráðnir veiðimenn verði að störfum á svæð- unum og því sé afar mikilvægt að aðrir veiðimenn sem leggi stund á minkaveiðar á þessum svæðum skili hræjunum til Umhverfisstofn- unar, veiðistjórnunarsviðs á Akur- eyri eða Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi. Ráðist til atlögu þegar minkurinn er veikastur fyrir Áður fengu menn greitt fyrir hvert skott sem skilað var en nú verður sá háttur hafður á að óskað er eftir því við alla veiðimenn að þeir skili inn öllum skrokknum til að fá verð- launin greidd og á það sérstaklega við um þá minka sem veiddir verða á Snæfellsnesi. Þar eru tugir dýra með í sér senditæki sem gefa ýmsar upplýsingar og því hafa hræin mik- ið rannsóknargildi. Arnór segir átakið þegar hafið, veiðarnar hafi byrjað um síðast- liðin mánaðamót „en við leggjum töluverða áherslu á að veiða núna á þessum tíma, en einmitt nú er minkurinn hvað veikastur fyrir og jafnframt minnstur, það hafa orðið afföll á stofninum frá liðnu hausti, það stendur yfir fengitími og þá eru þeir mikið á ferðinni þannig að það er upplagt að ráðast til atlögu við hann núna,“ segir Arnór. Hann gerir ráð fyrir að bróðurpartur veið- anna, um tveir þriðju hlutar, fari fram nú í vor og þá verði einkum veitt í gildrur. Hundar verði meira notaðir við veiðar í vor og fram á sumar. „Við munum kappkosta að ná sem allra flestum dýrum og von- umst til þess að í haust hafi okkur tekist að ná árangri, þannig að við getum einbeitt okkur að því að verja svæðin,“ segir Arnór. Ófögnuður í íslenskri náttúru Minkur var fluttur til landsins í kring- um árið 1930 og leið ekki að löngu þar til hans varð vart í íslenskri nátt- úru. Svo var komið á sjötta áratugn- um að hann var orðin plága og fóru menn þá að huga að leiðum til að ráða niðurlögum hans. Meðal þeirra ráða sem gripið var til var að greidd voru verðlaun fyrir að veiða hann og síðan hefur árlega umtalsverðum fjármunum verið varið til veiða á mink bæði af hálfu ríkis og sveitarfé- laga. „Menn hafa síðastliðin ár velt því fyrir sér hvort þetta hafi skilað einhverju. Gera má ráð fyrir að um einn milljarður hafi farið til þessa verkefnis en með veiðiátakinu sem nú er að hefjast er hugmyndin að athuga í eitt skipti fyrir öll hvort okk- ur takist að losna við þennan ófögn- uð úr íslenskri náttúru. Það er helsta ástæðan fyrir því að við förum nú út í þetta umfangsmikla tveggja ára verk- efni,” segir Ingimar, en hann bendir einnig á að á stjórnvöldum hvíli sú skylda að ráða niðurlögum minks úr íslenskri náttúru m.a. vegna annars dýralífs í landinu. MÞÞ Umhverfisráðuneytið hrindir af stað tveggja ára veiðiátaki á tveimur svæðum á landinu Freista á þess að útrýma mink úr íslenskri náttúru Arnór Þ. Sigfússon verkefnisstjóri veiðiátaksins og Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins, formaður umsjónarnefndar með átakinu. Vaðlaheiðar- göng mikilvæg Sveitarstjórn Þingeyjarsveit- ar fagnar því að teknar skuli upp viðræður við Greiða leið um gerð Vaðlaheiðarganga og leggur áherslu á að tryggt verði að framkvæmdir við gerð ganganna hefjist sem fyrst. Í því sambandi bend- ir hún á gríðarlega þýðingu þessarar framkvæmdar fyrir búsetuþróun í Þingeyjarsveit. Þá er lýst ánægju með að áætlað skuli samkvæmt sam- gönguáætlun að hefja fram- kvæmdir við norðausturveg (85) um Skjálfandafljót. Einnig telur sveitarstjórn mikilvægt,a ð því er fram kemur í bókun að af því fé sem ætlað er til breikk- unar brúa í norðausturkjördæmi á 2. og 3. tímabili, verði fjár- munum varið til breikkunar brú- ar við Goðafoss á hringvegi 1.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.