Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200732 1. tafla. Samanburður byggyrkja á Þorvaldseyri. Meðaltal áranna 2003-2005 Kornuppskera, tonn af þurr- efni á hektara Þurrefni korns við skurð, % Skegla íslensk 4,87 65,6 Kría íslensk 5,53 66,5 Filippa sænsk 5,52 61,1 Rekyl sænsk 5,53 60,4 2. tafla. Uppskera þurrefnis og vatns í yrkjasamanburði á Þor- valdseyri 2003-2005 Kornuppskera, tonn af þurrefni á hektara Vatn í upp- skeru, tonn/ ha Uppskeran úr þreskivélinni, tonn/ha Skegla íslensk 4,87 2,55 7,42 Kría íslensk 5,53 2,78 8,31 Filippa sænsk 5,52 3,51 9,03 Rekyl sænsk 5,53 3,63 9,16 Saana finnsk 5,31 3,40 8,69 3. tafla. Kostnaður við þurrkun korns í yrkjasamanburði á Þor- valdseyri 2003-2005 Þurrefni korns við skurð, % Vatn sem þarf að eima til að fá tonn af 85% þurru korni, lítrar Kostnaður við þurrkun, 0,2 l olía/l vatns, olía 60 kr/l Skegla íslensk 65,6 295 3.540 kr/tonn Kría íslensk 66,5 278 3.336 kr/tonn Filippa sænsk 61,1 391 4.692 kr/tonn Rekyl sænsk 60,4 408 4.896 kr/tonn Saana finnsk 61,0 393 4.716 kr/tonn Kría er íslenskt, tvíraða byggyrki. Kría hefur verið reynd í 45 tilraun- um víða um land síðastliðin 8 ár. Þegar niðurstöður úr þeim tilraun- um eru teknar saman, reynist hún hafa afgerandi yfirburði yfir önnur tvíraðayrki. Í þeim tilraunum hef- ur Kría skilað kornuppskeru, sem nemur 15 % umfram Filippu, svo að dæmi sé tekið. Heyrst hefur þó, að Sunnlending- ar telji Kríu ekki standa sig jafnvel og útlend seinþroska yrki, þegar vel árar á Suðurlandi. Sunnlending- ar virðast halda, að góður árangur Kríu í tilraunum sé fenginn annars staðar á landinu og við lakara veð- urfar en þeir þekkja. Þessi skoðun þarf athugunar við. Árin 2003 - 2005 voru mjög góð til kornræktar á Suðurlandi. Þau ár, eins og bæði fyrr og síðar, var gerð tilraun á Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum, þar sem borin voru saman byggyrki. Tilraunin tókst afar vel öll árin þrjú. Tvíraðakorn var skor- ið óskemmt af vindi og eins nálægt fullum þroska og hægt er að búast við hérlendis. Kría er líka best í góðum árum syðst á landinu Seinþroska byggyrki hafa aldrei átt betri möguleika á að standa sig hér á landi en einmitt þessi þrjú ár og ein- mitt á þessum stað, syðst á landinu. Þessi tilraunaár eru því valin til þess að sýna íslensk byggyrki í samkeppni við erlend yrki við þær aðstæður, sem henta þeim erlendu best. Þessi góðu sumur skilar Skegla eðlilega minni uppskeru en erlend yrki, því að Skegla er svo fljót- þroska, að hún notar ekki allt sumar- ið. Kría og erlendu yrkin þrjú skila hins vegar jafnmikilli uppskeru hvert um sig í þurru korni talið. Láta menn vatnið blekkja sig? Munurinn á Kríu annars vegar og erlendu yrkjunum hins vegar liggur í þurrefnishlutfallinu eins og sést í 1. töflu. Með erlenda korninu er skorið miklu meira vatn en með Kríu. Það getur blekkt. Það eykur á rúmmálið, en er þar fyrir utan til vandræða. Vatnið í uppskerunni er sýnt í 2. töflu: Blautt korn getur verið fallegt álitum. Hvert korn er þá bólgið af raka og uppskeran sýnist meiri en hún er í raun. En það er væntan- lega ekki vatnsuppskera, sem menn eru að sækjast eftir. Það verður að reikna þurrkunar- kostnaðinn inn í dæmið Vatninu fylgir verulegur kostnaður, bæði ef á að nota própíonsýru til verkunar og þó enn fremur, ef til stendur að þurrka kornið. Það er sýnt í 3. töflu. Þar sem jafnmikil uppskera fæst af Kríu og útlendu korni á hvern hektara, verður verðmunurinn til í þurrkuninni. Hvert tonn af korni af þurri Kríu er samkvæmt þessu 1.430 krónum ódýrara í framleiðslu en korn af erlendu yrkjunum. Það munar um minna. Kría ætti þess vegna að vera álitlegur kostur til ræktunar, líka syðst á landinu. Hvers vegna Kría? Samanburður við erlend yrki á Suðurlandi Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands jonatan@lbhi.is Kornrækt Nýlega er lokið nýjum útreikning- um á kynbótamati nautgripa um afurðir og frumutölu. Í farmhaldi af því hefur val á reyndum nautum til notkunar frá Nautastöð BÍ verið endurskoðað. Nýtt nautaspjald ætti að berast viðskiptavinum fljótlega, jafnvel í þessari viku. Nú er kom- in það mikil reynsla á dætur allra nauta úr árgangi frá árinu 2000 að þau naut hafa nú öll fengið sinn afkvæmadóm. Úr þeim hópi verða hér á eftir kynntir til leiks nokkrir forvitnilegir kappar. Eldri nautin breytast nánast ekk- ert í mati þannig að ekki verður fjallað um dóm þeirra, aðeins vís- að til umfjöllunar um þau á síðast- liðnu hausti. Af nautunum úr 2000 árganginum sem valin voru til notk- unar síðastliðið haust breytist dóm- ur flestra þeirra sáralítið. Þar eru samt tvær undantekningar. Náttfari 00035 hækkar talsvert í mati fyrir afurðir og einnig lagast mat hans um próteinhlutfall örlítið, góðu heilli. Hann er þannig toppurinn í þessum árgangi og afburðagripur nema próteinhlutfall mjólkur hjá dætrum hans er verulega veikur hlekkur. Heildareinkunn hans er nú 116. Aftur á móti fellur Kósi 00026 verulega í mati fyrir afurðir þannig að ekki er lengur áhugavert að hafa hann í frekari dreifingu sem reynt naut. Útsendingu er einnig hætt úr nokkrum eldri nautum ( Prakkari 96007, Teinn 97001, Meitill 98008 og Þollur 99008) annað hvort vegna þess að sæðisbirgðir eru tæmdar eða talið var að áhugaverðari naut væru komin á sjónarsvið. Í heild skilar þessi nýi nautaár- gangur mikilli uppskeru vegna þess að nú bætast við í notkun fimm ný naut úr hópnum og notkun á öðrum fimm til viðbótar hófst í haust og heldur áfram. Hér skal farið örfáum orðum um þessi fimm nýju naut, Gosi 00032 var fæddur í Fjalli á Skeiðum og hann er sonur Smells 92028 en móðir hans Daða 184 var dóttir Daða 87003. Þetta naut er að gefa glæsilegar kýr að skrokkbygg- ingu með góða júgurgerð. Þetta eru verulega mjólkurlagnar kýr en pró- teinhlutfall mjólkurinnar bláþráður líkt og hjá föður hans. Þessar kýr fá góða umsögn um mjaltir og mjög góða um skap. Heildareinkunn er 111. Þröstur 00037 var fæddur í Lamb- haga á Rangárvöllum. Faðir hans er Skuggi 92025 en móðir hans Stör 245 var undan heimanauti þar á bæ sem var undan Hólmi 81018. Dæt- ur hans virðast ágætlega mjólkur- lagnar kýr og efnahlutföll mjólkur hjá þeim um meðaltal. Þær fá mjög góða umsögn um mjaltir og koma vel út úr gæðaröð kúnna. Heilda- reinkunn er 106. Tjarni 00039 var fæddur á Stóru- tjörnum í Ljósavatnsskarði. Faðir hans er Tjakkur 92022 en móðir hans Vala 149 undan Völsungi 94006. Dætur hans hafa dóm um mjólkurmagn heldur undir meðal- tali en um aðra þætti fá þær mjög góðan dóm, sérstaklega um mjaltir og skap og eru greinilega vinsæl- ar kýr hjá eigendum ef marka má gæðaröð þeirra. Heildareinkunn hans er 105. Bútur 00043 var fæddur í Geirs- hlíð í Flókadal. Þetta er enn einn sonur Smells 92028 en móðir hans Óla 114 var dóttir Óla 88002. Þetta naut er að gefa öflugar mjólkurkýr með mjólk þar sem efnainnihald er um meðaltal, og á það einnig við um dóm um júgur- og spenagerð en dætur hans fá góðan dóm um mjalt- ir. Heildareinkunn er 110. Lás 00045 sem er síðastur í hópi þessara nýju nauta er fæddur á Hæli í Gnúpverjahreppi. Hér fer enn einn sonur Smells 92028 en móð- ir hans Skrá 267 var dóttir Lista 86002. Dætur þessa nauts eru marg- ar frekar fínbyggðar kýr með mikla afkastagetu. Þær hafa mjög góða júgur- og spenagerð, spenar oft stutt- ir og fremur grannir. Dómur bæði um mjaltir og skap er mjög jákvæð- ur. Heildareinkunn er 110. Til notkunar sem nautsfeður koma sem ný naut Gosi 00032 og Náttfari 00035. Eins og fram hefur komið er báðum þessum nautum það sammerkt að gefa kýr með mjólk með of lágu próteinhlutfalli eins og faðir þeirra gerði. Þess vegna verð- ur að gera þær kröfur til kúnna sem teknir verða á næsta ári nautkálfar undan og þessum nautum að þær hafi í kynbótamati að lágmarki 115 fyrir próteinhlutfall í mjólk. Góðu heilli er stóran hóp af slíkum kúm að finna meðal verðugra nautsmæðra, sérstaklega á meðal dætra Soldáns 95010 og Kaðals 94017. Önnur naut sem áfram verða í notkun sem vænt- anlegir nautsfeður eru: Laski 00010, Glanni 98028, Rosi 97037 og Hersir 97033. Ástæða er til að nefna það að til ársloka verða einnig teknir naut- kálfar undan Umba 98036, Þrasa 98052 og Þolli 99008 þó að þeir verði ekki lengur í notkun sem nauts- feður. Ljóst er að bæði Bútur 00043 og Lás 00045 banka á sem verðugir nautsfeður en ákveðið var að bíða frekari reynslu um dætur þeirra áður en ákvörðun væri tekin um slíka notkun þeirra. Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Kynbætur Í síðasta blaði var stutt kynning á BLUP kynbótamati um afurðeigin- leika ánna sem búið er að vinna. Frjósemi og mjólkurlagni ánna eru tvímælalaust mikilvægustu eig- inleikar í sauðfjárframleiðslunni þannig að ljóst er að mikið er að vinna með því að bæta þessa eigin- leika í stofninum með kynbótum. Útreikningar sem við Þorvaldur Árnason gerðum á þessum upplýs- ingum sýna að erfðaframfarir hjá íslensku sauðfé á síðasta áratug fyr- ir þessa eiginleika hafa verið litlar og verulega minni en möguleikar ættu að vera fyrir. Þessar niður- stöður komu mér og líklega fæst- um nokkuð að óvart vegna þess að við vitum að úrvalsáherslur í rúm- an áratug hafa verið mjög einhliða á kjötgæðaeiginleika og þessir eig- inleikar hjá ánum þar með fengið minni athygli en skyldi. Þær upplýsingar sem við höf- um nú fengið í hendurnar gefa okkur hins vegar tilefni til þess að hugleiða hvernig best megi nota þær til nýrrar sóknar í kynbótum þessara mikilvægu eiginleika. Báðum þessum eiginleikum er það sammerkt að þeir eru kyn- bundnir þannig að við getum aðeins mælt þá hjá ánum en ekki hrútunum og auk þess koma þeir ekki fram fyrr en ærin hefur náð eins árs aldri. Þetta gerir að ein- staklingsúrval verður hverfandi fyrir þessa eiginleika. Bændur slátra að vísu margir sem ungum ám þeim ám sem sýna sig sem ein- stakar stritlur eða raktar einlemb- ur. Ræktunarleg áhrif af slíku vali eru hins vegar hverfandi. Valiðfyrirþessa eiginleika verð- ur því fyrst og fremst að byggjast á ætternisúrvali. Notkun okkar á þessum nýju einkunnum verður þess vegna fyrst og fremst til þess að reikna nákvæmari ætterniseinkunnir í skýrsluhaldinu en áður hefur ver- ið mögulegt fyrir þessa eiginleika. Aukinn kynbótaárangur fyrir þessa eiginleika á síðan að vera mögulegur með því að við val ásetningslambanna sé tekið tillit til þessarra einkunna. Sérstaklega er mikilvægt að ekki gleymist við lambhrútavalið að horfa talsvert og meira til þessara eiginleika en gert hefur verið á síðustu árum. Náist það mun árangurinn skila sér í arðsamari ærstofni í framtíðinni. Í lambabókum á komandi sumri er gert ráð fyrir að reikna BLUP ætternismat fyrir öll lömb fyrir þá fjóra eiginleika sem BLUP kyn- bótamat er reiknað fyrir. Ekkert vafamál er að á árabil- inu frá sjöunda áratug síðustu aldar og fram á þann níunda urðu verulegar erfðaframfarir hjá íslensku sauðfé fyrir þessa eigin- leika vegna þess að á því tímabili beindust ræktunaráherslur mikið að þessum eiginleikum. Hrútaval- ið var á þeim tíma verulega annað en nú er. Mikið var notað af full- orðnum hrútum þar sem reynsla var fengin um dætur þeirra og átti sér þannig stað talsvert val á grundvelli afkvæmareynslu. Þess- ir hrútar voru því flestir reynd- ir ærfeður, mjög komnir til ára sinna. Til þessa ræktunarstarfs verður trauðla aftur snúið þannig að úrval á grundvelli afkvæmaupp- lýsinga verður lítið í framtíðinni, slíku fylgir óhjákvæmilega óhóf- leg lenging á ættliðabili. Í lokin vil ég aðeins beina því til manna sem hafa undir höndum ætternisupplýsingar fyrir hrúta í skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna sem ekki hafa skilað sér þar, að koma slíkum upplýsingum á fram- færi. Niðurstöður má ætíð bæta með betri upplýsingum. Sérstak- lega á þetta við um aðkeypta hrúta en ætternisupplýsingar fyrir slíka gripi eru sérstaklega mikilvægar vegna þeirra tenginga sem þær mynda á milli búanna. JVJ Ný reynd naut í notkun – nýtt kynbótamat fyrir afurðir Notkun á BLUP kynbótamatinu um afurða- eiginleika ánna í ræktunarstarfinu Náttfari 00035 er afburðagripur og efstur í sínum árgangi. Arfgerðagreining á hrút- um á fjársölusvæðum Líkt og bændur þekkja hefur fagráð í sauðfjárrækt veitt styrk til bænda á fjársölu- svæðum sem óskað hafa eftir að fá hrúta arfgerðagreinda gagnvart áhættuarfgerðum riðuveiki. Þetta tilboð stendur enn og óski einhverjir eftir að nýta sér það nú í vor eru þeir beðnir að hafa hið fyrsta samband við Jón Viðar Jónmundsson hjá BÍ. Sýnataka fer fram eins og und- anfarin ár samtímis sýnatöku úr væntanlegum sæðingastöðvar- hrútum nú á vordögum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.