Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200728 Líf og starf Fyrir réttu ári kynnti ég á bænda- fundum línurit um framleiðslu og innanlandssölu á mjólk árabilið 1994-2005. Þar benti ég á að þrátt fyrir að mjólkursala sveiflaðist lít- ið milli ára þá væru miklar sveifl- ur í framleiðslunni. Þau kerfi sem bændur og iðnaðurinn nota til fram- leiðslustýringar (kvóti og greiðslur fyrir umframmjólk) virðast því tæp- lega nægjanlega nákvæm eins og þeim er beitt. Þar kemur tvennt til: Í fyrsta lagi er ótrúlega auðvelt að auka eða minnka framleiðslu með litlum fyrirvara – og bændur eru mjög fúsir til að framkvæma slíkar breytingar. Í öðru lagi hafa skamm- tíma breytingar ákveðinn „hala“, það er að segja, skammtímabreyt- ing veldur langtímabreytingu. Ástæða þessa er að auðveld- asta leiðin til að auka eða minnka framleiðslu til skemmri tíma er að flýta eða seinka förgun á kúm. Ára- mót verðlagsársins gera þessa leið sérlega auðvelda því fjósrými er ekki takmarkandi að sumarlagi. En ákvörðun um förgun er ekki einung- is ákvörðun um mjólkurframleiðslu, heldur líka ákvörðun um endurnýj- un kúastofnsins. Þannig getur tíma- bundin offramleiðsla mjólkur leitt til óþarflega lítils ásetnings kvígna sem getur svo valdið skorti á kvíg- um. Önnur aðferð við að auka/ minnka framleiðslu tímabundið er að breyta kjarnfóðurgjöf. Þessi leið hefur einnig miklar langtímaaf- leiðingar vegna þess hversu stöðug mjaltakúrfa einstakra kúa er. Það virðist þörf fyrir að bænd- ur og mjólkuriðnaðurinn taki upp tvenns konar sveiflujöfnun. Í fyrsta lagi ættu bændur að bregð- ast minna við ákvörðunum iðnað- arins um greiðslur fyrir umfram- mjólk. Ákvarðanir um förgun eða kjarnfóðurgjöf ætti að taka með langtímamarkmið búsins í huga en ekki út frá skammtímaákvörðunum mjólkuriðnaðarins um greiðslur fyr- ir umframmjólk. Í öðru lagi þarf mjólkuriðnaðurinn (eða samtök bænda) að birta reglulega þriggja ára spár um framleiðslu og sölu mjólkur. Slíkar spár eru alltaf háð- ar einhverri óvissu, en einhvern veginn virðist þetta takast í öðrum greinum framleiðsluiðnaðar. Að lokum að línuritinu um fram- leiðslu og sölu mjólkur. Fyrir ári spáði ég mikilli uppsveiflu í fram- leiðslu og áframhaldandi vexti í mjólkursölu. Hvort tveggja rættist, en vöxtur framleiðslunnar var meiri en ég spáði og vöxtur sölunnar minni (í þessum tölum er ekki tekið tillit til sölu Mjólku). Framleiðslu- aukningin milli ára var sennilega sú mesta í sögu íslenskrar mjólk- urframleiðslu og engar líkur eru á að hún haldi áfram. Miðað við lof- orð iðnaðarins um greiðslur fyrir umframmjólk mun þó örugglega verða einhver aukning. Sala á mjólk mun væntanlega halda áfram að aukast en á móti kemur vaxandi innflutningur erlendra vara. Það er afar mikilvægt að bændur og iðnaðurinn sameinist um áframhaldandi markaðssókn á erlenda markaði til að mæta aukn- um innflutningi. Útflutningur MS er lykillinn að áframhaldandi vexti íslenskrar mjólkurframleiðslu. Horfur í framleiðslu og sölu á mjólk Torfi Jóhannesson ráðunautur, Búnaðarsamtök Vesturlands tj@bondi.is Mjólkurframleiðsla Á ársfundi danskra kúabænda á dögunum, flutti doktorsneminn Jehan Ettema erindi um kyngreint sæði og efnahagslega þýðingu á notkun þess. Búnaðurinn sem not- aður er til greiningarinnar kemur frá bandaríska fyrirtækinu XY inc. í Colorado. Eins og mörgum er kunnugt, hef- ur verið boðið upp á kyngreint sæði á Bretlandseyjum frá árinu 2000. Nýlega var farið að bjóða þennan möguleika í Danmörku og fjallaði erindið um áhrif kyngreinds sæðis á efnhag búanna, að gefnum ákveðn- um forsendum. Helstu forsendur voru mishátt hlutfall kvígna og kúa sem sæddar voru með kyngreindu sæði og hversu oft kæmi til greina að nota kyngreint sæði á hverja kú. Helstu kostir kyngreiningar á sæði eru að með því má stytta ætt- liðabil og auka þannig árlega erfða- framfarir. Kyngreint sæði gerir það einnig að verkum að hægt er að stunda talsvert úrval í liðnum móð- ir-dóttir. Undanfarin ár hefur slíkt t.d. verið með öllu ómögulegt hér á landi, þar sem nánast allar lifandi fæddar kvígur hafa verið settar á til mjólkurframleiðslu. Einnig dregur kyngreint sæði úr kálfadauða og burðarerfiðleikum, einkum hjá 1. kálfs kvígum, þar sem hægt er að velja sk. “kvígunaut” á þær, það er naut sem gefa heldur smávaxnari kálfa, að ógleymdu því mikilvæga atriði að kvígukálfarnir sem verið er að sækjast eftir eru alla jafna minni en nautkálfarnir og því auðveldara að bera þeim. Einn kostur enn er að hægt er að auka virði blending- skálfa (blendingar af holdakynjum og mjólkurkynjum), þar sem slíkir nautkálfar eru verðmætari en kvígu- kálfarnir. Þrefalt dýrara sæði Eins og önnur mannanna verk er þetta ekki gallalaust. Fyrir það fyrsta er verð á kyngreindu sæði mun hærra en því hefðbundna, kyn- greindur skammtur kostar 250 dkk, meðan venjulegur kostar 80 dkk. Búnaðurinn kostar milli 30 og 40 milljónir og afkastar innan við 10 skömmtum á klukkutímann. Að auki hentar hann nær eingöngu þar sem notað er sk. biðnautakerfi, þar Kyngreining á sæði Af ársfundi Dansk kvæg Skýringarmynd af tækninni sem notuð er við að kyngreina sæði. Sæðis- frumur með X litningi mynda kvenkyns fóstur, en Y litningurinn myndar karlkyns fóstur. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda bhb@lk.is Nautgriparækt Aðalvörnin er aðskilnaður ásetn- ingslamba og fullorðinna kinda (smitbera í sýktum hjörðum) svo fljótt sem unnt er að hausti, bólu- setning um réttir og upp úr réttum á sýktum bæjum og fyrir áramót á öllum hinum bæjunum og þrifn- aður með fóður og vatn. Síðheimt lömb skal bólusetja jafnharðan. Taka skal frá vanþrifagripi eyða þeim og rannsaka. Í síðustu tölublöðum Bænda- blaðsins hefur verið gengið eft- ir því að skilað sé skýrslum um bólusetningu ásetningslamba gegn garnaveiki á svæðum þar sem bólusetja skal. Það eru þessi svæði: Suðurland vestan Markar- fljóts, Vesturland allt til Gilsfjarð- ar og Bitru, Norðurland allt nema Miðfjarðarhólf til Skjálfandafljóts, Austur- og Suðausturland frá Beru- firði til og með Suðursveit. Þrátt fyrir þessa leiðigjörnu eft- irgangsmuni hefur ekki ennþá tek- ist að heimta skýrslur um bólusetn- ingu á öllum bæjum. Fram undir þetta hafa einstakir menn verið að láta bólusetja ásetningslömb sín, sem áttu að vera bólusett fyrir ára- mót. Þetta má ekki líða oftar, vilji menn útrýma garnaveiki, sem er vel framkvæmanlegt, ef menn hafa sinnu á því. Hver sveitarstjórn á fyrrnefndum svæðum, á að vita, á hvaða stöðum sauðfé er í sveit- inni. Sveitarstjórnirnar eru hvattar til að fylgjast með framvindu bólu- setningarinnar, kalla eftir bólusetn- ingarskýrslum frá bólusetningar- mönnunum, yfirfara þær og ganga eftir því með aðstoð héraðsdýra- læknis og Landbúnaðarstofnunar, að öll ásetningslömb séu bólusett hið fyrsta eins og skylt er. Þar sem ekki fæst viðunandi niðurstaða, verður að breyta um fyrirkomulag næsta haust og fela ákveðnum og nákvæmari mönnum framkvæmd- ina eftir svæðum og beri þeir ábyrgð á að allt sé bólusett á því svæði sem þeir verða settir yfir. Hvað þarf til þess að uppræta garnaveiki? - Það er hægt!! Að mörgu þarf að hyggja, en… Síðast var fjallað um mjaltir og aðbúnað. Hér kemur 10 góðu-ráða listinn vegna mjaltabúnaðar og júgurheilsu. 1. Láttu þjónustumann ævinlega skoða og mæla mjaltakerfið og tækin a.m.k. einu sinni á ári. 2. Skiptu um spenagúmmí tvisvar á ári. 3. Hlustaðu eftir takti og slögum sogskiptanna. (aðallega vökva- skiptar) 4. Tryggðu tog fram á mjaltatækin við mjaltir. (vegna afturspena) 5. Ef þú ert með gamalt rörmjalta- kerfi og ert að mjólka með fleiri tækjum en þremur þá hættu því eða hentu kerfinu og fáðu þér afkastameira kerfi. 6. Tryggðu nægan og réttan halla á mjaltakerfinu. (Rörmjaltakerfi og brautakerfi). 7. Ef sogdælan þín skilar 500 lítra afköstum eða minna þá er hún of lítil fyrir fjögur tæki. 8. Fylgstu vel með sogjafnanum og sogmæli kerfisins. Sogjafn- inn á að draga loft ef afköst eru næg. 9. Þvottur mjaltakerfa er óásættan- legur nái hitastig í sápuþvotti ekki 72°C. 10. Þvoðu tækin eftir mjaltir mjög vel að utan svo drulla leki ekki niður í þvottahylkin. Góð innri og ytri þrif mjaltabún- aðar lengir líftíma hans og tryggir lægri líftölu. Þessir góðu-ráða listar eru engan veginn tæmandi en til eru margar greinar og fróðleikur sem fjallar ítralegar um alla þætti sem viðkoma júgurheilbrigði og mjaltatækni. Bendi áhugasömum á bókina Mjalt- ir og mjólkurgæði sem gefin var út 1997 af Bændasamtökunum og fæst hjá þeim. Raunar ættu allir kúabændur að eiga þá bók og lesa reglulega, t.d. í rúminu á kvöldin ef þeir nenna ekki að sinna maka sínum. HEYRT Í SVEITINNI Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður Norðurmjólk Sigurður Sigurðarson dýralæknir, Landbúnaðarstofnun ss@lbs.is Sjúkdómavarnir Ársfundur Fagráðs í nautgriparækt verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri, fimmtudaginn 12. apríl kl. 14. Á fundinum verður farið yfir starfsemi Bændasamtaka Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landbúnaðarstofnunar í nautgripa- rækt á árinu 2006. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um nautgriparækt. Fagráð í nautgriparækt

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.