Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200726 Á markaði Innflutningur í janúar 2007 Vörutegund Magn kg Verðmæti fob, kr. Verðmæti cif, kr. Nýjar bökunarkartöflur =>65 mm 50.700 3.165.245 3.491.648 Nýir tómatar, innfluttir 1. nóv.-15. mars 80.905 10.567.980 12.202.136 Nýtt blómkál og hnappað spergilkál 33.391 6.782.010 8.088.887 Nýtt hvítkál 36.020 679.971 917.779 Nýtt kínakál 30.603 2.824.678 3.740.722 Nýtt spergilkál 24.577 3.045.344 4.075.073 Jöklasalat innflutt 1. nóv.-15. mars 110.811 13.761.938 18.158.400 Annað nýtt salat 247.638 38.963.218 53.444.180 Nýjar gulrætur og næpur 42.507 4.312.088 7.323.579 Nýjar gulrófur 12.870 462.462 516.521 Gúrkur, innfluttar 1. nóv.-15. Mars 38.768 5.148.503 6.861.235 Ný paprika, innflutt 1. nóv.-15. mars 105.898 20.915.906 25.045.282 Ný jarðarber 27.924 13.289.787 17.295.323 Sveppir 15.003 3.972.110 5.777.914 Innflutningur nokkurra búvara í janúar Meðfylgjandi tafla sýnir innflutning á nokkrum flokkum búvara í janúar. Upplýsingar um innflutning verða framvegis birtar mánaðar- legar, jafnóðum og þær berast frá Hagstofu Íslands. EB Heimild: Hagstofa Íslands magn kg cif verðmæti, kr Fryst nautahakk 24.897 7.266.406 Frystar nautalundir 2.769 2.483.798 Frystir nautahryggvöðvar (file) 43 169.365 Kjöt af alifuglum 21.251 10.442.370 Unnið kjöt og kjötvörur úr alifuglum 3.657 1.815.829 Ostar 13.220 10.060.310 Nýjar gulrætur og næpur 42.507 7.323.579 Nýjar gulrófur 12.870 516.521 Samkvæmt skýrslum um framleiðslu, sölu og birgðir kjöts í febrúar var sala á kjöti með besta móti. Sala á ali- fuglakjöti jókst um 14,5% frá sama mánuði í fyrra og sala á svínakjöti um 12,6%. Heildarsala á alifuglakjöti er tæpum 400 tonnum minni en á kindakjöti sl. 12 mánuði og hefur dregið hratt saman með þeim síðan á sama tíma í fyrra þegar munurinn var tæp 1.500 tonn. Sala kindakjöts sl. þrjá mánuði er 5% minni en á sama tíma í fyrra en á ársgrundvelli er samdrátturinn 7%. Nautgripakjötsframleiðsla er vaxandi um þessar mundir og selst öll framleiðsla jafnóðum. Heildarsala á kjöti hefur aukist um 2,8% sl. 12 mánuði sem svarar nokkurnveginn til mann- fjöldaþróunar. Annar þáttur í eftirspurnarhliðinni sem hefur áhrif á þróun kjötmarkaðar er tekjuþróun. Þróun atvinnuástands og efnahagsmála á komandi mánuðum mun því skipta þróun kjötmarkaðarins miklu. Framleiðsla á kjöti sl. 12 mánuði jókst um 5,9%, sem er nokkru meira en sala hefur aukist. EB Vísitala neysluverðs í mars 2007 er 267,1 stig (maí 1988=100) og lækkaði um 0,34% frá fyrra mán- uði. Vísitala neysluverðs án hús- næðis er 243,2 stig, lækkaði um 0,86% frá febrúar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 5,9%. Hinn 1. mars lækkaði virðisauka- skattur af matvælum og fleiri vör- um og þjónustu. Á þær vörur sem áður lagðist 14% skattur leggst nú 7% og á það við um flestar mat- vörur, hitunarkostnað, afnotagjöld, bækur o.fl. Virðisaukaskattur af sætindum og drykkjarvörum öðrum um áfengi og veitingum lækkaði úr 24,5% í 7%. Þá voru vörugjöld afnumin af flestum matvælum og tollar á kjöt lækkaðir. Frá febrúar til mars lækkaði verð á mat og drykkjarvörum um 7,4% Verð á veitingum lækkaði um 3,2% (-0,15%) en hefði átt að lækka um 8,8% ef lækkun virðisaukaskatts hefði skilað sér að fullu og ekki komið til annarra verðbreytinga. Hagstofan birtir einnig svokall- aða fastskattavísitölu sem verð- breytingar vísitölu neysluverðs mið- að við að óbeinum sköttum, þ.m.t. virðisaukaskatti” sé haldið föstum. Hún sýnir þannig breytingar á verð- lagi einstakra liða heimilisútgjalda þegar búið er að undanskilja bein áhrif af lækkun virðisaukaskatts 1. mars sl. Vísitalan gefur því bæði vísbendingar um undirliggjandi verðbólgu og hins vegar hvernig lækkun virðisaukaskatts skilaði sér til neytenda. Þegar rýnt er í þessar tölur sést vel að mismunandi er eftir flokkum matvæla hvaða verðbreyt- ing hefur orðið og þar með áhrif á vísitölu. Þannig hækkar kjötverð milli febrúar og mars miðað við að vsk sé óbreyttur. Einnig liðir eins og „brauð og kornvörur “og „sykur, súkkulaði og sælgæti “. Hins veg- ar lækkaði fiskur og „mjólk, ostar og egg“. Gosdrykkir, safar og vatn lækkuðu einnig umfram virðisauka- skattslækkun. Virðisaukaskattslækkun á mjólk- urvörum og eggjum virðist því hafa skilað sér vel til neytenda en ekki að sama skapi á kjöti. Þannig lækkaði alifuglakjöt um 7,38%, nautakjöt um 6,37%, lamakjöt um 4,92%, og svínakjöt aðeins um 0,3%./EB Heimild: Hagstofa Íslands Breyting % Áhrif á vísi- tölu % Vísitala neysluverðs 1,4 1,42 Matur og drykkjarvörur 0,1 0,01 Matur 0,5 0,07 Brauð og kornvörur 0,7 0,01 Kjöt 1,9 0,05 Fiskur -2,2 -0,01 Mjólk, ostar og egg -0,7 -0,02 Olíur og feitmeti 0,6 0 Ávextir 0 0 Grænmeti, kartöflur ofl. -0,6 -0,01 Sykur súkkulaði og sælgæti 1,3 0,02 Aðrar matvörur 1,7 0,01 Drykkjarvörur -3,9 -0,06 Kaffi, te og kakó -0,5 0 Gosdrykkir, safar og vatn -4,8 -0,05 Alls tók Mjólkursamlag Skagfirð- inga á móti 10.756.080 lítrum af mjólk á síðasta ár. Þetta er mesta mjólkurmagn sem borist hefur til samlagsins á einu ári til þessa og jókst um 508 þúsund lítra frá árinu á undan. Greiðslumark Skagfirskra bænda í mjólk var liðlega 10.9 milljónir lítra í byrj- un yfirstandandi verðlagsárs. Mjólkurframleiðendum í hérað- inu hefur fækkað nokkuð ört á síð- ustu árum. Þeir voru á síðasta ári 58 og var meðalmjólkurmagn á inn- leggjenda 186 þúsund lítrar að sögn Snorra Evertssonar samlagsstjóra. Hann segir að þeir sem hafi verið að framleiða um 50-60 þúsund lítra og minna hafi tínst ótrúlega hratt út síðustu ár. Þróunin sé stærri bú og meiri sjálfvirkni. Þannig eru nú komin a.m.k. 12 vélmenni í Skag- firsk fjós á um þremur árum. Auk þess sem nokkrir bændur hafa ver- ið að setja upp brautarkerfi og aðrir sett upp mjaltabása á síðustu miss- erum. Þannig er ljóst að þrátt fyrir talsverða fækkun er öflugur hópur af bændum sem ætlar sér að vera í mjólkurframleiðslu ár næstu árum og hefur verið að fjárfesta í bygg- ingum og vélakosti undanfarið með það fyrir augum. Rekstur Mjólkursamlagsins gekk vel á síðasta ári eins og raunar undanfarin ár, stöðugildi í samlag- inu er fjórtán að bílstjórum með- töldum. ÖÞ Mjólkursamlag Skagfirðinga Mesta mjólkurmagn til þessa Snorri Evertsson mjólkursamlagsstjóri á Sauðárkróki. Ljósm. ÖÞ Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir febrúar 2007 feb.07 des.06 mar.06 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2007 feb.07 feb.07 febrúar ‘06 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 560.634 1.777.501 6.879.321 28,7 26,2 16,5 26,9% Hrossakjöt 71.073 287.622 876.620 76,6 26,4 19,8 3,4% Kindakjöt * 819 54.736 8.648.049 -7,0 -32,2 -1,0 33,8% Nautgripakjöt 284.123 803.410 3.322.330 23,5 21,0 -2,3 13,0% Svínakjöt 477.198 1.507.467 5.884.035 11,6 13,6 8,9 23,0% Samtals kjöt 1.393.847 4.430.736 25.610.355 22,9 19,5 5,9 Sala innanlands Alifuglakjöt 550.322 1.644.428 6.665.422 14,5 15,0 9,2 28,1% Hrossakjöt 58.690 174.627 741.276 35,6 20,8 38,3 3,1% Kindakjöt 790.963 1.790.298 7.059.090 55,4 -5,0 -7,0 29,8% Nautgripakjöt 283.947 804.542 3.339.389 34,3 22,8 -1,9 14,1% Svínakjöt 477.240 1.508.013 5.888.788 12,6 13,9 8,8 24,9% Samtals kjöt 2.161.162 5.921.908 23.693.965 29,6 8,9 2,8 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. Alifuglakjötið dregur hratt á lambakjötið Innflutningur grænmetis og garðávaxta Vísitala neysluverðs í mars 2007 Mjólkurverð hækk- ar á heimsmarkaði Eftirspurn eftir mjólk á alþjóðamarkaði er nú meiri en framboðið og það hef- ur leitt til verðhækkunar á mjólkurafurðum. Verðið hefur hækkað um 30% á 10 árum, úr 23-24 dölum á árun- um 2005-2006 í 29 dali í janú- ar sl. á 100 kg af mjólk. Þetta samsvarar hækkun á verði hvers lítra úr 15,40 kr. Í 19,40 kr. á núverandi gengi. Fyrir lönd sem flytja út mjólkurafurðir þýðir þetta hærra framleiðendaverð en fyr- ir lönd sem vernda landbúnað sinn, svo sem Bandaríkin, ESB, Svissland, Noreg og Ísland, þýðir það að verðmunur á heimamarkaði og alþjóðamark- aði minnkar. LandbrugsAvisen

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.