Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200714 Heimir Ólafsson vinnur sem raf- virki hjá Alcoa á Reyðarfirði og býr að bænum Brúarási á Aust- ur-Héraði. Hann hefur verið netlaus í allt að viku í senn og er verulega óhress með þá þjónustu sem hann hefur fengið hjá eMax. „Það er verið að selja okkur þjón- ustu sem virkar ekki og það virðist ekki mikill áhugi fyrir að láta hana virka. Þegar sambandið átti að kom- ast á í október var engin þjónusta og engir sendar. Síðan kom það inn um jólin og var þá, og hefur verið, sæmilegt síðan en ekki meira en svo,“ segir Heimir. Tölvupóstur jafnmikilvægur símanum Sveitarfélagið á Fljótsdalshéraði gerði samning við eMax um bætta nettengingu fyrir íbúa sína en Heim- ir hefur talað við báða aðila án árangurs. „Ég er búinn að tala við þá hjá eMax og þeir lofa öllu fögru en ekkert er að gerast. Þeir segja að sambandið sé að komast á en það er spurning hvort það séu nokkr- ir dagar, vikur eða ein öld. Ég var með ISDN-tengingu áður og reikn- aði með að þetta yrði betra varð- andi hraða en þegar maður dettur út í viku í senn, þá er miklu betra að vera ekki með neina tengingu. Tölvupóstur er orðinn jafnmikil- vægur og sími og fólk reiknar með að maður sé í sambandi en þetta getur ekki gengið svona,“ útskýrir Heimir og segir jafnframt: „Manni finnst það ansi hart að vera borga meira heldur en fyrir tengingu í þéttbýli með þetta sam- band. Samgönguráðuneytið talaði um að hluti af söluhagnaði Símans færi í að hjálpa þessum sveitum sem væru illa búnar varðandi netsam- band en það hefur greinilega ekki gengið eftir. Nú eru menn komnir á markaðinn sem hafa ekki metnað í að þjóna og hafa í rauninni einokun á markaðnum.“ ehg Netsambandið hægvirkt áll Eggertsson býr að Kirkjulæk II í Fljótshlíð og á þann kostinn helstan að vakna snemma á morgnana til að hefja störf sín við tölvuna áður en líður á daginn og nettengingin tapast. „Ég er að vinna mikið í gegnum tölvuna en ég starfa hjá TM Software við hugbúnaðargerð. Við fengum tengingu frá eMax fyrir rúmu ári og það hefur gengið þokkalega snemma á morgnana. Þegar fer að líða á daginn þyngist róðurinn og maður fer að tapa tengingunni en um fjögur er ómögulegt fyrir mig að vinna í gegnum Netið því ég þarf ákveðna bandbreidd til að geta unnið mitt starf,“ segir Páll og bætir við: „Það er búið að vera lélegra samband undanfarið og mun hægara. Ég veit ekki hvort það sé tímabundið eða hvað. Ég vil fá mun meiri hraða og vera sambærilegur við það ADSL-samband sem er á höfuðborgarsvæðinu. Mér er sagt að tæknilega sé það alveg hægt og því vona ég að svo verði innan tíðar.“ ehg Hjálmar Ólafsson, forritari, á heima í Kárdalstungu í Húna- vatnshreppi og starfrækir þar eina af tveimur starfsstöðvum Bændasamtakanna utan Reykja- víkur. Hans starfssvið er þróun og forritun á hugbúnaði fyrir bændur og sérfræðiþjónusta við þann hugbúnað. Starfs síns vegna á hann mikið undir því að nettengingar séu góðar. „Ég notaði áður ISDN-tengingar sem voru ekki lengur nægjanlega hraðvirkar þar sem stöðug aukning er á því magni sem fer um netið. Þessar tengingar eru tímamældar og voru því orðnar alltof kostnaðar- samar. Þann 2. febrúar síðastliðinn kom nettenging frá eMax sem skilaði hraðvirkari tengingu en var áður yfir ISDN, þrátt fyrir að vera á bráða- birgðasambandi í Ás frá Þingeyrum. Mjög mikilvægt er að netteng- ing sé stöðug en sú hefur ekki verið raunin eða á milli 85-90 % virkur tími frá upphafi hér hjá mér. Í starfi mínu hef ég orðið var við í sam- skiptum við bændur víða um land að eMax-tengingar standa ekki und- ir þeim væntingum sem gerðar eru til nettenginga í dag. Það virðist vera nokkuð um að notendur séu að detta út af netinu síendurtekið og gefist stundum upp að lokum vegna þess og svo að á sumum svæðum hefur hraðinn dottið niður fyrir öll ásættanleg mörk að kvöldlagi er flestir eru að nota netið. Þá virðist eMax hafa brugðist fremur seint við bilunum þannig að dæmi eru um sambandsleysi svo dögum skiptir og er það algerlega óásættanlegt. Það hlýtur að vera keppikefli þjónustufyrirtækis að veita sínum viðskipavinum góða þjónustu, enda eru ánægðir viðskiptavinir besta auglýsingin og skapa minna álag á þjónustuna. Hér í Húnavatnshreppi samdi sveitarstjórn við eMax um að allt burðarlag fyrir nettengingar yrði komið upp 20. desember síðastlið- inn Þrátt fyrir það er til dæmis ekki komið samband á mörg býli í Svart- árdal enn, “ útskýrir Hjálmar. Truflandi fyrir vinnuumhverfið Hið oft á tíðum lélega samband hef- ur ýmis óþægindi í för með sér fyr- ir Hjálmar. „Þetta hefur leiðinleg óþægindi í för með sér því ég þarf að skipta um netbeini (router) ef bilun verður hjá eMax og þarf einnig að breyta póstþjónum til að fá póstinn í hús. Þannig veldur þetta töluverðum truflunum við vinnuna og svo ekki sé minnst á minni hraða og tíma- mælda gjaldtöku eins og ég nefndi áðan. Það er óásættanlegt að mínu mati að þurfa að vera áskrifandi að vara-nettengingu ef tenging eMax bilar. En þannig er staðan ef verið er að reka starfsemi er byggir alfar- ið á netsamskiptum. Þrátt fyrir þetta hef ég trú að þessi örbylgjutækni til flutninga á netsamböndum sem slík geti verið hentug og örugg í dreif- býli ef rétt er að málum staðið enda er þarna í raun stórmál á ferðinni þar sem gott netsamband er jafn- mikilvægt vegakerfinu, rafmagni og síma í landinu.“ segir Hjálmar Ólafsson, forritari, óhress með þró- un mála. ehg Hjálmar Ólafsson, forritari, býr í Kárdalstungu í Vatnsdal og er óhress með gang mála í háhraða- nettengingum í sinni sveit sem/og öðrum. Hér gegnir gömul vindmylla nýju hlutverki sem loftnetsmastur fyrir netsamband í Vatnsdalnum en sjá má í íbúðar- húsið að Þingeyrum. Kýs bætta tengingu og þjónustu við bændur Netlaus í allt að vikutíma Stjórn fjarskiptasjóðs hefur aug- lýst forval vegna síðari áfanga í þéttingu gsm-farsímanetsins á þjóðvegakerfinu. Eitt verkefna fjarskiptasjóðs er að bæta farsímaþjónustu á vega- kerfi landsmanna og var í janúar síð- astliðnum samið við Símann hf. um verkefni á þessu sviði á hringvegin- um og fimm fjallvegum. Gert er ráð fyrir að því verki ljúki í lok þessa árs. Síðari áfangi gsm-verkefnis- ins snýst um að bæta þjónustuna á þjóðvegakerfinu sem fyrri áfanginn náði ekki til og á nokkrum ferða- mannasvæðum. Einkum er horft til stofnvega og ferðamannasvæða í nágrenni þeirra. Einnig verður bætt þjónusta á nokkrum stöðum í þjóð- görðunum Snæfellsjökli og Jökuls- árgljúfrum. Sveitarfélag Fljótsdalshéraðs er í samvinnu við eMax um háhraða- nettengingu en íbúar hafa marg- ir hverjir verið afar óánægðir með sambandið sem er slitrótt á köflum. Héraðsfulltrúi Fljótsdals- héraðs er einnig ósáttur við starfs- hætti Fjarskiptasjóðs sem hann segir koma sér undan ábyrgð. „Því miður er þetta ekki farið að virka nógu vel. Við fáum þær skýr- ingar að búnaðurinn hafi bilað mik- ið hér og þeir hafa ekki ákveðnar skýringar á því. Við höfum kvartað mikið undan þjónustunni og það verður að segjast að eMax-liðar hafa verið seinir til að bregðast við og að hafa samband. Eftir að við fórum að senda áskrifendum kerf- isins ábendingar um að áframsenda kvartanir til okkar hér á bæjarskrif- stofunni, sem síðan bárust eMax, hefur gengið örlítið betur,“ segir Skarphéðinn Smári Þórhallsson, héraðsfulltrúi Fljótsdalshéraðs. „Þetta er svolítið snúið fyrir okk- ur, ekki eingöngu gagnvart eMax, heldur líka gagnvart Fjarskiptasjóði. Við höfum fengið skriflegt svar frá sjóðnum sem hafnar að taka nokk- urn þátt í kostnaði við uppsetningu á kerfinu sem við fórum út í. Við erum að sjálfsögðu mjög ósátt við það því þetta tefur okkar vinnu í því að innleiða góða háhraðanet- tengingu. Við erum ekki tilbúin að sleppa Fjarskiptasjóði enn þá en for- svarsmenn hans hafa gefið út að þeir muni koma inn í ferlið hjá bæjum sem hafa ekki háhraðanettengingu nú þegar á þessu ári. Fólk getur ekki endalaust beðið eftir laustnum sem jafna mun á milli íbúa í dreifbýli og þéttbýli í háhraðanettengingum,“ útskýrir Skarphéðinn og aðspurður um hvert næsta skref hjá þeim sé svarar hann: „Við erum að bíða eftir að eMax- kerfið fari að virka eins og það á að gera. Síðan tökum við stöðuna þegar þetta er farið að virka eins og það á að gera.“ ehg Þann 1. apríl mun fjarskipta- fyrirtækið Míla hefja formlega rekstur sem sér þá um rekstur, uppbyggingu, áframhaldandi þróun og viðhald fjarskiptanets Símans. Míla leggur grunn að flestum fjarskiptum á Íslandi og er framtíðarsýn fyrirtækisins að vera mikilsmetinn viðskiptafélagi í fjarskiptum. Míla er í eigu Skipti hf. sem varð til úr eignarhlutum og dótturfé- lögum Símans hf. Fyrirtækið rekur fullkomið fjarskiptakerfi og veitir ráðgjöf í fjarskiptatækni en getur jafnframt tekið að sér rekstur fjar- skiptakerfa fyrir aðra. „Í sjálfu sér er verið að einblína á að Míla taki að sér verkefni sem áður voru unnin á fjarskiptanetinu. Við erum heildsöluaðili og seljum þjónustu til Símans, Vodafone og annarra fjarskiptafyrirtækja. Þeir fá aðgang að netinu og símstöðum yfir til notenda og milli staða. Við getum lagt meiri áherslu á það sem við erum að gera og að skapa traust milli Mílu og þeirra sem eru fyrir utan Símann eins og Vodafone og fleiri. Þetta hefur til að mynda ver- ið gert í Bretlandi og í Svíþjóð með góðum árangri,“ útskýrir Páll Á. Jónsson framkvæmdastjóri Mílu. Öll sambönd fyrir almenna símaumferð Fjarskiptanet Mílu byggir á stofnneti, sem er eins konar burðarlag fyrir öll fjarskiptakerfin og aðgangsneti sem tengir viðskiptavini Mílu inn á fjar- skiptakerfin. Aðgangsnetið byggir að grunni til á koparlínum, ljósleiðurum og kóaxstrengjum. Koparlínukerfi Mílu er gífurlega víðtækt þar sem nærri öll fyrirtæki og heimili landsins eru tengd því. Á fjarskiptaneti Mílu eru öll sambönd fyrir almenna síma- umferð, innanlands og til útlanda, sambönd fyrir GSM og NMT-far- símakerfi viðskiptavina símafyrirtækj- anna og gagnasambönd. Ennfremur rekur Míla flutningskerfi að sendum nær allra útvarps- og sjónvarpsstöðva í landinu. „Starfsstöðvar sem áður voru hjá Símanum víðsvegar um landið verða nú staðsettar hjá okkur. Um 20 prósent af okkar mannafla starf- ar úti á landi og dreifist víða um landið. Núna erum við einmitt að setja upp Tetra-kerfi fyrir öryggis- fjarskipti úti um allt land. Okkar kerfi nær yfir allt landið og við tök- um að okkur verk fyrir fjarskipta- fyrirtæki í dreifbýlinu þannig að segja má að fjarskiptakerfi okkar tengi alla landsmenn,“ segir fram- kvæmdastjórinn. ehg Háhraðanettenging er nauð- synleg fyrir dreifbýlið Fjarskiptakerfi Mílu tengir alla landsmenn Páll Á. Jónsson framkvæmdastjóri Mílu. Bætt gsm-þjónusta á ferðamannastöðum Fjarskipti

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.