Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200733 Samband garðyrkjubænda auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna vegna 5. gr. Aðlögunarsamningsins Samband garðyrkjubænda auglýsir eftir umsóknum um framlög til þróunarverkefna vegna ársins 2007, samkvæmt 5. gr. Aðlögunarsamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands/Sambands garðyrkjubænda. Viðmiðunarreglur um kröfur til styrkumsókna og verklagsreglur um úthlutun og afgreiðslumáta umsóknanna má finna á heimasíðu Sambands garðyrkjubænda, www.gardyrkja.is Þar eru einnig umsóknareyðublöð til útfyllingar. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda á netfanginu helgahauks@gardyrkja.is Umsóknarfrestur er til 1. maí 2007. Vakin er athygli þeirra sem hyggjast sækja um rannsóknarstyrki að breytingar eru fyrirhugaðar á umsóknarfresti vegna þeirra styrkja. Því er þeim sem hyggja á slíkar umsóknir einnig frjálst að senda inn umsóknir að þessu sinni. Stjórn Sambands garðyrkjubænda Í nokkrum tilfellum á seinni árum, hefur riðuveiki náð að magnast upp, áður en eigendur og dýralækn- ar hafa áttað sig, einkum þegar enginn hefur átt von á veikinni og hún hefur virtst langt undan. Síð- ast, þegar það gerðist, var kláði og fiðringur í húð, sem tekið var eftir í nokkrum kindum talinn vera ofnæmi eftir bit af starrafló. Í öðru tilfelli var talið að um væri að ræða bólgur í húð af ígerðarsýkl- um, í enn einu tilfelli var haldið að um snefilefnaskort væri að ræða. Í öllum þessum tilfellum varð þetta til þess að smithætta magnaðist á viðkomandi bæ með tilheyrandi hættu fyrir aðra bæi. Margar kind- ur veiktust og dóu eða var lógað og þótt þær læknuðust ekki af lyfj- um, sem ekki var von, var ekki rannsakað á réttan hátt, hver orsök einkennanna var. Sending af haus eða heilasýni slíkra kinda að Keld- um hefði strax leitt fram hið rétta. Á það skal bent, að nú er unnt að greina riðuveiki í kindum með hinni nýju aðferð, þótt þær hafi leg- ið mánuðum saman í gröf. Að undanförnu hafa búfjáreft- irlitsmenn verið á ferðinni milli staða þar sem búfé er haldið til að athuga fénaðinn og aðstæður. Þeir verða á ferðinni næstu vikur. Þeirra hlutverk er mikilvægt. Þeim er skylt að spyrjast fyrir um og láta héraðsdýralækna og/eða Land- búnaðarstofnun vita um kindur með grunsamleg einkenni sem líkj- ast riðueinkennum eða garnaveiki. Þá verður séð til þess að skepn- urnar verði athugaðar eigendum að kostnaðarlausu. Rúningsmenn eru einnig á ferðinni um allt land og handleika mikinn fjölda kinda. Þeir eru í sérstöku lykilhlutverki við að uppgötva riðuveiki fyrst- ir manna. Veikin er langvinn og kemur fyrst fram við álag eins og handfjötlun rúningsmanna, þótt ekkert hafi orðið vart við einkenni áður. Kindurnar geta barist um í hálfgerðu æði, þær geta brugðist við með því að kjamsa og sleikja út um, þær geta snarast um koll og lamast hálfpartinn um skeið. Í öðr- um pistli í þessu blaði er lýst ein- kennum riðuveiki í stuttu máli, en fyrstu einkennin geta verið mjög breytileg og það villir fyrir við greiningu. Fái rúningsmenn grun um riðuveiki skulu þeir tilkynna það héraðsdýralækni eða yfirdýra- lækni strax (Landbúnaðarstofnun) og skilja rúningstæki og hlífðarföt eftir á bænum, og þrífa og sótt- hreinsa í samráði þessa aðila. Allt- af skulu rúningsmenn sýna fyllstu þrif við ferðir sínar milli bæja, þótt ekki sé riðugrunur í nánd, sótt- hreinsa tækin þegar farið er milli bæja á sama svæði en fara helst ekki með tæki milli varnarhólfa og alls ekki af riðusvæðum til ósýktra svæða. Sigurður Sigurðarson dýralæknir, Landbúnaðarstofnun ss@lbs.is Sjúkdómavarnir Búfjáreftirlitsmenn og rúningsmenn eru lyk- ilmenn til að finna fyrstu tilfelli af riðuveiki Söluaðilar: Undir fólksbíla og jeppa 275/65R17 530 5700 Hjólbarðahöllin Fellsmúla 24, 108 Reykjavík Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík Gúmmívinnustofan 587 5588 Ægisíðu 102, 107 Reykjavík HjólVest 552 3470 431 1777 Hjólbarðaviðgerðin Dalbraut 14, 300 Akranesi 555 1538 Dekkið Reykjavíkurvegi 56, 221 Hafnarfjöður 566 8188 Bæjardekk Langatanga 1a, 270 Mosfellsbær 215/60R16 255/65R17 sumarde kkÓdýr 26 15 / T A K TÍ K 7 .3 .2 00 7 10.9009.900 10.900kr. kr. kr. Sendum um land allt Fjármála- ráðgjöf. Bændur ! Undirritaður kynnir gjaldeyristengd lán bankana. Engar veðbætur og mun lægri vextir, jákvæð eignamyndun, lánstími eftir vali. Ýtarleg ráðgjöf, leitun tilboða hjá bönkunum og eftirfylgni vegna skuldbreytinga og nýrra lána. Hef 2 ára reynslu af því að vinna fyrir bændur. Hafðu samband og leitaðu þér upplýsinga hjá mér, það gæti sparað þér milljónir á ársgrundvelli ! Framtíð Fjármálaráðgjöf ehf Tölvupóstur :tomlenka@ simnet.is og 660-7748.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.