Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200725 Í umræðum um landbúnað hér á landi benda tals- menn hans á að búvörur séu framleiddar hér við bestu skilyrði, hreina náttúru og góða meðferð á búfé. Talsmenn óhefts innflutnings matvæla svara fáu um það, mótmæla hvorki né taka undir það að jafnaði. Hér eru þó á ferð sjónarmið sem njóta verulegrar athygli í nálægum löndum. Til marks um það má nefna að gerðar hafa verið kvikmyndir þar sem fjallað er um matvælaiðnaðinn á gagnrýninn hátt. Þar má nefna myndina, „We feed the World“, eftir Austurríkismann- inn Erwin Wagenhofer, þar sem fylgt er framleiðslu- ferli hins alþjóðarvædda matvælaiðnaðar, en umhverf- issjónarmið eru þar ekki í fyrirrúmi. Þessi mynd hefur verið sýnd í Þýskalandi í bráðum eitt ár. Önnur kvikmynd í líkum anda nefnist “Fast food nation”. Hún byggir á samnefndri bók eftir Banda- ríkjamanninn Eric Schlosser. Hann samdi einnig kvik- myndahandritið ásamt kvikmyndastjóranum, Richard Linklater. Myndin fjallar um framleiðsluferil hamborg- arans. Hún var tilnefnd til Cannes-kvikmyndaverðlaun- anna í ár og forsýnd á Grüne Woche i ár og fer á mark- að í mars. Enn fleiri slíkar myndir eru nú í gangi. En hér skal einkum staðnæmast við nýja þýska kvik- mynd um nútíma iðnvædda matvælaframleiðslu, „Uns- er täglich Brot“, eða „Vort daglegt brauð“, eftir Niko- laus Geyrhalter. Myndin var frumsýnd í janúar sl. og gengur nú á þýskum kvikmyndahúsum. Hún flokkast undir heimildamyndir en er þó ólík hinum. Í henni eru engin upplýsandi viðtöl eða umsagnir. Myndir og hljóð tala sínu eigin máli. Þau miðla áhorfandanum framandi heimi, sem er órafjarri þeim hugmyndum sem við gerum okkur um sveitina. Myndin sýnir vísindaskáldsögulegan heim, (science fiction), með stórar tölvustýrðar vélar, akra lagða plastdúk og afkastamikil færibönd. Náttúran sjálf er hvergi nærri nema andartaks myndir af himnin- um sem skiptir litum eftir tímum sólarhringsins. Hvort sem um er að ræða grísi, nautgripi, hænsni, epli, tómata eða papriku, þá lýtur framleiðslan lögmál- um hámarks afkasta. Sótthreinsað, hreint, eintóna, ein- mana og firrt. Þá sjaldan manneskjur sjást í myndinni, er það við verk þar sem enn hefur ekki verið komið við vélum sem vinna verkið betur. Manneskjurnar virka eins og þær eiga ekki þarna heima. Bæði fólk og fé er svipt sérhverjum möguleika á að eiga sér eðlilega nærveru hvert við annað. Í matartímanum sitja einstaklingarnir og borða, já einmitt, sitt daglega brauð, einmana og yfirgefnir og í fullri mótsögn við hina afkastamiklu tækni og vélar. Myndin er hvergi staðsett, hún gæti gerst hvar sem er. Hún er tekin víðsvegar í Evrópu, kvikmyndatöku- vélinni er beint að verkinu sem fram fer og þögular myndirnar brenna sig inn í vitund áhorfandans. Stjórn- andi kvikmyndarinnar, Nikolaus Geyrhalter, heldur því fram að blaðamenn hafi það hlutverk að skrifa fréttir. Markmið hans sé ekki að segja frá hneyksli sem gleym- ist daginn eftir, heldur sýna endingargóðar og ótímasett- ar myndir og hvetja til umhugsunar og viðbragða. Matur hefur lengi verið utangarðs í bókmenntum, listum og menningarmálum. Matur hefur verið of sjálf- sagður, eitthvað sveitó og jafn gamaldags og Faðirvor- ið. En svo kemur í ljós að vort daglegt brauð er hátækni- vætt. Er það gott fyrir brauðið og okkur fólkið? Sá fjöldi kvikmynda þar sem sett er spurningarmerki við framleiðsluaðferðir á matvælum hefur skapað sterk- ari meðvitund fólks um þær, þ.e. hvaða áhrif fram- leiðsla og dreifing matvæla hefur á náttúruna, búféð, fólkið og samfélagið. Þýsk samtök um lífrænan land- búnað hafa stutt gerð og dreifingu myndarinnar, hið sama hefur verslanakeðjan Neuland gert en hún selur einungis kjöt af heimaslóðum frá fjölskyldubúum þar sem velferð dýra er í heiðri höfð. Keðjan vill sýna að það sé til valkostur gagnvart verksmiðjubúskapnum. Svo lengi sem almenningur heimtar ódýrt kjöt er óhjákvæmilegt að stunda verksmiðjubúskap eftir lög- málum fjöldaframleiðslu og alþjóðavæðingar þar sem kauphallarskráð alþjóðleg fyrirtæki setja leikreglurnar. Kvikmyndin „Vort daglegt brauð“ hvetur fólk til að taka afstöðu til siðferðilegra álitaefna. Þolir matvæla- framleiðsla það að lúta að öllu leyti lögmálum hámarks- hagkvæmni, jafnvel á kostnað umhverfisins? Nú þegar kvikmyndalistinni hefur beint sjónum sín- um á gagnrýninn hátt að matvælaframleiðslu mun það hafa áhrif á stjórnmálabaráttuna. Nationen V E R K I N T A L A Gylfaflöt 32 • 112 Reykajavík • Sími 580 8200 • Fax 580 8210 • velfang@velfang.is Fendt – fer fremstur Fendt 200S 60-95 hestöfl – Lítill, léttur og öflugur Fendt 300 Vario 95-125 hestöfl – Vélin sem beðið hefur verið eftir með stiglausri skiptingu Fendt 400 Vario 115-155 hestöfl – Afl, lipur og fullbúin Fendt 700 Vario 130-180 hestöfl – Hin „fullkomna“ dráttarvél að sögn notenda Fendt 800 Vario 192-212 hestöfl – Öflugasta vélin á markaðnum miðað við þyngd Fendt 900 Vario 220-360 hestöfl – Einungis fyrir þá sem þora! Vort daglegt brauð er hátæknivætt

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.