Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200734 Gæði á góðu verði Höldur á Akureyri er söluaðili V&Þ á Norðurlandi, sími 461 6061 Á dögunum las undirritaður um atburð frá miðri nítjándu öld er næt- urgestur á kotbæ einum gat ekki sof- ið og varð þess vegna vitni að því þegar lítill horaður drengur skreið úr holu sinni inn í baðstofu og sat á miðju gólfi milli rúmanna, þangað til húsráðandi sagði við hann það sem er fyrirsögn þessa pistils. Þess vegna hefur ritari fyrirsögn skrifa sinna á þennan veg, að efni það sem fjallað er um fær líkan skilning (ekki sama) hjá yfirvöldum, og þarf- ir drengsins hjá húsbónda. Drengur- inn var sjálfsagt niðursetningur, ég fæ ellilífeyri. Og af manni einum, þar sem ég bar upp mín mál, var ég í stríðnistón kallaður sveitarómagi. Þá gat ég ekki varist þeirri hugsun að til væru á Íslandi þeir sem hlynnt- ir væru menningarbyltingunni í Kína, að enginn mætti eiga neitt, þá ætti að berja á honum. Það er orðið langt síðan sett voru lög um framfærslu, krónur og aura, svo að þeir sem ekki hafa mátt til að skapa sér viðurværi gætu samt lifað án þess að ganga á milli betlandi eða nærast eingöngu af góðvildinni. All- ir skattborgarar í marga áratugi hafa tekið þátt í þessari gjörð yfirvalda, til að búa öllum sem eiga möguleika á, að lifa, en það var og er svo sann- arlega skorið við nögl. Því til stað- festingar verð ég að segja sögu af sjálfum mér, en í þessari grein ætla ég ekki að rekja annað ranglæti sem snýr að eldra fólki. Ég var í marga áratugi bóndi, og tók vitanlega þátt í því sem ég hef rakið að reka þjóðfélag okkar. Svo þegar vinnugetu minni fór að hnigna það mikið að ekki var hægt að halda öllu í lagi, þá var ákveðið að selja. Gamall bóndi hefur skilning á öllu öðru frekar en standa í svoleiðis málum en mér var sagt að þyrfti að borga af svokölluðum söluhagnaði rúm 38% til ríkisins. En mér var aldrei sagt að máli skipti hvað selj- andinn væri gamall. En það er ein- mitt erindi mitt til ykkar sem lesið þetta og verðið í sömu stöðu, þegar þið farið frá búum ykkar eða öðrum atvinnurekstri, sem í mörgum tilfell- um dugar bara til að kaupa sér íveru- hús, og ekkert meira en það, því svo mikill er verðmunur á fasteignum. Ef ég hefði selt sextíu og sex ára eða yngri hefði ég borgað þessi 38% en vegna þess að ég var sextíu og sjö ára voru það 48%. Ég fékk bréf frá Tryggingastofnun á haustdögum þess efnis að mér hefði verið ofborg- aður ellilífeyrir vegna tekna. Tekna af sömu upphæðinni og ég borgaði 38% skattinn af. Öryrkjum hafa á sama hátt verið reiknaðir auka skatt- ar, ef hægt er að ná einhverju af þeim, sem birt hafa verið ljót dæmi af. “Svona gerir maður ekki”. Að skattleggja aldraða og öryrkja meira en aðra. Flestir eru mér sammála að þetta sé öðru vísi en á að vera, margir hafa haft stærri orð en ég um hvað þetta sé vitlaust. En svo hafa sum- ir reynt að snúa út úr þessu, með því að þetta sé öðruvísi reiknað hjá Tryggingastofnun og það sé ekki skattur. Þó biður stofnunin um að þetta sé borgað strax, þar er starfs- fólki gert að vinna þetta svona, sam- kvæmt því sem löggjafin býr þeim í hendur. Siðmenntaðar þjóðir hafa á margan hátt reynt að búa fólki þolanleg lífskjör með greiðslu af almannafé sem allir taka þátt í, eft- ir því sem efni leyfa, og sannarlega hefur það til dæmis komið barna- fjölskyldum til góða, og engum sem ungur er finnst lítillækkun að taka við þeirri hjálp. Bara aldraðir fá sérstakt viðurnefni að bera; ellilíf- eyrisþegar, sem mörgum þykir nið- urlæging, því það fólk man tal um vanvirðu að þurfa lífshjálp. Og þeir eru enn meðhöndlaðir samkvæmt því eins og ég hef lýst. Ég hef haft samband við fjóra ráðherra um þetta. Og reynt mik- ið til að ná sambandi við þann fimmta, sem sagðist vera stolt af því sem gert var fyrir gamla fólkið. “Hún er ekki stolt af þessu”, sagði aðstoðamaður ráðherra. Ekki til að leiðrétta minn hlut því það er orð- ið að veruleika gagnvart mér, held- ur má þetta ekki svona ganga, að aldraðir verði á milli þilja í þjóðfé- laginu eins og litli drengurinn sem minnst var á í upphafi. Grétar Haraldsson frá Miðey „Skammastu upp í skotið þitt“ SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstidælur Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota HD 10/25-4 S Vinnuþrýstingur 30-250 bör 500-1000 ltr/klst Stillanlegur úði Sápuskammtari Túrbóstútur + 50% HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX Vinnuþrýstingur 30-160 bör 230-600 ltr/klst 15 m slönguhjól Stillanlegur úði Sápuskammtari Túrbóstútur + 50% Fundur um þjóðlendu- mál á Blönduósi Þriðjudaginn 20. mars sl. stóð Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda fyrir fundi á Blönduósi um þjóðlendumál. Frummælendur voru Ólafur Björnsson lögfræðing- ur, Guðný Sverrisdóttir, formað- ur Landssamtaka landeigenda á Íslandi og Gunnar Sæmundsson, stjórnarmaður í landssamtökunum. Um 140 manns sátu fundinn og var hann bæði málefnalegur og fróð- legur. Þessa dagana eru fleiri bún- aðarsambönd að skipuleggja fundi um þjóðlendumálin. Fram kemur á heimasíðunni landeigendur.is að stjórn landssamtakanna skor- ar á búnaðarsamböndin að stofna til svipaðra funda um allt land á næstu vikum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.