Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200735 Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Hollandi P IP A R • S ÍA • 7 04 46 6.-12. ágúst 2007 Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram dagana 6.-12. ágúst nk. Mótið verður haldið í Oirschot sem er í nágrenni Eindhoven í Hollandi. Útflutningsráð Íslands hefur tekið á leigu tjöld á sýningarsvæðinu og vill kanna áhuga fyrirtækja á að taka þátt í sýningunni og kynna vörur sínar og þjónustu. Markaðsnefnd um íslenska hestinn tekur þátt í kostnaði þátt- takenda á sameiginlegu sýningarsvæði Útflutningsráðs. Mótshaldarar gera ráð fyrir að um 25.000 gestir muni sækja mótið. Áhugasömum um þátttöku eða nánari upplýsingar er bent á að hafa samband við Berglindi Steindórsdóttur, berglind@utflutningsrad.is, eða Björgvin Þór Björgvinsson, bjorgvin@utflutningsrad.is. Síminn er 511 4000. Líf og lyst Ungmennafélögin Baldur, Samhygð og Vaka í Flóahreppi sýna um þessar mundir gamanleikinn Draum á Jóns- messunótt eftir William Shakespeare í félagsheimilinu Þingborg. Leikritið hefur fengið frábærar viðtökur hjá áhorfendum enda um bráðskemmtilegt verk að ræða, þar sem leikarar fara á kostum. Leikstjóri er Gunnar Sig- urðsson en alls taka 12 leikarar þátt í sýningunni, auk aðstoðarfólks. Sýningaáætlun má finna á heimasíðunni; www. floahreppur.is. Allar sýningar hefjast kl. 20.30. Miðapantanir í síma 486-3319 eða 845-9719. MHH Draumur á Jónsmessunótt í Þingborg Leikararnir 12 sem taka þátt í uppfærslu á verkinu í Þingborg, allt áhugaleikfólk úr ungmennafélögunum þremur, standa sig með mikilli prýði í sýningunni. Stefán Geirsson í Gerðum og Margr- ét Valdimarsdóttir í Gaulverjabæ í hlutverkum Demetríusar og Helenu fögru. Draumur 3: Unnur Jónsdóttir frá Lundi í Lundarreykjadal og Tómas Karl Guðsteinsson frá Egilsstöðum leika Hermíu og Lísander í verkinu. Leikfélag Hofsóss hefur í vetur æft leikritið „Ef væri ég gullfisk- ur“ eftir Árna Ibsen. Leikstjóri er Þröstur Guðbjarts- son og hlutverk eru tíu. Leikritið er svokallaður farsi þar sem bæði peningar og framhjáhald koma við sögu. Leikritið var frumsýnt nú fyrir helgina og verður sýnt næstu tvær vikur í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi. Fríða Eyjólfsdóttir formað- ur leikfélagsins segir að búið sé að æfa öll kvöld og aðra hverja helgi síðan í byrjun febrúar. Leik- arar koma af svæðinu frá Hólum í Hjaltadal og norður í Fljót og hafa flestir stigið á svið áður, auk þess er álíka fjöldi af aðstoðarfólki. Vert er að vekja athygli á félags- starfi sem þessu því við að koma upp sýningu sem þessari legg- ur fólk á sig ómælda vinnu við æfingar og jafnvel fjárútlát þeir sem þurfa að aka um langan veg meðan á þessu stendur til viðbótar sinni daglegu vinnu. Leikfélagið á Hofsósi hefur ver- ið virkt á undanförnum árum. Það tók sér raunar frí á síðasta ári en 2005 setti félagið upp Góðverkin kalla sem fékk mjög góðar viðtök- ur. Myndin var tekin á æfingu á Ef væri ég gullfiskur. Á henni eru í hlutverkum sínum talið frá vinstri Fríða Eyjólfsdóttir, Ingólfur Arnar- son,Elín Ólafsdóttir og Helgi Thor- arensen. Mynd og texti ÖÞ Ef væri ég gullfiskur, sýnt á Hofsósi Þrettánda Strandagangan Strandagangan fór fram í þrett- ánda sinn á Steingrímsfjarðar- heiði laugardaginn 17. mars. Sjö- tíu keppendur tóku þátt í þessari skíðagöngu sem er ein af sex í svo- nefndri Íslandsgöngu. Stranda- gangan er sú eina sem haldin er í þetta fámennu byggðarlagi en Strandamenn hafa löngum verið duglegir iðkendur gönguskíða. Veður var nokkuð hagstætt, tveggja gráðu frost og lítill vindur en nokkur þoka á heiðinni Keppt var í nokkrum vegalengdum, 1 km, 5 km, 10 km og 20 km og gengið með hefðbundinni aðferð. Auk verðlauna í hverjum flokki og fyrir sveitakeppni er keppt um Sigfúsar- bikarinn sem gefinn er af Heilbrigð- isstofnuninni á Hólmavík til minn- ingar um Sigfús A. Ólafsson sem lengi var héraðslæknir á Hólmavík. Að þessu sinni kom bikarinn í hlut Andra Steindórssonar á Akureyri sem gekk 20 km á tæpum 69 mín- útum. Eftir gönguna var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð og verð- launaafhendingu í félagsheimilinu á Hólmavík. kse Um 50 keppendur leggja upp í hópstarti í öllum vegalengdum nema 1 km. Hressir Strandakrakkar að lokinni göngunni. Frá vinstri: Einar Friðfinnur Alfreðsson, Númi Leó Rósmundsson, Jamison Ólafur Johnson og Kol- brún Ýr Karlsdóttir. Myndir: Ingimundur Pálsson. Andri Steindórsson með bikarinn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.