Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200722 Loðdýrarækt á Íslandi hefur á undanförnum árum unnið sig upp úr lægð sem varð í þessum búskap um hríð. Framfarir í ræktun og mikill áhugi loðdýra- bænda er að skila verulegum árangri sem víða sér stað. Meðal þeirra sem hlutu landbúnaðar- verðlaun nú fyrir skömmu, eru loðdýrabændurnir Katrín Sigurð- ardóttir og Stefán Guðmundsson sem reka sitt bú að Mön í Gnúp- verjahreppi. Stefán og Katrín hafa ásamt Bjarna Stefánssyni og Veroniku Narfadóttur, bændum í Túni í Flóa, byggt upp samstarf við skinnaverk- un á liðnum árum. Frá þessum býl- um hafa hvað eftir annað komið verðlaunaskinn, undanfarin ár og þarna eru greinilega á ferð áhuga- samir bændur. Bændablaðið tók hús á þessum fjórum loðdýrabænd- um upp úr áramótunum. Bjarni Stefánsson er uppalinn í Túni, búfræðingur frá Hvanneyri og með framhaldsmenntun á sviði búfræðinnar frá Danmörku. Hann gegndi starfi yfirkennara við bænda- deildina á Hvanneyri, þar til hann ákvað að fara í loðdýrabúskap í Fló- anum ásamt konu sinni Veroniku, sem á ættir að rekja í Hoftún á Snæ- fellsnesi. Það var árið 1992 sem þau keyptu 150 minkalæður, árið síðar tóku þau við blönduðu búi af föður Bjarna og eru í dag með 1800 minkalæður, um 30 kýr, nokkrar kindur og hross sér til gamans. Katrín á ættir sínar að rekja til Húsavíkur, var aldrei í sveit sem krakki og unglingur. Hún er mennt- uð söngkona og starfaði sem slík um áraraðir – grípur raunar enn í sönginn við og við. Stefán sleit barnsskónum í Gnúp- verjahreppi og er því á heimaslóð- um – hann er menntaður tónlist- arkennari. Þau hjón bjuggu „fyrir sunnan“ fyrstu árin eftir að þau hófu loðdýrabúskapinn. „Það eru 10 ár síðan við settum á stofn bú með 300 minkalæðum á stað sem nefnist Réttarholt. Síðar byggðum við loðdýrabýlið Mön, keyptum hús Ásaskóla, sem er þar skammt frá og fluttum í sveitina. Árið 2003 keyptum við loðdýrabúið Hraunbú og erum nú alls með 4500 læður. Auk þess að vera stoltir eigendur 9 landnámspútna og forláta hana þeim til selskapar.“ „Árið 1998 þegar við vorum nýbúin að byggja hrundi markað- urinn í Rússlandi. Misserin þar á eftir voru ansi erfið. Hins vegar verður þetta alltaf þannig að þeir fljóta sem hafa annars vegar bestu framleiðsluna og hins vegar bestu skilyrðin til að reka sín bú. Það er því ákaflega mikilvægt að aðstaða okkar sé svipuð hér og í samkeppni- slöndunum.“ „Við byrjuðum þegar skinna- verð var mjög lágt,“ segja Bjarni og Veronika. „Það hafði bæði kosti og galla. Kostirnir voru þeir að líf- dýr og búnaður til búskaparins var ódýr. Hins vegar voru tekjurnar auð- vitað ekki að skila sér í eins stórum pokum og núna síðustu árin. Það var stuðningur að hafa kýrnar til viðurværis á þeim tíma. Kúabúskap- urinn hefur svo notið velgengni loð- dýrageirans í bættum aðbúnaði hjá kúnum upp á síðkastið.“ Hvernig er samvinnu ykkar hátt- að? „Fyrir tveimur árum keyptum við saman nýja strekkivél fyrir skinnin ásamt þurrkkerfi. Þessi bún- aður er afkastamikill og gæti annað töluvert meiru en við framleiðum nú. Fullkomnari vélar spara vinnu- afl og auka afköstin en eru dýrar. Þannig er þetta. Með því að eiga tækin saman nýtist fjárfestingin betur. Nú í haust keyptum við síð- an skinnaskrapara saman. Svona vindur samvinnan upp á sig. Fyrir- komulagið er þannig að dýrin eru flegin á hvoru búi fyrir sig en fitu- skröpun, strekking og þurrkun fer fram á Mön. Reynslan er góð og hagkvæmnin augljós. Samvinna búanna skiptir þó ekki einungis máli peningalega. Ekki er hún síð- ur mikilvæg félagslega. Það er svo áríðandi að eiga samskipti við aðra í sömu sporum. Það er hvatning, skemmtun og tilbreyting. Ef setið er alltaf á sömu þúfunni og ekki litið á það sem aðrir eru að gera er ekki von á góðu. Gott dæmi um uppbyggjandi félagsstarf eru ferðir okkar loðdýrabænda á skinna- og tækjasýninguna sem haldin er í Herning á Jótlandi í lok febrúar ár hvert. Undanfarin ár hefur allstór hópur bænda farið þangað. Þrátt fyrir að sýningin sjálf sé gagnleg þá nýtist þetta ferðalag faglega og félagslega. Menn bera saman bæk- ur sínar og heyra sjónarmið annarra um málefnum greinarinnar. Samver- an er nauðsynleg.“ Loðdýraræktendur verða óhjá- kvæmilega varir við sveiflur í tískuheiminum. Hvernig hafa þær komið við ykkur – hafa þær raunveruleg áhrif á framleiðsl- una? Stefán og Katrin: „Við höfum eins og flestir minkabændur fram- leitt mörg litaafbrigði. Það minnkar sveiflurnar vegna þess að verð get- ur verið ansi mismunandi milli lita. Fyrir aldamótin rauk verð upp á hvítum skinnum, þar sem farið var að lita skinn í stórum stíl. Þá voru hvítar læður örfáar hér á landi. Þess vegna gekk of hægt að fjölga þeim þannig að mörgum nýttist þessi hækkun ekki sem skyldi.“ Bjarni og Veronika: „Markaðs- setning á minkaskinnum hefur breyst mjög mikið síðustu ár. Nú man margt fólk vel eftir einu mesta harðindatímabili í sögu loðdýrarækt- ar í heiminum á árunum frá 1987 og fram undir 1995. Það var þegar upp- bygging greinarinnar stóð sem hæst hér heima og allar áætlanir brustu eins og reyndar um allan heim. Ein meginástæða þessarar niðursveiflu var þröng markaðssetning. Nánast öll skinn sem fóru á heimsmark- að voru notuð af tiltölulega litlum hópi sterkefnaðra vesturlandabúa. Þessum hópi sveið ekkert að þurfa að borga vel fyrir loðfeldi. Þá hækk- aði verðið og framleiðslan jókst, uns hún varð umfram eftirspurn þessa kaupendahóps. Ekki var um aðra kaupendur að ræða og verðið féll. Þá hafði kannski ríka fólkið ekkert endileg eins mikinn áhuga á vörunni, á verði sem almenningur réð við, svo þetta varð vítahringur. Það sem hefur breyst er að skinn- in eru notuð á mun fjölbreyttari hátt núorðið, í mismunandi flíkum, til miklu breiðari hóps neytenda og víðar um heiminn. Asíubúar eru t.d. að koma sterkir inn sem kaupendur. Stöðugt er verið að þróa nýja tækni til vinnslu á feldum til að auka notk- unarmöguleika skinna. Þetta hef- ur m.a. skilað sér þannig að skinn erum mikið notuð í tískuheiminum, ekki endilega í heila pelsa eins og áður var, heldur líka með öðrum efnum í flottar flíkur.“ Það er stundum talað um að land- búnaðurinn gangi fyrir styrkjum. Hvernig er því háttað í loðdýra- ræktinni? „Loðdýraræktin er nú ein af þeim búgreinum sem minnst hef- ur af styrkjakerfi landbúnaðarins að segja enda erum við að keppa á Maður þarf að vera góður í sínu fagi – helst bestur Frá vinstri Bjarni, Veronika, Stefán og Katrín Minkar eru forvitin dýr og velta fyrir sér hvað hann sé að gera ljósmyndarinn með þessa græju fyrir andlitinu. Loðdýrabændur á Suðurlandi hafa með sér samstarf um verkun skinnanna

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.