Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 20078 Það er ekki einkamál Hafnfirðinga hvort stækka eigi álverið í Straums- vík, það er ekki einu sinni einkamál Íslendinga, það er í raun mál alls heimsins rétt eins og okkur Íslend- ingum finnst ekki einkamál Breta hvort þeir losi kjarnorkuúrgang frá Sellafield í Atlantshafið. Okkur finnst okkur koma það við og okkur kemur það við vegna þess að það ógnar lífríki hafsins, en útblásturinn frá Straumsvík ógn- ar líka lífríki hafsins því allt lendir þetta fyrr eða síðar í sjónum, sjón- um sem við byggjum okkar afkomu á og þurfum að fara að huga mun betur að. Það sér það hver heilvita mað- ur, sama í hvaða flokki hann er, að aukning á þessari eiturefnalosun er ógn við náttúruna, jörðina, heilsu og afkomu allra jarðarbúa, við get- um ekki alltaf talið okkur trú um að á Íslandi sé allt svo hreint og ómengað og það sé bara í útlöndum sem ógn stafi af mengun. Síðan koma menn og reyna að réttlæta þessa gjörninga með því að við notum hreina endurnýtanlega orku til framleiðslu á rafmagninu, það sé nú eitthvað annað en hin löndin sem brenni olíu og kolum. Aðalmálið er það að við erum að framleiða gott rafmagn en seljum það síðan á gjafverði til fyrirtækja sem eru að framleiða eitur og þá skiptir ekki öllu máli hvort rafmagn- ið var hreint og gott ef tilgangurinn er að menga á annan hátt. Og þessi viðbót í Straumsvík er ekkert lítil, hún er sú sama og all- ur bíla-, flugvéla- og skipaflotinn mengar til samans, bara viðbótin, og finnst nú mörgum nóg mengun fyrir. Þetta er háalvarlegt mál og í raun alveg með ólíkindum að menn ætli að láta þetta yfir sig ganga á sama tíma og stjórnmálamenn keppast um að koma fram í fjölmiðlum og berja sér á brjóst og tala um að við ætlum að vera í fararbroddi í baráttu gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Hafnfirðingar virðast hafa það í hendi sér hvort ímynd heillar þjóð- ar bíði afhroð eður ei. Er það einkamál Hafnfirðinga? Eru sumir Hafnfirðingar æðri öðrum? Er það sanngjarnt að þeir Hafnfirðingar sem búa t.d.í vestur- bæ Hafnarfjarðar og eru langt frá álverinu geti kosið það yfir sam- borgara sína t.d á Völlunum að stækka eigi álverið? Er það sann- gjarnt gagnvart Álftnesingum að þessu rigni yfir þá? Hvernig eigum við Íslendingar að réttlæta það fyrir útlendingum sem hingað koma að hér sé allt svo hreint og ómengað eins og við höf- um svo oft sagt þegar við þurfum að keyra fólkið framhjá stærsta álveri í Evrópu? Það verður þokka- legt þegar ferðamennirnir á leið til landsins (hreina ómengaða landsins í norðri) byrja á því að fljúga yfir álverið í Helguvík keyra síðan fram- hjá Straumsvík og upp í Hvalfjörð framhjá eiturspúandi járnblendi og risaálveri. Hvernig útskýrum við það? Menn þurfa að átta sig á því ef þeir vilja láta taka sig alvarlega að útlendingar eru ekki fífl. Þeir eru margir hverjir orðnir leiðir og hvekktir á mengandi umhverfi í eigin landi og hafa eflaust ein- hverjir séð auglýsingu frá Flug- leiðum eða einhverjum íslenskum ferðaskrifstofum þar sem hrein og ómenguð íslensk náttúra er aðalat- riðið, það er algjörlega á skjön við ímynd Íslands að leyfa fleiri ál- og eiturverksmiðjur. Okkur Íslendingum hefur tekist að selja sjávarafurðir í hæsta verð- flokki vegna gæða og hreinleika afurðanna. Það er ekki sjálfgefið að það verði ávallt þannig. Þess vegna er mikilvægt að standa vörð um hreina náttúru og góða ímynd Íslands. Sama má segja um landbún- aðinn. Nú hefur mönnum tekist að komast með annan fótinn inní Whole Foods verslanirnar í Banda- ríkjunum og ber að fagna því, sérstaklega þar sem þessar versl- anir eru þær flottustu og bestu í heimi og borga ásættanlegt verð fyrir vörurnar. Ógnin er hinsveg- ar sú að þessir menn, sem reka Wholefoods, vita hvað þeir vilja og þeir vilja hreina og ómengaða afurð frá hreinu og ómenguðu landi. Öll mengun er slæm og sem bet- ur fer þurfum við Íslendingar ekki á þessum eiturverksmiðjum að halda, við þurfum ekki stærra álver. Það hafa allir næga vinnu og það er engin biðröð í Straums- vík af fólki að sækja um vinnu. Sem betur fer hafa íslensk ung- menni meiri metnað en það að þau dreymi um vinnu í álveri, nóg er nú baslið að manna álverið fyrir austan. Þeir verktakar í Hafnarfirði sem hafa matað krókinn á álverinu munu gera það áfram hvort sem það stækkar eða ekki. Sú hótun sem Alcan hefur beitt um að loka er bara hræðsluáróður sem ekki er mark takandi á, því miður, því best væri að þeir lokuðu. En fyrirtæki eins og Alcan lokar ekki svona gullnámu, ætli þeir myndu nú ekki selja einhverjum öðrum eða bara reka verksmiðjuna áfram og halda áfram að græða. Ef álverið er svona úrelt eins og menn vilja láta, af hverju breyta þeir því þá ekki og uppfæra það til nútímans, er græðgin kannski of mikil? Ef við viljum virkja allar okkar ár og læki, hvers vegna notum við ekki rafmagnið til annarrar stór- iðju, grænnar stóriðju sem myndi ekki skaða ímynd okkar og myndi ekki menga okkar viðkvæma og fallega land? það er fullt af tæki- færum í allskonar iðnaði án þess að bæta við einu álverinu enn. Hvers vegna fá garðyrkjubændur ekki rafmagnið á sama verði og álver? Er það vegna þess að þeir eru ekki útlendingar? Er þetta eitt- hvað snobb? Af hverju sendum við ekki þessa menn í burtu og látum þá opna álver heima hjá sér? Er ástæðan fyrir því að þeir gera það ekki sú að það fást ekki leyfi og ekkert gefins rafmagn? Er ekki nær að garðyrkjan fái rafmagnið á sama verði og hefji ræktun á ýmiss konar grænmeti til útflutnings, til dæmis asísku græn- meti sem flytja mætti til Evrópu og fá gott verð fyrir því flutningur frá Asíu er svo dýr að selja mætti þessar afurðir á mjög góðu verði vegna nálægðar við markaðinn, hreinleika og hollustu. Einnig væri grundvöllur fyrir því að hefja framleiðslu á kjöt-, grænmetis-, fisk- og humarkrafti. Þetta er iðnaður sem þarfnast nokkurrar orku og fellur mjög vel að ímynd okkar um hreinleika og mengar ekki. Væri ekki nær að skilja eithvað eftir óvirkjað þannig að við gætum hafið undirbúning að því að endur- nýja bílaflota landsmanna þannig að við gætum tekið forystu í heim- inum í rafbílum og tvinnbílum? Síðan er vert að huga að því að notkun á etanóli og bíodísel er nú þegar orðinn raunhæfur kostur og til vinnslu á þessum tveimur orku- gjöfum þarf þónokkra orku. Er eðlilegt að við Íslendingar skul- um eiga það undir Hafnfirðingum hvort það eigi að stækka þetta álver, höfum við hin ekkert um það að segja? Ekki gleyma því að þetta snertir okkur öll. Hvað með þá landeigendur sem eiga landið sem á að drekkja fyrir austan, hafa þeir ekkert um þetta að segja? Á kannski að taka það eignarnámi rétt eins og verið er að hirða af öðr- um bændum land þeirra með þess- um svokölluðu þjóðlendulögum? Þau ólög þarfnast annarrar umfjöllunar en gaman þætti mér að sjá hvort ekki mætti taka eign- arnámi einbýlishúsalóðir þeirra alþingismanna sem samþykktu þessi ólög. Ég skil ekki í formanni Sjálf- stæðisflokksins að mæla með þess- ari vitleysu. Þetta er ekki þjóðinni til hagsbóta, það er ekki viturlegt að vera með öll eggin í sömu körf- unni (menn halda kannski að álegg brotni ekki) og þessi stækkun skað- ar mun fleiri atvinnugreinar heldur en hún hjálpar, ferðaiðnaðurinn, matvælaiðnaðurinn, landbúnaður og sjávarútvegur hafa engan hag af þessu. Í raun stafar þessum aðal- atvinnuvegum okkar mikil ógn af þessum áformum. Það eru ekki all- ir Sjálfstæðismenn sammála þessu, sem betur fer og væri synd ef við þyrftum að stofna Hægri Græna. Það er nefnilega þannig að það langar engan í frí til Tjernobil. Állandið Ísland, sjáið fyrir ykkur álver í Helguvík, álver á Vatns- leysuströnd, álver í Straumsvík (stærst í Evrópu), álver í Hvalfirði, álver á Húsavík og álverið á Aust- urlandi. Dettur mönnum ekkert annað i hug en álver, er ekkert ann- að hægt að framleiða en ál? Eða er okkur Íslendingum ekki boðið ann- að því aðrar þjóðir eru að losa sig við þennan mengandi iðnað? Við eigum að hafna stækkun álversins í Straumsvík og endur- skoða öll þessi mál, því ef af þess- ari stækkun verður verðum við með þetta eiturskrímsli á okkar landi um alla eilífð. Þú byrgir ekki brunninn eftir að barnið er dottið ofan í hann. Minna ál – meira kál Stækkun álvers í Straumsvík ekki einkamál Hafnfirðinga Bjarni Óskarsson Íslendingur og framkvæmdastjóri, búsettur að Völlum í Svarfaðardal bjarni@nings.is Umhverfismál Menning þjóðar birtist í mörgum myndum. Ein þeirra blasir við í þeim mannvirkjum sem reist eru á hverjum tíma. Á stuttri ökuferð um sveitir má sjá mörg dæmi ýmissa tímaskeiða í byggingasögunni. Hvert skeiðanna ber sín sérkenni sem eiga sér efnis- og efnahags- legar ellegar fagurfræðilegar skýr- ingar. Við sjáum örfáar minjar um byggingar úr torfi og grjóti, fleiri frá bárujárnstímanum og urmul sem minnir á hinar ýmsu tilraunir sem gerðar hafa verið með steinsteypu. Í kjölfar framfara í burðarþolsfræð- um og efnistækni hófst síðara skeið skálabygginga í íslenskum sveit- um – en það á að verða helsta efni þessa greinarstúfs. Áður verð ég þó að nefna það hve lítið byggingarsögu sveitanna hefur verið sinnt. Að sönnu hafa íslenska torfbænum verið gerð góð skil, ekki síst með hinu ágæta starfi Harðar Ágústssonar. Þá er m.a. að rísa sérstök stofnun að Austur-Með- alholtum í Flóa sem helguð verður sögu og gerð íslenska torfbæjarins. Hins vegar hefur seinni tíma bygg- ingarsögu sveitanna, bæði hvað snertir íbúðarhús og útihús, lítt ver- ið sinnt. Varðveisla sögunnar Sé aðeins litið til 20. aldar geymir hún útihúsasögu mikilla breytinga. Hver bylgjan af annarri hefur riðið yfir drifin fram af spurn eftir afurð- um, kröfu um afköst og vinnuþæg- indi, landbúnaðarstefnu stjórnvalda á hverjum tíma að ónefndri sjálfri byggingatækninni. Fullan helming aldarinnar voru útihúsabyggingar að verulegu marki mótaðar með miðlægum hætti á meðan Teikni- stofa landbúnaðarins og síðar Bygg- ingastofnun sömu greinar sá bænd- um fyrir hæfilegum teikningum. Höfundur þessarar greinar er alls ófróður um byggingalist en fullyrð- ir þó að verðugt verkefni er að gera byggingasögu sveitanna skil, svo snar og áberandi þáttur sem hún er í mannvirkjasögu þjóðarinnar. Húsa- vernd telst til stolts margra þéttbýl- isstaða; nefnum Bernhöftstorfuna, Neðstakaupstað á Ísafirði og Fjör- una/Innbæinn á Akureyri. Hliðstæð- ar aðgerðir um húsavernd til sveita eru fremur fáar, þótt falleg dæmi megi finna, flest þó tengd tímabili torfs og grjóts. Með skipulegri skráningu og greiningu byggingarsögu sveitanna verður til grundvöllur að varðveislu- stefnu. Á öðrum Norðurlöndum, einkum þó í Finnlandi og í Noregi, hefur mikið verið gert á því sviði. Þar hefur sérstaklega verið hlúð að verkefnum sem felast í varðveislu byggingarsögulega merkra útihúsa, gjarnan í tengslum við breytt hlut- verk þeirra og nýja atvinnu í sveit- um. Þetta er hluti af þeim áhuga á varðveislu og nýtingu menningar- landslags og -sögu sveita sem mjög einkennir efnaðri Evrópulönd um þessar mundir. Hvað leynist í skálunum? En sagan verður til á hverjum degi og kemur þá að helsta efni greinar- stúfsins. Árlega eru byggð útihús í sveitum landsins. Þau munu móta byggðasvip mæstu áratuga ásamt hinum sem fyrir eru meðan end- ast. Frá síðustu aldamótum hafa til dæmis verið byggð mörg fjós víða um land og þau setja sterkan svip á sveitir sínar. Af skiljanleg- um ástæðum hafa helstu kröfur við hönnun þeirra snúist um stærð og rými, hentuga vinnuaðstöðu, þekkilegt umhverfi gripanna og síð- ast en ekki síst hagkvæmni í bygg- ingu. Hið innra eru mörg fjósanna björt, rúmgóð og hin þekkilegustu þótt það sama verði ekki sagt um þau öll hvað útlit snertir né heldur það hvernig þau fara í landslagi og umhverfi. Margar nýbyggingar í sveitum, ekki síst fjósin, falla undantekn- ingalítið að þeirri gerð sem kalla má skálastílinn síðari. Á fyrra skálatímabilinu reistu landnáms- menn sér líka stóra og hagkvæma fjölnota skála að hætti víkingatím- ans. Þeir virðast hafa farið vel í umhverfi sínu enda form og efni í það sótt öndvert mörgum gripaskál- um nútímans: Sumir þeirra eru afar sviplausir og yfir í það að vera bein- línis ljótir: Sums staðar liggja þeir eins og slytti í umhverfinu, bera jafnvel fallegar eldri byggingar í nágrenninu ofurliði – fyrir utan það að ómögulegt er að greina hvort í skálum þessum leynast kýr, svín, verkstæði, iðngarðar, svepparæktun- arstaður eða jafnvel ferðamenn. Nú er fegurðin mjög afstætt hug- tak eins og alþekkt er, svo ég er með þessum orðum ekki að segja annað Af peningshúsum – og skálastílnum síðari Bjarni Guðmundsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri bjarnig@lbhi.is Umhverfismál Nýlegt fjós að Káranesi í Kjós.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.