Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200737 ÞÓR HF | Ármúla 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 Smágröfur frá KUBOTA Hafið samband við sölumenn okkar og fræðist nánar um japönsku KUBOTA smágröfurnar. Beltavagnar frá KUBOTA. Burðargeta 1 tonn eða 2,5 tonn. Frá KUBOTA, einum stærsta framleiðanda á smágröfum, bjóðum við gröfur í stærðum frá 800 kg upp í 8 tonn. Litir íslenska hestsins eftir Frið- þjóf Þorkelsson er kærkomin bók fyrir alla ræktendur og kaupend- ur íslenskra hrossa. Í bókinni er farið ítarlega yfir litafjölbreytni og sjaldgæfa liti folalda og full- orðinna hrossa. Farið er yfir þró- un lita frá folaldsaldri til fullorð- insára og gefur það góða sýn á framtíðarliti folalda. Áratuga vinna að baki Höfundurinn hefur unnið áratugum saman að því að ljósmynda alla liti og öll litbrigði sem þekkt eru og hef- ur það krafist mikillar þolinmæði því fá hestakyn státa af jafnmikilli fjölbreytni í litum og það íslenska. Friðþjófur Þorkelsson fæddist í Skerjafirði árið 1932. Hann nam við Iðnskólann í Reykjavík, tók próf það- an árið 1952 og hefur haft lifibrauð sitt af húsasmíði. Friðþjófur var ung- ur þegar hann féll fyrir hestamennsk- unni og fékk hann sinn fyrsta hest í fermingargjöf frá foreldrum sínum. Hann hefur tekið ógrynni hestaljós- mynda og náð góðum árangri í hesta- keppnum hérlendis. Ágúst Sigurðsson, rektor Land- búnaðarháskóla Íslands, ritar for- mála og dr. Anne Phaff Ussing líffræðingur veitti vísindalega ráð- gjöf. Bókin, sem kom út á síðasta ári, er gefin út á fjórum tungumál- um; íslensku, ensku, þýsku og dönsku. ehg Litum íslenska hestsins gerð góð skil LITIR ÍSLENSKA HESTSINS FRIÐÞJÓFUR ÞORKELSSON Góugleði á Hólmavík Hólmvíkingar, nærsveitungar og gestir þeirra gerðu sér glaðan dag á góugleði á dögunum. Metaðsókn var á góugleðina og viðraði vel til hátíðarhalda. Létu menn sig ekki muna um að smíða nýtt svið í stúk- unni í félagsheimilinu þar sem nýta þurfti upprunalegt leiksvið undir borðhald. Að venju var það karlpen- ingurinn sem sá um undirbúning- inn og stóð sig með mikilli prýði. Uppistaðan í skemmtiatriðunum var myndband um vesturíslenskan ferðalang sem kemur til Hólmavík- ur og skoðar sögustaði þar. Einnig voru sett á svið nokkur leikin atriði og mikið sungið. Maturinn var fram- reiddur af veitingastaðnum Café Riis og sáu því heimamenn um allt sem til þurfti. kse Ingimundur Pálsson og Ágústa Ragnarsdóttir Þorstein Sigfússon, Bjarni Stefánsson og Victor Örn Victorsson hressir og kátir á Góunni. Myndir: Jón Halldórsson. Prjónaði á sig lopapeysu Dagur Fannar Magnússon, nem- andi í 9. bekk í Vallaskóla á Sel- fossi, gerði sér lítið fyrir í vetur og prjónaði á sig lopapeysu í vali í textílmennt og bútasaumi hjá Þur- íði Ingvarsdóttur kennara. Hann prjónaði peysuna bæði í tímum og heima hjá sér og hefur hún þegar komið sér vel því Dagur fór t.d. í henni á skíði um daginn. Þuríður gefur nemanda sínum bestu ein- kunn fyrir prjónaskapinn. Á með- fylgjandi mynd má sjá Dag í lopa- peysunni góðu sem fer honum sér- staklega vel. MHH Dagur Fannar í lopapeysunni sem kemur sér vel núna þegar veturinn er loksins búinn að ná sér á strik.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.