Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 9
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 20079 en það sem mér sjálfum finnst um þessi mannvirki. Vildi hins vegar draga athygli hugsanlegra lesenda að viðfangsefninu þannig að hver gæti dæmt fyrir sig. Til hagræð- is við það má benda á dæmi um safn mynda af nýlegum skálabygg- ingum á bls. 11 í Bændablaði 27. febrúar. Ég skil og virði þau sjónarmið hagkvæmni sem ráðið hafa vali á byggingarefnum og útihúsagerð síðustu árin: Bændur eru knúnir til sparnaðar. Ég er því hvorki að hvetja sérstaklega til byggingar gripahúsa úr torfi og grjóti elleg- ar sérstakra glæsibygginga í stíl Korpúlfsstaðafjóss, Bjarnarhafnar- fjárhúsanna eldri, nú eða Halldórs- fjóssins á Hvanneyri sem Kristján X var leiddur inn í sumarið 1930. En það þarf ekki alltaf mikið af húsagerðarlist eða landslagsfræð- um til þess að hressa upp á ann- ars flatt og mæðulegt útlit stórra mannvirkja. Til dæmis þarf hvít- innbrenndur langveggur kúaskála ekki nema örfá litabönd til þess að ná sátt við umhverfið, að ekki sé talað um ef fenginn er náttúruvænn litur á þak í stað varalitaðs flatar sem er hálf dagslátta að stærð og baular á allt sem nálægt er ... Mér finnst t.d. nýja fjósið á Hvanneyri ósköp sviplítill skáli úr fjarlægð séð og ef ekki hressti land- hallinn upp á staðsetningu nýlegu fjárhúsanna á Hesti í sömu sveit og einstök reisn bæjarhússins þar væri sömu sögu um þau að segja. En leitað var hagkvæms bygg- ingarmáta og hannað í samræmi við kröfur húsbyggjanda. Þarna hefðum við þurft að bæta stærri skammti af fagurfræði við – það sé ég núna. En sumt má enn laga, t.d. með steinhleðslu, snoturri grasflöt, trjá- eða runnagróðri. Fyrirmynd að Hesti Um þessar mundir eru Bændasam- tök Íslands að undirbúa byggingu nautastöðvar að Hesti í Borgarfirði. Hagkvæmni ræður að sjálfsögðu hönnun mannvirkisins en með þess- um línum eru samtökin eindregið hvött til þess að brjóta nú í bág – ganga á undan með gott eftirdæmi fyrir bændur sem hyggjast reisa peningshús: Að huga nú sérstaklega að svip og útliti hússins/húsanna – ekki með íburði eða óhæfilegum kostnaði heldur markvissri hönnun útlits byggingarinnar og umhverf- is hennar þannig að mannvirkið verði sveitarprýði og dæmi um það hvernig fella má hinn endurreista skálastíl sveitanna snoturlega að umhverfinu. En allt þetta kostar, segja menn með réttu. Með hliðsjón af því hve mjög byggingar móta svip og menn- ingarlandslag sveitanna finnst mér því vera íhugunarefni að í samn- ingum bænda og ríkis um fjármuni (t.d. í framleiðslu- og búnaðarlaga- samningum) verði hluta fjárins (t.d. 0,75-1,00%) varið til verkefna sem miða sérstaklega að því að gera skipulag, útlit og umhverfi nýbygginga í sveitum þekkilegt og þjóðlegt. Ef til vill gæti féð mynd- að stofn að öflugum umhverfis- og/ eða menningarsjóði sveitanna. Ávinnsluherfi Hlekkjaherfi með 10 mm ferkönt- uðum hlekkjum. Henta vel til að slóðadraga tún og haga - jafna út húsdýraáburði, rífa mosa, slétta minni ójöfnur ofl. - Hagstætt verð. Reykjavík: 568-1500 | Akureyri: 461-1070 Milljón á dag Þá er Búnaðarþingi lokið þetta árið. Þetta var friðsamt þing og heldur skemmtilegt, umræðum um framtíðina stillt í hóf, veislur hreint afbragð. Svo sem venja er á aðalfundum félaga, (Búnaðarþing er aðalfundur Bændasamtaka Íslands), eru afgreiddir reikningar. Þar kom m.a. fram að tap af rekstri Hótel Sögu ehf. var mjög veru- legt árið 2006. Nú er það svo að fyrir liðlega ári var kallað til Auka-Búnaðarþings. Þar ákváðu þingfulltrúar að hafna framkomnu kaup- tilboði í hlutafé BÍ í Hótel Sögu ehf. og Hótel Íslandi ehf. og sérskráðan fasteigna- hluta BÍ í Bændahöllinni við Hagatorg. Á þessu Auka-Búnaðarþingi mætti Heim- ir Haraldsson, löggiltur endurskoðandi, og gerði hann grein fyrir mati sínu á fyr- irliggjandi tilboði í hlutafé og fasteignir. Það var að sjálfsögðu ekki einfalt að bera saman þá valkosti að eiga hótelin áfram, á móti því að taka umræddu tilboði og verður ekki fjallað frekar um það hér. Hitt er ljóst að árið 2006 eru Bændasam- tök Íslands að tapa mjög verulegu fé á því að umræddu tilboði var hafnað. Hversu mikið tapið er, fer eftir því hvort talið er að um dulda eignamyndun sé að ræða hjá Hótel Sögu ehf., og hversu góð ávöxt- un hefði fengist á söluandvirði hótelsins. Um þetta má lengi deila, en með hliðsjón af ávöxtun hjá Lífeyrissjóði bænda árið 2006, sýnist mér að tap Bændasamtaka Íslands á umræddri ákvörðun sé orðið nálægt 360 milljónir. Það er tæp milljón á dag frá því umrætt Auka-Búnaðarþing var haldið. Það er nauðsynlegt að bændur geri upp hug sinn varðandi framtíð hótel- rekstrar Bændasamtaka Íslands. Ef bændur vilja að umrædd hótel verði áfram í eigu og rekstri BÍ, óháð því hvort það er hagstæðasti kosturinn til að ávaxta þá fjármuni sem í þeim eru bundnir, þá er þetta allt í lagi. Ef það er hins vegar markmið að lágmarka áhættu Bændasamtaka Íslands og fá sem besta ávöxtun á eigin fé samtakanna, þá verður að taka málin til alvarlegrar endurskoðunar. Þess skal getið að lokum að Bænda- samtök Íslands eiga allt hlutaféð í Hót- el Sögu ehf., en Hótel Saga ehf. á síðan allt hlutaféð í Hótel Íslandi ehf. Á sín- um tíma var hluti eignarinnar færður sem víkjandi lán Hótels Sögu ehf. við Bændasamtök Íslands. Þessi skuld hót- elsins við BÍ var um síðustu áramót kr. 650.485.670. Það var skynsamlegt á sínum tíma að færa þetta með þess- um hætti, en fyrir vikið eru fjárhagsleg samskipti Bændasamtaka Íslands ann- ars vegar og Hótel Sögu ehf. hins vegar nokkuð flókin og stutt í álitamálin. Ferjubakka II, 10.3. 2007 Þórólfur Sveinsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.