Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200736 Í lok vetrar er jafn mikilvægt að borða kjarngóðan og hollan mat sem í byrjun hans. Eftirfarandi uppskriftir innihalda allar kart- öflur í þó nokkru magni en það er eitt af því hráefni sem hægt er að leika sér endalaust með. Upp- skriftirnar eru í raun viðeigandi allt árið um kring og eru fylltu kartöflurnar og kartöflusalatið tilvalið með góðum grillmat í sumar. Kjúklingur vinnumannsins 2 laukar 1 msk. smjör 800 g kartöflur 1 tsk. salt 1 ½ dl jurtakraftur 1 ½ dl mjólk 1 msk. maíssterkja 4 kjúklingabringur 1-2 tsk. ferskt tímían Aðferð: Skerið laukinn í sneiðar og steikið létt á pönnu í smjöri. Skerið einnig kartöflurnar í sneiðar. Setjið kart- öflur, lauk og salt í pott og bætið kraftinum við. Bætið mjólk og maíssterkju saman við. Setjið lok á pottinn og sjóðið við vægan hita í 8-10 mínútur þar til kartöflurnar eru soðnar. Skerið kjúklinginn í hæfilega stóra bita. Steikið upp úr smjöri á pönnu og saltið. Leggið kjúklinginn ofan á kartöflurnar í pottinum. Kryddið með tímían, setjið lokið á og sjóðið í fimm mínútur til viðbótar. Berið fram með góðu salati. Kartöflusalat með ólífum og tab- asco-sósu 10 meðalstórar kartöflur 450 g blandað grænmeti með maís- korni (frosið) 10 egg, harðsoðin 18 grænar ólífur, fylltar Sósa: 1½ dós sýrður rjómi (10% eða 18%) 3 msk. majónes 8 dropar tabasco-sósa 4 msk. dijon-sinnep Sjóðið kartöflurnar og kælið þær. Sjóðið grænmetisblönduna í sölt- uðu vatni í 2-3 mínútur. Kælið í sigti undir rennandi vatni. Skerið kartöflurnar í jafnar sneiðar. Saxið átt egg og notið tvö til skrauts ofan á réttinn. Sósa: Blandið innihald sósunnar saman. Setjið salatið saman í skál í lögum: fyrst kartöflur, síðan grænmeti, þá söxuð egg og kartöflur og að loku sósa. Endurtekið þar til hráefni er búið og skreytið efsta lag sósunnar með eggja- og ólífusneiðum. Fylltar kartöflur með osti 8 stk. grillkartöflur 4 msk. smjör 2 eggjarauður ½ dl rjómi salt pipar ¼ tsk. múskat, rifið eða duft 100 g rifinn ostur paprikuduft Aðferð: Bakið grillkartöflurnar í 200ºC heit- um ofni í 10 mínútur. Skerið lok af þeim langsum og skafið innan úr þeim með skeið. Maukið með eggja- rauðum, heitum rjóma, kryddi og smjöri í skál þar til blandan hefur samlagast. Setjið með skeið í kart- öflubátana, stráið rifnum ostinum yfir og svo paprikudufti. Bakið við 200ºC þar til kartöflurnar eru orðn- ar vel brúnar. ehg MATUR Kjarngóðir kartöfluréttir Þið munið hann Jörund á Hólmavík Leikfélag Hólmavíkur frumsýndi á laugardaginn Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason, í leik- stjórn Skúla Gautasonar. Með hlut- verk Jörundar fer Gunnar Melsted, Sigurður Atlason leikur Charlie Brown, Jón Gústi Jónsson Laddie og Jóhanna Ása Einarsdóttir er í hlutverki Stúdíósusar. Fjölmargir aðrir leikarar taka þátt í uppfærsl- unni ásamt þriggja manna hljóm- sveit sem er skipuð þeim Kristjáni Sigurðssyni, Salbjörgu Engilberts- dóttur og Stefáni Jónssyni. Auk þeirra tveggja sýninga sem þegar hafa verið sýndar eru áformaðar fjórar í viðbót á Hólmavík og ein í Bolungarvík. Leikfélag Hólma- víkur hefur vakið athygli fyrir ferðagleði sína undanfarin ár en að þessu sinni gefur umbúnaður sýningarinnar ekki tilefni til eins marga ferða og verið hefur. Frá því leikfélagið var endurvakið árið 1980 hefur það sett upp fjölda leik- rita ásamt því að taka virkan þátt í öðru menningarlífi á staðnum, s.s. þorrablótum, góufögnuðum, bæjar- hátíðum og kaffileikhúsi. kse Hér að neðan sést leikhópurinn en til vinstri er Sigurður Atlason fremst í hlutverki Charlie Brown en Gunnar Melsted fyrir aftan í hlut- verki Jörundar. Þrír efstu í upplestrarkeppninni frá vinstri Ása Svanhildur, Kristveig Anna og Jóhann Viðar. Ljósm. ÖÞ Stóra upplestrarkeppnin tíu ára Glæsilegt lokakvöld á Sauðárkróki „Upplestrarkeppnin er nú hald- in hér í sjöunda sinn, en það eru liðin tíu ár síðan þetta verkefni var sett á laggirnar. Upplestrar- keppnin er ekki bara keppni, hún er líka þróunarverkefni. Hún er haldin að frumkvæði áhugafólks um íslenskt mál í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kenn- ara. Hún er ekki skylduverkefni fræðsluyfirvalda og þátttaka í henni er frjáls en það er augljóst að hún er að festa sig rækilega í sessi og þykir orðið sjálfsagð- ur þáttur í skólastarfi sjöunda bekkjar um allt land,“ sagði Ingi- björg Hafstað umsjónarmaður keppninnnar í Skagafirði þegar hún ávarpaði keppendur og gesti á lokakvöldinu sem haldið var á Sauðárkróki á dögunum. Átta krakkar úr fjórum skólum kepptu til úrslita á lokakvöldinu en áður hafði verið forkeppni innan hvers skóla. Svo óheppilega vildi til að þrír keppendur frá Siglufirði komust ekki til Sauðárkróks vegna veðurs og var þetta annað árið í röð sem það gerist. Úrslit urðu þau að Jóhann Viðar Hjaltason úr Varmahlíðarskóla sigraði. Í öðru sæti varð Kristveig Anna Jónsdótt- ir úr Árskóla og þriðja varð Ása Svanhildur Ægisdóttir einnig úr Árskóla. Þetta var tvímælalaust kvöld unga fólksins. Flutningur krakkanna á texta var góður og augljóst að þar lá talsverð æfing að baki, ekki síst í að flytja efni í hljóðnema. Á milli atriða var svo tónlistarflutningur þar sem börn og unglingar úr Tónlistarskóla Skaga- fjarðar léku á ýmis hljóðfæri. Það var Sparisjóður Skagafjarðar sem veitti peningaverðlaun til þriggja efstu í keppninni en auk þess veitti Edda bókaútgáfa öllum keppendum bókaverðlaun. ÖÞ Bolungarvík Gert við tennur á ný Tannlæknar frá Ísafirði hafa lýst yfir áhuga á að koma til starfa og sinna skólatannlækningum í Bolungarvík. Bæjarráð fagnaði því í bókun á fundi á dögunum að tannlæknar skuli koma aftur til starfa í sveitarfélaginu. Bæj- arsjóður greiðir kostnað vegna viðgerða á búnaði til tannlækn- inga á heilsugæslustöðinni enda er hann í eigu sjóðsins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.