Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200710 Þrjú neyðarskýli af níu á Horn- ströndum eru nánast ónýt og önnur í bágbornu ástandi vegna viðhaldsleysis. „Það má eiginlega segja að komin sé upp sú staða að tilvist skýlanna geti hreinlega verið til ógagns frekar en hitt,“ segir Magnús Ólafs Hansson í Bolungarvík, félagi í Slysavarna- félagi Íslands, en hann hefur und- anfarin 23 ár farið í yfir hundrað ferðir á Hornstrandir til að skoða ástand skýlanna. Magnús bendir á að þegar Neyð- arskýlanefnd Slysavarnafélags Íslands hafi verið lögð niður hafi hann í framhaldi af því lagt til að slysavarnafólk við Djúp sameinað- ist um eina neyðarskýlanefnd fyrir svæðið og tæki sameiginlega þátt í endurbyggingu þeirra. „Því miður gekk það ekki eftir. Ég taldi þá og tel enn að það hafi verið misráðið,“ segir Magnús. Hann skrifaði grein til að vekja athygli á þessu máli og birtist hún á dögunum á vefnum strandir.is. Fram kemur að á svæðinu norð- an Ísafjarðardjúps eru níu neyðar- skýli; í Hrafnsfirði, á Sléttu í Jökul- fjörðum, á Sæbóli og Látrum í Aðal- vík, í Fljótavík, Hlöðuvík, Hornvík, Barðsvík og Furufirði. Tíunda skýlið er svo í Skjaldarbjarnarvík á Ströndum en það er í umsjá Hólm- víkinga. Eftir að byggð fór í eyði á Horn- ströndum og hraktir skipsbrots- menn nutu ekki lengur aðhlynning- ar fólksins sem þar bjó gátu menn leitað skjóls í neyðarskýlunum. Þau voru búin neyðartalstöðvum, mat- vælum, sjúkragögnum, skjólfatn- aði, teppum og svefnpokum, auk þess sem þar voru hitunartæki og séð um að ljósmeti, kol og brenni væri ávallt fyrir hendi. Samstaða náðist ekki Magnús segir skýlin mikið hafa ver- ið notuð á fyrstu árunum, um það vitni skráningar í gestabækur. Á sumrin hafa ferðalangar nýtt skýlin talsvert en það segir Magnús nokk- uð hafa verið gagnrýnt. „Ferðafólk hefur gengið misvel um. Því miður er það svo að sumir ganga mjög illa um og dæmi eru þess að fólk hefur tekið matvæli og annað úr skýlun- um. Við höfum líka dæmi um að ferðaskrifstofur hafi beinlínis selt ferðir með gistingu í þessum neyð- arskýlum og það er ábyrgðarhluti,“ segir Magnús. Hann segir miður að ekki hafi náðst samstaða meðal félagseininga við Djúp um viðhald og rekstur skýlanna, þegar Slysavarnafélagið Landsbjörg færði umsjón neyðar- skýlanna alfarið á slysavarnafólk heima í héraði. Þannig sjái slysa- varnafólk á Skagaströnd um skýlið í Furufirði og skýlin í Hrafnsfirði og Barðsvík séu án eftirlitsaðila. „Það hefur verið rætt um það hin síðari ár hvort ráð sé að fækka skýlunum til að draga úr rekstrar- kostnaði,“ segir Magnús. Það sé hreinlega ekki verjandi að slysa- varnafólk sem verji ómældum tíma í að safna fé til kaupa á tækjum og tólum þurfi einnig að nýta þá fjár- muni í að endurbyggja neyðarskýli. „Þetta fólk leggur sig í líma við að safna peningum til að búa sveitir sín- ar sem best úr garði og mér finnst alveg ófært af það þurfi að nota þá peninga einnig til að endurbyggja neyðarskýlin,“ segir Magnús. Í skýrslu eftir neyðarskýlaferð á Hornstrandir og í Jökulfirði á liðnu sumri kemur fram að í sumum skýl- anna virka talstöðvar ekki. Þá voru þrjú skýlanna svo að segja ónýt, eins og áður kom fram, viður fúinn og járn ryðgað, þannig að þau eru að hruni komin. Þá má nefna að ein- ungis örfáa metra vantar upp á að sjór nái að einu þeirra, Barðsvík. Magnús telur að kostnaður við endurbyggingu, eða við að reisa ný hús þar sem fyrir eru ónýt skýli, geti numið um tveimur til þremur milljónum króna. Rétt er að geta þess að fyrir tveimur árum endurbyggði slysa- varnafólk úr Bolungarvík neyðar- skýlið að Látrum í Aðalvík af mikl- um myndarskap og varð útlagður kostnaður rétt um ein milljón króna. „Auðvitað kemur svona kostnaður við starfsemi lítilla félagseininga eins og hjá Bolvíkingum,“ segir Magnús. Nauðsynlegt að finna farsæla lausn „Ég tel bráðnauðsynlegt að fá fleiri aðila að rekstri skýlanna svo að hægt sé að reka þau þannig að sómi sé að,“ segir Magnús. Hann nefnir í því sambandi þá sem hafa af þeim bein afnot, s.s. útivistarfélög, ferða- þjónustuaðila, Umhverfisstofnun og landeigendur og ef til vill fleiri. „Ég tel að nú sé kominn tími til að menn setjist yfir málið og finni á því lausn. Farsælast tel ég að skipa fimm manna hóp til að fara yfir stöðu skýlanna á þessum slóð- um og finna út hvernig best verði að málum staðið. Jafnframt yrði að skoða hvort ráðamönnum Horn- strandafriðlands þyki skynsamlegt að viðhalda þeim húsakosti neyðar- skýla sem fyrir hendi er á svæðinu, farga honum eða byggja ný skýli en að auki þarf að finna út hver ætti að standa undir þessum kosnaði,“ seg- ir Magnús. Bágborið ástand neyðarskýla á Hornströndum vegna viðhaldsleysis Þrjú af níu skýlum nánast ónýt – önnur illa á sig komin Starfsævi Magnúsar Óskarsson- ar helgaðist af kennslu og rann- sóknum á Hvanneyri. Rúmur áratugur er nú síðan hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þrátt fyrir opinber starfslok hefur hann komið að kennslu garð- yrkjunema, verið faglegur leiðbein- andi Áburðarverksmiðjunnar og unnið áfram úr tilraunaniðurstöð- um sínum. Starfsdagurinn oft og tíðum viðlíka langur og áður var. Magnús er fræðari af guðs náð og var á sínum tíma mjög áfram um að hafa fjölbreytni í kennslu- háttum. Það eru örugglega margir búfræðingar sem muna baráttuna um að opna dyrnar á kennslu- stofunni þegar kraftafræði var til umfjöllunar í efnafræðinni. Samkennarar hans fóru ekki var- hlutaaf skemmtilegum leiðbeining- um. Einhverju sinni voru syfjaðir nemendur til umræðu á kennara- stofu skólans og hvað væri til ráða. „Ég labba aftur á bak meðfram töfl- unni og passa mig á að stíga ofan í ruslafötuna,“ upplýsti Magnús. „Ef þeir vakna ekki við þetta, þeim finnst það fyndið, eru þeir dauðir.“ Magnús er holdgervingur nákvæmninnar og hefur verið snemma, ef marka má sögu frá bændaskólaárum hans sjálfs. Þá tamdi hann hest og hafði lesið sér til um það eins og annað. Kennara hans, Gunnari Bjarnasyni, þótti tími til kominn að hann færi á bak hrossinu. Svarið var einfalt: „Ertu vitlaus maður, það eru enn eftir tveir dagar í teymingu, samkvæmt bók þinni.“ Umrætt hross var upp úr tamningunni brúkunarhross á Hvanneyrarbúinu í fjölda ára. Upp á síðkastið hefur Magnús skrifað greinar um ræktun matjurta sem fyrst og fremst eru ætlaðar ungum áhugaræktendum. Fyrsti hluti greinaflokksins birtist í Hand- bók bænda á liðnu ári og von er á annarri slíkri í næstu Handbók. Nú segist hann hafa áhuga á að koma einhverju slíku fræðsluefni fyrir ungt fólk á netið, enda sé það miðill sem henti ungdómnum í dag. Magnús sjálfur nýtir sér tölvu- tæknina við ritstörf sín, segist reyndar vera klaufi að leita á net- inu en ákveðnar heimasíður les hann iðulega. Hann segist sjálfur vera bestur í að leggja kapla í tölv- unni. Um áraraðir hefur hann iðkað sund og tekið þátt í sagnfræðinám- skeiðum. Einnig eru utanlandsferð- ir, helst á framandi slóðir, árlegur viðburður. Magnús fylgist vel með mönn- um og málefnum og þykir afleitt ef hann man ekki nöfn einstakra manna sem heilsa honum. Það er e.t.v. ekki að furða því nemendaár- gangar hans spanna 40 ára tímabil og þar sem hann sjálfur hefur ekki breyst mikið í útlit, þekkjum við hann öll í sjón. Hann átti barnæsku sína í Kópa- voginum, Óskar faðir hans var bústjóri á Kópavogsbýlinu um ára- raðir. Guðmundur, bróðir Magnús- ar, er talinn fyrsti innfæddi íbúinn í Kópavogskaupstað. Þeir bræður ásamt Einari, þriðja bróðurnum, halda sameiginlega heimili í sunn- anverðu Digranesinu og eiga marg- ar fróðlegar minningar frá bernsku sinni og uppvexti á þessum slóð- um. Fyrir löngu fékk undirrituð leyfi Magnúsar til að safna saman sög- um af honum. Vitað er að margar slíkar lifa meðal gamalla nemenda og samstarfsmanna hans. Þeir sem eiga slíkar í handrað- anum mega gjarnan senda þær á tölvupóstfangið edda@lbhi.is. EÞ Heldur áfram að miðla til æskunnar Ennþá við skrifborðið – alltaf að grúska og lesa sér til. Vaskur hópur slysa- varnafólks fór um Hornstrandir og gerði við sæluhús. Til hægri má sjá skilti í skipbrotsmanna- skýlinu að Látrum. Unnið að viðgerðum í Fljótavík. Sæból í Aðalvík er nær ónýtt.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.