Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200721 Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að kanna vilja hreppsnefndar Skorradalshrepps til sameiningar sveitarfélaganna þótt íbúar Skorradals hafi ítrek- að hafnað sameiningu við önnur sveitarfélög í Borgarfirði, síðast fyrir tveimur árum. Eftir sveitarstjórnarkosningar í fyrravor varð til nýtt sameinað sveitarfélag Borgarbyggðar, Borg- arfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps. Við það stækkaði Borgarfjarðar- og Mýra- sýsla nokkuð þar sem Kolbeins- staðahreppur tilheyrir Snæfellsnesi og færðist við sameininguna úr Snæfellsness- og Hnappadalssýslu í stjórnsýslulegum skilningi. Nýtt sameinað sveitarfélag hlaut nafn- ið Borgarbyggð að undangenginni skoðanakönnun. Íbúar Skorradals- hrepps höfnuðu hins vegar samein- ingu og eru því eina sveitarfélagið í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar sem stendur stakt eftir. Á síðasta fundi sveitarstjórn- ar Borgarbyggðar var tekin fyrir beiðni hreppsnefndar Skorradals- hrepps um kaup á ákveðinni þjón- ustu. Forseti sveitarstjórnar lagði fram þá tillögu að erindinu yrði frestað en að sveitarstjóra yrði fal- ið að kanna áhuga Skorrdælinga á að hefja nú þegar undirbúning að sameiningu sveitarfélaganna í ljósi þess að Borgarbyggð sinnti nú þegar ýmiss konar þjónustu við íbúa Skorradalshrepps. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum gegn einu. Finnbogi Leifsson, einn þriggja bæjarfulltrúa Framsóknarflokks sem er í minnihluta sveitarstjórnar, lagðist gegn tillögunni og lét bóka að sveitarstjórn Borgarbyggðar ætti ekki á þessu stigi að hlutast til um sameiningu við Skorradalshrepp að fyrra bragði. Íbúar Skorradals- hrepps hefðu tvívegis hafnað síð- ustu sameiningu í Borgarfirði í kosningum og auk þess væru í Borg- arbyggð næg verkefni í jaðarbyggð- um áður en lengra væri haldið. Bjóða upp á sameiningu enn á nýFlóamenn stofna ferðamálafélag Ferðamálafélag Flóamanna hefur nýlega verið stofnað. Það mun vinna að framgangi ferða- og menningarmála og verður starfssvæðið fyrst í stað Flóahreppur. Félagið tek- ur við þeim verkefnum sem Ferðamálanefnd Austur-Flóa vann að. Af helstu verkefnum félags- ins má nefna endurskoðun ferða- málastefnu, útgáfu svæðiskorts, umsjón vefsíðunnar floi.is, rekstur Upplýsingamiðstöðvar Flóa og undirbúning að stofnun Tæknisafns Íslands í Flóanum. Það síðastnefnda er reyndar stærsta verkefnið um þessar mundir enda ekki síður unnið í þjóðarþágu en hagsmuna heima- fólks. Auk þess mun félagið vinna að merkingum á göngu- leiðum, gerð fræðsluskilta, úr- bótum á áningarstöðum ferða- manna og kynningu á svæðinu. Augu manna eru að opnast fyrir þeim mörgu skoðunar- verðu perlum sem svæðið býr yfir. Vaxandi fjöldi leitar nú í víðsýni og náttúrufegurð Flóa- sveita, bæði sem ferðafólk en einnig hefur verið stóraukin aðsókn í frístundabúsetu. Félag- ið mun einnig beita sér fyrir verndun náttúru- og menning- arverðmæta, eflingu menning- arstarfs, úrbótum í samgöngum og fleira sem tengist starfssvið- inu. FF hefur þegar leitað eftir samstarfssamningi við sveitar- stjórn Flóahrepps. Auk þess mun það taka þátt í samstarfi út á við, t.d. í Ferðamálasamtök- um Suðurlands. Fleira má sjá um félagið og samþykktir þess á vefsíðunni www.floi.is. Royal Highland Show landbúnaðarsýningin Flug til Glasgow. Haldið sem leið liggur til Edinborgar, þar sem farið er í skoðunarferð um borgina og gist í 2 nætur. Daginn eftir er síðan farið á Royal Highland Show landbúnaðarsýninguna, sem er sérlega áhugaverð fyrir alla þá sem áhuga hafa á landbúnaði. Þar má sjá öll skosku búfjárkynin, vélar, handverk, heimaframleiðslu og margt fleira. Farið verður síðan í skoðunarferð um Mið-Skotland, Stirling kastali skoðaður, farið í viskísmökkun og á markað. Gist í 2 nætur í Glasgow og frjáls dagur þar áður en haldið er heim á leið. Rétt er að benda á að ferðin er opin öllum áhugamönnum um landbúnað. Fararstjóri: Árni Snæbjörnsson Verð: 78.500 kr. Skotlands20. - 24. júní Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir Landbúnaðarferð til s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Sveitarstjórn Strandabyggðar barst nýverið erindi frá grenja- skyttum í Strandabyggð vegna vetrarveiði á ref þar sem krafist er að greitt verði fyrir vetrarveiði veturinn 2005-2006 og því mót- mælt að sett hafi verið 10 skotta „þak“ vegna vetrarveiði 2006- 2007. Þetta telja grenjaskytturn- ar síst hvetjandi til að stunda veiðarnar eins sem skyldi. Í erindinu var einnig dregin í efa heimild sveitarstjórnar að hafa hætt greiðslu fyrir vetrarveiði á sínum tíma, en þá ákvörðun telja skytturnar með miklum ólíkindum. Samkvæmt fundargerðum fyrrum hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps er samþykkt samhljóða þann 24. febrúar 2004 að hætta greiðslu skot- verðlauna fyrir ref og mink að svo stöddu svo ekki fer á milli mála að heimild hefur verið fyrir ákvörðun fyrrum hreppsnefndar. Á fundi sveitarstjórnar þann 6. mars síðastliðinn var samþykkt samhljóða að halda óbreyttum regl- um um vetrarveiði þar til nefnd á vegum Fjórðungssambands Vest- fjarða hefur skilað áliti og tillögum fyrir Vestfirði í heild. Einnig var sveitarstjóra falið að skrifa erindi til Umhverfisráðuneytis þar sem farið verði fram á hærri greiðslur til sveitarfélagsins vegna nálægðar þess við friðlandið á Hornströnd- um. kse Grenjaskyttur ósáttar við reglur um vetrarveiði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.