Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200715 Nýverið var fyrirtækið NOVA kynnt til leiks á íslenskum fjar- skiptamarkaði sem er í eigu fjár- festingarfélagsins Novator. Fyr- irtækið mun bjóða nýja tegund farsímaþjónustu hérlendis sem kallast þriðja kynslóð farsíma (3G). Með nýju tækninni munu farsím- ar breytast í litlar tölvur þar sem fólk getur tengst Netinu hvar sem er þar sem samband er fyrir þriðju kynslóðar farsíma. Nú þegar eru farsímar fyrir kerfið komnir í versl- anir. „Það sem við erum að keppa við á þessu ári er að koma kerfinu vel upp á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi en á næsta ári förum við víðar út á land. Þar eru helstu þéttbýlissvæðin í sigtinu og fjöl- mennustu frístundabyggðasvæðin. Þegar við tölum um bændur þá eru þeir sem eru í næsta nágrenni við áðurnefnda staði sem hafa mögu- leika á að njóta þessarar þjónustu fyrst um sinn,“ segir Jóakim Reynis- son, framkvæmdastjóri tæknimála hjá NOVA. Meiri gagnaflutningar og hraði „Kostirnir við þetta kerfi eru að það leyfir meiri gagnaflutninga og meiri hraða en gsm-kerfið. Það nýj- asta við þetta er nettengingin sem fólk tengist í gegnum 3G farsíma- kerfið. Í kerfinu má búast við að ná hraða upp í allt að 1-2 megabit á sekúndu og jafnvel meira. Þetta er staðlaðra kerfi en við þekkjum í dag og er allsstaðar eins. Þú getur tekið fartölvuna með þér og þarft jafnvel ekki tölvuna með, heldur lít- ið módem eða minniskubb sem þú tengir við tölvu þar sem samband er fyrir þriðju kynslóð farsíma. Í framtíðinni áttu að geta tekið minn- iskubbinn með þér hvert sem er,“ útskýrir Jóakim og segir jafnframt: „Af því að þetta er svo staðlað kerfi og hluti af farsímatækninni tryggir þetta meiri gæði og öryggi sem tekur mið af þeim gæðum sem menn hafa leitast eftir í farsímakerf- inu.“ HVAÐ ER 3G? Skammstöfunin 3G stendur fyr- ir Third Generation. Á íslensku kallast þessi tækni þriðja kyn- slóð farsímakerfa en fyrsta kynslóðin var NMT kerfið og GSM var önnur kynslóð. 3G er miklu afkastameira en GSM, fyrir bæði talsambönd og gagna- flutninga og býður þannig upp á meiri möguleika í gagnaflutn- ingi en GSM-staðallinn. 3G má líta á sem næstu uppfærslu og frekari þróun á GSM-tækninni. 3G mun valda byltingu í því með hvaða hætti fólk á í sam- skiptum líkt og GSM gerði á sínum tíma. GSM-símar munu breytast í litlar fartölvur sem við munum nota til samskipta, til að miðla upplýsingum og afþreyingu. Heimild: NOVA Farsímar breytast í litlar tölvur Fyrirtækið NOVA haslar sér völl á sviði þriðju kynslóðar farsíma Bilanir yfirleitt vegna veðurs Hákon Óli Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri eMax ehf., segir fyrirtækið kappkosta við að þjóna viðskiptavini sína og svar- ar hér þeirri gagnrýni sem nokkr- ir notendur hafa komið með á háa bilanatíðni og þjónustu fyrir- tækisins. „Vandamálið er að oftast verða bilanir í vondum veðrum ýmist vegna þess að búnaður okkar skemmist vegna ísingar og vind- álags. Í vondum veðrum eru líka gjarnan truflanir á rafmagni sem geta skemmt búnað. Það tefur oft viðgerðir að ekki er hægt að komst upp í möstur fyrr en veður er orð- ið skaplegt. Bilanir í sendakerfinu hafa allaf forgang og þá er brugð- ist við eins fljótt og hægt er, enda eru þá yfirleitt margir netlausir í einu. Bilunum hjá einstökum not- endum er reynt að sinna fljótt og vel en það er í öðrum forgangi en sendakerfið. Við kappkostum að bilanir séu í lágmarki en aldr- ei verður hægt að gera kerfi sem stenst öll veður,“ segir Hákon Óli og bætir við: „Núna erum við að vinna í því að endurbæta kerfið á þeim stöð- um á landinu þar sem notendum hefur fjölgað mikið undanfarið. Með hækkandi sól verður aukinn kraftur settur í þá vinnu.“ ehg Síldin kemur og fer í Hörgárdal Leikfélag Hörgdæla frum- sýndi á Melum nú fyrir helgi, leikritið Síldin kemur og síld- in fer eftir systurnar Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Þetta er gamanleikur með söngvum og lifandi tónlist og fjallar um farandverkafólk á síldarárunum, sorgir þeirra og gleði, ástir, afbrýði og sam- skipti við heimafólk. Rauði þráðurinn er togstreit- an milli síldarspekúlantsins og erfingja landsins sem planið stendur á en sá er ekki hrifinn af lýðnum og ólifnaðinum sem síldarævintýrinu fylgir. Um er að ræða viðamikið verkefni hjá Leikfélaginu, t.d. koma að því milli 50 og 60 manns, þar af 19 leikarar. Sunna Borg leikstýrir en hljóðfæraleikur er í höndum þeirra Snorra Guðvarðssonar og Jóns Hrólfssonar. Leikmynd gerir Hallmundur Kristins- son og ljósameistari er Ingvar Björnsson. Sýnt verður að jafnaði á föstudögum og laugardögum kl. 20:30. Miðapantanir eru í símum 864 7686 og 862 6821 milli kl. 17:00 og 19:00. Hugsaðu um heilsuna! Svalandi, próteinrík og fitulaus máltíð Frískandi, hollur og léttur drykkur í dós Gamla góða Óskajógúrtin – bara léttari Silkimjúkt, próteinríkt og fitulaust Fitusnauðar og mildar ab-vörur – dagleg neysla stuðlar að bættri heilsu og vellíðan

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.