Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200716 Það getur borgað sig fyrir bænd- ur og þá sem búa á köldum svæð- um að setja varmadælu upp í híbýlum sínum, þó að stofnkostn- aður sé nokkur er ekki ólíklegt að búnaðurinn geti borgað sig upp á 5-8 árum. Dr. Valdimar K. Jónsson vélaverkfræðingur og prófessor mun fjalla um varma- dælur á ráðstefnu um lagnakerfi í landbúnaði sem efnt verður til á Hvammeyri, í Landbúnaðarhá- skóla Íslands en á ráðstefnunni verður fluttur fjöldi erinda um þessi málefni. Það eru Lagnafélag Íslands og Landbúnaðarráðuneytið í samvinnu við Landbúnaðarháskólann, Bænda- samtök Íslands, Samband íslenskra sveitafélaga, Brunamálastofnun og Lagnakerfamiðstöð Íslands sem efna til ráðstefnunnar sem stendur frá kl. 10 til 17 miðvikudaginn 18. apríl næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til ráðstefnu um lagnakerfi í landbúnaði og löngu orðið tímabært að fjalla um þessi málefni að mati Kristjáns Ottósson- ar framkvæmdastjóra Lagnakerfa- miðstöðvar Íslands. „Þetta er heil- mikil ráðstefna og afar fjölbreytt,“ segir hann. Varmadælur geta opnað nýja möguleika „Notkun á varmadælum hefur auk- ist mjög mikið bæði austan hafs og vestan,“ segir Valdimar, en hér á landi hafa slíkar dælur aldrei náð fótfestu. Það hefur ekki verið neinn hvati fyrir þá sem hugsanlega gætu nýtt sér varmadælur að fjárfesta í þeim. Fyrr en nú. Valdimar bend- ir á að eftir að raforkulögum var breytt fyrir fáum árum, árið 2004, hafi íbúar sem kyntu híbýli sín upp með rafmagni hætt að fá afslátt á raforku frá ríkinu og þá hafi þeir í kjölfarið komist að því að rafmagn er dýrt. „Ég tel að varmadælur geti opnað nýja möguleika fyrir fólk sem býr á köldum svæðum og með því að taka slíkar dælur í notkun verði hægt að lækka rafmagnskostn- að um einn þriðja frá því sem nú er,“ segir Valdimar. Hann bendir á að stofnkostnaður við uppsetningu á varmadælum sé þó nokkuð mikill, en muni borga sig upp á nokkrum árum, frá þrem- ur og upp í átta og beinn hagnaður eftir það. Varmadælur virka á sambæri- legan hátt og heimiliskæliskápar en tilgangurinn er þó annar, í kæliskáp- um er varmi fluttur með kælivél frá köldu svæði yfir til kæligrindar aft- an við ísskápinn og hún flytur svo varmann yfir til eldhúss með aðstoð rafmótors og kælivökvaþjöppu sem svo aftur hita upp kælivökvagufuna á hærri þrýsting og hærra hitastig. Í varmadælunni eru þessu öfugt far- ið, þá tekur varmavélin varma t.d. úr jarðvegi og flytur yfir í íbúðar- húsnæði til upphitunar á því. Notk- un á rafmagni með aðgerð af þessu tagi er um 1/3 til ¼ af hreinni raf- magnshitun að sögn Valdimars. Hvatinn var ekki til staðar Um 12% af öllu húsnæði hér á landi telst vera á köldum svæðum og þar er kynt upp með rafmagni. „Ég er þess fullviss að stór hluti íbúa þessara svæða gæti notast við varmadælur til að kynda hús sín og á þann skapað sér möguleiki á að spara umtalsverða fjármuni sem ella færu í rafmagnið,” segir Valdi- mar. Hann nefnir að til séu ýmsar stærðir og gerðir, unnt sé að kynda einbýlishús með varmadælum, sam- býli og allt upp í stór fjölbýlishús. „Hvatinn var ekki til staðar,“ seg- ir Valdimar spurður um af hverju fólk hafi ekki skoðað þann mögu- leika að nýta varmadælur til upphit- unar húsa. „Rafmagnið var niður- greitt og það var því ekki neitt sem hvatti fólk til að fara sparlega með það, húseigendur á Íslandi hafa í raun aldrei kunnað að spara á þess- um sviðum.” Sjálfsagt fyrir bændur að athuga sinn gang Valdimar segir að víða erlendis tíðkist að veittir séu styrkir til að kaupa og setja upp varmadælur, en svo sé ekki hér á landi. Hann bendir á að ekki sé ýkja flókið að setja varmadælur upp og þær þarfnist sáralítils viðhalds, en rétt sé fyrir t.d. bændur að leita álits sérfróðra hafi þeir hug á að koma sér upp slíkum dælum. „Helsta ástæða þess að Íslendingar eru seinir til í þessum efnum, að nota varmadælur við upphitun híbýla sinna er auðvitað sá að ódýrari kostur var fyrir hendi, jarðhiti sem nú hitar upp allt að 97% alls húsnæðis í landinu. Það sem á vantaði, húsnæði sem staðsett er á köldum svæðum þar sem jarð- hita nýtur ekki við, voru hituð upp með rafmagni og sáralítið var um olíukyndingu. Nú þegar raf- magn er ekki lengur niðurgreitt og menn hafa áttað sig á að það er dýrt, hægt að spara umtalsverð- ar fjárhæðir með því að fara aðrar leiðir tel ég sjálfsagt fyrir bændur og aðra íbúa á köldum svæðum að athuga sinn gang í þessum efn- um,“ segir Valdimar. Valdimar mun gera ráðstefnu- gestum grein fyrir hinum ýmsu gerðum varmadæla, fara yfir hvernig þær virka, hvað þurfi að varast við uppsetningu þeirra og eins hvaða möguleikar eru fyrir hendi á notkun þeirra á köldum svæðum á Íslandi og benda á hver hagkvæmni varmadælu er miðað við aðra upphitunarkosti. Landbúnaðarhús byggð án þess að lagnakerfi séu hönnuð Á ráðstefnunni verður fjallað um núverandi ástand í lagnakerfum í landbúnaði en Hilmar Einarsson byggingafulltrúi uppsveita Árnes- sýslu mun m.a. varpa fram þeirri spurningu hvort hús í landbúnaði séu í stórum stíl byggð án þess að lagnakerfi séu hönnuð fyrirfram. Kristján segir að svo sé, lítið sé um að lagnir séu teiknaðar fyrir- fram, „það hefur ekki sést lagna- teikning í uppsveitum Árnessýslu um árabil, þetta er allt smíðað eftir auganu,” segir hann og telur þekk- ingarskort bænda um að kenna. Þeir telji að allt sé með felldu, svo sé þó langt í frá ekki og menn geti rekið sig á að með því að sleppa lagnateikningum og fá verkið ódýrara fyrir vikið geti það þegar upp er staðið orðið dýrara. Komi eitthvað upp á er ábyrgðin eigend- anna og þá bendir Kristán á að um brot á byggingareglugerð sé að ræða. Loftræstikerfi í landbúnaðar- húsum verður til umfjöllunar á ráðstefnunni, mjaltakerfi sömu- leiðis, upphitun húsa og neyslu- vatnslagnir, lagnir í gróðurhús- um, raflagnakerfi, haughúsakerfi, rotþrær, brunavarnir, ný tækni í viðvörunarkerfum fyrir landbún- aðarbyggingar, verklagsreglur við hönnun, byggingu og lokafrágang lagnakerfi og loks verður fjallað um ábyrgð á verkframkvæmdum. Ráðstefna á Hvanneyri um lagnakerfi í landbúnaði Varmadælur geta borg- að sig upp á fáum árum Varmadælur hafa lítið sem ekkert verið notaðar hér á landi við að hita upp híbýli manna, en Valdimar K. Jónsson vélaverkfræðingur og prófessor seg- ir að nú þegar niðurgreiðslum á rafmagni hefur verið hætt geti slíkar dælur borgað sig upp á fáum árum á köldum svæðum. Valdimar flytur erindi um varmadælur á ráðstefnu um lagnakerfi í landbúnaði sem haldin verður á Hvanneyri í næsta mánuði, en hér er hann ásamt Kristjáni Ottóssyni fram- kvæmdastjóra Lagnakerfamiðstöðvar Íslands og ráðstefnustjóra, en hann flytur einnig erindi á ráðstefnunni. „Corine-verkefnið mun nýtast bændum mjög vel, m.a. vegna þess að kortlagning á túnum og ræktuðu landi sem nú er í bígerð er hjá Bændasamtökunum getur tengst þessum grunni á svipaðan hátt og mörg önnur landflokkun- arverkefni sem nú er unnið að hér á landi munu gera. Einn aðal- ávinningurinn við Corine-verk- efnið er sá að það tengir saman vinnu sem fram fer hjá mörgum stofnunum og kemur þar með í veg fyrir tvíverknað og spar- ar peninga,“ segir dr. Kolbeinn Árnason jarðeðlisfræðingur, en hann starfar m.a. að samvinnu- verkefni milli Landmælinga Íslands og Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands um fjarkönnun, þ.e. nýtingu gervitunglamynda í náttúrurannsóknum á Íslandi. Flokkunarkerfið sem um er að ræða, Corine („Coordination of Information on the Enviroment“ eða „Samræming á umhverfisupp- lýsingum“), tekur til flokkunar á yfirborðs- og landnýtingargerðum á landinu öllu með sama hætti og gert hefur verið í öðrum Evrópu- löndum. Tilgangur verkefnisins er að kortleggja ákveðnar yfirborðs- gerðir og landnýtingarflokka og fylgjast með breytingum sem á þeim verða með tímanum þannig að ávallt séu fyrirliggjandi réttar tölulegar upplýsingar um þessar landstærðir hér á landi eins og annars staðar í Evrópu. Við fram- kvæmd Corine-verkefnisins eru notaðar SPOT-5 gervitunglamynd- ir með 2,5m greinihæfni ásamt margs konar öðrum upplýsingum sem nú þegar eru til hjá ýmsum aðilum í landinu sem komið er fyr- ir í sameiginlegum gagnagrunni. „Í flestum tilvikum eru nauðsyn- legar upplýsingar til, en í nokkrum tilfellum, þar sem svo er ekki, er áhugi fyrir að hefja söfnun þeirra sem allra fyrst. Þannig ætla til að mynda Bændasamtökin að byrja kortlagningu túna og annars rækt- aðs lands á komandi vori,“ segir Kolbeinn. Verkefninu segir hann einnig ætlað að varpa ljósi á hvaða áhrif stefnumótandi ákvarðanir m.a. í landbúnaði (t.d. í skógrækt) og í tengslum við stækkun þétt- býlis og samgöngukerfa hafa á umhverfið almennt. Hann segir að vinna við þetta verkefni hefði hafist hér á landi árið 2005 í samvinnu Landmæl- inga Íslands, Verkfræðistofnunar HÍ, Landbúnaðarháskólans og Náttúrufræðistofnunar þegar 1500 ferkílómetra svæði suðaustan við höfuðborgarsvæðið var flokkað, en áætlað er að ljúka flokkun alls landsins á þessu ári. Einnig verða breytingar á landnýtingu sem orð- ið hafa síðan árið 2000 kortlagðar. Markmiðið með þátttöku í Cor- ine-verkefninu er að afla sambæri- legra upplýsinga um landnýtingu og til eru í öðrum Evrópulöndum og afla þeirra upplýsinga á sama tíma og gert er þar. „Niðurstöður Corine-verkefnisins mynda upp- lýsingagrunn sem mun sýna fram á þær breytingar sem verða á land- notkuninni með tímanum. Slíkur grunnur nýtist t.d.stjórnvöldum til að bera saman þróun landnýtingar í einstökum Evrópuríkjum og stýra eða grípa tímanlega inn í þessa þró- un þar sem á þarf að halda,“ segir Kolbeinn. Hægt að fylgjast með breytingum á landnotkun Hann nefndir að ætlunin sé að upp- færa flokkunina á 5 ára fresti eða jafnvel oftar, „en á þann hátt verð- ur til lifandi breytingagrunnur þar sem við getum fylgst með þróun landnýtingar bæði hér innanlands og einnig í samanburði við önnur Evrópulönd,“ segir Kolbeinn og bætir við að lengi hafi skort hér á landi tölfræðilegar niðurstöður um landnýtingu, en með þátttöku í verkefninu sé tryggt að til séu hér á landi sambærilegar upplýsingar og í öðrum Evrópulöndum. „Það verður mun auðveldara en áður að bera saman ákveðna mála- flokka í ýmsum löndum, t.d. geta íslenskir bændur hæglega sýnt fram á að búskapur á Íslandi sé sérstaklega vistvænn í þeirri merk- ingu að aukning á því landi sem fer undir landbúnað setur ekki neinn merkjanlegan þrýsting á aðra land- nýtingu eða landgerðir þvert á það sem gerist í flestöðrum löndum Evrópu, þar sem landrými er yfir- leitt af mjög skornum skammti,“ segir Kolbeinn. MÞÞ Vinna hafin við evrópska flokkunarkerfið Corine hér á landi: Bændur mun geta sýnt fram á að búskapur hér er vistvænn SPOT-5 gervitunglamynd af höfuð- borgarsvæðinu, en slíkar myndir hafa verið teknar af öllu landinu á undanförnum árum. Í Corine- flokk- unarverkefninu eru 5 yfirflokkar; 1) Manngerð svæði, 2) Landbúnaðar- land, 3) Skógar og önnur náttúru- leg svæði, 4) Votlendi og 5) Vötn og höf. Þessir yfirflokkar greinast síðan í 33 yfirborðsgerðir hér á landi og eru SPOT-5 myndirnar ásamt margvíslegum öðrum upp- lýsingum notaðar við þá greiningu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.