Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200713 holdum eftir að þær hafa náð tiltek- inni nyt. Við ákváðum að fóðra þær eftir þörfum sama í hvaða nyt þær væru. Það skilar því að þær halda hárri nyt lengur. Þær ganga ekki á eigin forða og fá ekki það líkam- lega sjokk sem því fylgir. Við gef- um þeim eftir þessari aðferðafræði fram að geldstöðu og skrúfum þá fyrir, tökum þær í meðferð og gef- um þeim svo mikið af grófu, orku- litlu fóðri. Þær eiga að éta mikið á geldstöðunni til þess að halda vam- barýmdinni. Að öðrum kosti geta þær ekki étið eins mikið eftir burð. Við reiknuðum út að heildarát kúa í framleiðslu væri að meðaltali 19- 20 kg af þurrefnum á dag sem er mjög mikið.“ Kálfadauði hjá þeim er í með- allagi, „þótt hver dauður kálfur sé einum kálfi of mikið. Við höfum ekki getað tekist á við þann vanda en það kemur að því. Við höfum þó gefið kúnum ákveðna fóðurblöndu síðustu tvær vikur fyrir burð því þær þurfa annað steinefnainnihald á þeim tíma. Við höfum hins vegar tekið eft- ir því að með mikilli og markvissri fóðrun dregur úr ýmsum efna- skiptasjúkdómum hjá kúnum. Við takmarkaðri fóðrun, meðal annars kjarnfóðurgjöf, er verið að hvetja þær til að framleiða en því ekki fylgt eftir sem skyldi. Það getur leitt til efnaskiptasjúkdóma, svo sem súrdoða. Það þarf að gefa þeim eins mikið og þær þurfa til þess að þær haldi heilbrigði. Það hefur enginn sýnt fram á hvað íslenska kýrin getur. Reynsla okkar bendir til þess að hún geti meira en menn halda og við þykj- umst vita að við erum ekki komin að endimörkum afurðagetunnar.“ Dekrum ekki við kýrnar Blaðamaður rifjar upp grein sem hann las eitt sinn um hollenska bændur sem keyptu sér kúabú í Danmörku og það var segin saga að eftir árið hafði nytin í kúnum auk- ist um 30%. Skýringin sem menn fundu á því var sú að þeir hollensku væru öllum stundum í fjósinu að dekra við kýrnar meðan danskir bændur væru þær einungis á mjalta- tíma. Því var kjörið að spyrja hvort þau sinntu kúnum sérstaklega mik- ið? „Nei, ekki svo mjög. Við klipp- um kýrnar reglulega og meðan þær voru á básum dustuðum við af þeim rykið og þrifum af þeim skít- aklepra, klipptum á þeim klaufirnar og þess háttar. Við höfum líka allt- af verið með fulla lýsingu yfir dag- inn í fjósinu og svo næturlýsingu á nóttinni. Allt telur þetta í þá veru að auka nytina. Það tók kýrnar dálítinn tíma að venjast frelsinu, þær kunnu ekki að bera sig eftir kjarnfóðrinu og sumar fengu súrdoða. Við tókum eftir að stálmi hjá nýbærum var minni en áður og viljum þakka það aukinni hreyfingu kúnna í lausagöngunni,“ segja þau. Þriggja ára áætlun nauðsynleg Eftir þetta berst talið að stöðu mjólk- urframleiðslunnar sem hefur breyst verulega hratt á síðustu árum. Snæ- fellingar hafa ekki farið varhluta af þeim breytingum því eins og annars staðar á landinu hefur kúabú- um fækkað þótt lítrunum sem fram- leiddir eru hafi ekki fækkað. En hvernig líst þeim á framtíð- ina? „Við erum búin að steypa okkur í skuldir og verðum að standa und- ir þeim. Það eru óvissutímar, næstu kosningar gætu reynst afdrifaríkar fyrir bændur, því þá ræðst hverjir halda áfram að stjórna landbúnað- arkerfinu. Alþjóðaumhverfið hefur sín áhrif og hvernig við spilum úr því. Þar geta líka legið ýmis tæki- færi. Það hefur til dæmis tekist að auka skyrútflutninginn til Ameríku verulega og vonast er til að á þessu ári verði útflutningurinn allt að 15 tonn á viku, svo ekki sé minnst á smjörið sem við þurfum endilega að losna við. En nú er brýnt að mjólkuriðn- aðurinn geri áætlun og gefi okkur mjólkurframleiðendum vísbendingu um hvað hann þurfi mikla mjólk, til dæmis næstu þrjú árin. Þá getum við skipulagt okkur eftir því. Svo má endurskoða áætlunina ef eitt- hvað breytist. Við vitum núna að afurðastöðvarnar kaupa alla mjólk sem framleidd verður á þessu verð- lagsári en við þurfum að geta séð lengra fram í tímann vegna þess að framleiðsluferillinn er svo lang- ur,“ segja þau Laufey og Þröstur á Stakkhamri. Texti og myndir: –ÞH Hin velhyrnda Brák flatmagar í fjósinu og nýtur þess að láta mynda sig. Hér að ofan sést fjósið utanfrá og búið að stækka það verulega. Hægra megin sér í hlöðuna þar sem sjálfvirka fóðurkerfinu verður komið fyrir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.