Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200724 Erfðabreyttur maís veldur lifrar- og nýrnaskemmdum Niðurstaða úr fyrstu óháðu rann- sókninni á erfðabreytta maís- stofninum Mon 863 liggur fyrir. Niðurstaðan veldur áhyggjum, segir Svenska Dagbladet. Þegar leyfi fékkst til ræktunar á erfðabreytta maísstofninum Mon 863 í ESB voru eingöngu lagðar þar til grundvallar prófanir fram- leiðandans, Monsanto. Nú hafa sér- fræðingar franska vísindaráðsins CRII-GEN gert áháða rannsókn á stofninum. Niðurstaða hennar var kynnt nýlega og hún er sú að þessi stofn veldur alvarlegum lifrar- og nýrnaskemmdum hjá rottum. Sér- fræðingarnir krefjast þess í fram- haldi þess að ræktun afbrigðisins verði hætt. Sænski landbúnaðarráðherrann, Eskil Erlandson telur að hér hafi eðlileg varnaðarsjónarmið verið viðhöfð og að réttir aðilar innan ESB hafi metið áhættuna, segir í frétt Svenska Dagbladets. LandbrugsAvisen Utan úr heimi Bretar taka frumkvæði í bar- áttunni við loftslagsbreytingar Lagt hefur verið fram frumvarp til laga í breska þinginu um að draga úr losun koltvísýrings í andrúmsloftinu. Frumvarpið mælir fyrir um það að losun koltvísýrings í Stóra-Bret- landi skuli minnka um 60% fyrir 2050, miðað við núverandi losun. Með þessu frumvarpi taka Bretar for- ystu um pólitískar ákvarðanir um að stöðva hlýnun andrúmsloftsins. Ríkisstjórnin leggur til að gerðar verði fimmára áætlanir um niður- skurðinn. Auk þess verði stofnað óháð eftirlitsráð sem fylgist með því að aðgerðum í umhverfismál- um sé fylgt eftir. Tony Blair, forsætisráðherra, setti veðurfarsbreytingarnar efst á verkefnalista þegar hann gegndi for- mennsku í svonefndum G-8 hópi ríkra landa í heiminum árið 2005. Ef breska þingið (Parlamentið) sam- þykkir lögin verður Bretland fyrsta land í heiminum til að setja lög um bindandi niðurskurð á losun gróður- húsalofttegunda. Sem áfangamark- mið gerir frumvarpið ráð fyrir að niðurskurðurinn nemi 26-32% fyrir árið 2020. Bretland, ásamt Þýskalandi, hefur verið í fararbroddi um metn- aðarfullan veðurfarssáttmála þegar Kyótó bókunin rennur út árið 2012. Fyrir nokkru samþykkti leiðtoga- ráð ESB, þar sem Þýskaland gegnir nú formennsku, að draga úr losun koltvísýrings um 20% í löndum sambandsins fyrir 2020. Angela Merkel sem situr þar í forsæti, fyrri- hluta þessa árs, hefur tilkynnt leið- togaráðinu að Þýskaland vilji auka niðurskurðinn í 30% ef önnur lönd heims taki einnig þátt í því. Mest óvissa varðandi málið er sú hver verði viðbrögð Bandaríkj- anna sem og stórra þróunarlanda, svo sem Brasilíu, Kína og Ind- lands, þ.e. hvort þessi lönd vilja skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Skuldbindingar Kyótó bókunar- innar varða einungis iðnríki heims. Bandaríkin, sem ein losa um fjórð- ung af gróðurhúsalofttegundum í heiminum, hafa ekki verið aðilar að Kyótó bókuninni. Ýmsir sérfræðingar telja að mögulegt sé að Bush forseti breyti að einhverju leyti um afstöðu í mál- inu. Hins vegar er búist við því að þróunarlöndin taki ekki á sig neinn niðurskurð fyrr en ríku löndin hafa ákveðið að draga úr losuninni. Þró- unarlöndin krefjast þess einnig að ríku löndin hjálpi hinum fátæku að taka upp tækni sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nationen Danmörk, Slóvakía og að hluta Austurríki eru einu lönd ESB sem gera kröfu um að eigend- ur búi á jörðum sínum. Fjöldi landa leitast eftir sem áður, með löggjöf, við að hafa áhrif á búreksturinn og eignaraðild að jörðum. Þetta kemur fram í könnun sem matvælanefnd danska þjóð- þingsins (Folketinget) lét vinna fyrir sig og byggist á upplýsing- um sem sendiráð Danmerkur í löndum ESB tóku saman. Samkvæmt könnuninni eru engin fyrirmæli um búsetu eigenda á jörðum í 18 löndum ESB. Þessi lönd eru: Búlgaría, Kýpur, England, Eistland, Frakk- land, Grikkland, Holland, Írland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Rúmenía, Sló- venía, Spánn, Tékkland og Ung- verjaland. Í fimm löndum, Finnlandi, Ítalíu, Þýskalandi, Póllandi og Svíþjóð, eru þó í gildi „önnur opinber fyrirmæli“ í þessum efn- um. Þannig eru í Finnlandi, Ítalíu og Þýskalandi í gildi reglugerðir sem veita eigendum og leigulið- um efnalegt hagræði af að búa á eða í grennd við bújarðirnar. Í Póllandi er gerð krafa um að eigendur jarða sem ekki eru leigð- ar út stundi sjálfir búskap á jörð- um sínum og að yfirvöld á svæð- inu skuli fylgjast með því hve oft eigendur vitja jarða sinna. Í Svíþjóð er almenna reglan sú að það er ekki skylduábúð eig- enda á jörðum en sérstakar regl- ur gilda þar sem búseta er mjög dreifð. Þar þarf sérstakt leyfi til að kaupa jörð ef kaupandi hef- ur ekki búið í sveitarfélaginu í minnst eitt ár. Búsetuskylda Í Slóvakíu og Danmörku er bú- setuskylda eigenda við kaup á jörðum. Hið sama á við um leigu- liða sem stunda búskap á jörðinni í meira en fimm ár. Í Austurríki er engin bein skylda um búsetu en í fjölda hér- aða er talið nauðsynlegt til að tryggja anda laganna um góðan rekstur að eigandi eða leiguliði búi á jörðinni. Í héraðinu Limburg í Belgíu er sett skilyrði um búsetu í Belg- íu fyrir því að fá að taka jörð á leigu. Nýlega fór Þjóðverji, sem á bújörð í Danmörku, í mál við danska ríkið og krafðist þess að skylda hans til búsetu á jörðinni yrði felld niður. Dómstóll ESB hefur nú dæmt í málinu á þá leið að skyldubúseta á jörðum sé ólög- leg samkvæmt lögum ESB. Danska ríkisstjórnin hefur að svo komnu máli ekki tilkynnt hvaða breytingar verði gerðar á dönskum lögum í kjölfarið. LandbrugsAvisen Fá lönd ESB krefjast búsetu eigenda á jörðum Aðeins Danmörk og Slóvakía hafa slíka kröfu lögbundna Hinn eindregni stuðningur sem notkun líforku fær nú um stund- ir, sem ráð til að draga úr hlýn- un andrúmsloftsins, hefur ekki verið hugsaður í botn. Það er álit Stefans Tangermans, yfirmanns viðskipta- og landbúnaðardeild- ar Efnahags- og framfarastofn- unarinnar í París, OECD. Rök- in eru þau að við ræktun gróð- urs til líforkuframleiðslu þurfi mikla orku úr jörðu; kol, olíu og gas. Að áliti Tangermans eru áhrif líforkunnar á að draga úr hlýnun verulega minni en almennt er tal- ið og þar að auki er það dýrt að framleiða orku úr gróðri. Skýring- in á því er sú að mikið af orku úr jörðu, olíu, fer í að rækta og nýta gróður til orkuframleiðslu. Hlut- fall orku úr jörðu við framleiðsl- una er um 80% af líforkunni sem framleidd er. Að auki er ræktunarlandið tak- markað. Ef stefnt væri að því að draga úr olíu- og bensínnotkun bíla í ESB um 10% þyrfti um þriðj- ung af ökrum ESB undir fram- leiðslu líforku. Bændur eru nú hvattir til að rækta gróður til orkuframleiðslu í stað matar. Afleiðingin verður sú að matvælaverð hækkar og fólki í þróunarlöndunum, sem skortir mat, mun fjölga. Tangerman spurði sig einnig hvort framleiðsla líforku gæti orðið hagkvæm í Evrópu þar sem áburðarverð og verð á gróðurvarn- arefnum stígur samhliða verð- hækkun á hráolíu. Hagnaðarvonin er enn langt undan. Landbúnaður í Evrópu á engra kosta völ gagnvart heimsmarkaðsverði á olíu. Orkuvinnsla úr úrgangsefnum, þar með töldu gasi úr sorpi, er í eðli sínu hagkvæm ef ekki er um aðra notkunarmöguleika þess að ræða. Þar með er einnig komist fram hjá keppni milli orkuvinnslu og matvælaframleiðslu. Hið sama gildir um svokallaða annarrar kyn- slóðar orkuvinnslu þar sem t.d. er notað lífrænt afgangsefni úr skógum, lauf og greinar. Þar eru hins vegar enn óleyst tæknileg vandamál sem nú er lagt kapp á að leysa. Bílaframleiðendur mótmæla Evrópskir bílaframleiðendur eru tortryggnir á hugmyndir ESB um framleiðslu á lífdísilolíu á bifreið- ar. Dísilbílar dagsins í dag ráða ekki við 10% blöndun af lífdísil- olíu. Þar sem það tekur tíma að end- urnýja bílaflotann verður að selja lífdísilolíuna úr sérstökum olíu- dælum, a.m.k. um nokkurt árabil. ESB sér fram á langar og strangar umræður um notkun lífdísilelds- neytis. Landsbygdens Folk Ræktun gróðurs til líforkuframleiðslu dregur lítið úr hlýnun andrúmsloftsins Afplánun með samfélagsþjón- ustu fer vaxandi í Noregi Aldrei hafa jafn margir verið dæmdir til að afplána dóm í sakamáli með samfélagsþjón- ustu í Noregi eins og í fyrra, eða 2.680. Slíkum dómum hefur fjölg- að jafnt og þétt frá því að þetta form afplánunar var tekið upp fyrir fimm árum. Yfir 9 þúsund manns hafa fengið þannig dóm frá því þeir voru teknir upp, sam- kvæmt upplýsingum frá Dóms- málaráðuneytinu í Noregi. Ragnar Kristoffersen, sem starf- ar við menntamiðstöð stofnunar sem annast endurhæfingu refsi- fanga, Kriminalomsorgen, upplýs- ir að samfélagsþjónusta sé afar jákvæð, bæði fyrir þá sem þurfa á endurhæfingu að halda, sem og fyr- ir samfélagið. Nationen Viðvörun við svínaskítslykt. Það er nýjasta framlag Svínaræktar- sambands Dana í því skyni að bæta samskipti svínabúanna við nágranna sina. Svínabóndinn getur með hjálp vefsíðunnar www.gyllesms.dk var- að nágranna sína við því með nokk- urra daga fyrirvara að hann ætli að dreifa svínaskít á tún sín og akra. Þetta dregur ekki úr lyktarmeng- uninni en nágrannarnir geta skipulagt tíma sinn m.a. þannig að bjóða ekki til grillkvölds í garðinum hjá sér dag- ana sem áburðardreifingin fer fram. Auðvitað verður að aka út skítn- um en hví ekki að búa nágrannana undir það, segir í fréttatilkynningu frá Svínaræktarsambandinu. Landsbygdens Folk Sms-skilaboð vara nágrannana við svínalykt Breska þingið fjallar nú um það hvort Bretar eigi að taka forystuna meðal iðnríkja í því að draga úr gróðurhúsa- áhrifum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.