Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 20072 Nýja hesthúsið á Hólum formlega tekið í notkun Á Hólum í Hjaltadal er risið nýtt og glæsilegt hesthús ásamt reiðhöll. Byrjað var á húsinu seint í júlí 2006 og hefur verið unnið stanslaust síðan, oft um 20 manns. Aðalverktaki við bygg- inguna er Friðrik Jónsson ehf. á Sauðárkróki. Húsið er 3.350 fermetraað grunn- máli. Í því eru 196 stíur, hver þeirra um 7 m2 að stærð. Innréttingar eru frá danska fyrirtækinu Fremtiden. Í suðurenda hússins er svo um 800 m2 reiðskemma. Auk þess er í hús- inu kaffistofa, snyrtingar, geymsla fyrir reiðtygi og heygeymsla. Vegg- ir hússins eru steyptir í 1,2 m hæð en þar fyrir ofan er límtré. Það er fyrirtækið Hesthólar ehf. sem byggir húsið og leigir það síð- an Hólaskóla. Húsið var formlega tekið í notkun sl. föstudag og var mikið fjölmenni samankomið við þá athöfn. Tíðindamaður blaðsins leit við í hesthúsinu þegar lokafr- ágangur stóð sem hæst í vikunni áður og tók meðfylgjandi mynd- ir. Nánar verður greint frá vígslu hússins í máli og myndum í næsta Bændablaði. ÖÞ Fréttir Íslenskir garðyrkjubændur hafa ákveðið að merkja allar vörur sínar með íslensku fánaröndinni. Er þetta gert til þess að neytend- ur eigi auðveldara með að átta sig á hvaða vörur eru íslenskar og hverjar ekki. Stór hluti íslensks grænmetis, kartaflna og afskorinna blóma er nú þegar merktur fánaröndinni og í vor verða íslenskar garðplöntur einnig merktar á þennan hátt. „Við viljum auðvelda neytend- um að velja sér vörur með þeim eiginleikum og gæðum sem íslensk framleiðsla hefur. Það sem hér er ræktað er aðlagað að íslenskum aðstæðum og íslenskir garðyrkju- bændur eru stoltir af þeim gæðum sem þeir geta boðið. En það er fyrst og síðast neytandans að velja þá vöru sem hann telur besta og við viljum hjálpa til með að merkja þær vörur sem eru íslenskar, ” seg- ir Þórhallur Bjarnason, formaður Sambands garðyrkjubænda. Íslenskir garðplöntuframleið- endur leggja metnað sinn í að bjóða garðplöntur sem henta íslensku veðurfari og hafa sannað sig við íslenskar aðstæður. Þá hef- ur íslenskt grænmeti mjög ákveðna eiginleika og vegna ræktunar nálægt markaðnum er það alltaf ferskt þegar það kemur í verslanir. Bragðgæðin eru mikil, meðal ann- ars vegna þess góða vatns sem við Íslendingar höfum aðgang að. Fátítt er að grænmeti sé vökvað með jafn góðu vatni og það íslenska. Þá er stutt að fara með afskorin blóm úr gróðurhúsi í verslanir og þau verða því fyrir litlu hnjaski og eiga að standa lengur. Fleiri vörur garðyrkjubænda í fánalitunum Garðyrkjubændurnir í Hvera- túni í Laugarási í Biskupstung- um, þau Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir, hafa sett á markaðinn poka- salat, salat í pokum tilbúið til neyslu, sem er nýjung í inn- lendri framleiðslu. Um er að ræða þrjár tegund- ir af salati, klettasalat, íssalat og Íslandssalat. Auk salats er ræktuð steinselja í Hveratúni með góð- um árangri. „Já, við erum mjög ánægð að vera komin með poka- salat á markað og vonum að neyt- endur taki því vel, viðbrögðin hafa að minnsta kosti verið góð fram að þessu,“ sagði Magnús. Salatið frá Hveratúni er mjög vel merkt þannig að neytendur ættu ekki að ruglast á því hvort þeir eru að kaupa íslenska eða útlenda vöru. MHH Magnús leggur mikið upp úr merk- ingunum á pokasalatinu þann- ig að fólk þarf ekki að velkjast í vafa um hvort það er að kaupa íslenska eða útlenda vöru. Hér er íssalat frá honum. Pokasalat frá Hveratúni í Laugarási í Biskupstungum Magnús Skúlason garðyrkjubóndi hefur staðið sig vel í ræktun á salati síðustu ár og nú er hann kominn með á markaðinn pokasalat sem hef- ur fengið góðar viðtökur. Hér er hann í einu af gróðurhúsunum sínum. Myndir MHH Innflutningstollar verða lækk- aðir um helming strax á næsta ári og svo felldir niður í áföng- um í samráði við bændur nái vilji Samfylkingarinnar fram að ganga. Það er löngu tímabært að taka landbúnaðarkerfið til endurskoð- unar, en stjórnvöld misstu af tæki- færi til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á kerfinu. Þetta Kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn var í liðinni viku. Á fundinum sátu formenn þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi fyrir svörum, en samtökin höfðu fyrirfram lagt fyrir þá nokkr- ar spurningar um margvísleg mál- efni. Tvær spurninganna snérust um landbúnað, en samtökin vildu fá fram afstöðu flokkanna til þess voru næstu skref til lækkunar á matvælaverði á Íslandi ættu að vera þau að fella niður innflutn- ingsvernd á landbúnaðarvörur og ef svo væri hvort flokkurinn myndi leggja áherslu á að það yrði gert á næsta ári. Það hefur lengi verið baráttumál verslunarinnar að koma á óheftri verslun með landbúnaðarvörur og að mati sam- takanna er niðurfelling tolla og kvóta árangursríkasta leiðin til að lækka matvöruverð hér á landi. Ingibjörg Sólrún sagði að í nýj- ustu skýrslu OECD væri lagt til að dregið yrði úr stuðningi við land- búnað og það væru fleiri en Sam- fylkingin sem væru þeirrar skoðun- ar. Hún lagði hins vegar áherslu á að slíkt yrði gert í góðri samvinnu við bændur, brýnt væri að kippa ekki fótunum undan bændastétt- inni í einu vetfangi. Jón Sigurðsson, Framsóknar- flokki, sagði að flokkurinn teldi að afnám allrar innflutningsverndar væri neytendum ekki til hagsbóta. Benti hann á að innflutt grænmeti væri 67% dýrara hér á landi þrátt fyrir að íslenskt grænmeti nyti ekki innflutningsverndar. Taldi Jón fullvíst að róttækar breyting- ar yrðu í íslenskum landbúnaði á næstu árum. Geir H. Haarde, Sjálfstæðis- flokki sagði að breytingar eins og afnám innflutningsverndar yrði að gera smám saman og í samráði við bændur. Slíkt væri ekki næsta skref í málinu, „en það vita allir að það verða breytingar, en ekki í einu höggi á einu ári.“ Sagði forsætisráðherra að bændur og for- svarsmenn úrvinnslustöðva land- búnaðarins væru þegar farnir að búa sig undir aukna samkeppni. Steingrímur J. Sigfússon VG sagði það alltof sársaukafullar og dýrkeyptar aðgerðir að fella nið- ur alla innflutningsvernd á einu bretti, en mikilvægt væri engu að síður að leita leiða til að lækka verð á matvælum. „Það þýðir ekki að tala neina tæpitungu hér,“ sagði hann. “Aðgerðir af þessu tagi myndu rústa atvinnugreininni sem og úrvinnslugreinum og taka fleira með sér í fallinu, við tökum ekki þátt í slíku.“ Í máli Guðjóns Arnars Krist- jánssonar, Frjálslynda flokknum, kom fram að flokkurinn vill ekki stíga svo stór skref að landsmenn bíði skaða af. „Við viljum sá hver árangurinn verður af þeim aðgerð- um sem nýlega var gripið til og meta árangurinn áður en næstu skref verða tekin.“ MÞÞ Samtök verslunar og þjónustu spyrja hvort fella eigi niður innflutnings- vernd á landbúnaðarvörur Ljóst að róttækar breytingar verða í atvinnugreininni á næstu árum Ársfundur Landbúnaðarháskóla Íslands var haldinn í Varmahlíð í Skagafirði nú nýlega., heima- menn flykktust til fundar og var hann fjölmennur, en að sögn Ágústs Sigurðssonar rektors er tilgangur þess að fara með fundi um landið einmitt sá að ræða brýn framfaramál á hverjum stað, „en þannig getum við sem menntastofnun stuðlað að þróun og aukinni þekkingu á þeim við- fangsefnum sem við er að fást,” sagði Ágúst. Þetta var annar ársfundur Land- búnaðarháskólans, en hann varð til með samruna þriggja stofnana land- búnaðarins í ársbyrjun 2005, skól- anna að Reykjum og Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins. Ágúst sagði að ákveðið hefði verið að ræða einkum tvö mál í Skagafirði, hross og kornrækt, enda mætti finna öflugustu hrossa- ræktendur landsins þar og kornrækt stæði einnig styrkum fótum. Þá gat rektor þess að samstarf við Háskólann á Hólum væri mönn- um einnig ofarlega í huga en með auknu samstarfi skólanna tveggja opnuðust ný tækifæri til frekari afreka. Nýlega var gengið frá rammasamningi um samstarf skól- anna og var fyrsti afrakstur hans kynntur á ársfundinum; sameigin- leg námsgráða í hestafræðum sem Ágúst sagði mikið framfaramál Á fundinum kynntu starfsmenn LbhÍ og Háskólans á Hólum nýja námsbraut í hrossarækt sem tekur til starfa í haust. Ingimar Ingimars- son, Ytra-Skörðugili, fjallaði um hrossarækt sem vaxandi atvinnu- grein og Þorvaldur Kristjánsson, LbhÍ, ræddi um rannsóknir í hrossa- rækt. Gunnar Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum flutti erindi sem hann nefndi; Kornrækt – já takk. Þá flutti Jónatan Hermannsson, LbhÍ, erindi sem heitir Íslensk kornyrki – for- sendur framfara og Jón Hallsteinn Hallsson, LbhÍ, ræddi um nýja tækni í kornkynbótum. Ársfundur Landbúnaðarháskóla Íslands haldinn í Skagafirði Vilja ræða framfaramál við heimamenn

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.