Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 20076 Fimmtugsaf- mæli í Berlín Um helgina var haldið upp á fimmtugsafmæli Evrópusam- bandsins. Að sjálfsögðu var mikið um dýrðir og flugeldarnir hvergi sparaðir í Berlín sem hefur verið að endurheimta sess sinn sem höfuðborg álfunnar. Íslendingar hafa kosið að standa utan við þennan selskap svo okkur var ekkert boðið í afmælið. Við því er svo sem ekkert að segja þótt eflaust hefðu einhverjir viljað mæta. Það eru skiptar skoðanir um samskipti þjóðarinnar við þennan evrópska risa og litlar horfur á því í augna- blikinu að þau verði aukin sem neinu nemur. Því verður hins vegar ekki móti mælt að stofnun og þróun Evr- ópusambandsins hefur á margan hátt gerbreytt ásýnd álfunnar og samskiptum þeirra sem hana byggja. Það var yfirlýstur tilgangur stofnendanna að skapa þær aðstæð- ur að þjóðir Evrópu hefðu ekki framar hag af því að fara í stríð og hann hefur gengið eftir. Stundum er sagt að tilgangur ferðalaga sé ekki að komast á tiltekinn áfangastað heldur bara það að ferðast. Það má heimfæra upp á Evrópusambandið sem oft er frekar lýst sem ferli en stofn- un. Þar á bæ hafa menn iðkað list málamiðlunarinnar af miklum móð, oft með þeim árangri að nokkurn veginn allir hafa verið óánægðir, í það minnsta til að byrja með. Útkoman hefur hins vegar verið sú að einmitt á þeim sviðum sem mest hefur reynt á er staða ESB afar sterk. Þar má ekki síst nefna efnahagslífið og skipu- lag þess. Í utanríkismálum er ESB risi á brauðfótum enda hafa aðildarríkin viljað halda þeim fyrir sig frekar en að fela þeim í Brussel að véla um þau. Fyrir bændur hlýtur það að teljast athyglisvert að þeim mikla árangri sem ESB hefur náð við að sætta ólík viðhorf má að stórum hluta þakka landbúnaðin- um. Málefni hans hafa verið á dagskrá frá fyrstu tíð og þau eru svo flókin og margþætt að samn- ingamenn hafa þurft að leggja sig verulega fram um að leysa þau. Við það öðluðust þeir mikla reynslu í samningagerð sem síðan hefur nýst á öðrum sviðum. Landbúnaðarmálin eru því ótví- ræður hornsteinn ESB. –ÞH Málgagn bænda og landsbyggðar Aðalfundur Mjólkursamsölunnar var nýlega haldinn á Flúðum. Á milli 80 og 90 bændur á starfssvæði fyrirtækisins víða um land sóttu fundinn. Um tímamóta- fund var að ræða því tvær konur komu inn í stjórnina í fyrsta sinn. Þá lét Magn- ús Sigurðsson frá Birtingaholti af embætti stjórnarformanns og tók Egill Sigurðsson frá Berustöðum við því embætti á fundin- um. Ný stjórn MS er þannig skipuð: Egill Sig- urðsson, Berustöðum, Birna Þorsteinsdóttir, Reykjum, Erlingur Teitsson, Brún, Haraldur Þórarinsson, Laugardælum, Stefán Magn- ússon, Fagraskógi, Guðrún Sigurjónsdóttir, Glitstöðum, og Hörður Grímsson, Tindum. Varamenn voru kosnir Arnar Bjarni Eiríksson, Gunnbjarnarholti, Jóhannes Torfason, Torfa- læk II, og Pétur Diðriksson, Helgavatni. MHH Magnús H. Sigurðsson lét af embætti stjórnar- formanns MS á aðalfundinum á Flúðum. Hér er hann í pontu á fundinum. Hann gegnir þó áfram trúnaðarstörfum fyrir mjólkuriðnaðinn. Þannig var hann nýlega kjörinn stjórnarfor- maður Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) og stjórnarformaður Mjólkursamsöl- unnar ehf. sem er rekstrarfélag mjólkuriðnað- arins. Ljósm. MHH LEIÐARINN LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Árgangurinn kostar kr. 5.100 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.300. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Sveit og borg saman í starfi – þannig hljóð- uðu einkunnarorð setningarhátíðar Búnaðar- þings á dögunum. Með þeim vildu Bænda- samtökin undirstrika að sveitin getur ekki án borgarinnar verið – og öfugt. Án sveitarinnar og þess mannlífs sem þar er lifað fær borgin ekki þrifist. Þetta vill vefjast fyrir mörgum í daglegu amstri, einkum ef það á sér stað í miðborg Reykjavíkur. Hvað höfum við með þessa sveit að gera, spyrja sumir. En einmitt í miðborginni eru menn stund- um minntir á návist sveitarinnar. Nú stend- ur yfir sýning í Listasafni Íslands á verkum tveggja stórmálara tuttugustu aldarinnar á Íslandi, þeirra Jóns Engilberts og Jóhanns Briem. Báðir fóru þeir utan til náms en sett- ust að í Reykjavík, máluðu og kenndu. Þeg- ar myndir þeirra eru skoðaðar sést glöggt að þótt þeir hafi farið víða og séð margar falleg- ar borgir er það íslenska sveitin sem stöðugt leitar á þá. Margar stærstu og glæsilegustu myndirnar á sýningunni bera titla á borð við Sunnudagur í sveit, Heyannir og þess háttar. Jóhann varð þekktur fyrir myndir af lands- lagi þar sem hestar leika stórt hlutverk. Þetta finnst eflaust flestum Reykvíkingum sem komnir eru til vits og ára engin tíðindi. Þeir hafa alist upp við lifandi tengsl við sveit- ina, geta rakið ættir sínar þangað og hafa jafnvel dvalist þar sumarlangt á sínum yngri árum. En eftir því sem kynslóðunum fjölgar sem eingöngu hafa alist upp í borginni og hafa lítið sem ekkert samband við sveitina hættir það að þykja sjálfsagt að nota sveitina sem uppsprettu listrænnar sköpunar. Á undanförnum áratugum hafa menn haft áhyggjur af þessari þróun. Gangi hún út í öfgar leiðir hún til þess að sambandið milli sveitar og borgar rofnar. Þá verða þjóðirnar í landinu endanlega tvær. Það eru hins vegar mörg teikn á lofti um að nú séu vindar tekn- ir að blása úr öðrum áttum. Á undanförnum árum hafa mörg fyrirbæri sem tengjast sveit- inni og höfðu verið á hraðri útleið hjá yngra fólkinu öðlast nýtt líf. Lopapeysan hefur skyndilega komist í tísku og er nú ekki ein- ungis keypt af útlendum ferðamönnum sem undruðu sig á því ástfóstri sem Íslendingar tóku við endurunnið plast sem nefnist flís. En það er fleira en lopapeysan sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Fyrir nokkrum árum þýddi ekkert að bjóða ungum borgarbú- um upp á þorramat, nú þykir hann fullboðleg- ur í veislur upp úr áramótunum. Skyrið hafði líka gengið í gegnum ákveðið hnignunar- skeið þar til snjöllum markaðsmönnum tókst að vekja athygli ungs fólks sem stundaði lík- amsrækt á því að rétt fyrir framan nefið á því var til hollur, fitusnauður skyndibiti, uppfull- ur af próteinum. Ef til vill er þó sterkasti vitnisburðurinn um þessa viðhorfsbreytingu sú gífurlega eft- irspurn eftir því að eignast jarðir og helst hús í sveit sem sprottið hefur upp á síðustu árum. Nú er enginn maður með mönnum nema hann eigi innhlaup einhvers staðar úti í sveit. Þetta er ekki bundið við stórhöf- uðborgarsvæðið frá Snæfellsnesi austur í Vík. Það er bókstaflega slegist um eyðijarð- ir í afskekktum sveitum langt frá borginni, á Vestfjörðum, Ströndum og Norðausturlandi, svo dæmi séu tekin. Þessi þróun á sér rætur í því að þegar fólk lítur upp úr amstrinu og sér að það hefur efni á að gera eitthvað fyrir sig sjálft leitar hugur- inn fyrst og síðast út í sveit. Þar er að finna þau lífsgæði sem við sækjumst mest eftir, kyrrð, fegurð og tengsl við náttúruna. En … þá kemur að því að til þess að höfuðborgarbúinn geti notið þess að vera á nýkeypta skikanum sínum þarf hann á margs konar þjónustu að halda. Hann þarf að hafa aðgang að ýmsum hlutum sem ekki eru til staðar þar sem enginn býr. Þess vegna kjósa menn að koma sér fyrir í sveitum en ekki uppi á hálendinu. Leggist landbúnaður leggst af og bændur bregði búi getur reynst erfitt að halda uppi þeirri þjónustu sem borg- arbúinn telur sig þurfa. Það þurfa menn að hafa í huga nú fyrir kosningarnar þegar sett- ar verða saman stefnuskrár í málefnum land- búnaðar og landsbyggðar. Eins og nýleg skoðanakönnum sýndi vilja Íslendingar hafa landbúnað í sveitum lands- ins. Sveitin er borgarbúanum nefnilega jafn- nauðsynleg og borgin sveitafólkinu. –ÞH Sveitin í borginni, borgin í sveitinni Tvær konur í stjórn MS í fyrsta skipti Stjórn BÍ Sveinn 1. varaformaður Ný stjórn Bændasamtaka Íslands sem kjörin var á Búnaðarþingi í byrjun mars kom saman til fyrsta fundar síns 21. mars, jafndægri á vori. Þar voru kjörnir tveir varaformenn eins og lög gera ráð fyrir og urðu þeir fyrir valinu Sveinn Ingvarsson, Reykjum á Skeiðum, sem er 1. varaformaður, og Karl Kristjánsson á Kambi í Reyk- hólasveit, 2. varaformaður. Að öðru leyti var þessi fyrsti fundur tíðindalítill. Þó má nefna að samþykkt var að styrkja útgáfu á ljóðabókum Guðmundar Inga Kristjáns- sonar frá Kirkjubóli í Bjarn- ardal en hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir samtök bænda á Vestfjörðum og lands- vísu. Styrkupphæðin nemur 200.000 krónum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.