Bændablaðið - 20.04.2011, Page 4

Bændablaðið - 20.04.2011, Page 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Fréttir Fjallað var um möguleg frið- lýsingaráform í Gjástykki á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar á dögunum, en óskað var eftir skriflegri afstöðu sveitarstjórna Þingeyjarsveitar, Norðurþings og Skútustaðahrepps til friðlýsingar- innar. Leitað hafði verið eftir afstöðu umhverfisráðuneytisins til þess hvort ekki væri hægt að fara bil beggja, þ.e. friðlýsa hluta svæðisins en því hafnaði ráðuneytið alfarið og telur sveitarstjórn það miður. Sveitarstjórn tekur undir sjón- armið fulltrúa sveitarfélaganna í samráðshópnum og er ekki tilbúið að afsala sér skipulagsvaldinu á svæðinu með tilliti til hugsanlegrar nýtingar og/eða verndunar. Í því ljósi hafnar sveitarstjórn Þingeyjarsveitar boðaðri friðlýsingu Gjástykkis og vísar til staðfests Svæðisskipulags háhitasvæðanna í Þingeyjarsýslum 2007–2025, þar sem fram kemur að Gjástykki er síðast í nýtingarröð af þeim virkjunarkostum sem þar eru upptaldir. /MÞÞ Þingeyjarsveit hafnar friðlýsingu Gjástykkis Mjólkurumbúðir hafa þróast mikið í takt við auknar kröfur markaðarins: Neytendur sækjast eftir þægindum og óhagkvæmari umbúðum Sannkallað gæðingaúrval var til sýnis í þéttsetinni Ölfushöllinni laugardaginn 9.apríl var þegar Stóðhestaveisla Hrossaræktar.is fór fram. Yfir 30 stóðhestar, allt frá ungum ósýndum efnisfolum til margverðlaunaðra kostagripa, komu fram og sýndu snilli sína. Oddur frá Selfossi heiðraður Höfðinginn Oddur frá Selfossi mætti til leiks ásamt hópi afkomenda sinna og var hann heiðraður fyrir framlag sitt til íslenskrar hrossaræktar. Var sér- staklega gaman að sjá þennan gamla kappa gefa afkomendum sínum ekk- ert eftir á fljúgandi skeiðsprettum í gegnum höllina undir öruggri stjórn hinnar ungu Dagmarar Einarsdóttur. Afkvæmi Kletts frá Hvammi og Stála frá Kjarri komu fram, auk þess sem stólpagæðingurinn Eldjárn frá Tjaldhólum mætti ásamt myndar- legum afkvæmahópi. Of langt mál er að telja upp alla þá glæsigripi sem léku listir sínar í veislunni, enda gæðin mikil og vart veikan punkt að finna í þeim atriðum sem upp á var boðið. Uppboð á folatollum Á stóðhestaveislunni var einnig efnt til uppboðs á folatollum og stóð- hestahappdrættis og mun ágóðinn af þeirri fjáröflun renna óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Boðnir voru upp folatollar undir fjóra gæðinga, þá Héðinn frá Feti, Krák frá Blesastöðum, Óm frá Kvistum og Stála frá Kjarri. Er skemmst frá því að segja að uppboðið gekk hreint frábærlega og söfnuðust hvorki meira né minna en 920.000 kr. til málefnisins. Sala á happdrættismiðum gekk einnig feiknavel, enda ríflega 40 folatollar undir marga úrvals stóðhesta í vinning. Happdrættismiðar munu verða áfram til sölu fram að útdrætti 24. apríl og er hægt að nálgast þá í öllum helstu hestavöruverslunum, auk þess sem hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á hrossaraekt@ hrossaraekt.is. Hrossarækt.is vill þakka öllum þeim sem komu að stóðhestaveisl- unni kærlega fyrir hjálpina og ekki síst þeim stóðhestaeigendum sem gáfu folatolla í uppboð og happdrætti til stuðnings verðugu málefni. Viðtökur við stóðhestaveislum bæði norðan heiða og sunnan sýna að þessir við- burðir eru komnir til að vera. /HGG Gæðingaúrval á Stóðhestaveislu í Ölfushöllinni: Oddur frá Selfossi heiðraður Í allri umræðunni um náttúruvernd og umhverfisvæna framleiðslu segir Jón K. Baldursson, mjólkursam- lagsstjóri MS í Reykjavík, athyglis- vert að kröfur neytenda um þægindi skuli leiða til sífellt meiri notkunar á óhagkvæmari umbúðum. Nefnir Jón sem dæmi að hefðbundnar eins lítra fernur séu ört að víkja vegna aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurvörum í fernum með toppi, sem eru bæði dýrari í vinnslu og í flutningum. Hefðbundnu fernurnar eru úr pappa og koma í rúllum sem síðan eru hlutaðar niður í pökkunarvélum. Fernurnar með toppnum, sem neyt- endur vilja frekar, eru einnig úr pappa en koma sundurhlutaðar í kössum frá Tetra Pak í Svíþjóð. Þær taka því mun meira pláss í geymslu og útheimta meiri fyrirhöfn við pökkun og í flutn- ingum, sem gerir vinnsluna dýrari. Þá er sú vélasamstæða sem pakkar úr þessum umbúðum orðin mjög ásetin vegna aukinnar eftirspurnar. „Það er fyrst og fremst eftirspurnin sem stýrir þessari þróun,“ segir Jón. Segir hann að nýrri umbúðirnar séu ekki eins umhverfisvænar ef tekið er tillit til þess að þær taka meira pláss í flutningi og útheimta því meiri orku. Þarna stangast augljóslega á hag- kvæmnis- og umhverfissjónarmið og kröfur neytenda. Enn ein nýjungin í mjólkurum- búðum, sem m.a. má sjá í rjóma- og stoðmjólkurumbúðum, eru toppfernur með skrúfuðum tappa. Pökkun í slíkar umbúðir fer fram á Selfossi og á Akureyri en þær eru dýrari í inn- kaupum og útheimta sérstakar pökk- unarvélar. Hefur þessi þróun m.a. leitt til þess að öll stoðmjólkurframleiðslan hefur nú verið flutt frá Reykjavík til Selfoss og var það fyrst og fremst gert til hægðarauka fyrir neytendur. Segir Jón að mikil þróun hafi átt sér stað í mjólkurumbúðum á umliðnum áratugum frá því mjólkin kom frá bændum í brúsum. Síðan var mjólkinni gjarnan ausið á minni brúsa fyrir viðskiptavini í mjólkur- stöðvunum. Þá tóku glerflöskur við eins og í Reykjavík og síðar hyrnur, sem lengi voru notaðar. Úti á landsbyggðinni voru not- aðar aðrar umbúðir þegar flöskunum sleppti, ýmist fernur úr pappa eða plastpokar sem m.a. voru lengi not- aðir hjá Mjólkursamlagi Ísfirðinga og einnig á Austfjörðum. /HKr. Umhverfis- og náttúruverndar- nefnd Reykhólahrepps tók á fundi sínum í liðinni viku öðru sinni til afgreiðslu erindi Eiríks Kristjánssonar varðandi flutning hreindýra til Vestfjarða. Á fundinum var bókað að nefndin samþykki að beina því til Umhverfisstofnunar að gerð verði rannsókn á gróður- og veðurfari á Vestfjörðum í tengslum við flutning á hreindýrum á svæðið með tilliti til gróðurverndunar og einnig smithættu á milli hreindýra og sauðfjár. Þessi bókun nefndarinnar, sem er frábrugðin fyrri bókun hennar um sama erindi, verður tekin til afgreiðslu á fundi hreppsnefndar í dag, fimmtudag. Eiríkur sendi erindið fyrst til hreppsnefndar í byrjun janúar á þessu ári og vísaði hún því til umhverfis- og náttúruverndar til efnislegrar umfjöllunar. Sú nefnd tók málið fyrir í febrúar og var þá bókað að hún fagn- aði hugmyndum um atvinnuskapandi möguleika í Reykhólahreppi og á Vestfjörðum öllum. „Til að flutningur hreindýra á milli landshluta geti komið til þurfa að koma til lagabreytingar og samþykkt landeigenda á landsvæðinu. Nefndin telur að hvort tveggja sé ansi langsótt. Erindi frá Vesturbyggð sama efnis er nú þegar hjá Umhverfisstofnun og er vert að bíða niðurstöðu þess,“ segir í bókun nefndarinnar frá því fyrr í vetur. Hætta á óbætanlegu tjóni verði hreindýr flutt á Vestfirði Sauðfjárveikivarnanefnd Stranda- byggðar og nágrennis telur að hug- mynd um flutning á hreindýrum til Vestfjarða sé ekki ásættanleg með tilliti til sauðfjársjúkdóma. Bréf frá nefndinni var kynnt á fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps í síðustu viku. Jafnframt telur nefndin að hug- myndin sé ótæk með öllu án undan- genginna gróður- og veðurfars- rannsókna þegar litið er til þarfa og velferðar dýranna og gróðurverndar svæðisins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent hefur verið öllum sveitar- stjórnum á Vestfjörðum sem ábending um þá „gríðarlegu áhættu sem tekin væri með flutningi hreindýra til Vestfjarða“. Rásgjörn og víðförul og þeim halda engar girðingar Í bréfinu segir jafnframt: „Vitað er að hreindýr geta tekið ýmsa sauð- fjársjúkdóma, má þar m.a. nefna garnaveiki, en einnig er líklegt að hreindýr geti borið riðu ásamt öðrum smitsjúkdómum. Með tilliti til þess hve rásgjörn og víðförul hreindýr eru ásamt því að girðingar, þar með taldar sauðfjárveikivarnarlínur, halda þeim ekki, er ljóst að hætta er á að óbætanlegt tjón gæti hlotist af flutningi þessara dýra á Vestfirði.“ Enn fremur segir: „Vestfirðir eru lausir við alla alvarlega smitsjúkdóma í sauðfé, sem skiptir miklu máli fyrir landið í heild. Hingað er leitað þegar niðurskurður af völdum riðu hefur farið fram og leita þarf eftir nýjum fjárstofni, auk þess sem gríðarlega mikið af gripum er sótt á Vestfirði til kynbóta í öllum landshlutum. Þessu megum við ekki kasta frá okkur í fljótræði.“ /MÞÞ Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Reykhólahrepps: Rannsóknir verði gerðar vegna flutnings hreindýra á svæðið Hreindýrahjörð á Jökuldal. Mynd / MÞÞ Jón K. Baldursson, mjólkursamlagsstjóri MS í Reykjavík, með tvær gerðir mjólkurumbúða. Annars vegar er eins lítra ferna sem er mjög hagkvæmt í lagerhaldi, vinnslu og flutningum en hins vegar er 1,5 lítra ferna með toppi sem verður sífellt vinsælli meðal neytenda en er mun óhagkvæmari í vinnslu og flutningum. Mynd / HKr. Oddur frá Selfossi var heiðraður sérstaklega í Stóðhestaveislu í Ölfushöll. Hér er hann setinn af hinni ungu Dagmar Öder Einarsdóttur á flugskeiði. Mynd / Kolbrún Grétarsdóttir. Stofnfundur Geitfjárseturs Íslands var haldinn í gærkvöldi. Stofnun setursins er liður í að tryggja áfram rekstur á Háafelli í Hvítársíðu, þar sem er stærstur stofn geita á Íslandi. Um 600 geitur eru á landinu öllu og þar af eru ríflega 150 á Háafelli, meðal annars nánast allur kollótti stofninn. Að stofnun félagsins koma einstaklingar og félagasamtök eins og Slow Food og Beint frá býli. Rekstur geitfjárbúsins á Háafelli hefur verið erfiður og er mark- miðið með stofnun Geitfjársetursins að bjarga rekstrinum þar og skjóta styrkari stoðum undir hann til fram- tíðar. Að sögn Braga Skaftasonar, eins þeirra sem að stofnuninni standa, er nauðsynlegt að bregðast hratt við vegna stöðu mála. „Staðan nú er sú að það vantar fjármagn til að bjarga rekstrinum frá þroti. Það verður að koma í veg fyrir það til þess að verja það starf sem Jóhanna [Þorvaldsdóttir, innskot blm.] hefur unnið. Það hefur verið gríðarlega óeigingjarnt starf og í raun bjargað íslensku geitinni frá útrýmingu. Fyrir slíkt ber að þakka og styðja við með öllum ráðum.“ /fr Geitfjársetur stofnað

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.