Bændablaðið - 20.04.2011, Side 23
23Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 20. APRÍL 2011
Nokkur ráð
á sauðburði
Sauðburðurinn ætti ekki að koma
sauðfjáreigendum á óvart. Það er
mikilvægt að vera tímanlega með
undirbúning. Í Bændablaðinu 15.
apríl 201, bls. 22 og 23 voru ágætar
greinar eftir dýralæknana Sigurð
Sigurðarson og Hákon Hansson.
Þessar greinar eru aðgengilegar á
heimasíðu Bændablaðsins. Ég mæli
eindregið með því að þeir sem koma
að sauðburði lesi þessar greinar.
Sigurður tíundar þar það sem þarf
að vera til fyrir sauðburð og ég sé ekki
ástæðu til þess að endurtaka það. Ég
vil fyrst og fremst hvetja til þess að
menn búi vel í haginn tímanlega fyrir
sauðburð. Útbúið góða vinnuaðstöðu
með góðu, stóru vinnuborði þar sem
aðeins eru þeir hlutir sem þarf við
sauðburðinn. Góður vaskur með köldu
og heitu vatni og hitaketill og pottur
til þess að geta soðið vatn og fæð-
ingasnúrur. Tiltæk skal vera fata undir
þvottavatn og sótthreinsandi handsápa
til að þvo hendur og ytri fæðingarveg
áður en vitjað er um. Eigið svo nóg af
sleipiefni til að nota við burðarhjálp og
munið að sótthreinsa naflastrenginn
með joði.
Mikilvægt að lömbin fái brodd
Lömbin eru viðkvæm fyrstu sólar-
hringana og það er mikilvægt að þau
fái brodd á fyrstu þrem klukkutím-
unum eftir fæðingu, því hann gefur
næringu sem heldur uppi líkamshit-
anum og mótefni gegn sjúkdómum,
m.a. pestarsjúkdómunum lambablóð-
sótt og flosnýrnaveiki, sem flestar ær
eru bólusettar fyrir. Gott er að tryggja
að spenarnir séu hreinir, það minnkar
líkur á kólísýkingum, einnig ætti að
mjólka eina bunu úr hvorum spena
til að tryggja að þeir séu vel opnir og
mjólkin óskemmd.
Það er mikilvægt að hugað sé að
júgrum ánna og þær meðhöndlaðar
ef þær hafa fengið júgurbólgu. Fyrir
kemur að spenaop særast þannig að
spenar lokist. Til þess að opna slíka
spena þarf að hafa samband við
dýralækni og láta skera í spenann.Það
getur hins vegar valdið júgurbólgu,
yfirleitt er best að láta ána vera ein-
spena. Það dugar ekki að reyna að
stinga einhverju upp í spenann, hann
lokast alltaf aftur ef það er gert og það
endar bara með júgurbólgu.
Það er einnig mikilvægt að fylgjast
daglega með því hvort lömbin fá nóg
að drekka, skoða hvort maginn er
fylltur og gefa þeim lömbum sem ekki
fá nóg. Handa lömbum sem af ein-
hverjum ástæðum komast ekki á spena
strax þarf að vera til kindabroddur.
Umhverfið er mikilvægt
Umhverfi lambanna er mikilvægt.
Legusvæði þeirra þarf að vera með
þéttu gólfi, vera þurrt og trekklaust.
Þétt, þurr skán er góðra gjalda verð,
en það ætti að setja eitthvað yfir
rimla- eða ristagólf, ekki síst ef um
járnristar er að ræða. Plötur af ýmsum
gerðum eru góðar, hvort sem það eru
gúmmímottur, trémottur eða einangr-
unarplast. Hálmbæli er mjög gott ef til
er góður hálmur. Blanda af spónum og
þurrkandi efni, t.d. Staldren, er góð til
að henda á gólf milli burða.
Burðarhjálp
Það ætti að leyfa náttúrunni sjálfri að
sjá um burðinn og ekki að grípa inn
í ef allt virðist hafa eðlilegan gang.
Ef eitthvað er að
Vísbendingar um að burðurinn gangi
ekki eðlilega:
1. Þrýstingshríðir í meira en
2-3 klst. án þess að belgurinn
komi.
2. Það líður meira en hálf
klukkustund frá því að
belgurinn kemur án að sjáist
í fóstrið.
3. Ekki sjást tvær klaufir koma
fyrst.
4. Það líður meira en ein klst. í
næsta lamb.
Hyldirnar losna eðlilega eftir 1–3 klst.
Taki það lengri tíma getur það verið
vísbending um fleiri lömb.
Grundvallaratriði við burðarhjálp
Þegar ljóst er að burðurinn mun ekki
ganga eðlilega og nauðsynlegt er að
grípa inn í og finna út hvað er að,
er mikilvægt að fylgja eftirfarandi
reglum:
Hreinlæti fyrir öllu
1. Áður en hafist er handa er
mikilvægt að þvo sér um
hendurnar og þvo og ef til
vill klippa í kringum fæð-
ingarveginn á ánni. Rétt er
að velja sápu sem er með lágt
pH-gildi.
2. Hanskar eru nauðsynlegir til
að hindra að ærin fái smit af
höndunum og til að vernda
manninn fyrir ofnæmi og
mögulegu smiti frá ánni.
3. Þurfi á fæðingarsnúrum að
halda er mikilvægt að þær séu
hreinar, best er að þær þoli
suðu, en annars er gott að þvo
þær og geyma í joðlausn.
4. Allan tímann er mikilvægt
að gæta þess að ærin kveljist
ekki að óþörfu og reyna að
vernda fæðingarveginn svo
hann særist ekki af klaufum
og hornahlaupum lambsins.
5. Mikilvægt er að eiga nóg
af sleipiefni, burðarslími og
spara það ekki. Burðarslímið
er ekki sótthreinsandi svo
það þarf að gæta þess að það
mengist ekki.
6. Það er mikilvægt að ærin
standi þegar verið er að snúa
eða rétta fóstrið. Það minnkar
hríðirnar og gerir hjálpina
auðveldari fyrir bæði móður
og mann.
Ástæður burðarerfiðleika
1. Þegar lambið ber rangt að
koma höfuð eða fætur ekki
rétt í burðarveginn þegar
burðurinn er kominn af stað.
2. Við vitlausa legu liggur
lambið oftast með bakið að
fæðingarveginum. Þá er nauð-
synlegt að laga leguna.
3. Lambið á að liggja með
hrygginn upp og snúi hann
út á hlið eða niður þarf að rétta
lambið upp.
4. Of stórt lamb er annað hvort
vegna þess að lambið er alltof
stórt eða ærin óvenju lítil.
Hyrndir einlembingshrútar
geta verið mjög stórhyrndir,
sérstaklega í ám sem bera
seint á sauðburði og hafa haft
aðgengi að kraftmiklu fóðri.
5. Mikilvægt er að gera sér fljótt
grein fyrir því hvort hægt er
að draga lambið út eða hvort
þarf að fá dýralækni til að gera
keisaraskurð. Þegar stórt lamb
er dregið út þarf að gera það
varlega og draga til hliðar,
þ.e. toga til skiptis í sitthvorn
fótinn, eins og verið sé að
smeygja lambinu út. Við aft-
urfótafæðingu er þetta mikil-
vægt til þess að koma rifunum
heilum upp í mjaðmagrindina.
Gott að snúa lambinu á hlið
þegar mjaðmirnar fara gegn
um mjaðmagrind móðurinnar,
þannig rennur það léttar út.
6. Lítil opnun á leghálsi. Ef
leghálsinn víkkar ekki út og
breytist ekki þótt beðið sé þarf
að kalla til dýralækni.
7. Skeiðarsig kemur nokkru fyrir
burð. Þegar kemur að burði
getur þurft að fjarlægja saum
eða stoð svo burðurinn gangi
eðlilega. Bólga í skeið getur
valdið burðarerfiðleikum.
8. Við legsnurðu stöðvast
burðurinn vegna þess að
undist hefur upp á legið.
Snúningsfellingarnar finn-
ast í skeiðarveggnum.
Nauðsynlegt er að leita til
dýralæknis.
9. Líkamshlutar af tveimur
lömbum geta komist í burðar-
veginn samtímis. Mikilvægt
er að finna hvaða líkamshlutar
tilheyra hvoru lambi, ýta öðru
lambinu inn og ná hinu svo út.
Þungaðar konur og konur með
ungabörn á brjósti ættu að forðast
að veita ám burðarhjálp, einkum ef
vart hefur orðið fósturláts í hjörðinni,
en í umhverfi kinda geta leynst bog-
frymlar (Toxoplasma gondii) eða lis-
teríusýklar.
/Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir
sauðfjársjúkdóma hjá Mast
Eðlilegur burður.
Einfaldar leiðbeiningar um
algengustu vandamál við burð
Tekið saman af Hákoni Hanssyni og Þorsteini Ólafssyni
24
Öflug fjárbú í
V-Húnavatnssýslu
heimsótt »
Sauðfjárræktin
Á framfæti eru hné og lagklaufir gagnstæð.
Á afturfæti snúa hækill og lagklaufir í sömu átt.
Svona á að draga lamb út.
Þegar annar fóturinn kemur ekki þarf í þessu
tilfelli að fara inn og koma fingri í hnésbótina
og rétta úr fætinum. Jafnvel þó að fóturinn liggi
beinn aftur með lambinu er oftast best að byrja
á að rétta fótinn fram.
Hvorugur fóturinn kemur með. Það verður að ná
að minnsta kosti öðrum fætinum, helst báðum,
annars næst lambið ekki út.
Höfuðið stangar í mjaðmagrindina, hér verður
að láta ána standa og ýta höfðinu inn og koma
spotta aftur fyrir eyrun á lambinu.
Höfuðið snýr aftur eða niður. Vera viss um að fæturnir tilheyri sama lambinu og að þeir séu fram-
fætur, sjá Mynd 2. Fara inn ofan við lambið og finna höfuðið. Nota mikið burðarslím og reyna að
rétta höfuðið. Aldrei toga í neðrikjálkan á lambinu.
Afturfætur sjá Mynd 3. Lambið oft stórt, dregið
varlega til skiptis í sitthvorn fótinn. Reyna að
skaða hvorki lamb né á. Hætta á brotnum rif-
beinum. Nota mikið slím. Ekki reyna að snúa
lambinu. Dýralæknisaðstoð og keisarskurður
oft besta úrræðið.
Hér verður að ná hinum fætinum, svona kemst
lambið ekki út.
Tvö lömb, mikilvægt að vita hvað tilheyrir hvoru
lambi. Hafa hærra undir ánni að aftan. Mælt er
með því að taka lambið sem kemur aftur á bak
fyrst sé það ekki því stærra.
25 Urriðaá » Þóroddsstaðir » Sauðadalsá » 26
Blaðauki 20. apríl 2011