Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201210 Fréttir Uppruni hrossa langstærsti áhrifavaldur á verð þeirra Langstærsti áhrifavaldur á verð hrossa er búáhrif, þ.e. frá hvaða ræktunarbúi þau koma. Þá hafa brokk, vilji og geðslag, bygging, að því er varðar háls, herðar og bóga, og BLUP-einkunn jákvæð áhrif á verð. Stóðhestar seljast alla jafna á hærra verði en hryssur og geld- ingar, auk þess sem aldur hefur já kvæð áhrif á verð sýndra hrossa en nei kvæð áhrif á verð ósýndra hrossa. Þetta eru niðurstöður Sigríðar Ólafsdóttur í meistararitgerð hennar um söluverðmæti íslenskra hrossa, en hún varði ritgerð sína við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri hinn 29. október síðastliðinn. Markmið rannsóknar Sigríðar var að safna gögnum um eiginleika og söluverð hrossa til að meta hvernig mismunandi eiginleikar hafa áhrif á verð og að kanna vægi þeirra eiginleika sem eru innifaldir í kynbótamati fyrir íslenska hesta með það að markmiði að bera hagfræðilegt vægi þeirra saman við núverandi vægi þeirra í kynbótadómum. Ef horft er til þeirra niðurstaða sem koma fram í rannsókn Sigríðar og raktar eru hér í upphafi greinar bendir ýmislegt til að sköpulag í kynbótadómi eigi að gilda minna en verið hefur, á sama tíma og kostir hrossanna eigi að gilda meira. Rannsóknin fór fram með þeim hætti að gögnum var safnað frá hrossa bændum víðs vegar um land um seld hross á árunum 2006-2009. Send voru út eyðublöð til útfyllingar, eitt fyrir hvert selt hross, þar sem ræktendur gáfu seldum hrossum einkunn fyrir gangtegundir og sköpulag. Einnig var safnað upplýsingum um aldur, kyn og lit. Þá var tiltekið hvort hrossið var selt innanlands eða erlendis og hvort um stóðhesta eða geldinga var að ræða. Einnig var kannað hver BLUP- einkunn hrossanna var, hvort þau höfðu hlotið kynbótadóm eða ekki og einnig hvort þau höfðu tekið þátt í keppni. Auk þess fengust upplýsingar um hvort hrossin hefðu verið ótamin eða tamin og þá hversu lengi þau hefðu verið í tamningu, sem og skapgerðareiginleikar hrossanna. Leiðbeinendur Sigríðar við ritgerðina voru þeir Þorvaldur Kristjánsson og Daði Már Kristófersson. Sambærileg rannsókn með fleiri hrossum væri gagnleg Sigríður segist vonast til að rannsóknin geti orðið til gagns við markaðs- setningu á hrossum. „Þessi hlið hefur aldrei verið skoðuð áður og kannski kominn tími til að rannsaka frekar hvernig tekjumyndun er í hrossaræktinni. Ég vona að þetta geti hjálpað hrossaræktendum í þeirra ræktun. Það væri gagnlegt að gera sambærilega rannsókn en með mun fleiri hrossum. Allir sem ég hafði samband við voru jákvæðir en meira af gögnum hefði þurft. Rannsóknin náði yfir sölu á 237 hrossum og sá fjöldi gefur vísbendingar, en ekki er hægt að draga eindregna afstöðu varðandi suma eiginleika.“ Spurð hvort eitthvað hafi komið á óvart í rannsókninni nefnir Sigríður búáhrifin. „Það kemur á óvart hversu sterk búáhrif eru í verðmyndun. Sá þáttur var mjög afgerandi, sama hvernig gögnin voru skoðuð. Búáhrif höfðu mest að segja hvort sem um sölu innanlands eða til útlanda var að ræða og sömu meginstef mátti sjá eftir verðflokkum, kyni og öðru. Þessi áhrif voru meiri en hefði mátt ætla fyrir fram.“ /fr Umræðan um búpening í hólf og að banna lausagöngu búfjár fær öðru hverju eitthvert flug í umræðunni. Nú var það mynd Her dísar Þorvalds dóttur sem var að mestu úr gömlum tíma með nokkra viðmælendur sem tala í frösum, og hafa uppi þrjá- tíu ára gamla umræðu. Eða eins og Ingveldur Geirsdóttir blaða- maður á Morgun blaðinu sagði: „sauð kindin jarmar á vægð,“ já, undan fólki sem fer með úreltar fullyrðingar. Aðrir voru í lagi en myndin í heild tímaskekkja og áróður, sem ekki á við í dag. Við lifum á tímum þar sem allt skal bannað og sé það leyft þá er banni aflétt. Svona tala æðstu ráðamenn þjóðarinnar og komast upp með það. Landinu er skipt upp í bújarðir sem að stærstum hluta eru í einstaklings eign eða misstór hólf í eigu bænda ef má orða það svo. Bóndanum ber að girða jörð sína af á móti nágrönnum sínum; til eru sérstök girðingalög sett af Alþingi. Síðan verða eigendur jarðanna að halda við sínum girðingum, þar er sjálfsagt einhver misbrestur á. Flestum bændum þykir vænt um sitt land og vilja fara vel með það. Vitundin fyrir hóflegri beit og beitarstjórnun hefur vaxið, ekki síst í kringum sauðféð og gæðastýringuna og ekki síður hrossabeitina. Las stórmerkilega grein Sigurðar Inga Friðleifssonar í síð- asta Bænda blaði um „sólarsellu- sauðkindina“, sú grein ætti að vera skyldulesning. Kolefnisfrítt lambakjöt framleitt í hreinni nátt- úru Íslands, og um leið villibráð og tískuvara. Af hóflegri beit er hagabót sem heldur niðri illgresi. Þekkt er að sauðféð í Vestmanna eyjum er í gróðurverndar starfi í úteyjunum yfir sumarið, treður götur og étur hvönn og bætir jarðveginn. Hvaða hólf er verið að tala um Nú spyr ég, snýst hólfaumræðan að heimahögunum um að kindurn- ar séu settar í einhver hólf og jafn- vel gefið yfir sumarið? Alveg væri það fáránlegt, það sér hver maður. Sauðféð í Húsdýragarðinum býr við þær aðstæður, er þar komin fyrirmynd umræðunnar? Skógarbóndinn ræktar sinn skóg á sinni jörð ég vænti þess að hann eins og hinir vilji og verði að hafa jörð sína afgirta. Sumarbústaðalöndin eru nokkuð viðkvæm og þurfa virkilega að vera sauðfjárfrí . Það er vont þegar sauðfé valsar um slíkar byggðir og étur blóm, tré og gróður á heilögum stað. Því er það verk- efni þeirra sem setja jarðir sínar í sumarhúsabyggðir að tryggja girðingar og koma í veg fyrir slík vandræði. Og vissulega verður alltaf erfiðara og erfiðara að halda sauðfé í slíkum byggðum. Á að hólfa féð í afréttunum? Auðvitað ekki. Afréttirnir eru afmarkaðir bæði með girðingum og ám og vötnum. En beitarstjór- nunin þarf að vera í samræmi við landið og gæðastýringu, þar kemur Landgræðslan að með bændum samkvæmt samningi og lögum. Þjórsárverin voru friðuð Auðvitað er möguleiki að stjórna beitinni og sauðfénu með ýmsum aðferðum. Ég minnist þess að á afrétti Gnúpverja sem liggur alla leið inní Arnar fell hið mikla og heilög Þjórsárver, þangað sótti jafnan mikill fjöldi fjár hér áður. Gnúpverjarnir, sem eru eins og þorri bænda náttúruverndarsinnar, áttuðu sig á því að það var ekki gott að beita Þjórsárverin og ástæðulaust. Þeir ákváðu því að hætta að setja á gimbrar undan ám sem komu fyrir þar á haustin. Þessi ákvörðun varð til þess að á örstuttum tíma hætti fé að sækja þar innúr, lambið lærir af móður sinni og vaninn og þrjóskan er eðli sauðkindarinnar, eins og manns- ins. Er hólfaumræðan frá ESB- löndum? Bændur verða líka að vera meðvit- aðir um að skaða ekki eigin hags- muni. Mývetningar stóðu í eina tíð í stórstríði við Land græðsluna og fleiri um að reka of fljótt féð í afréttinn, löngu liðin tíð. Nokkrar kindur undir Eyja fjöllum sem voru sagðar ógna Þórsmörk var líka óheppileg umræða síðasta vor og á ekki að koma fyrir. Hólfaumræðan er einhver tíska, kannski gengur hún í einhverjum þröngt setnum löndum ESB en hér á hún ekki við. Við eigum aðrar leiðir sem skila okkur betri niðurstöðu. Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar: Úreltar fullyrðingar Leifs Æðardúnn Óska eftir dúni til útflutnings Greiðsla: 170.000 -175.000 nettó Símar: 862 6554 eða 00 47 930 37 099 Ég hringi til baka! leifm@simnet.is Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands var haldinn í Reykjavík 10. nóvember. Þar voru samþykktar nokkrar ályktanir sem lúta að því að verja æðarfugl fyrir netaveiðum og drápi rándýra. Ein þeirra skorar á atvinnuvegaráðherra að heimila ekki, innan tiltekinnar línu, grásleppuveiðar á Faxaflóa fyrr en eftir 15. maí ár hvert. Í greinargerð með þessari ályktun segir að um sé að ræða línu sem dregin er úr Tómasarflögu í Hvalfjarðarstrandarhreppi, utan við Þormóðssker, utan og vestur fyrir Hvalseyjar, utan Skarfaskers, vestan við Akraós. „Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir æðarrækt á svæðinu að friðunarlína þessi verði sett í reglugerð um hrognkelsaveiðar þar sem það hefur ekki náð tilætluðum árangri að beina tilmælum til grásleppuveiðimanna á grundvelli samkomulags milli Landsambands smábátaeigenda og Æðarræktarfélags Íslands frá 6. mars 2009. Einnig er horft til þeirrar sáttar og góða árangurs sem náðist um friðunarlínu í Breiðafirði,“ að því er segir í ályktuninni. Erindi sama eðlis frá Guðmundi Helgasyni, æðarbónda og grásleppuveiðimanni í Hvalseyjum, liggur nú í ráðuneytinu og varðar það sérstaklega varnarlínu úti fyrir hans landareign. /HKr. Æðarræktarfélag Íslands óttast um æðarvarp við Faxaflóa: Vill banna grásleppuveiðar snemma vors innan tiltekinnar línu úti af Mýrum Sigríður Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.