Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 „Ostarnir eru mín nördistaástríða“ Eirný Sigurðardóttir í sælkera- versluninni Búrinu í Nóatúni í Reykjavík fagnaði fjögurra ára afmæli verslunar innar í september síðast liðnum. Hún hefur stækkað við sig og opnað Búrstofuna, við hlið verslunarinnar, þar sem aðstaða er til að halda markaði og námskeið á vegum ostaskólans sem hún rekur. „Ég opnaði tveimur dögum fyrir hrun og þetta er búið að vera mjög erfitt og upp og niður tímabil en maður þraukar þetta. Það er ekki endilega af skynsemi sem maður gerir það heldur af ástríðu. Hugmyndafræðin lifir í lok hvers dags og mér þykir afar vænt um þennan rekstur. Það eru margir sem koma að þessu og ég hef eignast marga góða vini á meðal framleiðenda á þessum tíma svo þetta snýst ekki eingöngu um mig. Maður hættir ekki hringekjunni að gamni sínu,“ útskýrir Eirný. Eirný segir að desember sé besti mánuðurinn með tilliti til sölunnar en að sumrin séu einnig góð. Færst hefur í vöxt að Eirný sé beðin um að koma að veislum og standa fyrir örnámskeiðum í ostagerð. „Kreppan gerði það að verkum að neytendur voru tilbúnari að styrkja einyrkja. Allir eiga veraldlega hluti og fólk fór að ráðstafa peningum sínum frekar til matvara heldur en hluta þegar ráðstöfunartekjurnar skertust. Matvara er vinsæl gjafavara og það sem við tókum eftir við hrunið var að fólk ferðast meira innanlands og tekur þá með sér pínulítið auka fyrir sumarbústaðaferðina, nú eða til að hafa það kósí úti í garði heima.“ Útimarkaður fyrir bændur Í fyrra hélt Eirný í samvinnu við Beint frá býli markað á planinu við verslunina í Nóatúni og þrátt fyrir slagveður komu yfir þrjú þúsund manns. Nú verða leikar endurteknir laugardaginn 8. desember. „Það er til mikið af gæðavörum frá íslenskum framleiðendum en það eru fáir útsölustaðir, þannig að Búrið og Hjá Frú Laugu eru miðpunktur fyrir marga á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir máli fyrir þessa framleið- endur hvar þeir koma vörunni sinni á framfæri. Ég er að selja frá rúmlega 20 framleiðendum og þeir eru ekki allir í Beint frá býli en við hvetjum alla til að verða aðilar að samtök- unum. Beint frá býli eru samtök sem eru að gera mjög góða hluti og styðja vel við sína félagsmenn,“ segir Eirný og bætir við: „Í fyrra voru 22 framleiðendur alls staðar að af landinu á markaðnum sem var hér fyrir utan og flestir seldu upp allar sínar vörur. Viðtökurnar voru framar vonum. Við ætlum þess vegna að prófa þetta aftur og stefnum á að fá til okkar 30 framleiðendur með sínar vörur því auk rýmisins úti verður aðstaða hér innandyra við hliðina á versluninni sem ég opnaði fyrir stuttu.“ Yfirvegað ostagerðarfólk Eirný hefur rekið ostaskóla um nokkurt skeið og með tilkomu nýju aðstöðunnar við hlið verslunnarinnar í Nóatúni opnast fleiri möguleikar varðandi námskeið og markaði. „Ég hef sett þetta upp sem tvo tíma af gómsætum fróðleik þar sem ég hef námskeiðin lærdómsrík og skemmtileg en ekki of vísindaleg. Ég kalla þetta Ostaást 101, sem er grunnnámskeið í að læra að þekkja og flokka þær fjögur til fimm þúsund ostategundir sem til eru í heiminum. Að sjálfsögðu er boðið upp á veit- ingar með. Stelpurnar hjá Sæluostum byrjuðu að gera sína osta eftir að þær komu á námskeið hjá mér og mér finnst mjög skemmtilegt að þetta geti orðið hvatning fyrir aðra til að gera eitthvað,“ útskýrir Eirný og segir jafnframt: „Ég ber ótrúlega mikla virðingu fyrir fólki sem lifir á landinu og ég fæ alveg þrýsting upp í hálsinn þegar ég hugsa um allt það sem bændur þurfa að ganga í gegnum. Þá meina ég að fyrir utan vinnu 365 daga á ári er svo margt annað sem þarf að huga að, eins og reglugerðir og skráningar og fleira. Ofan á alla dagvinnuna eru margir bændur samt tilbúnir að þróa og gera nýja hluti og mér finnst það aðdáunar- vert. Það er enginn í ostagerð nema af ástríðu því það er ekki gróðavon í þessu. Ostagerðarfólk er mjög merki- legt fólk og yfirvegað, það þarf mikla þolinmæði og ró við ostagerð. Ég er tilbúin að hlúa að ostinum og selja hann en ég er allt of mikið fiðrildi til að gera osta sjálf.“ Bein tenging við náttúruna Í Búrinu eru að jafnaði um 40 tegundir í ostaborðinu og nær tvö- faldast sú tala fyrir jólin. Flestir ostanna koma frá Ítalíu, Frakklandi, Hollandi og Spáni. „Maður kemst ekki nær beinni tengingu við náttúruna en með ostum. Í grunninn er þetta ótrúlega einfalt því eingöngu þarf þrjú hráefni, mjólk, hleypi og salt. Möguleikarnir eru endalausir og það er ótrúlegt að geta búið til svona mikið af mis- munandi brögðum með ostum, alls kyns krydd, karamella, vín og fleira. Ostarnir vekja mér meiri ánægju en nokkuð annað og ég viðurkenni að þetta er algjör nördistaástríða,“ segir Eirný brosandi. Eirný er uppalin í Afríku og Skotlandi en þar er hluti fjölskyldu hennar búsettur og flestir vinir. Hún rak um árabil veisluþjónustu í Skotlandi áður en hún flutti aftur til Íslands. „Ég þekkti fáa þegar ég kom til Íslands og hafði litla tengingu hingað heim en búðin er mitt félagslíf og margir orðnir vinir mínir í gegnum hana. Búrverjarnir, starfsfólkið mitt, og allt yndislega fólkið sem kemur að búðinni sem ég er ákaflega þakklát fyrir. Ég hef einnig fundið fyrir því að Íslendingar eru mjög opnir fyrir breytingum og fylgja þeirri byltingu sem á sér stað um allan heim þar sem mikil vakning er hjá fólki að fara aftur yfir í handgerðu ostana. Fólk er mun meðvitaðra um upprunann og það skapar fjölda tækifæra fyrir bændur.“ /ehg „Bestu ostar í heimi eru þeir sem búnir eru til úr kindamjólk því hún er svo rjómakennd, feit og sæt,“ segir Eirný í Búrinu, sem heldur hér á níu mánaða gömlum kindamjólkurosti frá Sardiníu. Myndir / ehg-25°C LOFT Í LOFT VARMADÆLUR Ein sú hljóðlátasta á markaðnum komið og hlustið í verslun okkar Búrverjarnir Edda Katrín Einarsdóttir, Kristrún Linda Kristinsdóttir og Eirný. Bændamarkaður verður haldinn á planinu í Nóatúni laugardaginn 8. desember næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.