Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 35
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Sívakur – Þjálfarabrauð „Fyrir um 20 mánuðum fór ég með framleiðsluþátt Þjálfarabrauðs (e. Livebread) til þeirra hjá Matís í Grafarholti og fékk þar inni með alla mína framleiðslu. Þeir sáu fljótt að við vorum með heilsusamlega vöru auk þess sem framleiðslu- og geymsluaðferðin var ný af nálinni. Þar var ég hvattur til að athuga með þátttöku í sýningunni. Svo hittumst við Dominique, formaður Íslandsdeildar Slow Food, og eftir þann fund fór ég á fullt í alla undirbúningvinnu. Þjálfarabrauðið fór reyndar fyrst í sölu árið 2006 – til prufu í litlum mæli,“ segir Hlynur Chadwick Guðmundsson, sem kynnti heilsubrauðið sitt. Móttökur voru það góðar gagnvart Livebread að þótt að við séum enn að meðtaka niðurstöðuna og vinna úr ferðini getum við sagt að það sé engin ástæða til að draga í land og einblína bara á sölu hér á landi. Þetta var mikil vinna og lítill tími gafst til að skoða sig um og sjá hvað aðrir eru að gera í heiminum, eftirspurnin var það mikil að við urðum að hafa okkur alla við til að anna henni; með tilbúið smakk og vöru til sölu. Við höfum nú þegar náð góðu sambandi við nokkra aðila sem sýna vörunni mikinn áhuga. Sem dæmi má nefna að einn aðili keypti af okkur mikið magn af frystu deigi til bökunar á síðasta degi sýningarinnar, til að nota á sínum veitingastað í Tórínó. Annar aðili vill vera í viðskiptum frá og með nærsta vori þegar fyrirtæki hans kemur með velefnaða Ítali hingað til lands. Aðrir tveir sýndu þessari vöru mikinn áhuga og munu næstu mánuðir fara í frekari viðræður við þá. Það er ljóst að við Íslendingar eigum mikið úrval nú þegar af matvöru sem við getum boðið sem gæðavöru og sé ég mikla möguleika fyrir landið. Hvað varðar Livebread er um að ræða hráefni sem kemur frá íslenskri kornrækt til útflutnings. Þegar út var komið var það fyrsta verk okkar að leita að bökunarofni til kaups og nota á sýningunni. Þegar hann var fundinn þurfti ég að bera hann á bakinu um einn kílómetra að sýningarstað á opnunardegi. Það tók um sjö klukkustundir að borga hann upp á sýninguni. Salan var það góð meðan á sýninguni stóð að hún náði að greiða stóran hluta af öllum kostnaði og er það vel. Sívakur ehf. er lítið félag sem stofnað var árið 2002. Tilgangur þess og markmið var að snúast í kringum leiðsögn og þjálfun líkamanns fyrir frekari afrek í íþróttum hjá einstaklingum sem hópum sem vildu ná lengra í sinni list. Eitt atriði í þeirri þjálfun var fræðsla um gildi mataræðis og hollrar næringar fyrir líkamann og var þá boðið upp á Þjálfarabrauð. Ég hafði að vísu gert Þjálfarabrauðið fyrir mörgum árum fyrir mín börn, þar sem leitast var við að búa til næringu fyrir þau sem var laus við öll hjálparefni, til dæmis ger, lyftiduft, rotvarnarefni og egg. Eftir að ég fór að gefa mínu íþróttafólki þessa vöru varð nafnið til, því þegar þau sáu að ég var að koma með brauðið í poka undir hendi sögðu þau að Þjálfarabrauðið væri komið. Á erlendri grundu hentar ekki að vera með svona íslenskt nafn á brauði, því er það kallað þar Livebread. Við höfum farið út í það að bjóða upp á jólabrauð sem er þá með birki í sér, páskabrauð sem er þá með ætihvönn í sér og sumarbrauð sem er með blóðberg í sér. Hingað til hefur þetta gamla klassíska alltaf verið vinsælast. Í mínum huga er þessi sýning góður vettvangur til að sýna sína smávöru, komast í kynni við aðra menningu í matargerð og jafnvel leita framtíðarviðskipta.“ Saltverk – Íslenskt sjávarsalt „Að fá tækifæri til þess að taka þátt í Salone del Gusto er nokkuð sem ég held að fáir ættu að láta framhjá sér fara. Það verðmætasta í því er að komast í bein samskipti við viðskiptavini, sjá hvað aðrir eru að gera og ræða við þá,“ segir Björn Steinar Jónsson saltari hjá Saltverki, sem kynnti íslenska sjávarsaltið sitt. „Saltverk setti afurð sína, íslenskt sjávarsalt, á markað skömmu fyrir síðustu jól. Saltið er unnið með þeim hætti að við dælum hreinum sjó úr Ísafjarðardjúpi sem við eimum og búum til saltpækil úr. Saltpæklinum er síðan dælt á pönnu þar sem saltið verður til. Það kristall- ast á vatnsyfirborði pönnunnar og fellur svo til botns. Þá er komið að uppskerunni og hlutverki saltarans við að sía það, taka það úr pönnunni og þurrka. Þá eru saltflögurnar tilbúnar til notkunar í matreiðslu. Salt er ekki bara salt. Í grunninn eru vinnslu- aðferðirnar tvær. Annars vegar úr saltnámum þar sem unnin er einsleit afurð, sem inniheldur 99,99% natríumklóríð, til iðnaðarframleiðslu. Þess konar salt er selt sem borðsalt í matvöru- verslunum, en einnig sem iðnaðarsalt til mat- vælaframleiðslu og einnig í aðra notkun sem ekki tengist matvælum. Síðan er það salt unnið úr sjó sem unnið er á ýmsan hátt um allan heim. Sumt sjávarsalt er framleitt í iðnaðarframleiðslu á sambærilegan hátt og úr saltnámum með sömu niðurstöðum. Aðferðin sem Saltverk byggir á er að eima sjó á opnum stálpönnum og má segja að það sé norður-evrópska aðferðin við að vinna salt úr sjó. Með þeim hætti fæst afurð sem inniheldur náttúru lega samsetningu salts og annarra steinefna úr sjó. Það sem er einstakt við þá aðferð sem Saltverk notar er sú gamla framleiðsluaðferð að eima sjóinn með nýtingu á jarðvarma, eða heitu vatni sem leitt er undir stálpönnurnar. Enginn annar í heiminum gerir þetta og hefur ekki verið gert síðan í kringum aldamótin 1800, þegar gamla Saltverkið í Reykjanesi við Djúp lagðist af. Þessi umhverfisvæna aðferð, ásamt aðgenginu að einhverjum hreinasta sjó sem kostur er á, er það sem skilur Saltverk frá öðrum. Umsókn um lífræna vottun fyrir framleiðslu okkar er í ferli hjá Túni vottunarstofu en Saltverk er að hefja útflutning til Skandinavíu og á Bandaríkjamarkað. Reynsla okkar af sýningunni er mjög góð og mér fannst ekki síst merkilegast að sjá ítalska hluta hennar og hversu margir tiltölulega smáir matvælaframleiðendur virðast samt vera komnir langt í þróun, markaðssetningu og sölu á matvælum enda er þetta mikilvægasta atvinnugrein þeirra. Viðtökurnar við Saltverkssalti voru mjög góðar og allt seldist upp á síðasta degi. Ég held að lærdómurinn sem helst má draga sé að smáir aðilar eigi að reyna að efla samstarf og byggja á sameiginlegri þekkingu við að koma skilaboðum um gæði íslenskra matvæla á framfæri á erlendum mörkuðum. Tækifærin eru að mínu mati gífurleg en það þarf mikla vinnu til þess að vinna úr þeim.“ Dominique Plédel Jónsson er mörg- um íslenskum vínáhugamanninum og sælkeranum að góðu kunn enda hefur hún rekið Vínskóla frá 2003 með farsælum hætti og verið frum- kvöðull að ýmsu leyti í því að víkka út matarmenningu Íslendinga. Hún hefur staðið fyrir sælkeravikum á veitingahúsum, skrifar í Gestgjafann um vín og smáframleiðslu matvæla og stofnaði Íslandsdeild Slow Food- hreyfingarinnar árið 2001. Hún gegnir nú formennsku í þeim samtökum og er nýkomin heim af Salone del Gusto og Terra Madre hátíðinni. Dominique er Parísarbúi að uppruna og kynni hennar af Íslandi koma til í gegnum landfræðinám hennar í Parísarháskóla – eins undarlega og það kanna að virðast. „Þetta var á árunum í kringum 1967-9, þegar háskólaumhverfið var allt mjög byltingarkennt. Við nemendurnir leituðum mjög eftir því að fara út fyrir áhrifasvið kennaranna og ég hafði áhuga á því að fara sem lengst – og þannig fékk ég áhuga á Íslandi. Til Íslands kem ég fyrst um sumarið 1969 og hér vinn ég svo að mínum masters- og doktorsritgerðum. Árið 1971 fékk ég starf hjá franska sendiráðinu í verslunardeildinni og hef verið búsett hér meira og minna síðan.“ Vínáhuginn var Dominique kannski ekki í blóð borinn, enda alin upp í stórborg. Hún segir að áhuginn hafi kviknað í náminu – en á námsárum hennar fór mikið að bera á hugtakinu terroir [Felur í sér staðbundnar aðstæður sem gefa af sér tiltekna afurð – innsk. blm.] í allri umræðu um víngerð. „Það var svo reyndar þannig þegar við fórum í vettvangsferðir, í landfræðináminu í París, að við enduðum alltaf á því að skoða einhver vínsvæði. Það má segja að þessi andblær hafi fylgt mér í starfi mínu allar götur síðan og sé skyldur áhuganum á Slow Food- hreyfingunni – sem ég fór síðar að vinna fyrir. Fann strax samhljóm með Slow Food-hugsjónunum „Ég held að ég hafi fyrst heyrt minnst á Slow Food í kringum 1996 í samtali við Sturlu Birgisson, sem þá var matreiðslumaður í Perlunni. Hann kom innblásinn að utan með fróðleik um þetta fyrirbæri og raun líka um Bocuse d´Or [Hina kunnu alþjóðlegu keppni matreiðslumanna – innskot blm.]. Ég fann strax samhljóm við það sem Slow Food-hreyfingin stendur fyrir og gat tengt við það sem ég lærði í Frakklandi á sínum tíma; að njóta góðs matar, úr héraðinu, í rólegheitunum. Þetta var líka á þeim árum þegar skyndibitinn var hreinlega að taka yfir. Það var eins og það væru bara tveir kostir á þessum tíma; annað hvort „fine dining“ eða „fast food“ – og ekkert þar á milli. Svo kynntist ég Eygló Björk Ólafsdóttur, sem nú er hjá Móður Jörð, og hún var að pæla Hjónin Hafdís Óskarsdóttir og Hlynur Chad- wick stóðu vaktina á Salone del Gusto. Formaður Slow Food-samtakanna á Íslandi: Miklir möguleikar fyrir íslenskar afurðir Björn Steinar Jónsson, saltari. Hátíðin Salone del Gusto og Terra Madre: Umhyggja fyrir matvælunum Átta íslenskir sýnendur voru mættir til Tórínó á Ítalíu hinn 25. október síðastliðinn til að taka þátt í Salone del Gusto og Terra Madre, einni stærstu matarsýningu og -ráðstefnu sinnar tegundar í heiminum. Sex þessara sýnenda eru smá- framleiðendur; Sívakur ehf., Móðir Jörð, Erpsstaðir, Saltverk, Ytri-Fagridalur og Urta Islandica – auk þess sem fulltrúar frá Ríki Vatnajökuls og Lónkots í Skagafirði voru mættir til að kynna sig. Til marks um stærð þessarar hátíðar má nefna að um 170 viðburðir voru á dagskrá þessa fimm daga sem hún stóð yfir og talið er að 220.000 gestir hafi komið á svæðið. Annað hvert ár efnir alþjóðlega Slow Food-hreyfingin til þessa viðburðar og nú var þessum tveimur viðburðum, Salone del Gusto annars vegar og Terra Madre hins vegar, í fyrsta skipti steypt saman í einn. Yfirskriftin var Matur sem breytir heiminum – og var sjónum sérstaklega beint að Afríku og þeim möguleikum sem sú heimsálfa býr yfir. Slow Food-hreyfingin telst vera stofnuð árið 1989 í bænum Bra, skammt suðaustan við Tórínó. Salone del Gusto var fyrst haldin 1994, en það er matarsýningarhlutinn. Árið 2004 bættist ráðstefnuhlutinn Terra Madre við, en viðburðirnir voru haldnir hvor í sínu lagi. Slow Food eru alþjóðleg grasrótarsamtök sem stefnt er gegn skyndibitavæðingunni síðustu áratuga og hafa það að markmiði að vernda heiður smáframleiðslu matvæla með gæði, hreinleika og sanngirni að leiðarljósi. Eitt af leiðarstefjum Slow Food að því marki er að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Sigurður Már Harðarson blaðamaður smh@bondi.is Salone del Gusto & Terra Madre Dominique Plédel Jónsson, formaður Slow Food á Íslandi, telur að til mikils sé að vinna að fá íslenskar afurðir skráðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.