Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Landsvirkjun fetar í fótspor frumkvöðulsins og orkubóndans í Belgsholti sem varð fyrir miklu tjóni á sinni vindmyllu í fyrra: Reisir tvær vindrafstöðvar við Búrfellsvirkjun – Gangsetning fyrirhuguð í janúar en hugsanlega verður Belgsholtsbóndi þó fyrri til að endurræsa endurbyggða vindmyllu sína Orkumál Landsvirkjun vinnur nú að rannsóknarverkefni sem snýst um að reisa tvær vindrafstöðvar skammt frá Búrfellsvirkjun við Þjórsá. Magnús Þór Gylfason, upplýsinga fulltrúi Lands virkjunar, segir að unnið hafi verið við að steypa undirstöður undir vind- myllurnar á síðustu vikum. Þá sé vinna við uppsetningu á turnum og túrbínum að fara í gang. Er þetta önnur tilraunin til að reisa öflugar vindrafstöðvar hér á landi sem tengja má inn á Landsnetið. Vindrafstöð Haraldar Magnússonar í Belgsholti, sem var sú fyrsta sem tengdist inn á raforkukerfi landsins, stórskemmdist 29. nóvember 2011 eftir aðeins nokkurra mánaða rekstur. Aðeins nokkrum dögum áður en vindmyllan brotnaði í Belgsholti í fyrra var upplýst um vindmylluáform Landsvirkjunar. Fjöldi lítilla vind- rafstöðva er þó í notkun hér á landi, ekki síst í sumarbústöðum. Endurræsir vindmylluna hugsanlega á undan Landsvirkjun Haraldur hófst strax handa við endurbyggingu vindmyllunnar í Belgsholti og hefur unnið að henni meðfram bústörfunum síðan. Hugsanlegt er að hann verði á undan Landsvirkjun að ræsa sína vindmyllu eftir endurbyggingu. „Það er allt að fara á fullt aftur í vindmylludæminu eftir að maður var búin í kornvinnslunni,“ sagði Haraldur þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans fyrir skömmu. „Það er meiningin að fara að koma henni saman á ný og stefnan er að koma henni upp nú í nóvember. Það fer þó allt eftir því hvernig gengur að stilla þetta allt af. Sá hængur er þó á að ef ég næ þessu ekki í fyrstu viku desember, verð ég að fresta þessu þar sem ég fer að láta skipta um mjaðmarlið 10. desember,“ segir Haraldur. Hann seg- ist þó ekki vera í neinu kapphlaupi við Landsvirkjun með verkið. „Strákar í Raftákni eru að vinna við að gera nýtt forrit fyrir vindmyll- una eftir uppskrift frá mér um hvernig eigi að stýra þessu. Ég ætla svo að prófa stýrikerfið hér inni á gólfi áður en ég set þetta í gang.“ Spaðablöðin úr gömlu vind myllunni voru sendir til bátasmiðjunnar Seiglu á Akureyri, sem gat límt þá saman þannig að hægt var að taka af þeim mót. Nú er búið að smíða ný blöð á spaðann en hvert blað er 6,5 metrar að lengd svo vænghafið á spaðanum er 13 metrar. „Nú er þetta allt orðið heldur sterkara en áður og blöðin eru steypt með nýrri tækni. Þá lækkaði ég turninn niður í 15 metra en hann var 24 metrar og síðan kemur í þetta öflugri tölvubúnaður sem les betur hvað er að gerast. Þá eru komnir öflugri vindstefnu- mælar sem hafa betri tengingu þegar stoppa þarf vind mylluna og spaðarnir eiga að fara í 90 gráðu skurð. Það er nýtt frá þeim sem framleiða vindstefnumælana. Einnig eru öflugri „encoderar“ sem telja snúningana á mótornum á turninum upp á vinding á kaplana í turninum. Ef hún fer þrjá hringi í sömu átt á hún að keyra sig sjálfvirkt til baka. Ef þessir „encoderar“ klikka verðum við með aukateljara sem telur upp í fimm hringi og setur mylluna þá í neyðarstopp. Þá er ég búinn að setja stór tannhjól sem stýra snúningnum á mótornum á turninum í stað keðjudrifs sem var áður. Einnig verða titringsnemar sem senda skilaboð á netið og setja vindmylluna í neyðarstopp ef hún fer að titra óeðlilega mikið. Ég get þá séð allt sem er að gerast hér í tölvunni. Við erum því að reyna að auka öryggið til að minnka hugsanlegt tjón. “ Ber allt tjónið sjálfur Haraldur segir að þetta brölt sé búið að kosta talsverða peninga enda hafi upphaflega vindmyllan ekki verið tryggð og framleiðandinn sé farinn á hausinn. Hann hafi því sjálfur þurft að bera allan kostnað af tjóninu í fyrra og endurgerð vindmyllunnar. „Ég hef ekki fengið neinn styrk í endurbætur á þessu, svo þetta hefur tekið dálítið í,“ segir Haraldur. Landsvirkjun hyggst gangsetja í janúar Margrét Arnardóttir, verkefnisstjóri Landsvirkjun í vindorkuverkefninu, segir að áætlað sé að setja búnaðinn upp hjá Landsvirkjun í desember. Að sögn Magnúsar Þórs Gylfasonar er reiknað með að hægt verði að prufukeyra búnaðinn í janúar. Vindmyllurnar verða tengdar við 11kW jarðstreng sem er í eigu Landsvirkjunar og liggur samhliða þjóðvegi 32 að vestanverðu. Staðsetningin ofan við Búrfells- virkjun er ekki tilviljun, því þar er búið að gera vindælingar um árabil. Margrét segir að þar á bæ hafi menn einnig komist að þeirri niðurstöðu að kalla þessi fyrirbæri bara vindmyllur, þótt það sé kannski ekki alveg rétt- nefni þar sem ekki er verið að mala neitt eins og í kornmyllunum í gamla daga. Allir viti hins vegar hvaða fyrirbæri sé átt við þegar talað sé um vindmyllur. Framleitt af Enercon Vindmyllurnar sem Landsvirkjun kaupir eru framleiddar af þýska fyrirtækinu Enercon. Fyrirtækið framleiðir vindmyllur í nokkrum gerðum E-33, E-44, E-48, E-53, E-70 og E-82. Stöðvarnar sem settar verða upp á svæðinu milli Búrfellsvirkjunar og Sultartangavirkjunar eru af gerðinni E-44. Uppgefið afl á þeim er 900 kílóvött (kW) hver. Þvermál spaðanna sem knýja túrbínuna er 44 metrar en þrjú blöð eru á hverjum spaða og er hvert þeirra 22 metrar að lengd. Hæðin á möstrunum verður um 55 metrar. Túrbínurnar geta gengið á breytilegum hraða en enginn gír er á þeim, sem er bæði kostur og löstur. Helsti kosturinn við að vera með gírlausar túrbínu af þessari stærð eru að sögn Valgeirs Jónassonar vélstjóra að þær eru einfaldari og ekki er þörf á öflugu kælikerfi eins og nauðsynlegt er ef um gírskipta túrbínu er að ræða. Vindmyllur af þessum toga þurfa að geta staðist gríðarlegt vindálag. Uppi á hálendinu geta menn líka þurft að glíma við mikla ísingu í vondum veðrum, sem getur valdið misvægi í þunga á spöðunum svo þeir hreinlega brotna af. Enercon gerir ráð fyrir þessu því blöðin á spöðum vindmyllanna verða þá hituð upp með rafmagni til að ís nái ekki að festast á þau. Starfsmenn þjálfaðir í Þýskalandi Nokkrir starfsmenn Búrfellsstöðvar hafa verið á námskeiðum hjá Enercon í Þýskaland í haust ásamt verkefnisstjóra. Mun meðal annars vera skilyrt af hálfu framleiðanda að allir starfsmenn sem sinni viðhaldi hafi vottað skírteini um slíka þjálfun. Snýst það ekki bara um hæfni til að sinna hefðbundnu viðhaldi, heldur varðar það líka öryggi starfsmanna. Sagði Valgeir að mikil áhersla væri lögð á að starfsmenn gætu bjargað félögum sínum ef þeir lentu í vandræðum, en þeir verða að klifra upp lóðréttan stiga inni í turnunum til að sinna viðhaldi á túrbínum í 55 metra hæð yfir jörðu. Í stærstu vindmyllunum sem Enercon framleiðir, sem eru um 2.000 kW, eru lyftur, enda eru turnar þeirra frá 78 til 138 metrar að hæð. Samsvara stærstu turnarnir nær tvöfaldri hæð Hallgrímskirkjuturns. Á svæðinu þar sem vindrafstöðvar Landsvirkjunar munu rísa er oft mikill vindur. Enercon-vindrafstöðvarnar eiga að þola 20-34 metra vind á sekúndu en þá slá þær út, sem leiðir til þess að blöðin fara í hlutlausan skurð og spaðinn hættir að snúast. /HKr. Það er betra að vera ekki mjög lofthræddur ef menn ætla að annast viðhald á vindmyllum. Hér er Valgeir Jónasson vélstjóri í túrbínuhúsi á toppi Enercon- vindrafstöðvar í Þýskalandi. Mynd / VJ E-44 vindmyllur frá Enercon eins og verið er að fara að reisa ofan við Búrfellsvirkjun. Þetta þykir áreiðanlegur búnaður og fyrirtækið hefur verið ört vaxandi á þessu sviði. Íslenskir starfsmenn Landsvirkjunar í þjálfunarbúðum Enercon í Þýskalandi. Þessi mynd af vindmyllunni í Belgsholti var tekin þegar verið var að gangsetja hana í júlí 2011. Hún stórskemmdist í nóvember sama ár. Mynd / HKr. E-44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.