Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Nær 1.800 bæir og stór landsvæði eru án möguleika á þriggja fasa rafmagni Alls eru 1.762 bæir á landinu án aðgengis að þriggja fasa raf- magni að því er fram kemur í svari Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra, við fyrirspurn Einars K. Guðfinns sonar alþingis manns um þriggja fasa rafmagn. Flestir þessara bæja eru lögbýli. Í svarinu kemur einnig fram að fjöl mörg land svæði og jafnvel heilu sveitar- félögin eru án þriggja fasa raf- magns, sem er oft hemill á frek- ari uppbyggingar á viðkomandi svæðum. Flestir bæirnir sem eru án þriggja fasa rafmagns eru á veitusvæði RARIK eða 1.639 og 123 bæir eru á veitusvæði Orkubús Vestfjarða. Hjá RARIK eru bæir skilgreindir sem lögbýli þar sem er búseta, þó ekki endilega búrekstur, en í svörum Orkubús Vestfjarða er um lögbýli í ábúð að ræða. Á veitusvæði Orkubús Vestfjarða eru einnig bæir án þriggja fasa rafmagns, sem ekki teljast til lögbýla en þar sem rekin er atvinnu- starfsemi, svo sem ferðaþjónusta. Stór landsvæði á veitusvæðum RARIK og Orkubús Vestfjarða eru einnig að öllu eða miklu leyti án aðgengis að þriggja fasa rafmagni. Allir á veitusvæði OR eiga kost á þriggja fasa rafmagni Öðru vísi horfir við á dreifiveitu- svæði Orkuveitu Reykjavíkur. Dreifbýlis svæði OR er á Kjalarnesi, í Mosfellsdal og Miðdal. Á því svæði geta allir sem þess óska fengið teng- ingu við þriggja fasa rafmagn, en háspennt rafdreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur á dreifbýlissvæði er byggt upp sem þriggja fasa rafdreifi- kerfi. Meiri hluti lögbýla á svæðinu er tengdur þriggja fasa rafmagni. Þrífösun um allt land kostar 17,5 milljarða Í fyrirspurn Einars Kristins til ráð- herra var einnig spurt hvort lagt hafi verið mat á kostnaðinn við að koma á þriggja fasa rafmagni þar sem það er ekki núna. Í svari ráðherra segir: „RARIK áætlar að kostnaður við þrífösun á dreifiveitusvæði fyrirtækis ins sé um 15 milljarðar króna. Þar er um að ræða endur- nýjun eins fasa loftlína með þriggja fasa jarðstreng ásamt notendaspenni- stöðvum. Orkubú Vestfjarða telur að gróflega áætlað sé kostnaður við að tryggja öllum aðgang að þriggja fasa rafmagni á dreifiveitusvæði fyrir- tækisins, eins og það er uppbyggt í dag, um 2,5 milljarðar króna.“ Elstu línunum skipt út fyrst Einar spurði einnig hvort áætlanir lægju fyrir um hvernig staðið yrði að því að tryggja aðgengi að þriggja fasa rafmagni. Í svari ráðherra segir: „Frá árinu 1995 hefur RARIK unnið að endurnýjun loftlínukerfis- ins með þriggja fasa jarðstrengjum. Byrjað var á elstu línunum og þeim sem útsettastar voru fyrir ísingu. Fram til ársins 2020 hafa forgang línur byggðar árin 1955- 1965 í framhaldi af gerð fyrstu 10 ára sveitastyrkingar áætlunarinnar, en þá var lögð áhersla á þéttbýlli héruð landsins. Strjálbýlustu sveitirnar voru rafvæddar síðast. Línur þar eru yngstar og verða því endurnýjaðar síðast samkvæmt núverandi framkvæmdaáætlun fyrir árin 2013-2035. Í árslok 2035 er áætlað að streng- væðingunni verði lokið og öllum notendum þar með tryggður aðgang- ur að þriggja fasa rafmagni. Orkubú Vestfjarða hefur ekki lagt fram heild stæða áætlun um 100% aðgengi að þriggja fasa rafmagni á dreifi veitu svæði sínu en á hverju ári er unnið að endur bótum samkvæmt framkvæmda áætlun viðkomandi árs sem tekur mið af ástandi dreifi- kerfisins.“ Ráðherra tekur fram að framan- greind svör byggi á umbeðnum um sögnum frá Orkubúi Vestfjarða, Orkuveitu Reykjavíkur og RARIK. /HKr. Orkumál Bæir án þriggja fasa rafmagns hjá RARIK Kjósarsýsla 17 Borgarfjarðar- og Mýrasýsla 192 Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 88 Dalasýsla 125 Húnavatnssýslur 175 Skagafjarðarsýsla 165 Eyjafjarðarsýsla 90 Þingeyjarsýslur 162 Múlasýslur 289 Skaftafellssýslur 118 Rangárvallasýsla 117 Árnessýsla 101 Samtals: 1.639 Bæir án þriggja fasa rafmagns hjá OV Norður-Ísafjarðarsýsla 18 Vestur-Ísafjarðarsýsla 8 Vestur-Barðastrandarsýsla 29 Austur-Barðastrandarsýsla 13 Strandasýsla 55 Samtals 123 Bæir, aðrir en lögbýli, án þriggja fasa rafmagns á dreifiveitusvæði OV Krossholt á Barðaströnd Brjánslækur Laugarhóll í Bjarnarfirði Hnjótur Flókalundur Djúpavík Breiðavík Norðurfjörður Broddanes Sveitarfélög sem eru algjörlega án þriggja fasa rafmagns Tjörneshreppur - á dreifiveitusvæði RARIK Árneshreppur - á dreifiveitusvæði Orkubús Vestfjarða Sveitarfélög hjá RARIK að mestu án þriggja fasa rafmagns (Berufjörður, Hamarsfjörður og Álftafjörður) Síða, Fljótshverfi, Landbrot, Meðalland, Skaftártunga og Álftaver Sveitarfélög hjá RARIK að miklu leyti án þriggja fasa rafmagns – Vesturland: Lundarreykjadalur, Mýrar, Kolbeinsstaðahreppur, Laxárdalur og Fellsströnd/Skarðsströnd – Norðurland vestra: Miðfjörður, Vatnsnes, Svínavatn, Svartárdalur, Skagi og inndalir Skagafjarðar – Norðurland eystra: Innsti hluti Eyjafjarðardala, Bárðardalur, Melrakkaslétta og Langanes – Austurland: Jökuldalur, Jökulsárhlíð/Hróarstunga, Mjóifjörður, Breiðdalur og Lónsfjörður. – Suðurland: Selvogur. Svæði hjá Orkubúi Vestfjarða algjörlega án þriggja fasa rafmagns Norðan Bjarnafjarðarháls Sunnan Þorpa á Ströndum, norðan Blævardals og sunnan Nauteyrar í Ísafjarðardjúpi Sunnan Króksfjarðarness og norðan við Bjarkarlund Vestan Bíldudals og austan Dufansdals í Arnarfirði. Ekkert þriggja fasa rafmagn er í Vesturbyggð sunnan og austan Patreksfjarðar. Án þriggja fasa rafmagns milli Súðavíkur og Látra. Þriggja fasa strengur er með þjóðvegi frá Reykjanesi að Látrum Án þriggja fasa rafmagns vestan Þingeyrar og vestan Núps. Ingjaldssandur er án þriggja fasa rafmagns og nokkrir aðrir bæir í Önundarfirði Án þriggja fasa rafmagns utan við Tálknafjörð Eldamennska er leikur einn! „Eldum íslenskt með kokkalandsliðinu“ er matreiðslubók þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Aðeins 5 hráefni í hverjum rétti. Fáanleg í helstu bókaverslunum og í netverslun www.sogurutgafa.is Þriggja fasa rafmagn Lágspennudreifikerfið er rekið með þriggja fasa riðstraumi sam- kvæmt staðli um lágspennu. Samkvæmt því skal málgildi spennu á afhendingarstað í enda heimtaugar vera: 230 V á milli fasa og N-leiðara og 400 V á milli fasa í þriggja fasa, fjögurra leiðara kerfum. 230 V á milli fasa í þriggja fasa, þriggja leiðara kerfum. Spenna á afhendingarstað má vera á bilinu +6% til -10% miðað við ofangreind málgildi. Heimild: Fallorka.is Rafsegulsvið Oft heyrist talað um að rafsegulsvið í kringum raflínur geti verið hættulegt mönnum og dýrum. Rafsegulsviði hefur m.a. verið kennt um hættuna á aukinni tíðni Alzheimer hjá þeim sem vinna mikið við rafmótora eða tæki knúin slíkum mótorum. Aldrei hefur samt tekist að sanna slíkt með óyggjandi hætti þó að faraldsfræðileg rannsókn í Bandaríkjunum hafi gefið ákveðnar vísbendingar um að slíkt geti verið mögulegt. Víst er að mannsheilinn notar raf straum til að senda skipanir um starfsemi líkamans. Því er ekki óeðlilegt að álykta að utanað komandi truflanir á rafsvið í kringum fólk geti haft áhrif á rafboð heilans og þannig hugsanlega valdið skaða. Nefna má að dæmi eru um að rafsegulbylgjur frá sólinni hafa hreinlega slegið út heilu raforkukerfunum á jörðinni. Fæstir gera sér þó grein fyrir að einföld raftæki á heimilum manna geta skapað jafn mikið rafsegul- svið í kringum sig eða meira en öflug spennivirki. Umfang raforku- mannvirkis getur því hæglega fengið fólk til að draga rangar ályktanir um rafsegulsviðið í kringum það. Samkvæmt upplýsingum af vefsíðunni fallorka.is er rafsegulsvið frá hrærivél í eldhúsi svipað og frá spennistöð. Þá er rafsegulsvið frá 220.000 V háspennulínu með 100.000 kW álagi um 0,02 mikrotesla í 200 metra fjarlægð eða jafn mikið og frá reiðhjóli með ljósum. Það var ekki merkilegt rafsegul sviðið í kringum línurnar á þessum fallna rafmagnsstaur í Mývatnssveitinni í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.