Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 20126 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.600 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.300. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 250.000 fleiri í mat, hvert kvöld LEIÐARINN Það er ekki ofsögum sagt að tækifærin í matvælaframleiðslu á Íslandi séu gríðarleg. Það var reyndar grunntónn ráðstefnu um Matvælalandið Íslands sem haldin var í síðustu viku. Þó að flestum bændum séu þessi sannindi ljós sem og þeim sem stunda útgerð og fiskvinnslu er ekki endilega sömu sögu að segja af skilningi stjórnmálamanna á þessu máli. Það liggur fyrir að Íslendingar hafa yfir mestu ferskvatnsbirgðum að ráða á mann sem þekkist í heiminum. Við höfum líka yfir að ráða meiri möguleikum í framleiðslu á raforku með vistvænum og endurnýjanlegum hætti en flestar þjóðir heims. Við höfum yfir að ráða einhverjum gjöfulustu fiskimiðum heims. Þá eigum við nær óendanlega möguleika í frekari þróun matvælaframleiðslu á sama tíma og heimsbyggðin kallar á tvöföldun matvælaframleiðslu á næstu áratugum. Þá er líka tæknilega vel mögulegt að framleiða alla þá olíu og aðra orkugjafa sem við þurfum hér á landi með vistvænum hætti. Maður spyr sig, býr nokkur þjóð betur? Því er meira en lítið undarlegt að hér á landi hafi minnihlutahópur náð því í krafti ríkisstjórnarsetu síðustu fjögur árin að leiða baráttu fyrir því að öllum þessum verðmætum verði komið undir stjórn Evrópusambandsins. Þó að fólk sem er blindað af glimmerglysinu í Brussel sjái ekki þá gríðarlegu möguleika sem Íslendingar eiga við að búa hafa útlendingar komið auga á það. Frægar eru deilurnar við kínverska kaupsýslumanninn út af kaupum og síðan mögulegri leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Kínverjar hafa fyrir löngu séð möguleikana sem hér er að hafa. Þeir horfa þar líka til þess að geta nýtt Ísland sem bækistöð fyrir afar umfangsmikla námuvinnslu sem er í uppsiglingu á Grænlandi. Nú hefur Howard Graham Buffet, elsti sonur hins heimsþekkta stór- eigna manns Warren Buffet, sem af mörgum er talinn farsælasti fjárfestir 21. aldarinnar, einnig uppgötvað stórkostlega möguleika Íslands. Í það minnsta var það ekki áhuginn á fullveldisafsali Íslands til ESB sem rak hann til að skrölta á einkaþotu sinni hingað til lands í síðustu viku. Hann sér möguleikana í kornrækt hér á landi og hefur hug á að fjárfesta í landi og það engum smábleðlum. Hann skilur vel hugtakið fæðuöryggi og veit að korn mun stíga hratt í verði á komandi misserum. Þá getur eignarhald á kornökrum og gott aðgengi að orku verið eins og að hafa gullgerðarvél í bakgarðinum. Þarf virkilega útlendinga til að benda okkur á þetta? /HKr. Batnandi lífskjör milljóna manna og stöðug fólksfjölgun er mikil áskorun fyrir landbúnað um allan heim. Auka þarf matvælaframleiðslu á næstu áratugum svo um munar. Fleiri og fleiri hafa efni á að kaupa kjöt eða mjólk í stað þess að neyta nær einungis kornvöru. Gleymum því heldur ekki að sóun matar er jafnframt mikil og mikið óunnið við að nýta hann betur. Milljónir heimila í Kína, Indlandi, Brasilíu og fleiri fjölmennum löndum munu á næstu árum kaupa mat sem kostar bæði meira land og meira vatn að framleiða. Breytingarnar eru stórkostlegar og ágangur á auðlindir í heiminum er mikill. Heimurinn á enn mikið af ónýttum ræktarlöndum en þau eru ekki ótakmörkuð. Hafsvæðin eru víða gjörnýtt en möguleikar tengdir fiskeldi miklir. Vatn er af skornum skammti en nú eru á fjórða tug þjóðríkja ekki sjálfbær með vatn. Verð á matvælum heimsmarkaðarins hefur hækkað verulega samkvæmt tölum FAO. Þannig er fortíðin en spár um framtíðina eru jafnvel enn dekkri um þróun næstu 10 ára. Ekki aðeins að fólksfjölgun og aukin velmegun séu drifkraftar, heldur er verið að nýta korn, sykur og annan jarðargróða til að framleiða eldsneyti. Orkuverð og matarverð eru nátengdar stærðir. Hækkandi olíuverð þýðir ekki síður hækkandi matarverð. Hvernig á að bregðast við? Ef rýnt er í spár þá er enginn sem fjallar um afturhvarf til fyrri tíma. Auðvitað verða verðsveiflur tengdar ástandi efnahagsmála en fyrst og fremst eru þær háðar sveiflum náttúrunnar. Veðurfar hefur þar mikið að segja og áhrif þurrka, kulda eða úrkomu geta skorið úr um örlög heilla þjóða. Þjóðríki verða að hugsa um fæðuöryggi sitt en það er grundvallaröryggismál hverrar þjóðar. 5-10% af mat eru heimsmarkaðsvara En er maturinn til? Matur hefur verið viðskiptavara í langan tíma. Birgðir matvæla og jafnvel væntingar um uppskeru hafa verið boðnar til kaups á fjármálamörkuðum. Matur er hins vegar ekki stöðug vara eins og iðnaðarvara og því eru sveiflur í verði gríðarmiklar. Lítil umframeftirspurn hækkar verð verulega, lítil umframframleiðsla getur að sama skapi lækkað verð á mörkuðum langt undir hefðbundna sveiflu. Þannig hefur matur aldrei og getur aldrei orðið að hreinni markaðsvöru hins frjálsa og opna heimsmarkaðar, vegna sveiflu í náttúru og vegna öryggissjónarmiða þjóða. Þetta er grundvöllur þess að ríki styðja og verja landbúnað sinn. Ekki skal haldið fram hér að tölur um birgðir matvæla séu rangar, en þegar þær eru rýndar eru þær hættulega litlar. Síðan er spurt hvort þær séu raunverulegar. 5-10% af öllum mat í heiminum eru í raun á markaði. Því er um 95% af öllum mat sem framleiddur er neytt innan ríkja. Innlend matvælaframleiðsla er grunnstoð samfélagsins Fyrir Ísland, sem eyríki, er innlend matvælaframleiðsla grunnstoð samfélagsins. Í breyttum heimi eru líka tækifæri. Ísland á einstaka möguleika og okkar er að nýta þá. Til að hefja umræðu um þau tækifæri verður að vera ljóst að horfa þarf mjög langt fram í tímann. Stundarfyrirbæri eða skyndilausnir duga ekki. Margt hefur verið nefnt í umræðu um möguleika okkar. Hins vegar vill brenna við að menn sjá ekki skóginn fyrir trjánum, svo sem að nauðsynlegt sé að breyta núverandi kerfi með þeim hætti að best sé að breyta stuðningi sem nú fer til framleiðslu á mjólk og kjöti og færa til annarra þátta. Að taka af einum til að veita öðrum. Að ekki eigi að horfa til endanlegrar afurða við stuðning og formgera hann sem stuðning á land. Þetta kemur allt til greina en samt skal varað hér við reynslu af slíkum tilraunum sem við þekkjum vel innan ESB, þar sem framleiðsla hefur nánast horfið á ákveðnum landsvæðum. Öll stefnumótum á að einblína á hag bóndans og neytanda sem á endanum greiðir fyrir vöruna. Kerfi sem horfir til stuðnings á land óháð afurð hækkar landverð og veikir frumframleiðendur. Engar töfralausnir eru til. En við getum undirbúið okkur og það höfum við gert, m.a. í nýjum búnaðarlagasamningi sem markar stefnubreytingu. Fyrst og fremst þurfum við sterka umgjörð, framsýna löggjöf og traustara starfsumhverfi en við búum við nú. Eigum við ekki að byrja á því? /HB Tækifærin eru okkar Ferðaþjónustan í Vogafjósi við Mývatn er bær mánaðarins í nóvember að mati starfsfólks skrifstofu Ferðaþjónustu bænda. Vogafjósið hefur vaxið og dafnað allt frá því að fjölskyldan að Vogum fór fyrst að bjóða gestum að skoða fjósið. Jörðin er búin að vera í eigu sömu fjölskyldunnar kynslóð eftir kynslóð í um 120 ár. Í dag rekur fjölskyldan gistiheimili með 26 vel útbúnum herbergjum með baði, veitingahús og sveitaverslun í fallegu umhverfi við Mývatn. Rekstraraðilarnir, þau Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir, Jón Reynir Sigurjónsson, Leifur Hallgrímsson og Gunnhildur Stefánsdóttir, leggja mikinn metnað í reksturinn og vanda til verka, hvort sem um er að ræða þjónustu við gesti eða við matargerð. Fallegt umhverfið með sína fjölbreyttu möguleika til afþreyingar hjálpar þar einnig til. Þetta hefur skilað sér í ánægðum gestum eins og umsagnir þeirra gefa til kynna. Vogafjós hefur frá upphafi lagt áherslu á tengingu við landbúnað í sinni starfsemi. Mikill metnaður er lagður í matargerð, en bærinn er einn af frumkvöðlum Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila. Veitingastaðurinn er einstaklega vel staðsettur með útsýni yfir vatnið og þar er einnig sveitaverslun þar sem hægt er að kaupa afurðir búsins auk handverks og taka með sér heim. „Þegar við ákváðum að halda áfram að framleiða mjólk á bænum fengum við hugmyndina um að opna fjósið og fara út í ferðaþjónustu. Sum borðin á veitingastaðnum eru við glugga inn í fjósið og gestum okkar býðst þannig að fylgjast með þegar við mjólkum kýrnar daglega kl. 7.30 og 17.30. Það er líka hægt að fá að smakka spenvolga mjólk beint úr kúnum, sem vekur gjarnan lukku hjá yngri kynslóðinni,“ segir Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir, gestgjafi í Vogafjósi. „Okkur finnst gaman að geta boðið fólki að njóta veitinga frá býlinu. Hér er hægt að gæða sér á ýmsum heimagerðum og lífrænum afurðum sem við vinnum hér á bænum, eins og reyktum silungi, hverabrauði, tvíreyktu hangikjöti og ostum. Okkur finnst mikilvægt að fólk viti hvaðan maturinn kemur og hvað í honum er.“ Aðventudvöl í nóvember og desember Vogafjós býður upp á sérstaka aðventu dvöl í nóvember og desember. „Þá förum við í jólabúning og gestum gefst tækifæri á að eiga góðar stundir hér í sveitinni, heimsækja Jarðböðin og Fuglasafn Sigurgeirs, baða sig í Grjótagjá og síðast en ekki síst heimsækja jólasveinana í Dimmuborgum. Mataráherslan er ekki síður sterk í kringum þennan viðburð en hinn 17. nóvember í ár þegar við munum bjóða upp á kaffihlaðborð í tengslum við heimboð jólasveinanna og svo verðum við með sérstakan árbít helgina 8.-9. desember þar sem mývetnskar krásir beint frá býli verða á boðstólum,“ segir Ólöf að lokum. Val á bæ mánaðarins byggist á umsögnum gesta og mati starfsfólks skrifstofu Ferðaþjónustu bænda. Sjá nánar á http://www.sveit.is/baeir/baer_ manadarins Vogafjós er bær mánaðarins í nóvember BÆR MÁNAÐARINS – NÓVEMBER 2012 Vannæring fer vaxandi í heiminum samkvæmt tölum FAO og auka þarf matvæla- framleiðslu verulega á komandi árum til að metta vaxandi íbúafjölda jarðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.