Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 51
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Lesendabás Harpa Ósk Jóhannesdóttir, Herjólfsstöðum, ritaði grein í síðasta Bændablað og sagði frá gróðureyðingu af völdum jökulárinnar Leirár. Hefur áin breytt farvegi sínum, sem til þessa hefur legið niður með Sandfelli til austurs að Rjúpnafelli og valdið vatna vöxtum í Skálminni. Breytingin er af völdum mikils aur framburðar undan Mýrdalsjökli sem veldur því að farvegur árinnar hefur hækkað svo mjög að hún hefur nú í nokkurn tíma runnið til suðurs og endað í farvegi Skálmar. Þessi breyting hefur haft gífurleg áhrif á beitiland bænda í Álftaveri. Með greininni birtust nokkrar myndir en ekki var þó pláss fyrir allar myndirnar sem Harpa sendi. Þar á meðal var sú mynd sem hér birtist sem skiptir talsverðu máli í þessu samhengi. Bæjarrústir Kringlu Þessi mynd er af líklegum bæjarrústum Kringlu, en bærinn er talinn hafa farið í eyði í einhverju Kötlu gosanna. Bæjarrústir Kringlu eru innan rauða hringsins á myndinni og sést vel hvað áin fellur nálægt þeim. Þá er í greininni einnig vitnað í myndina varðandi landgræðsluverkefnið ,,Bændur græða landið“ en fyrir ofan bæjarrústirnar má sjá Síknahálsinn. Sandfell er efst fyrir miðri mynd og þar sést hvar áin hefur breytt farvegi sínum og flæmist hún nú niður austanverðan Mýrdalssand og endar í farvegi Skálmar. Einnig endar hluti Leirár í vatnsmiklum bergvatnslækjum Haganna, en neðst á myndinni má sjá hvar mórautt vatnið blandast tæru vatni Kringlulækjar. Harpa sagði í greininni að eina lausnin við þessu sívaxandi vandamáli væri að byggja varnargarð upp við Sandfell til þess að beina ánni aftur í sinn gamla farveg. „Ég vona því að þeir sem málið varðar þ.e. Landgræðslan og Vegagerðin, sjái að sér og rétti okkur hjálparhönd í tíma, hætti að benda hvor á annan og segi okkur að bíða eftir svörum. Eins og máltækið segir er biðin sjaldan til batnaðar. Það á allavega við í þessu tilviki,“ sagði Harpa í grein sinni. „Biðin er sjaldan til batnaðar“: Leirá að grafa undan bæjarrústum Kringlu Innan rauða hringsins eru bæjarrústir sem líklega eru rústir bæjarins Kringlu sem fór í eyði í einu Kötlugosanna. Greinilega má sjá að áin er farin að ógna bæjarrústunum. Harpa Ósk Jóhannesdóttir Bækur Útgáfufélagið Töfrakonur/ Magic Women ehf. hefur sent frá sér barnabókina Ævintýri tvíburanna á Spáni. Bókin er eftir Birgittu Hrönn Halldórsdóttur, bónda á Syðri-Löngumýri í Blöndudal. Ævintýri tví- buranna á Spáni er sjálfstætt framhald af Ævintýrum tví- buranna sem kom út 2011. Tvíburarnir Bjössi og Begga búa í Blómabrekku í Húnavatnshreppi. Þar hefur heldur betur bæst við fjölskylduna, þar sem aðrir tvíburar hafa nú litið dagsins ljós. Þau fara í eftirminnilegt páska- frí til Spánar með vinum sínum og eld sprækum ömmum. Þar lenda þau í bardaga við spænsku mafíuna, heim sækja Afríku og upplifa margvís- leg ævintýri þar sem alls konar fólk kemur við sögu. Sagan lýsir vel kátum og glöðum krökkum í Húnavalla- skóla og skemmtilegu lífi þeirra innan skólans og utan hans. Bókina prýða skemmti legar og líf- legar myndir eftir Ernu Hrönn Ásgeirsdóttur. Ævintýri tvíburanna á Spáni – Ævintýri fyrir börn og fullorðna eftir Birgittu bónda á Syðri-Löngumýri Stöðugleiki og sókn í landbúnaði Í lok september undirrituðu ráðherrar atvinnuvega og fjármála nýjan búnaðarlagasamning til fimm ára. Um leið voru búvörusamningar um grænmeti, mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt framlengdir um tvö ár. Óhætt er að fullyrða að mikillar ánægju gæti meðal bænda og íbúa landsbyggðarinnar almennt með samningana. Samningarnir tryggja stöðugleika í landbúnaði til langrar framtíðar. Þeim tíðindum sæta þeir að sérstök áhersla er lögð á kornrækt, einkum þeirri er snýr að svínabændum. Fram kom í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að þetta væri liður í því að gera þá búgrein sjálfbæra í fóðuröflun og treysta þar með stoðir hennar. Því ber að fagna sérstaklega og taka undir þessar áherslur ríkis stjórnarinnar í landbúnaðarmálum. Ný sókn í landbúnaði Samningar ríkisstjórnar Samfylkingar og VG við bændur marka sókn í landbúnaði á mörgum sviðum. Stöðug- leiki er tryggður og skýr sýn mörkuð til framtíðar fyrir greinina. Þar er einkar mikilvægt að samningur inn við garðyrkju bændur er framlengdur, sem skiptir miklu máli fyrir þá vaxtargrein. Þá er unnið að því innan atvinnuvega- nefndar Alþingis að semja um sann gjarnt verð á raforku og dreifingu til þessarar rétt nefndu grænu stóriðju Íslands. Sá hluti sem snýr að mjólkinni og sauðfénu er mikill áfangi fyrir þær greinar, þar sem samningurinn gildir til áranna 2016 og 2017. Þessi aðkoma hins opinbera að greinunum er mikilvæg og nauðsynlegt að varðveita góða þverpólitíska sátt um stuðninginn. Hann nemur milljörðum króna árlega og er undirstaða þess að greinin búi við öryggi og festu. Sátt um slíkan stuðning er því nauðsynleg til að greinin búi við öryggi og geti sótt fram á fjölbreyttum forsendum. Mikilvægt er að útvíkka og þróa stuðning til annarra og nýrra búgreina þannig að stoðkerfi okkar við landbúnaðinn nái til landnýtingar almennt. Því er jarðræktarhluti samnings ins ánægjulegur vitnisburður um nýja nálgun í landbúnaði, enda um eina af sóknargreinum greinarinnar að ræða. Sóknargrein sem eflir innlenda fóðurframleiðslu og minnkar þörf fyrir innflutt korn. Styðjum betur við sprotana Landbúnaðurinn í allri sinni breidd er ein undirstöðugreina samfélagsins. Hann tryggir fæðuöryggi landsmanna og er undirstaða mannlífs í sveitum en ber einnig með sér mikil sóknarfæri til framtíðar. Ekki síst þegar litið er til útflutnings á fullunnum vörum á gæðamarkaði erlendis. Til að greiðar gangi í þeirri þróun þarf að útvíkka og efla stoðkerfi við landbúnað og huga að umhverfi tolla og innflutningsverndar á erlendum mörkuðum. Sóknarmörkuðum íslenska landbúnaðarins. Vannýtt tækifæri í skógrækt, hrossarækt, menningartengdri ferða- þjónustu og öðrum vaxtargreinum land búnaðar og landnýtingar þarf að efla verulega. Stoðkerfi við þessar greinar er lítið og vanburðugt. Þróa þarf nýja og heildstæða stefnu í landbúnaði sem tekur til allra þessara greina. Nær heildstætt utan um greinina og tækifæri hennar og gerir henni kleift að vaxa og fylla í skörðin sem verða við samþjöppun, stækkun og fækkun búa í hefðbundnum greinum. Umfram allt eru búvöru- samningarnir fagnaðarefni og sterk birtingarmynd þess góða stuðnings sem til staðar er í öllum flokkum við landbúnað og mannlíf í dreifbýli á Íslandi. Björgvin G. Sigurðsson, 1. þingmaður Suðurkjördæmis. Björgvin G. Sigurðsson Tölum tæpitungulaust við ESB! Nú er unnið að mótun samnings- afstöðu Íslands gagnvart ESB í 12. kafla er varðar matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði. Þetta er einn af afdrifaríkustu þáttum okkar Íslendinga í samningum við ESB. Mín skoðun er sú að afturkalla eigi nú þegar þessa umsókn en meðan svo er ekki er mikilvægt að talað sé skýrt og staðið fast á ófrávíkjanlegum hags- munum Íslendinga gagnvart ESB. Baráttumál Vinstri grænna Af hálfu Íslands verður því að setja fram mjög afdráttarlausa kröfu og skilyrði í viðræðunum við ESB, sem tryggi öryggi og verndun íslenskra búfjár- kynja og plantna með þeim varanlegu undanþágum sem landið hefur haft skv. EES-samningnum og barist var fyrir og staðfest með hinum svokölluðu „mat- vælalögum“ árið 2010. Matvælalögin sem samþykkt voru á Alþingi 2010 samhljóða og mótat- kvæðalaust undirstrika og staðfesta rétt Íslendinga til að beita þessum lagalegu vörnum til verndar viðkvæmum búfjár- kynjum landsins, fæðu- og matvælaör- yggi þjóðarinnar. Þessi ákvæði matvælalaganna voru einmitt sérstakt baráttumál Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs við síðustu alþingiskosningar, sem lauk giftusamlega með samþykkt laga frá Alþingi. Skýrar varnarlínur Bændasamtök Íslands létu framkvæma mjög vandaða úttekt og greiningu á stöðu íslensks landbúnaðar gagnvart ESB og þeirri áhættu sem tekin væri með umsókn og/eða aðild að ESB og hvernig bæri að taka á einstökum efnis- þáttum í samningaviðræðunum. Settu þau fram ákveðin grundvallaratriði varðandi þá samninga sem þau köll- uðu „varnarlínur“ Bændasamtakanna í landbúnaðarmálum, matvæla- og dýra- heilbrigðismálum og tollamálum. Frá upphafi samningaferilsins við ESB lýsti ég því yfir sem ráðherra að ég gerði „varnarlínur“ Bændasamtakanna að mínum hvað áðurnefnda þætti varðar. Tilkynnti ég það með form- legum hætti í ríkisstjórn á sínum tíma og að á þeim væru grunnsamnings- skilyrði Íslendinga byggð í þessum málaflokkum. Samningsafstaða Íslendinga í þessum málaflokki hefur nú verið til meðferðar í utanríkismálanefnd síðan snemma í sumar. Að mínu mati eru samningsdrögin sem lágu síðast fyrir algjörlega ófullnægjandi. Bókuð afstaða í utanríkismálnefnd Hinn 30. október síðastliðinn lagði ég fram eftirfarandi bókun sem hefur verið birt í fundargerð á vef utanríkismála- nefndar: „Vísað er til afdráttarlausrar kröfu Íslands um að tryggja öryggi og vernd- un íslenskra búfjárkynja og plantna og þeirra varanlegu undanþága sem landið hefur haft skv. EES-samningnum og bar- ist var fyrir og staðfest með svonefndum „matvælalögum“ árið 2010. Jafnframt er vísað til þeirra fyrirvara sem settir eru fram í greinargerð með þingsályktunar- tillögunni um aðild að ESB. Enn fremur er vísað til stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í þessum málum. Þá er auk þess vísað til „varnarlína“ Bændasamtaka Íslands í landbúnaðar- málum, matvæla- og dýraheilbrigðis- málum og tollamálum sem lögð var fram í ríkisstjórn af undirrituðum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem grunn samningsskilyrði Íslendinga. Nú þegar komið er að því að leggja fram samningsafstöðu Íslands um 12. kafla – Matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði, munu verða tilgreindar lágmarkskröfur Íslendinga í þessum við- ræðum. Í ljósi mikilvægis þessa máls fyrir Íslendinga og ofangreindra skilyrða sem liggja fyrir verður að setja fram í texta skýlausa og ófrávíkjanlega kröfu um að Ísland fái haldið varanlega rétti sínum og undanþágum hvað varðar bann við innflutningi á lifandi dýrum og innflutn- ingi á hráum ófrosnum dýraafurðum og bann við innflutningi tiltekinna planta og trjáa. ESB verði krafið svara innan tiltekins tímafrests um afstöðu sam- bandsins til þessara atriða á grundvelli þess að hér sé um ófrávíkjanleg skilyrði af hálfu Íslands að ræða fyrir áframhald- andi viðræðum um kaflann. Jafnframt verði það sett fram á skýran hátt sem ófrávíkjanleg krafa að Ísland framselji ekki til ESB rétt varð- andi samninga um þennan málaflokk hjá WTO er varða Ísland. Sama gildir um tvíhliða samninga sem ESB gerir á þessu sviði. Sá texti sem nú liggur fyrir að samningsafstöðu Íslands í 12. kafla og er hér til umfjöllunar er algjör lega ófull- nægjandi hvað þessi atriði varðar og ekki í sam ræmi við þær ófrávíkjanlegu kröfur sem samninga nefndinni var gert að vinna eftir. Undirritaður ítrekar andstöðu sína við umsóknarferlið og aðild að ESB en leggur áherslu á að meðan ferlið og aðlögunin sé ekki stöðvuð af hálfu Alþingis verði Ísland að setja fram með skýrum og afdráttarlausum hætti kröfur sínar, fyrirvara og ófrávíkjanlegu skilyrði í samningaviðræðunum sem ekki verði samið um. Stöndum fast á íslenskum hagsmunum og tölum skýrt Vegna trúnaðar sem ekki hefur verið aflétt af samnings drögunum get ég ekki vitnað með beinum hætti í þau. Verði þau hins vegar send út til ESB í því formi sem þau eru nú felur orðalagið í sér verulega eftirgjöf frá þeim ófrávíkjanlegu skilyrðum sem bæði Bændsamtökin og ég sem ráðherra hafði áður sett fram um fortakslaust bann við innflutningi á lifandi dýrum og hráum ófrosnum dýraafurðum. Hvikum hvergi. Jón Bjarnason, alþingismaður. Jón Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.