Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 43
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Guðrún Hadda Bjarnadóttir handverks listakona býr í Fífilbrekku í Eyjafjarðar sveit og hefur einnig komið sér þar upp vinnustofu sem hún nefnir Dyngjan – listhús. Hún býður upp á fjölbreytt námskeið sem öll eiga það þó sameiginlegt að snúast um fornt íslenskt hand- verk. Guðrún Hadda er fædd og uppalin í Kópavogi en bjó um árabil í Svíþjóð, þar sem hún kynntist þarlendu handverki. Þegar hún flutti aftur heim til Íslands bjó hún og starfaði um nokkurra ára skeið á Akureyri. Árið 2004 keypti fjölskyldan tvær lóðir í Eyjafirði og nefndi Fífilbrekku, en þangað flutti hún að loknum byggingaframkvæmdum árið 2010. „Þetta er alveg frábær staður, hér ríkir kyrrð og friður og hér er gott að starfa og búa,“ segir hún, en auk þess að halda hund eru nokkrar íslenskar landnámshænur í bústofni fjölskyldunnar. Lífið snýst fyrst og fremst um listsköpun og að miðla þekkingu, en Hadda er þekkt fyrir að halda fornum íslenskum menningararfi á sviði handverks á lofti. Tengist landbúnaði og búskap Námskeiðin sem hún hefur í boði tengjast öll landbúnaði og búskap; „Ég vil mjög gjarnan viðhalda þjóðlegri hefð og varðveita gamalt handverk,“ segir hún. Meðal þess sem Hadda býður upp á eru námskeið í vattarsaumi, tógvinnu og jurtalitun auk prjónanámskeið s. Þá er einnig í boði námskeið í gerð tólgarkerta og að vinna með hálm, svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölbreyttu námskeiðum sem áhugasamir geta nýtt sér, til gagns, ánægju og yndisauka. Hadda segist leggja áherslu á nytjalist og myndverk. „Ég hef alltaf haft áhuga á nytjahlutum, að búa til eitthvað nýtilegt úr margs konar efnivið,“ segir hún. Á nám- skeiðunum kennir hún þátttakend- um að vinna hlutina frá grunni. Á prjónanámskeiðunum, sem standa yfir í fjögur skipti, er m.a. farið yfir hönnun, frá því hugmyndir kvikna að flík, til dæmis peysu, sjali eða hverju sem er raunar, og að frá- gangi, sem Hadda segir að skipti miklu máli. Akrarnir færa okkur gott handverksefni Varðandi hálminn nefnir hún að korn hafi verið ræktað víða um heim til brauðgerðar og hálmur nýttur í bæði nytja- og skrautmuni, en stutt er síðan kornrækt hófst hér á landi og hefðin á að afraksturinn sé nýttur á annan hátt en sem fóður er enn sem komið er ekki sterk. Hadda telur þó að nýting á hálmi hér á landi sé löngu gleymd hand- verkshefð. „Nú eru akrarnir aftur komnir í íslenskar sveitir og þeir færa okkur þetta fína íslenska hand- verkshráefni,“ segir hún. „Það er gott að kunna að nýta allt sem til fellur og hálminn er hægt að nota m.a. í vefnað eða gerð skrautmuna.“ Eitt námskeiðanna er vattar- saumur, en Hadda nefnir að á árinu 1889 hafi fundist vattarsaumaður vettlingur þegar verið var að grafa fyrir nýju húsi á Arnheiðarstöðum á Fljótsdalshéraði og var talið að hann væri frá 10. öld. Vattarsaumur er forn saumaaðferð sem Íslendingar notuðu áður en þeir lærðu að prjóna. Við vattarsaum er notuð stór nál úr tré, beini eða málmi, en aðferðin virðist hafa fallið í gleymsku og dá. Konur í Svarfaðardal höfðu þó haldið henni til haga og notað til að búa til mjólkursíur úr kýrhalahári. Sýning um Miklagarðsaltarisklæðið Um þessar mundir er Hadda sam- hliða námskeiðshaldinu að vinna að sýningu á Miklagarðs altarisklæðinu svonefnda, en Mikligarður er aflögð kirkja í námunda við Fífilbrekku. Klæðið er frá 16. öld, en hún segir að Íslendingar eigi einna heilleg- ustu refilsaumsklæði sem til eru og víða séu til bútar en hér á landi heilleg klæði. „Ég nota veturinn í að undirbúa þessa sýningu, sem ég hef raunar enn ekki ákveðið hvar verður haldin, og hef svo í kjölfarið áhuga á að bjóða upp á námskeið í refilsaumi. Þetta er mjög spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við það,“ segir hún. Hadda mun bjóða upp á nám- skeið sín nú í vetur og um að gera að hvetja þá sem áhuga hafa á að læra af henni handverksaðferðir af margvíslegu tagi til að setja sig í samband og skrá sig. „Það verður mikið um að vera hjá mér í Dyngjunni á næstu mánuðum og ég vona bara að sem flestir hafi áhuga á að kynna sér hvað er í boði,“ segir Hadda. /MÞÞ Hadda í Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit býður upp á fjölda handverksnámskeiða: Vill viðhalda þjóðlegri hefð og varðveita gamalt handverk Námskeiðin sem Hadda býður upp á tengjast öll landbúnaði og búskap. Hér er hún við vefstólinn í vinnustofunni. Myndir / MÞÞ – listhús og sést í baksýn. Litun á garni er hluti af gamla handverkinu. Prjónarnir eru aldrei langt undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.