Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 20128 Fréttir Grísakjötskafli Kjötbókarinnar var formlega opnaður í vikunni í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi, en við það tækifæri fengu nemendur og kennarar við skólann kynningu á bókinni. Kjötbókin er gefin út á rafrænu formi og er hún aðgengileg án endurgjalds á slóðinni www. kjotbokin.is. Nú á einungis eftir að klára fuglakjötskaflann en fyrir var búið að opna lambakjötskafla, hrossakjötskafla og nautakjötskaflann. Matís stendur að útgáfu Kjötbókarinnar en búgreinafélögin hafa veitt styrki til vinnslu hennar. Í Kjötbókinni geta notendur fundið yfirgripsmiklar upplýsingar um kjöt, t.d. ólíka skrokkhluta, heiti á bitum og skurðum og ekki síst vandaðar ljósmyndir. Þá eru tenglar á ýmsar uppskriftir, rannsóknaskýrslur og annan fróðleik sem tengist kjöti. Kosturinn við rafbókarformið er einkum sá að auðvelt er að uppfæra efnið og bæta við nýjum upplýsingum eftir því sem tímar líða. Kúabú í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi eru nú 28 talsins. Meðalkúabúið í hreppnum hefur greiðslumark (framleiðslurétt) nálægt 244.000 lítrum. Meðalstærð kúabús á landsvísu telur um 185.000 lítra. Heildarmagn innveginnar mjólkur úr hreppnum nam hins vegar um 7.371.000 lítrum árið 2011 og hefur það aukist jafnt og þétt hin síðari ár. Það nemur tæplega 6% af allri innveginni mjólk í landinu. Meðalkúabúið í sveitarfélaginu leggur því inn um 263.000 lítra mjólkur. „Já, það er rétt, Skeiða- og Gnúpverjahreppur státar af því að vera stærsti mjólkurframleiðsluhreppur á Suðurlandi, við erum að sjálfsögðu mjög stolt af því,“ sagði Kristófer Tómasson sveitarstjóri. /MHH Mjólkurframleiðsluhreppurinn Skeiða- og Gnúpverjahreppur Kjötbókin vex og dafnar Halldór Runólfsson skipaður skrifstofustjóri afurða Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, hefur verið skipaður skrifstofu stjóri afurða í atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu, að því er kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Halldór var valinn úr hópi 23 umsækjenda í stöðu skrifstofustjóra afurða. Meðal verkefna sem skrifstofan sinnir eru búvöru- framleiðsla, matvælaframleiðsla og matvælaöryggi, fæðuöryggi, dýra- og plöntusjúkdómar, inn- og útflutningur matvæla, lífræn framleiðsla og dýravelferð. Halldór hefur gegnt stöðu yfirdýralæknis síðustu 15 ár en áður starfaði hann hjá Hollustu- vernd ríkisins. Í samtali við Bændablaðið sagðist Hall- dór spenntur fyrir því að takast á við nýjar áskoranir í starfi en hann gerði ráð fyrir því að það yrði ekki fyrr en færi að halla að áramótum sem hann tæki að fullu við starfinu. Enn væri eftir að hnýta lausa enda í starfi hans sem yfirdýralæknir. Hópur fagmanna var saman kominn í Hótel- og matvælaskólanum þegar Mynd / TB Í síðustu viku var stofnandi Howard G. Buffet sjóðsins á ferðinni hér á landi ásamt tveggja manna föruneyti. Hann heitir fullu nafni Howard Graham Buffet og er elsti sonur hins heimsþekkta stóreignamanns Warren Buffet, sem af mörgum er talinn farsælasti fjárfestir 21. aldarinnar. Sjóðurinn vinnur að mannúðar málum víða um heim og hefur m.a. þau markmið að efla ræktun og matvæla- framleiðslu á harðbýlum svæðum, í stríðshrjáðum löndum og þar sem fátækt er mikil. Tilgangur fararinnar til Íslands var að kynna sér landbúnað og mögu- leika í jarðrækt og hvaða áhrif loftslagsbreytingarnar munu hafa hér á norðurslóðum. Aðdragandi heimsóknarinnar var ekki langur og til að mynda var haft samband við Bændasamtökin samdægurs og beðið um fulltrúa til að snæða kvöldverð með Buffet. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, landnýtingar ráðunautur BÍ, hitti Buffet og fylgdarfólk hans, grunlaus um hvaða fyrirmenni þarna voru á ferðinni. „Fólkið sem ég hitti var að ljúka vikuferð um heiminn og hafði áður verið í Suður-Ameríku, Afríku og Grikklandi. Meðal annars höfðu þau heimsótt búgarða sem sjóðurinn styrkir, en Howard Buffet er með starfsemi víða um heim. Hingað komu þau frá Aþenu á einkaþotu en áætlað var að fara síðan til Grænlands að skoða ísbirni og ljúka ferðinni í Ameríku. Hér voru þau innan við tvo sólarhringa en voru nýkomin úr þyrluferð um hálendið þegar ég hitti þau,“ sagði Ólafur. Er hægt að rækta maís á Íslandi? Ólafur segir að tilgangur ferðarinnar til Íslands hafi verið að meta áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum og kynna sér góðar og slæmar afleiðingar þeirra. „Þau hafa verið að meta ástandið á jaðarsvæðum þar sem eru miklir þurrkar, en hér norður frá voru þau að velta fyrir sér ræktunarmöguleikum við köld skilyrði. Howard hafði ekki komið hingað áður, en hann hafði þær hugmyndir að hér færi veðurfar hlýnandi þannig að hægt væri að rækta meira en gert er í dag. Mestan áhuga höfðu þau á kornrækt, sérstaklega maís, en hann vildi fá upplýsingar um ræktunina hjá okkur. Ég sagði honum frá því hvernig kornræktin hefði þróast hér í gegnum tíðina og hvaða korntegundir við værum með. Maísræktin var prófuð hér fyrir nokkrum árum en uppskeran var rýr vegna stutts vaxtartíma. Howard fannst það athyglisvert og ögrandi og langaði til að skoða betur hvort hægt væri að finna maísafbrigði sem gæti þrifist hérlendis.“ Hvetur til aukinnar matvælaframleiðslu Ólafur sagði að áhugi Howard Buffet á fæðuöryggismálum væri mikill. „Hann lagði áherslu á það í sínu máli að þjóðir heimsins drægju alls ekki úr matvælaframleiðslu. Það væri mikil þörf á mat og allar þjóðir ættu að huga að aukinni framleiðslu.“ Ólafur sagði jafnframt frá því þegar hrunið varð hér á Íslandi og uppi varð fótur og fit þegar ekki var hægt að ábyrgjast kornfarm sem var á leiðinni til landsins vegna gjaldeyrisskorts. „Þarna fundum við fyrir því hvað það þýðir að búa á eyju. Á þessu höfðu þau mikinn áhuga og sögðu það ekki einungis vera plágur og þurrka sem ógnuðu fæðuörygginu heldur líka ótryggt efnahagsástand.“ Buffet spurði töluvert um jarðveg hér á Íslandi og Ólafur fór yfir það með honum. „Hann er fyrst og fremst bóndi og hefur heilmikla þekkingu á búskap. Hann virtist t.d. gera sér góða grein fyrir því að jarðvegur hér á landi væri mjög breytilegur.“ Skyldi vaka fyrir Howard G. Buffet að eignast land á Íslandi? „Howard tók það skýrt fram að þar sem hann væri að rækta vildi hann nota gott ræktunarland. Hann sagðist geta hugsað sér að koma til Íslands og taka á leigu eða kaupa jafnvel land til að prófa sig áfram við maísræktina og hafa samstarf við innlenda bændur. Hann spurði hvernig það væri að kaupa land hérna en ég sagði honum að það væru ýmsar hömlur á því. Hins vegar væri hægt að gera vissa hluti ef það væri í samræmi við skipulag í sveitarfélögum. Ég benti honum líka á að hér á landi væri mönnum umhugað um umhverfismál og það væri t.d. mikill áhugi á að vernda votlendissvæði, sem hann hafði fullan skilning á. Niðurstaðan var eiginlega sú að hann hafði áhuga á að kanna hvað væri til af harðgerðum maísafbrigðum sem gætu hugsanlega hentað við köld skilyrði áður en lengra yrði haldið. Ég minntist raunar á það að fyrir 40 árum hefði maísrækt verið nær óþekkt á Bretlandseyjum en þar hefðu skilyrðin batnað síðustu áratugi. Þar er nú framleitt töluvert af maís,“ sagði Ólafur, sem hvatti Buffet til þess að koma hingað að sumarlagi og skoða aðstæður. „Hann spurði hvort Bændasamtökin gætu útvegað sér sambönd við menn sem væru að sinna jarðræktarmálum og sagði ég það velkomið. Hann var ekkert endilega á því að fara í samstarf við háskólastofnanir heldur vildi hann sjálfur og hans fólk sjá um tilraunastarfið. Markmiðið væri hins vegar að auka þróunarstarf og auka fæðuframleiðslu og gera hana öruggari.“ Er fyrst og fremst bóndi „Ég vissi ekkert um manninn áður en ég kom til fundarins. Þegar ég sat við borðið við hlið hans fannst mér hann vera bóndi – stórbóndi sem stofnunin hlyti að hafa boðið í þetta ferðalag. Ég skynjaði hann alls ekki sem yfirmann hópsins,“ sagði Ólafur. „Ég áttaði mig ekki á því fyrr en morguninn eftir að bóndinn sem ég var að ræða við var mjög vel stæður og mér er það til efs að ég eigi eftir að snæða með jafnríkum manni. Ef ég verð einhverntíman spurður um það hvað við borðuðum þá er þetta svarið: Ég fékk mér þorsk og kartöflur en hann fékk sér hamborgara! Howard G. Buffet hitti einnig Árna Snorrason, forstjóra Veðurstofu Íslands, en þeirra fundur snerist um loftslagsmál. Að sögn Árna ræddu þau um áhrif hlýnunar og loftslagsbreytinga á norðurslóðir, m.a. á breytingar á gróðurfari og vistkerfum. /TB Howard G. Buffet sjóðurinn vinnur á heimsvísu við að treysta fæðuöryggi. Buffet, sem er stofnandi sjóðsins og formaður, starfrækir þrjú tilraunabú í Illinois, Arizona og í Suður-Afríku. Hann rekur líka eigin bú í Illinois og Nebraska þar sem hann ræktar m.a. sojabaunir, maís og hveiti. Sjóðurinn styrkir landbúnaðarverkefni sem stuðla að framþróun til þess að mæta vaxandi þörf fyrir matvæli. Lögð er áhersla á að vernda jarðveg og næringarefni hans auk þess að nýta vatn með skynsamlegum hætti. Þegar Buffet stofnaði sjóðinn vann hann mest að náttúruverndunarmálum en hefur nú lagt meiri áherslu á aukna ræktun og möguleika við að brauðfæða heimsbyggðina í framtíðinni. Áhugi hans á Íslandi byggist á því að kanna hvort hlýnandi veðurfar á norðurslóðum geti leitt til aukinnar og fjölbreyttari ræktunarmenningar. Howard G. Buffet er einn af „sendiherrum gegn hungri“ hjá Sameinuðu þjóðunum og hefur í gegnum starf sitt hjá sjóðnum styrkt bændur til góðra verka í Gvatemala, El Salvador, Níkaragva og víðar. Hann hefur einnig talað fyrir því að þjóðir hugi að jarðveginum sjálfum, næringarbúskap og verðmæti hans í stað þess að leggja höfuðáherslu á áburðargjöf og nýjar nytjajurtir. Auk þess að starfa að mannúðar- málum og rekstri sjóðsins hefur Buffet skrifað bækur um fæðuöryggi, náttúruvernd og mannúðarmál, tekið mikið af ljósmyndum og ferðast um allan heim. Þá situr hann í stjórnum ýmissa fyrirtækja, en Coca Cola er líklega þeirra þekktast. Fyrir nokkru tilkynnti faðir hans, Warren Buffet, að „Howie“ myndi taka við sæti hans í Berkshire Hathaway, fyrirtækinu sem heldur utan um fjárfestingar Buffet-veldisins. Hlutverk Howards yrði fyrst og fremst að viðhalda íhaldssamri stefnu fyrirtækisins eftir hans dag. Sonur Warren Buffet kynnir sér loftslagsmál og íslenskan landbúnað: Getur hugsað sér að kaupa land á Íslandi - Mynd / Utanríkisráðuneyti BNA Mynd / TB Mynd / SIU.edu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.