Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 53
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Lesendabás Um nauðsyn þess að leggja ljósleiðara í dreifbýli Fyrsta flokks fjarskipti eru nauðsynleg í dreifbýli. Raunar má halda því fram að góð fjar- skipti séu nauðsynlegri í dreifbýli en þéttbýli. Aðföng í dreifbýli eru erfiðari, samskipti erfiðari, vegalengdir eru meiri o.s.frv. Skv. lögum skal vera hægt að sjá ríkissjónvarpið og hlusta á ríkisútvarpið á byggðum bólum á Íslandi. Þessu er ekki alltaf til að dreifa. Rás 1 í hljóðvarpi RÚV næst nánast hvar sem er á land- inu. Ríkissjónvarpið næst hins vegar ekki alls staðar þrátt fyrir að kveðið sé á um það í lögum. Með lagningu ljósleiðara er hægt að breyta þessu og bjóða upp á hrað virkustu internet tengingar sem í boði eru á hverjum tíma, fullkomnar stafrænar sjónvarps- útsendingar, útvarpssendingar (í gegnum internetið) og talsíma. Því miður er það svo að íbúar í dreifbýli hafa verið eftirbátar íbúa í þéttbýlinu á suðvesturhorninu þegar hefur komið að góðum fjar- skiptum. Gagnaveita Reykjavíkur hefur af miklum myndarskap lagt ljósleiðara í flest hús í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, Akranesi, Hellu og Hvolsvelli svo nokkrir staðir séu nefndir. Þetta hefur valdið straum- hvörfum í fjarskiptaþjónustu, vöru- framboð hefur aukist, nethraði fyrir almenning hefur aukist og verð á fjarskiptaþjónustu lækkað. Á fyrri hluta 20. aldar var mikið verk unnið með lagningu síma á bæi í dreifbýli landsins. Með þessu var rofin aldagömul einangrun og íbúar í dreifbýli gátu skipst á fréttum og hringt í aðra landshluta. Næsta grettistak var þegar lagður var sjálfvirkur sími til allra notenda í dreifbýli. Því verki lauk árið 1986. Tengdust notendur sjálfvirka símakerfinu með jarðstrengjum því mönnum lærðist fljótt á Íslandi að loftlínur eru viðkvæmar fyrir íslenskri veðráttu. Nú er komið að næstu byltingu í fjarskiptamálum landsins, en það mun verða lagning ljósleiðara til allra heimila landsins. Landsbyggðin hefur setið á hakanum þegar kemur að lagningu ljósleiðara. Ríkið sagði sig frá einu af meginhlutverkum sínum með sölunni á grunnneti Landssímans. Það er því á hendi sveitarfélaga og áhugasamra einstaklinga að draga vagninn þegar kemur að ljósleiðara- væðingu í dreifbýli. Ekki er mikið um að ljósleið- arar hafi verið lagðir í dreifbýli fyrir almenna notendur. Frá þessu eru þó undantekningar. Gagnaveita Skagafjarðar er framsækið fyrir- tæki sem býður einstaklingum og fyrirtækjum á Sauðárkróki og í dreifbýli Skagafjarðar ljósleiðara- tengingar. Í Blöndudal hafa nokkrir bæir verið tengdir við ljós leiðara. Á Eyjafjarðar svæðinu hefur fjarskipta fyrirtækið Tengir lagt ljósleiðara í hús á Akureyri og á hluta Eyjafjarðar svæðisins. Á Grenivík er búið að leggja ljós- leiðara í öll hús. Á Héraði hefur verið lagður ljósleiðari á nokkra bæi norðan við Löginn. Í Öræfum var fullkomið ljósleiðaranet tekið í notkun árið 2010. Loks hefur Skeiða- og Gnúpverjahreppur ráðist í það verkefni að leggja ljósleiðara til allra lögbýla í sveitarfélaginu ásamt þeim húsum öðrum þar sem eigendur eru reiðubúnir að greiða sjálfir fyrir heimtaugar. Stefnt er að því að kerfið komist í gagnið í lok árs 2012 eða byrjun árs 2013. Fleiri sveitarfélög hafa hug á að feta í fót- spor Skeiða- og Gnúpverjahrepps og láta leggja ljósleiðara í sveitar- félögum sínum, má þar nefna Ásahrepp, Hvalfjarðarstrandar- hrepp og Flóahrepp. Undirritaður hvetur þau og önnur sveitarfélög til dáða, til að fylgja góðu fordæmi þeirra sem þegar hafa riðið á vaðið. Árið 2001 voru sett lög sem gerðu ráð fyrir að íbúar í dreifbýli sem þess óskuðu skyldu fá ISDN tengingu (0,128 Mbits) við internetið. Þá þegar var umrædd gagnaflutningstækni úrelt og hefði þótt fráleitt að reyna að bjóða íbúum í þéttbýli suðvesturhornsins slíkar tengingar. Næsta skref í internetmálum dreifbýlisins var að bjóða svokallaðar „háhraðanets- tengingar“. Því miður var þessu hugtaki snúið á haus því hraðinn átti að vera „allt að“ 2 Mbits. Í huga þess sem hér skrifar getur fjarskiptanet ekki flokkast sem háhraðanet fyrr en í fyrsta lagi við 100 Mbits. En hvað fæst með lagningu ljósleiðara? Er ekki nóg að notast við núverandi „háhraðanetstengingar“ sem í boði eru í dreifbýli? Svarið við þessu er neikvætt. Aðeins ljósleiðari getur flutt það gagnamagn sem þarf til að bjóða raunverulega háhraðanets- tengingu við internetið, afþreyingu (myndbandaleiga, sjónvarps- útsendingar), möguleika til fjar- kennslu, möguleika til fjarvinnu, möguleika á læknisvitjun sem fram gæti farið í gegnum internetið og svo framvegis. Í grein sem undirritaður ritaði í Morgunblaðið og birtist þann 28.10. 2007 kom eftirfarandi fram: „Á tyllidögum verður ráðamönnum tíðrætt um byggðastefnu og að styrkja þurfi hinar dreifðu byggðir landsins. Ég vil benda á að lagning ljósleiðara utan þéttbýlissvæðisins á suðvesturhorninu er ein öflugusta styrking við byggðir landsins sem hugsast getur.“ Þessi orð eiga enn við í dag. Fyrir sveitarstjórnarmenn sem vilja fræðast um lagningu ljós- leiðara skal bent á tvö rit sem FTTH (Fiber To The Home) Council í Banda ríkjunum gefur út. Hægt er að nálgast ritin á slóðunum www.05.is/ljos_gogn/ ftthprimer2011.pdf og www.05. is/ljos_gogn/ftthprimer2012.pdf. Í téðum ritum er svarað mörgum spurningum varðandi tækni, kosti og galla og margt fleira varðandi lagningu ljósleiðara. Bent skal á að þegar ráðist er í hvers konar lagnaframkvæmdir er afar brýnt að leggja ídráttarrör fyrir ljósleiðara samhliða. RARIK hefur á undanförnum árum plægt í jörð hundruð kílómetra af þriggja fasa raf strengjum. Í fæstum tilvikum hefur verið hugað að því að leggja ljósleiðara samhliða og er þetta miður þegar haft er í huga að allt að 90% kostnaðar við lagningu ljósleiðara eru fólgin í jarðvegs- vinnunni. Í september síðastliðnum varð mikið tjón á dreifikerfi RARIK í Mývatnssveit. Ljóst er að nýtt dreifikerfi verður plægt í jörðu. Áríðandi er að nota nú tækifærið og setja niður ídráttarrör fyrir ljósleiðara í leiðinni og í framhaldinu að setja upp ljósleiðarakerfi í sveitarfélaginu. Árið 2009 og 2010 var lagður ljósleiðari í flest hús í Öræfum. Verkefnið tókst með ágætum og sér fjarskiptafyrirtækið Vodafone um að veita sömu þjónustu í sveitinni og í boði er á höfuðborgarsvæðinu. Upphafsmaður verkefnisins var sá er þessar línur ritar. Gerð var vefsíða þar sem sögu verkefnisins er lýst. Lesendur er hvattir til að skoða síðuna því þar er að finna gagnlegar upplýsingar ef fræðast á um lagningu ljósleiðara og lýsingu á tækninni sem þar kom við sögu. Slóðin er www.05.is/ljos. Nýverið kom fram í fréttum að byggð ætti undir högg að sækja á Flateyri. Óskað var sérstaklega eftir því að lagður yrði ljósleiðari til bæjarins til að auka möguleika á fjarvinnu. Kom fram að nú þegar væri unnin fjarvinna í gegnum tölvur í bænum en sökum takmarkaðrar flutningsgetu í netsamskiptum væri ekki hægt að auka þá vinnu. Dræmar undirtektir munu hafa fengist við bón bæjarbúa um lagningu ljósleiðara til bæjarins. Ég bendi bæjaryfirvöldum á að leggja sjálf ljósleiðarastreng til bæjarins og tengjast þannig landsneti ljósleiðara. Einnig hefur komið fram að afleitt atvinnuástand sé á Raufarhöfn. Það sveitarfélag getur ekki heldur státað af ljósleiðaratengingu. Hér væri einnig ráð fyrir sveitarfélagið að ráðast í lagningu ljósleiðara til bæjarins. Að lokum vill undirritaður benda á tvennt: 1. Við hönnun og uppsetningu á ljósleiðaraneti í dag skal ávallt miða við 1.000 Mbits flutningshraða til notanda, ekki 100 Mbits. 2. Ekkert nema ljósleiðari getur tryggt nægilega öfluga og örugga fjarskiptatengingu til framtíðar, íbúum og fyrirtækjum til hags- bóta. Greinarhöfundur tekur að sér ráðgjöf varðandi uppbyggingu á ljósleiðarakerfum, s.s. frumvinnu, gerð kostnaðaráætlunar, hönnun ljósleiðarakerfis í samstarfi við hönnuð, umsjón með jarðvegsvinnu, tengingar í samstarfi við fagmenn á því sviði og samninga við fjarskipta- fyrirtæki um efnisveitu (internet, sjónvarp o.s.frv.). Hægt er að hafa samband í síma 695-3413 eða með tölvupósti á netfangið á i@05.is. Ingólfur Bruun Höfundur er hugmyndasmiður Fjarskiptafélags Öræfinga, sjá nánar www.05.is/ljos Ingólfur Bruun Léttar, öflugar og ódýrar hliðgrindur Hentugar fyrir bændur og veiðifélög Tekið er við pöntunum á elvarey@gmail.com og om@mo.is Stærri gerð: Breidd 4,27 m, hæð 1 m. Þéttir möskvar. Verð: 1 stk. kr. 24.900. 2-5 stk. kr. 21.900. 6 stk. eða fleiri kr. 19.900. Minni gerð: Breidd 1,50 m, hæð 1 m. Verð 1 stk. kr. 14.900. 2-5 stk. kr. 11.900. 6 stk. eða fleiri kr. 9.900. Verðið er án VSK Verðið er án VSK Aurasel ehf. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.