Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 49
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Góðri lýsingu í útihúsum er oft stórlega ábótavant og líklega einhver einfaldasta og ódýrasta leiðin til þess að bæta vinnuumhverfi bæði bænda og skepnanna þeirra. Vegna slakrar sjónar beitardýra stórbætir birta velferð þeirra auk þess að gera vinnustaðinn mun skemmtilegri og vinnuna við gegningar jafnframt auðveldari. Af hverju ljós? Nautgripir, hross og sauðfé hafa mjög vítt sjónsvið, sem spannar um 300 gráður, en hafa hins vegar afar takmarkaða þrívíddarsjón þar sem sjónsvið augnanna skarast nokkuð langt framan við snoppuna. Þetta gerir það að verkum að þessar skepnur eiga erfitt með að átta sig á hæðarmismun eða þrepum í gólfi og geta auðveldlega ruglað þeim saman við skugga eða litabreytingu í gólfinu. Auðvitað læra skepnurnar á umhverfi sitt með tíð og tíma en í hvert skipti sem þarf að ragast í gripum eða færa þá til geta þeir orðið óöruggir og erfiðari í meðhöndlun en þörf er á. Með góðri lýsingu fækkar skuggum og myrkum svæðum og gripirnir verða öruggari með sig og um leið meðfærilegri. Til viðbótar bætir góð lýsing stórlega vinnustaðinn sem slíkan og gerir þeim sem sinna gegningum mun léttara fyrir en ella. Áhrif lýsingar á skepnurnar Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á samspil góðar lýsingar í útihúsum og dýravelferðar og framleiðslu. Þannig má nefna að bæði sænskar og bandarískar rannsóknir hafa leitt í ljós hækkun á nyt mjólkurkúa með því að lengja birtutímann frá 12 klukkustundum í 16 klukkustundir á sólarhring. Einnig batnar frjósemin og heilsufarið hjá kúnum. Ef lýsing er hins vegar í meira en 18 klukkustundir á sólarhring í fjósum hefur það neikvæð áhrif á framleiðslu þar sem kýrnar þurfa hvíld í 6-8 klukkustundir í lítilli birtu eða við svokallað ratljós. Lýsing hefur einnig áhrif á vaxtargetu nautgripa svo það er önnur ástæða til þess að hafa góða lýsingu og hátt birtustig í fjósum, sem og þar sem uppeldi fer fram. Þó svo að ljóst sé að birta hafi þýðingarmeiri áhrif á nautgripi en bæði sauðfé og hross hefur hún að sjálfsögðu einnig lífeðlisfræðileg áhrif á sauðfé og hross og skipta frjósemisáhrifin þar trúlega mestu máli. Vitað er að frjósemisþáttum er stýrt af erfðum en einnig umhverfi, þar á meðal birtustigi. Skýringin á þessum lífeðlisfræðilegu áhrifum lýsingar á skepnurnar felast í mismiklu seyti melatónínvakans frá heila. Melatónínframleiðsla er hindruð af ljósi, sem þýðir að melatónínseyti er mikið í myrkri, því er innihald þess í blóði eðlilega mikið á nóttunni en lítið á daginn. Melatónín hefur áhrif á dægursveiflu líkamans, eða „lífsklukku“, og hefur þannig áhrif á frjósemi og um leið á mjólkurframleiðslu. Þar sem bændur vilja gjarnan halda jafnri mjólkurframleiðslu allt árið skiptir því máli að vera með svipað birtustig allt árið um kring en bæði í hesthúsum og fjárhúsum má færa fyrir því rök að betra sé að vera með árstíðarsveiflu í birtustiginu. Rétt lýsing mikilvæg Ein af niðurstöðum verkefnisins „Betri fjós“, sem unnið var hér á landi og gert upp í fyrra, kom í ljós að lýsing fjósa var nánast alltaf hönnuð á staðnum af heimafólki en ekki af hönnuðum. Fyrir vikið mátti sjá afar margbreytilegar útgáfur og allt frá því að finna mjög góða lýsingu og niður í afar slæmar lausnir. Oft var hönnun ljósanna með þeim hætti að settir voru fjölmargir rofar upp og því hægt að slökkva og kveikja ólík svæði innan fjósanna en fæstir bændanna nýttu sér þessa möguleika. Líkleg skýring á þessu er að þegar lýsingin er ekki hönnuð frá grunni er trúlega betra að hafa fleiri möguleika en færri á því að stjórna lýsingunni. Í nokkrum tilfellum var þó lýsingin hönnuð frá upphafi og vel heppnuð. Hér á landi bjóða nokkrir aðilar upp á hönnun lýsingar í útihúsum og ef gera á verulegt átak í bættri lýsingu er óhætt að mæla með því að nýta sér slíka þjónustu til þess að fá út bestu mögulega lausn. Útiljós Utandyralýsing er oft ekki mikil við útihús hér á landi en að sjálfsögðu er afar mikill kostur að hafa gott ljós við helstu vinnuhurðir, svo sem við innganga, við mjólkurhús vegna aðkomu mjólkurbíla, við kjarnfóðursíló og önnur slík vinnusvæði. Í verkefninu „Betri fjós“ kom fram að oft kvarta bændurnir yfir svokallaðri ljósmengun – að ljósin utandyra lýsi oft of mikið út fyrir sitt marksvæði. Hægt er að koma í veg fyrir það með einföldum ljósskermum. Til viðbótar má mæla með því að nýta hreyfiskynjara til þess að kveikja og slökkva á ljósum, til dæmis í mjólkurhúsum eða í hlöðu. Díóðuljós Það nýjasta innan lýsingar í útihúsum eru svokölluð díóðuljós (LED- ljós) sem er ný kynslóð ljósa sem spara mikinn straum og eru mun endingarbetri en eldri ljósgjafar. Til eru núorðið ótal útfærslur af þessum ljósgjöfum, allt frá perum og upp í ljósrör (eins og flúorljós). Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku Utan úr heimi Góð lýsing í útihúsum er mikilvæg Með þessari fyrirsögn kynnti tímaritið The Economist síð- sumars sérstaka umfjöllun sína um kjarnorku. Blaðið segir að kjarnorkan verði í boði fyrir þá sem vilji nota hana en hún muni aðeins gegna litlu hlutverki í framleiðslu raforku í framtíðinni. Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan er ein af ástæðum þess, en áður en það varð hafði dregið verulega úr notkun kjarnorku til raforkuframleiðslu víða um heim. Í Japan voru uppi áætlanir um að auka kjarnorkuframleiðsluna en þess í stað hefur hún dregist saman og gæti jafnvel lagst alveg af þar. Af 54 ofnum í landinu eru nú aðeins tveir í notkun og a.m.k. tólf endanlega aflagðir. Óvissa ríkir um áframhaldandi rekstur hinna. Slysið í Fukushima og hugsan- legar afleiðingar þess eru mikið rædd, bæði í Japan og víðar um heim. Þá hefur þegar verið ákveðið að hætta að nota kjarnorku til raforkuframleiðslu í Þýskalandi. Álitsgerð sem háskóli í Tokyo gerði leiddi í ljós að viðgerðir á biluðum kjarnaofnum í Japan kostuðu 623 milljarða dala, auk þess sem á annað hundrað þúsund manns þyrftu að flytja búferlum. Ýmsir vísindamenn í Japan telja að slysinu í Fukushima megi jafna við sprengjuna sem féll á Hirosima. Að áliti blaðamanns The Economist var botninn dottinn úr nýtingu kjarn orku til raforku- framleiðslu fimm árum áður en kjarnorku slysið varð á Three Mile Island í Bandaríkjunum. Kjarnorkuáætlanir Frakka breyttust ekkert við kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl í Úkraínu. Nýting kjarnorku til raforkuframleiðslu, sem átti að vera svar við hlýnun loft- hjúpsins, vegna aukinnar brennslu jarðefna, fjaraði þó út löngu fyrir slysið í Fukushima. Mannlegum mistökum mátti kenna um slysið í Tsjernobyl en það leiddi ekki til lokunar á kjarnorku- verum nema í Svíþjóð og á Ítalíu. Þegar slíkt slys á sér hins vegar stað í Japan, sem er öllum löndum tækni- væddara, vekur það mikla athygli. Blaðið The Economist fullyrðir nú að bygging kjarnorkuvera sé orðin of dýr. Kjarnakljúfa sem fyrir eru sé unnt að reka með hagnaði en nýir kosti of mikið, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Notkun kjarnorku og kjarnorkuvopn hafa dreifst hægar um heiminn en búist var við en vekja samt ugg. Þar má nefna kjarnorku- væðingu Írans. Notkun kjarnorku mun þó ekki leggjast af. Í löndum á borð við Frakkland og Japan er þess vænst að hún dragist saman en stjórnvöld í öðrum löndum munu styðja notkun hennar af öryggispólitískum ástæðum. Áætlað er að hlutur kjarnorku í raforkuframleiðslu í heiminum í framtíðinni verði á bilinu 7-13%. Ríkisstjórnir, þar með talin sú finnska, styðja notkun kjarnorku, einkum með því að takmarka fjárhagslega ábyrgð fyrirtækjanna á rekstrinum ef slys sem valda miklu fjárhagslegu tjóni eiga sér stað. Án þeirrar tryggingar væri honum sjálfhætt. Kjarnakljúfurinn í Fukushima var gamall og lítið hafði verið hugað að áhættunni sem fylgdi honum. Stjórnandi orkuversins var illa upplýstur og tæknimönnunum urðu á mistök. Öryggisverðirnir flúðu af vettvangi og hluti af tæknibúnaðinum virkaði ekki. Yfirmennirnir gerðu lítið úr áhættunni og upplýstu ekki um geislavirkni í verinu. Nokkrir starfsmenn flúðu úr rými í verinu, þar sem geislavirkni var lítil, í geislavirkari rými. Afleiðingarnar hefðu getað orðið enn alvarlegri en raun varð á. Alkunna er að nýjar aðstæður kalla á nýja tækni. Hönnun dísil- véla fyrir skip og farartæki og verksmiðju framleiddur áburður fyrir land búnaðinn eru góð dæmi um skjótvirkar og vel heppnaðar framfarir. Hið sama verður ekki sagt um kjarnorku iðnaðinn. Skriffinnska og ógagnsætt regluverk í Japan er meðábyrgt fyrir slysinu í Fukushima. Hið sama gæti gerst víðar. Sjötíu árum eftir fyrstu flugferð Wright-bræðranna hafði verið smíðuð flugvél sem náði þreföldum hljóðhraða. Hins vegar einkennist þróun kjarnakljúfa hvorki af frumleika né hugarflugi. Að nokkru leyti stafar það af óttanum við kjarnorkusprengjur. Nú eru hins vegar uppi hug- myndir, einkum hjá bandarískum fyrir tækjum, um að framleiða litla, 300 megawatta kjarnakljúfa. Þegar forsvarsmenn kjarnorkuiðnaðarins ákváðu fyrir tíu árum að setja á markað svokallaða þriðju kynslóðar kjarnakljúfa fullyrtu talsmenn hans að með betur hönnuðum kjarnakljúfum og bættri tækni mætti framleiða bæði öruggari og ódýrari kljúfa. Nýjustu athuganir hafa leitt í ljós að frá síðustu aldamótum hefur kostnaður við smíði kljúfanna aukist verulega, jafnvel tvöfaldast. Nú eru það einkum Kínverjar og Suður-Kóreumenn sem geta haldið niðri kostnaði við smíði þeirra. Nautgripir, hross og sauðfé hafa afar takmarkaða þrívíddarsjón. Þessar Kjarnorkan, draumurinn sem brást Sprenging í kjarnorkuverinu í Fuku- shima í Japan. Bækur og tímarit til sölu: Heima er bezt árg. 1-55 innb. Búnaðarbl. Freyr árg. 1903-1997 Árbók Þingeyinga árg. 1-38 innb. Hesturinn okkar árg. 1-29 innb. Goðasteinn árg. 1-18 innb. Húsfreyjan árg. 9-41 innb. Göngur og réttir I-V innb. Ódáðahraun I-III innb. Uppl. í símum: 8925213 / 5656187 Viðhorf til náttúrunnar, höfum við gengið til góðs? Framan af 19. öld var kulda- tímabil í Noregi og korn þroskaðist þar illa eða ekki. Á sama tíma stóð ófriður milli Noregs og Danmerkur og því erfitt að fá keypt korn þaðan. Afleiðingin varð matarskortur og jafnvel hungursneyð í Noregi (eins og á Íslandi). Kvæði Henriks Ibsen, „Þorgeir í Vík“, greinir frá framá mönnum í Noregi á þessum tíma en kvæðið er jafnframt góð heimild um næststærsta áfall sem dunið hefur yfir norsku þjóðina, á eftir Svartadauðanum. Jo Heringstad fjallaði um þetta í Nationen hinn 5. ágúst. Segir hann að á 19. öld hafi komið til sögunnar ný kynslóð presta sem treysti því ekki að Guð gæti tryggt þeim góða kornuppskeru. Þeir töluðu því fyrir kartöflurækt í stólræðum sínum og voru uppnefndir „kartöfluprestar“. Upp úr aldamótunum 1900 tók þýski guðfræðingurinn og heim- spekingurinn Albert Schweitzer sig upp og flutti til Afríku, eftir að hafa numið læknisfræði. Hann lét byggja tiltölulega einföld sjúkrahús í frumskóginum og notaði hluta af söfnunarfé sínu til að rækta jurtir til matar í nágrenninu. Á okkar dögum fara kristniboðar til starfa, þar á meðal norskir, sem hugsa eins og kartöfluprestarnir og Albert Schweitzer, að „maðurinn lifi ekki af brauði einu saman“, en jafnframt að án þess lifi hann ekki. Kartöfluprestarnir, Albert Schweitzer og kristni boðarnir nú á tímum þekktu og þekkja enn kunnustu orð franska heim- spekingsins Voltaire frá því á 18. öld, úr bók hans „Candide“ þar sem segir: „Við eigum að rækta garðinn okkar“, „Il faut cultiver notre jardin“. Með „garði“ átti hann við allt umhverfi okkar, eða með öðrum orðum að náttúran sé ófullkomin og þess vegna verði maðurinn að hlúa að henni og rækta á marga vegu. Þetta verður jafnframt því mikil- vægara eftir því sem fólkið er fleira og sér í lagi þegar fólki fjölgar jafn hratt og nú gerist. Voltaire trúði því einnig að manninum myndi takast að leysa vandamál sam tíðar sinnar, sem og vandamál fram tíðarinnar, á skynsamlegan hátt ef nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir. Heimspekingurinn Peter Weissel Zappe, sem uppi var á síðustu öld, trúði því að maðurinn væri mis- heppnuð sköpun þannig að best væri að tegundin dæi út að nokkrum öldum liðnum. Þar með yrðu eftir tegundir sem kynnu að lifa saman. Samtíðarmaður okkar, líffræðingurinn Dag O. Hessen, hefur skrifað bók um þróun lífsins, fyrir börn og unglinga. Hann var spurður í útvarpsviðtali hve marga íbúa jörðin bæri. Hann hugsaði sig um og sagði svo: ,,3-4 milljarða“. Þáttarstjórnandinn spurði þá hve margir þeir væru núna? ,,Um 7 milljarðar“, sagði Dag O. Hessen og bætti svo við að þeir stefndu í að verða 10 milljarðar um næstu aldamót. Samkvæmt því ríkir óvissa um það hvort unnt verði að koma við nauðsynlegum aðgerðum til náttúruverndar. Margar þarfar alþjóðastofnanir starfa nú í heiminum og er þar nærtækt að nefna Sameinuðu þjóðirnar og undirstofnanir þeirra. Vonir um tryggari framtíð eru öðru fremur bundnar við þær og aðrar þeim líkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.