Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 46
47Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 þeim verður minna um flutninginn ef þau eru ekki hrædd og stressuð. Passa verður upp á fóðrun, vatn og hey. Reynt er að hafa biðtíma hrossanna á flugvelli sem stystan. Hlutverk seljenda er að undirbúa hrossin, gera þau mannvön, snyrta hófa og stuðla að því að hrossið sé í góðu líkamlegu ástandi. Kostnaður við útflutning hrossa er umtalsverður. Þar ber fyrst að nefna flugfarið, en það er misdýrt eftir flughöfnum og því hvort um stóðhest eða önnur hross er að ræða. Einnig er kostnaður við að fá útgefinn hestapassa, við dýralæknisskoðun, eftirlitsskoðun, akstur frá sölustað til útflytjanda, fóðrun, akstur á flugvöll, vinnu við skjalagerð og tollskýrslu auk annars. Ferlið er langt Gunnar útskýrir að útflutningur á hrossum sé ekki hristur fram úr erminni á fáeinum dögum. „Þegar sala á hrossi er komin á er oft haft samband við okkur, ýmist af kaupanda eða seljanda. Við setjum þá ferlið í gang, pöntum far fyrir hrossið hjá Icelandair og byrjum að afla nauðsynlegara upplýsinga. Við þurfum til dæmis ítarlegar upplýsingar um kaupanda, upplýsingar um hrossið, hvar það er staðsett og hvernig læknisskoðun það á að fara í. Við þurfum að senda upplýsingar út þannig að hægt sé að sækja um leyfi og undirbúa pappírsvinnu fyrir komu hrossins. Það þarf að senda gögn vegna dýralæknaskýrslu sem Matvælastofnun útbýr og fylgir hrossinu inn í nýja landið. Við sendum upplýsingar um hrossið og útflutningsdag til Bændasamtaka Íslands svo að hægt sé að gefa út hestapassa og eignarhaldsskírteini. Sölureikningur þarf að fylgja með hrossinu frá seljanda til kaupanda, farmbréf og tollskýrsla auk annars.“ „Við ýmist sendum svo eftir hrossinu eða náum í það sjálf. Þegar það kemur í hús hjá okkur köllum við til starfandi dýralækni til þess að fylla út hestapassa og annast sérskoðun á hrossinu, sé þess óskað, t.d. röntgenmyndatöku eða annað. Síðan þarf að kalla til embættisdýralækni sem yfirfer hrossið, að hestapassinn stemmi, að það sé ósárt og þoli flutning, að hófar séu snyrtir og útlit og heilbrigði hrossins sé í lagi. Síðan er farið með hrossið tveimur tímum fyrir útflutning út á flugvöll þar sem eftirlitsdýralæknir lítur aftur yfir að allt sé í lagi, bæði hvað hrossin og útbúnað í flugvél varðar. Eftir lendingu tekur við ferli erlendis þar sem hrossin fara í húsnæði sem hannað er fyrir þessa starfsemi, en sumir flugvellir hafa byggt upp aðstöðu til að taka á móti dýrum. Þar kemur landamæradýralæknir svokallaður og skoðar hrossin, ber saman hestapassa og pappíra og gengur úr skugga um að hrossin séu ósár og heilbrigð. Tollafgreiðsla fer því næst fram og nokkrum tímum eftir lendingu eru hrossin sótt af hestaflutningamönnum eða eigendum. Þessu er öðruvísi farið í Bandaríkjunum en þar verða hrossin að vera tvo til þrjá sólarhringa í sóttkví eftir komu til landsins. Íslensku hrossin njóta þó forréttinda vegna þess hve sjúkdómafrítt landið er og eru aðeins til málamynda í svona stuttan tíma á meðan sóttkví hrossa frá öðrum löndum er mun lengri,“ segir Kristbjörg. Sveiflur hafa orðið í útflutningi gegnum árin, bæði vegna aðstæðna sem skapast hafa hér á landi og og erlendis. „Margt hefur þarna áhrif, ef þrengir að í efnahag viðskiptaþjóðanna má búast við að samdráttur verið í útflutningi, þar sem fólk leyfir sér minna og eyðir frekar í nauðsynjar. Veðurfar getur haft áhrif, bæði hérlendis sem erlendis, sjúkdómar eins og áður var rakið og fleira og fleira,“ segir Gunnar. Lúðrasveitin beið og beið Í gegnum svona langa sögu fer ekki hjá því að ýmislegt óvanalegt hafi gerst og margar skondnar sögur eru til. Meðal þeirra eru sögur af ævintýralegum ferðum með mistraustvekjandi flugvélum sem notaðar voru til hestaflutninga í upphafi, svokallaðra „Afríkuvéla“ sem voru aðeins farnar að þreytast. „Ef til vill eru eftirminnilegustu sögurnar af villtum hrossum sem fóru út í stórum stíl hér áður fyrr, hross sem erfitt var að eiga við, ótamin á öllum aldri, stór og sterk. Óhöpp urðu, hross sluppu laus á hafnarsvæðum og flug- völlum erlendis. Stundum gat verið erfitt að lesta vélar vegna veðurs og eitt sinn þurftum við að teyma yfir 80 hross um borð upp farþegatröpp- ur þar sem ekki var hægt að koma öðrum búnaði að vegna veðurs,“ segir Gunnar. „Eitt sinn vorum við að senda 93 hross til Helsinki, eina skiptið sem hross hafa verið send þangað í beinu flugi. Allt var tilbúið, hrossin komin á flugvöllinn og Gunni var sendur með farþegaflugvél til að taka á móti þeim þegar þau lentu. Það var lúðra- sveit mætt á flugvellinum í Helsinki, sem og heil móttökunefnd. Þá bilaði vélin, öll hrossin voru send til baka frá Keflavík, tekin af bílum, gefið og vatnað. Síðan var lestað aftur og haldið út á flugvöll. Þá gekk allt vel og hrossin komust heilu og höldnu til Finnlands en að vísu var engin nefnd eða lúðrasveit þegar þau lentu,“ segir Kristbjörg að lokum. /fr Starfsmaður Icelandair Cargo er öllu vanur, bæði að keyra lyftara og halda í hross. Ferðaþjónusta bænda · Síðumúla 2 · 108 Reykjavík · Sími 570 2700 · Fax 570 2799 · sveit@sveit.is UPP Í SVEIT ALLT ÁRIÐ - EINSTÖK UPPLIFUN! 23. nóvember á Reykjavik Natura (áður Hótel Loftleiðir) Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda 2011 DAGSKRÁ: HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR á Reykjavík Natura (23. nóv.) Reyktur og grafinn lax með salati og hunangssósu Lambalæri með steiktum kartöflum, rabarbarasultu og soðsósu Súkkulaði mousse með vanillusósu og skógarberjum Um kvöldið mun starfsfólk skrifstofu Ferðaþjónustu bænda veita tveimur ferðaþjónustubæjum viðurkenningar: Besta frammistaðan 2011 Hvatningaverðlaun 2011 Allir félagar í Ferðaþjónustu bænda eru hvattir til að mæta á svæðið Skráning á Uppskeruhátíðina er í fullum gangi hjá Elsu Ágústu, netfang elsaagusta@farmholidays.is, beinn sími: 570 2726. 09.00 - 09.30 Kaffibollaspjall 09.30 - 09.45 Setning Uppskeruhátíðar (Sigurlaug Gissurardóttir formaður FFB) 09.45 - 10.00 Sumarið 2011 og tækifærin framundan (Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri FB hf.) 10.00 - 10.20 Kynning á verkefninu „Ísland allt árið“ (Inga Hlín Pálsdóttir, Íslandsstofu) 10.20 - 10.35 Er framtíðarlausnin að byggja? Hermann Ottósson, Íslandsstofa 10.35 - 11.00 Kaffihlé 11.00 - 12.00 Heimskaffi og umræður. Ísland allt árið: Hvað vilja bændur gera? 12.00 - 13.00 Hádegisverður 13.00 - 13.20 Hvað gerir góða staði góða? (Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt FAÍ) 13.20 - 13.40 Úr geymslu í gersemi (Dísa og Óli ferðaþjónustubændur í Skjaldarvík, Eyjafirði) 13.40 - 14.00 Eldhúsið, þar sem hjartað slær! (Hansína B. Einarsdóttir, Skref fyrir skref) 14.00 - 14.15 Kaffihlé 14.15 - 14.30 Horft fram á veginn í gæðamálum (Berglind, gæðastjóri FB) 14.30 - 14.45 Tækifærin á netinu í gegnum Ferðaþjónusta bænda (Sævar og Hildur Fjóla vefstjóri). 14.45 - 14.55 Hentar gistibókin öllum félagsmönnum Ferðaþjónustu bænda? 14.55 - 16.00 Það sem bændur vilja sagt hafa ... orðið er laust! Fundarstjóri: Elías Bj. Gíslason Ferðamálastofu 17.00 Óvissuferð 19.30 Hátíðarkvöldverður á Reykjavík Natura 22. nóvember: Opið hús á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda í Síðumúla 2 13.00 - 14.00 Kynning fyrir nýja/nýlega félaga í Ferðaþjónustu bænda 13.00 - 16.00 Vinnusmiðja um gistibókina og vefsöluna (Ath. sama dagskrá er á skrifstofunni 22. og 24. nóvember - spurning hvað hentar félögum betur) 24. nóvember: Námskeiðið „Ólíkir menningar- heimar“ og opið hús 24. nóvember í Síðumúla 2 09.00 - 12.00 Ólíkir menningarheimar 13.00 - 14.00 Kynning fyrir nýja/nýlega félaga í Ferðaþjónustu bænda 13.00 - 16.00 Vinnusmiðja um gistibókina og vefsöluna Allir félagar eru hvattir til að taka þátt í vinnusmiðjunni. (Ath. sama dagskrá er á skrifstofunni 22. og 24. nóvember - spurning hvað hentar félögum betur) Í tengslum við Uppskeruhátíðina höfum við fengið sérstakt tilboðsverð á gistingu á Reykjavik Natura. 0 . - .30 Kaffibollaspjall 0 . .45 Set ing Uppskeruhátíðar (Sigu laug Gissurardóttir for- maður FFB) 09.45-10.05 Ferðaþjónusta bænda út frá sjónarhorni viðskiptavinarins (Ingibjörg Guðjónsdóttir, Íslenskir fjallaleiðsögumenn) 10.05-10.25 Allt í einum pakka: Gistibók – vefsala - bókunarvél (Hildur Fjóla Svansdóttir FB hf.) 10.25-10.55 Kaffihlé 10.55-11.15 Hvað þýðir það að selja sig dýrt? (Friðrik Pálsson, Hótel Rangá) 11.15-11.35 Vakinn sem gæðavo tun fyrir ferðaþjónustubændur (Berglind Viktor dótti FB hf.) 11.35-12.00 Umræður um Vakann (fulltrúar frá FFB, FB hf. og Ferðamálastofu sitja fyrir svörum) 12.00-13.00 Hádegisverður í boði Ferðaþjónustu bænda hf. 13.00-13.20 Svört atvinnustarfsemi – afleið- ingar og ábyrgð (Jakob Björgvin Jakobsson, lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Deloitte ehf.) 13.20-13.40 Landsmennt – markviss stuðningur við fræðslu (Kristín Njálsdóttir frá Landsmennt) 13.40-14.00 Hin fullkomna eldhúsbók (Guðmundur Helgason á Núpi og þátttakendur í þróunarverk- efninu Eldað í sveitinni) 14.00-14.20 Leynast tækifæri í hjólaferða- mennsku á Íslandi? Kynning á hjólaferð félaga í Skotlandi/ Englandi með Íslandsstofu (Bergþóra í Fögruhlíð og Stefán á Hótel Natur) 14.20-15.00 Almennar umræður og kaffihlé 15.00-16.00 Húmor í samskiptum og þjón- ustulund (Edda Björgvinsdóttir, leikkona og gleðipinni) Fundarstjóri: Erna Hauksdóttir, Samtök ferða- þjónustunnar 17.00 Óvi s ferð 20.00 Há íðarkvöldverður á Gra d Hotel Rey javík Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda 2012 Nýjar áskoranir – ný tækifæri föstudaginn 23. nóvember á Grand Hótel Reykjavík Ná ari u plýsingar og skráning er hjá Elsu Ágústu; netfang: elsaagusta@farmholidays.is, beinn sími: 570-2726. Opið hús á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda 22. nóvember Fimmtudaginn 22. nóv. verður heitt á könnunni fyrir félagsmenn á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda í Síðumúla 2. Þá verður m.a. vinnusmiðja um Gistibók auk þess sem farið verður yfir mál sem snerta aðild að félagsskapnum og samskipti við skrifstofuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.