Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 41
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Fyrsti snjódagur runninn upp, að minnsta kosti á Norðurlandi og austur yfir, með tilheyrandi leiðindum fyrir flesta sem þurfa að vera úti að aka. Það er því ekki seinna vænna ef það er ekki búið þá þegar að stika heimreiðarnar og bæta brotnar stikur. Þarna er ég helst að hugsa um mjólkurframleiðslubæi því það er ekkert grín að setja mjólkur bílinn í vafaakstur á mjórri heimreið í vondu veðri, snjóþunga eða hálku sjáandi illa veginn eða alls ekki og hætta bæði lífi og limum bílstjórans. Og svo auðvitað tjóni á bílnum með tilheyrandi vandræðum þegar bílinn vantar í margar vikur og mánuði vegna innistöðu á verkstæði. Á örfáum árum hafa fjórir mjólkurbílar á svæði MS Akureyri lent svo illa útaf á heimreiðum að þeir fóru algjörlega á hliðina og stórskemmdust. Ekki hafa ennþá orðið slys á mönnum vegna þessa. Auk þess má telja ótal tilvik þar sem minni háttar útafakstur hefur orðið og litlar eða engar skemmdir hafa orðið á bílum en hins vegar hefur þurft að fá stórvirkar vinnuvélar til að draga bílana upp. Ekki trassa moksturinn! Svo þarf auðvitað að moka heimreiðar á losunardögum en þar er því miður víða pottur brotinn og mjólkurbílar orðið að hjakka fram og aftur í óratíma til að ná mjólkinni. Það tefur bílinn mjög mikið að þurfa að keðja á mörgum bæjum vegna ófærðar. Hængur er á víða þar sem Vegagerðin á að sjá um mokstur heimreiða en þar er farin fjallabaks leið í boðskiptum, þannig að bóndinn þarf að tala við sveitarstjórann og sveitarstjórinn við Vegagerðina og sums staðar Vegagerðin við verktaka, sem sagt Einbjörn, Tvíbjörn, Þríbjörn og jafnvel Fjórbjörn. Þetta er afturför hvað varðar skil virkni og í ofan álag hafa sveitar stjórar eða odd vitar brugðist misvel við, sumir ágæt- lega og til sóma, vilja allt gera, en því miður er einn og einn með ótrúleg leiðindi og stæla svo ekki sé meira sagt. Það fengum við að reyna síðastliðinn vetur. Því bið ég nú mjólkurbændur þar sem þetta á við að hugsa nú vel til mjólkurbílanna og bílstjóranna, og ekki gleyma því að þið eigið bílana og fyrirtækið því slysalaus mjólkurbíll og styttri aksturstími þýðir auknar líkur á betri afkomu fyrirtækisins og meiri líkur á hærra verði fyrir mjólkina. Hjónin á Hrafnagili í stórræðum Í síðasta pistli fjallaði ég meðal annars um framkvæmdir og uppbyggingu og nefndi þar nokkra bæi þar sem breytt hefur verið í sjálfvirkar mjaltir eða verið að byggja ný fjós. Við þetta er því að bæta að nú hafa þau Hrafnagilshjón Jón Elvar Hjörleifsson og Berglind Kristinsdóttir tekið þá ákvörðun að henda út hringekjunni, þeirri einu á landinu, í skiptum fyrir tvo Lely- mjaltaþjóna. Í tilefni af því þarf að byggja við fjósið smávegis og breyta hringekjuhúsinu því þar er gólfið metra lægra en í fjósinu. Verð að viðurkenna að ég hrópaði ekki húrra þegar Jón Elvar stórvinur minn staðfesti sögusagnir um þessa breytingu, en gangi ykkur engu að síður vel með þetta, ágætu hjón. Á Hrafnagili er framleiðslu réttur tæplega ein milljón lítra. Nýtt fjós á Litlu-Reykjum Ábúendur á Litlu-Reykjum á Reykjahverfi í S-Þing. eru byrjaðir að byggja nýtt fjós en þar búa þau hjónin Þráinn Ómar Sigtryggsson og Ester Björk Tryggvadóttir. Eru Valþór og Hilmar synir þeirra byrjaðir búskap með þeim og munu taka við búinu í fyllingu tímans. Nýja fjósið er 57 bása lausagöngu fjós, stálgrind með ileiningum með haug hús undir öllu og steinbita gólf yfir skafið með sköfuróbóta. Byrjað verður með nokkurra ára gamla láglínu 2 x 3 Tandem mjaltabás frá De-laval í mjaltagryfju en stefnt á mjaltaþjón eftir einhver ár þegar vel árar. Þá verður gamla fjósið sem er ágæt bygging nýtt í uppeldi og fyrir geldneyti. Friðgeir á Breiðumýri í ham Friðgeir Sigtryggsson á Breiðu- mýri er að áforma miklar breytingar á fjósinu og fjárfesti í notuðum láglínu mjaltabás frá De-laval og hyggst afleggja rörmjaltakerfinu og básafjósinu og setja kýrnar á hálm og einhverja legubása, sameina hlöðuna fjósinu og hafa upphækkun í mjaltabásnum þar sem kýrnar ganga upp til mjalta, en mjaltamaðurinn stendur í gólfhæð fjóssins, þ.e.a.s. fer ekki ofan í gryfju. Þetta er þekkt víða erlendis. Þá er enn að bætast við framkvæmdalistann á svæðinu. Er það vel og sýnir djörfung og dug mjólkurbænda. Augljóst er að menn eru ekki að tapa trúnni á kúabúskapinn og er það gleðiefni. Bravó fyrir ykkur bændur! Kristján Gunnarsson Fyrir norðan í byrjun vetrar Sunbeam-Oster fjárklippur Sunbeam-Oster fjárklippur Varahlutaþjónusta og sala á fjárklippum. Startarar, alternatorar, varahlutaþjónusta sími: 696-1050 netfang: oksparesimnet.is Vinnuverndar- og réttinda- námskeið fyrir bændur Í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri var á dögunum haldið námskeið sem ber heitið Vinnu- verndar- og réttinda námskeið fyrir bændur. Í lýsingu segir að nám- skeiðið sé fyrir bændur, búalið og aðra áhugasama. Námskeiðið veitir bókleg réttindi til að stjórna dráttarvélum í réttinda- flokki I og lyfturum í réttindaflokki J. Námskeiðið er hefðbundið vinnuvél- anámskeið en er lagað að bændum. Sérstaklega er fjallað um gerð áætl- unar um öryggi og heilbrigði (áhættu- mat starfa) á vinnustað og gerð æfing í því. Lagðir eru fram gátlistar fyrir bændur til að gera áhættumat. Námskeiðið byggist upp á fyrir- lestrum, myndum, myndböndum og verkefnum. Leiðbeinendur eru starfs- menn fræðslu - og vinnuvéladeildar Vinnu eftirlitsins. Allar nánari upp- lýsingar um námskeiðin gefur Ásdís Helga Bjarnadóttir í síma 433-5000 en námskeiðið verður haldið víða um land á næstu vikum. /ÁÞ Mynd / Áskell Þórisson Keppnin Eftirréttur ársins 2012 var haldin þriðjudaginn 6. nóvember á Hilton Nordica Hótel. Alls voru 36 skráðir til keppni og spennandi rétt- ir bornir fram. Sigurvegari keppn- innar var Fannar Vernharðssson á veitingastaðnum Vox. Keppnis rétt höfðu þeir sem lokið höfðu sveins- prófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Í öðru sæti var Stefán Hrafn Sigfússon í Mosfellsbakaríi og í þriðja sæti var Hermann Þór Marinósson á Vox. Þrenn verðlaun voru veitt: 1. sæti: Gjafabréf – flug til Evrópu. 2. sæti: Gjafabréf og gjafakarfa. 3. sæti: Gjafakarfa. Að sögn Hafliða Ragnarssonar, for- manns dómnefndar, var gaman að sjá svo marga taka þátt í keppninni og greinilegur áhugi fyrir því að skapa spennandi nýjungar úr góðu hráefni. Keppni sem þessi sé til þess fallin að draga það besta fram hjá fagfólki. Þetta er þriðja árið í röð sem keppnin er haldin og fjölgar keppendum ár frá ári. Súkkulaðiframleiðandinn Cacao Barry er aðalstyrktaraðili keppninnar að því er fram kemur á vefsíðunni freisting.is sem er fréttavefur um mat og vín. Haustið með hvítu súkkulaði og berjum Þema keppninnar var „Haustið með hvítu súkkulaði og berjum“ Lagt var upp með að eftirrétturinn innihéldi Cacao Barry Blanc Satin hvítt súkkulaði, berjapúrru og ber frá Cap´Fruit. Keppendur komu með allt tilbúið og máttu mæta með aðstoðarmann. Hægt var að baka og hita á staðnum og skila þurfti fjórum eftirréttum á diskum. Uppskriftum þurfti einnig að skila á blaði og á tölvutæku formi ásamt stuttri lýsingu á eftir réttinum fyrir dómarana. Þá mættu keppendur til leiks með sín eigin áhöld, en diskar voru á staðnum þó að keppendum væri heimilt að koma með eigin diska en þá ómerkta. Ekkert hráefni var hins vegar fáanlegt á keppnisstað. Keppendum var úthlutaður tími í eldhúsinu á keppnisstað og fékk hver keppandi 20 mínútur til að setja eftir- réttinn á diska. Fengu þeir ítarlega lýsingu á keppnisreglum og aðstöðu að lokinni skráningu. Grunnhráefnapakki til æfinga var útvegaður af Garra. Var öllum kepp- endum skylt að vera í einkennisklæðn- aði sem var svartar buxur, kokkajakki og húfa. Keppni matreiðslumanna Eftirréttur ársins 2012: Fannar Vernharðsson á Vox sigraði Myndir / Odd Stefán/Smári -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.