Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 57
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Bjarni Valur hóf félagsbúskap með foreldrum sínum Kristrúnu Jóns- dóttur og Guðmundi Kristmunds- syni árið 1984. Hann kynntist konu sinni, Gyðu Björk, árið 1987 og tóku þau alfarið við búskapnum árið 1996. Býli? Skipholt 3. Staðsett í sveit? Hrunamannahreppi. Ábúendur? Bjarni Valur Guðmundsson og Gyða Björk Björnsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Kristrún móðir Bjarna, Bjarni Valur og Gyða Björk ásamt börnum sínum; Bergsteini Birni, Jóni og Guðrúnu Eddu. Auk þess þrír smalahundar og fjósköttur. Stærð jarðar? 350 hektarar. Gerð bús? Blandað bú, kýr, kindur og hestar. Fjöldi búfjár og tegundir? 130 nautgripir, þar af 50 mjólkurkýr, 225 vetrarfóðraðar kindur og 24 hross! Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir kvölds og morgna, líka á jólunum. Þessa dagana fer allur aukatími í hesthúsbyggingu. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er fátt sem er leiðinlegt, en smalamennska og fjárrag er ávallt skemmtilegt. Vorið er svo yndislegur tími. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en vonandi í góðri framþróun. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Í góðum málum en alltaf má gera betur. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel utan ESB og með sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Sérstaða íslensk land- búnaðar, hreinleiki og gæðafram- leiðsla. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur og grænmeti. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar kvígurnar sluppu saman við kvígur frá næsta bæ og þær reknar inn í kálfafjósið þar sem gólfið hrundi og nokkrir gripir fóru ofan í haughús sem var leiðinlega fullt. Það fór allt vel með góðra manna hjálp og sannaðist þá að gott er að eiga góða nágranna. Einnig var gaman þegar nýtt fjós var tekið í notkun 15. mars 2006. Guðrún Sturlaugsdóttir hönnuður og eigandi Gastu, þar sem fram- leiddir eru fylgihlutir úr leðri og laxaroði, ákvað ásamt manni sínum að breyta um lífsstíl fyrir tveimur árum. Þau byrjuðu á því að henda út „sukk“-vörum úr eldhús skápunum, eins og nammi, kökur, kex og fleira, og hætt að kaupa það inn. Í dag, 40 kílóum síðar hjá Guðrúnu, er enginn hvítur sykur eða hvítt hveiti til á heimilinu. Hún hefur verið dugleg að búa til sínar eigin uppskriftir og heldur úti síðu á Fésbókinni sem nefnist Heilshugar. „Við notum meira af ávöxtum og grænmeti og í stað sykurs nota ég Steviu sem er náttúrulegt sætuefni. Ég á einnig til 70% súkkulaði sem ég baka stundum úr sem dæmi. Það gengur vel að halda sig við efnið. Ég ráðlegg fólki að skoða skápana sína vel og pæla í hvað stendur aftan á umbúðunum, hvað fólk er með í skápunum sínum og byrja smátt og smátt að skipta út rusli fyrir heilbrigðan, góðan og náttúrulegri mat. Mörg matvæli eru stútfull af sykri og aukaefnum sem margir átta sig ekki á. Maður þarf bara að vera meðvitaður um hvað maður kaupir inn á heimilið og þar sem margir eiga börn er gott að benda á að það erum við sem kaupum inn á heimilið og ráðum hvað börnin borða og við erum þeirra fyrirmyndir, svo þar liggur oft vandinn þegar börn eru of þung börn,“ segir Guðrún, sem gefur hér innsýn í hvernig matseðill heimilisins fyrir einn dag getur litið út: Morgunmatur: Hafragrautur með chiafræjum, frosnum eða ferskum bláberjum. Millimál: Hristingur sem ég bý mér til úr ávöxtum, grænmeti eða öðru góðu sem ég á í ísskápnum. Eða tvö hrökkbrauð með hummus og banana. Hádegisverður: Við förum oft og borðum úti í hádeginu því það er mikið úrval til af hollum skyndibitum. Millimál: Ávöxtur og prótínstöng (helst heimatilbúin, sjá uppskrift). Kvöldverður: Grænmetislasagna sem er algjört nammi. Ég hef haft þetta í kvöldmat fyrir sveitamann og hann varð voða hissa hvað þetta smakkaðist vel og fannst alveg magnað að það væri ekkert kjöt í þessu lasagna. Bilað góðar súkkulaðiprótínstangir! (Aðeins um 100 kaloríur hver stöng!) Innihald í 12 stangir: › ½ bolli haframjöl › 2 msk. (um 40 g) vanillu 100% mysuprótín, t.d. frá Nutramino › 1 tsk. kanill › 30 g saxaðar möndlur › 30 g rúsínur Öllu þurrefni blandað saman í skál. Í sér skál er eftirfarandi blandað saman: › 30 g súkkulaði (70% súkkulaði) › 50 g hnetusmjör › ½ bolli hrísmjólk (eða annar vökvi, mjólk eða vatn!) › 15 g hunang Aðferð: Þetta er sett í örbylgjuofn í um 30-40 sekúndur og síðan blandað við þurrefnið og allt hrært vel saman. Best er að taka til dæmis formkökuform eða annað kassalaga form og setja í það smjörpappír sem hylur vel allt formið og hella blöndunni ofan í botninn. Sett í frysti í nokkrar klukkustundir og síðan tekið út og skorið í 12 bita. Best er að geyma þetta síðan í frysti eða kæli, það er til dæmis hægt að pakka hverjum bita inn í smjörpappír. Mexíkósk kjúklingasúpa › 2-3 hvítlauksrif › 1-2 laukar saxaðir og steiktir í kókosolíu í potti › 2 dósir hakkaðir tómatar (án sykurs), skellt út í › 1 l tómatsafi (án sykurs), bætt við Aðferð: Þegar allt innihaldið er komið í pott er það látið krauma. Síðan er rifnum grilluðum kjúklingi bætt við og súpan krydduð að vild, til dæmis með cayenne-pipar, salti, pipar, chili, fersku kóríander og svo framvegis. Borið fram með sýrðum rjóma og ferskum kóríander. Líf og lyst BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Heilshugar að breyttu mataræði Skipholt 3 Prótínstangirnar hennar Guðrúnar eru hollur og góður skyndibiti þó að þær innihaldi bæði súkkulaði og hnetusmjör.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.